Morgunblaðið - 11.01.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Áhöfn varðskipsins Þórs var kölluð
út á níunda tímanum á laugardags-
kvöld þegar mikill leki kom að
stórum fóðurpramma hjá fiskeldis-
stöðinni Löxum í Reyðarfirði, sem
sér sextán fiskeldiskvíum fyrir fóðri.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
fékk að vita að pramminn væri að
sökkva og var Þór sendur á svæðið
þegar í stað, en svo vildi til að varð-
skipið var statt í firðinum.
Mikið tjón varð vegna lekans þar
sem um tíu þúsund lítrar af dísilolíu
voru um borð í prammanum, sem er
nú á sjávarbotni. Engin svartolía var
um borð.
Ásgeir Erlendsson, upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði
í samtali við mbl.is í gærkvöldi að
ekki hefði verið hægt að koma í veg
fyrir tjónið þar sem pramminn var
orðinn fullur af sjó þegar Þór kom á
svæðið. „Hann sökk í raun mjög
hratt. Það var vonskuveður og sjó-
lagið mjög erfitt. Það gerði mönnum
erfitt fyrir. Það var því ekkert hægt
að gera þegar Þór mætti á svæðið,“
sagði Ásgeir.
Varðskipsmennirnir sjósettu
léttabát Þórs og höfðu öflugar sjó-
dælur meðferðis en þegar á staðinn
kom var ekkert hægt að gera, eins
og áður sagði. Maraði hann þá í kafi.
Fór því varðskipið af svæðinu og
er málið komið í hendur fyrir-
tækisins og bæjarins, að sögn Ás-
geirs.
Umhverfisstofnun, Samgöngu-
stofu og fleiri viðeigandi aðilum hef-
ur einnig verið gert viðvart um at-
vikið.
Sökk til botns með tíu
þúsund lítra af dísilolíu
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Frá Reyðarfirði Ekki var hægt að
koma fóðurprammanum á flot.
Mikið tjón hjá
fiskeldisstöðinni
Jón Sigurðsson Nordal
jonn@mbl.is
Kristófer Oliversson, formaður Fyr-
irtækja í hótel- og gistiþjónustu og
forstjóri Center Hotels, segir að
Reykjavíkurborg virðist skorta vilja
til að koma til móts við fyrirtæki í
hótelrekstri og segir afstöðu hennar
gegn frestun fasteignagjalda vera af-
ar íþyngjandi.
Greint var frá því í Morgunblaðinu
á laugardag að fjármála- og áhættu-
stýringarsvið Reykjavíkurborgar
hefði lagst gegn hugmyndum um
frestun fasteignagjalda til að koma til
móts við fyrirtæki í kórónuveiru-
faraldrinum, sem fram komu í drög-
um að frumvarpi sveitarstjórnar-
ráðherra. Samband íslenskra sveitar-
félaga hafði aftur á móti lýst yfir
stuðningi við drögin.
„Mér er alveg fyrirmunað að skilja
þessa afstöðu borgarinnar, ef ég segi
alveg eins og er,“ segir Kristófer í
samtali við Morgunblaðið. „Þeir virð-
ast tína til allt sem mögulegt er gegn
þessu, en það skortir bara greinilega
viljann hjá borginni.“
Sveitarfélögin á hliðarlínunni
Kristófer segir að sveitarfélögin,
sem til þessa hafi staðið til hliðar á
meðan ríkið veitti fyrirtækjum að-
stoð, sjái nú leið til að flýta fyrir við-
spyrnunni. „En Reykjavík leggst
gegn því,“ segir hann. „Mér finnst
andinn í umsögninni vera þannig að
þeir vilji ekki vera með.
Tekjuleysið, sem er bráðum búið
að vara í ár, breytist náttúrlega
smám saman í skuldavanda. Menn
eru að ganga á sitt reiðufé á meðan
hótelfasteignir sem eru ekki í notkun
skila engum tekjum,“ segir Kristófer.
„Veðhlutfall hækkar í tekjuleysinu
og þar af leiðandi er erfiðara fyrir
menn að fjármagna sig í óvissunni
sem ríkir núna.“
Sérstaða Airbnb
Kristófer segir aðila sem leigja út
íbúðir í gegnum Airbnb og svipaðar
síður hafa það mun betra en hótel-
rekendur. „Meðalhótelherbergi í
Reykjavík skilar yfir tveimur millj-
ónum króna í skatta og skyldur á ári í
venjulegu árferði og hótelin greiða
t.d. 1,65% af fasteignamati en íbúða-
leiga greiðir aðeins 0,18%,“ segir
hann. „Fasteignagjöldin hjá okkur
sem rekum hótel eru tíu sinnum
hærri en hjá þeim sem leigja út á
Airbnb. Svo þetta er ekki nærri því
jafníþyngjandi fyrir eigendur
Airbnb-íbúða, sem eru núna margar
komnar á langtímaleigu, tilbúnar að
spretta út aftur þegar betur árar.
Það má því segja að þessi harða af-
staða borgarinnar sé ívilnandi fyrir
skuggahagkerfið,“ segir hann.
Óviðráðanleg ytri atvik
Í greinargerð sem Viðar Már
Matthíasson, rannsóknarprófessor
og fyrrverandi hæstaréttardómari,
vann fyrir Fyrirtæki í hótel- og gisti-
þjónustu (FHG) er fullyrt að núver-
andi ástand sé tilkomið vegna óvið-
ráðanlegra ytri atvika (force
majeure) sem leiði til þess að útilokað
sé fyrir fyrirtæki í FHG að efna
skyldur sínar samkvæmt samn-
ingum. Því megi beita force majeure-
reglunni til að forðast vanefnda-
úrræði leigusala og lánastofnana.
„Niðurstaðan um þessa reglu er sú,
að það kunni vel að vera að henni
megi beita. Almennt ætti hún að eiga
við,“ segir í skýrslunni.
Byrðinni deilt
„Í dag þegar Covid-19 leikur meg-
inhlutverk í þorra ríkja heims standa
ferðaþjónustan, fjármálafyrirtækin,
lífeyrissjóðir, ríki og sveitarfélög öll
frammi fyrir sama vanda, sem er
tímabundið tekjufall. Ferðaþjón-
ustan sker sig úr þar sem tekjufallið
er algert,“ segir Kristófer.
„Úr þeim vanda ferðaþjónust-
unnar þarf að vinna þannig að hún
sitji ekki ein uppi með skuldavanda
heldur sé honum skipt með þessum
aðilum öllum – sameiginlegt sjótjón –
en ekki algjört skipbrot eins,“ segir
hann.
„Ef marka má umsögn Reykja-
víkurborgar um frumvarp ráðherra
sveitarstjórnarmála ætlar borgin
ekki að taka þátt í þessu með okkur,
það virðist því miður alveg ljóst.“
Yfirvöld í
borginni
skorti vilja
Tekjuleysi hótela breytist í skulda-
vanda Ívilnandi skuggahagkerfinu
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Nýtt fyrirkomulag var tekið upp hér
á landi um áramótin um skimanir fyr-
ir krabbameinum sem byggt var á
áliti skimunarráðs og embættis land-
læknis.
Skimanir sem áður voru á forræði
Krabbameinsfélagsins verða nú í
höndum hins opinbera eins og
ákvörðun heilbrigðisráðherra frá
árinu 2019 kveður á um. Í ljósi þessa
bendir Krabbameinsfélag Íslands á
nokkur atriði í tilkynningu sem send
var fjölmiðlum.
Forsvarsmenn Krafts, félags ungs
fólks sem greinst hefur með krabba-
mein og aðstandenda þeirra, tjá sig
einnig um málið á vefsíðu félagsins
og krefjast skýringa fyrir hönd fé-
lagsmanna. Aldur þeirra sem boðaðir
eru í brjóstaskimun hefur verið færð-
ur úr 40 árum upp í 50. Nánar tiltekið
verður konum á aldrinum 40-69 ára
ekki boðið í brjóstaskimun heldur
konum á aldrinum 50-74 ára. Þótt
það megi teljast fagnaðarefni að kon-
um allt að 74 ára verði nú boðið í
skimun telur Krabbameinsfélagið
þurfa leiðbeiningar um hvaða
áhættuhópum á aldrinum 40-49 ára
verði boðið í skimun.
Hér á landi greinist enda að með-
altali 31 tilfelli brjóstakrabbameins
árlega hjá þessum
aldurshópi sé
miðað við tölur frá
árunum 2015-
2019.
Halla Þorvalds-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Krabbameins-
félagsins, segir í
samtali við Morg-
unblaðið að það sé
mikið lýðheilsumál að sem flestir fari
í skimun við krabbameini. Til að svo
megi verða verði að vera gott samtal
milli þeirra sem að skimuninni
standa og þeirra sem í hana mæta.
Fólk verði að finna að upplýsingagjöf
sé fullnægjandi.
„Skimun er í eðli sínu forvarnar-
og lýðheilsuaðgerð. Þetta þýðir að
það verði að reyna að höfða til allra
og því þarf samtalið að vera gott milli
þeirra sem eiga að mæta í skimun og
þeirra sem fyrir henni standa. Þegar
svona breytingar taka gildi eins og
nú gera verður að ganga úr skugga
um að ekki vakni óvissa hjá fólki. Við
viljum að sem flestir mæti og því þarf
upplýsingagjöf um skimanir að vera
sem best. Þeir sem að skimun standa
þurfa að útskýra af hverju hlutirnir
eru að breytast og reyna að gera ljóst
hvernig fyrirkomulagið eiginlega er.
Það er gríðarlega mikilvægt.“
Morgunblaðið/Eggert
Krabbameinsfélagið Skimanir fyrir krabbameini eru ekki lengur á forræði Krabbameinsfélagsins.
Útskýri breytingar
á fyrirkomulaginu
Breyttur viðmiðunaraldur í krabbameinsskimunum
Halla
Þorvaldsdóttir
Frá og með liðnum áramótum
mun Landspítalinn í samstarfi
við Sjúkrahúsið á Akureyri ann-
ast skimanir hér á landi fyrir
brjósta- og leghálskrabbameini.
Yfirlýst markmið þessa er að
færa verklag um þessi mál nær
því sem mælt sé með í alþjóð-
legum leiðbeiningum um
krabbameinsskimanir, að því er
segir á vef stjórnarráðsins.
Skimanir fyrir brjósta-
krabbameini verða áfram í hús-
næði Krabbameinsfélagsins í
Skógarhlíð eða þar til á vormán-
uðum þessa árs þegar þær flytj-
ast á Eiríksgötu 5. Skimanir fyr-
ir brjóstakrabbameini á Sjúkra-
húsinu á Akureyri verða áfram
þar.
Við leghálskrabbameini er
skimað á heilsugæslustöðvum
og panta verður tíma þar. Enn
verður þó hægt að leita til kven-
sjúkdómalæknis.
Fyrirkomu-
lagi breytt
ALÞJÓÐLEG MEÐMÆLI