Morgunblaðið - 11.01.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Guðmundur Úlfar Jónsson, formað-
ur Flugvirkjafélags Íslands, segir
samningstilboð félagsins hafa fengið
dræmar undirtektir hjá samninga-
nefnd ríkisins. Félagið lagði fram
drög að heildstæðum kjarasamningi
fyrir flugvirkja hjá Landhelgisgæslu
Íslands en lög gegn verkfallinu
kveða á um að málið skuli hafa verið
lagt fyrir gerðardóm hinn 4. janúar.
„Þau eru heldur fátækleg, við-
brögðin við drögunum að kjara-
samningnum,“ segir Guðmundur.
Einhverjar umræður hafi skapast en
þær hafi ekki komist á skrið.
Verkefni gerðardóms er að skera
úr um hvort tenging milli kjara-
samninga flugvirkja Landhelgis-
gæslunnar og flugvirkja Icelandair
skuli vera óbreytt eða hvort henni
verði breytt og þá á hvaða formi nýir
kjarasamningar þyrftu að vera.
„Við erum að leggja fram alveg
heilan kjarasamning fyrir gæsluna
því að hluti samnings hennar hefur
verið með tengingu í kjarasamning
flugvirkja og Icelandair. Þannig að
sum atriði sem flugvirkjar hafa unn-
ið eftir eru úr Icelandair-samningn-
um, svo hefur verið samið um önnur
atriði sérstaklega fyrir gæsluna,“
segir Guðmundur.
Ferðafríðindi flugvirkja hafa verið
til umræðu í verkfallsdeilunni og
furðar Guðmundur sig á því:
„Það er mjög einkennilegt að það
sé verið að tala um ferðafríðindin
vegna þess að árið 2018 afsöluðu
flugvirkjar gæslunnar sér þeim
ferðafríðindum sem gæslan kvartar
mest undan. Þar kvittuðu fjársýsla
ríkisins og Flugvirkjafélagið undir
það að þeir myndu ekki gera kröfu
um að fljúga á Saga-Class en allt í
einu er það orðið bitbein,“ segir Guð-
mundur. Góð rök sé hægt að færa
fyrir því að flugvirkjar gæslunnar
skuli njóta slíkra fríðinda, þar sem
hvíldartími milli vinnustunda skipti
máli sé starfað erlendis.
Kjaradeilan hefur staðið um nokk-
urt skeið og hófu flugvirkjar verkfall
hinn 5. nóvember síðastliðinn. Lög á
verkfallið voru samþykkt á Alþingi
27. nóvember, vegna skertrar björg-
unargetu gæslunnar.
Lögin gera ráð fyrir því að gerðar-
dómur fái frest til 17. febrúar til þess
að skila úrlausn um málið, sem snýr
að formi kjarasamningsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugvirkjar Tekist er á um ýmislegt í kjaraviðræðunum, þar á meðal ferðafríðindi flugvirkja Landhelgisgæslunnar.
Beðið eftir gerðardómi
Gerðardómur hefur frest til 17. febrúar Formaður segir
samningstilboð félagsins hafa fengið dræmar undirtektir
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Opnað var fyrir umsóknir um tekju-
fallsstyrki á föstudag og hafa þegar
tugir einstaklinga og lögaðila opnað
fyrir slíka umsókn en þó ekki nema
um fjórir sótt um, að sögn Snorra
Olsen ríkisskattstjóra. Hann gerir
ráð fyrir fleiri umsóknum um leið og
styrkirnir hafa verið auglýstir betur
en stefnt er að því að klára að kynna
þá í þessari viku. Frestur til að
sækja um rennur út 1. maí.
„Ef menn eru með allar þær upp-
lýsingar sem þarf að veita til þess að
hægt sé að klára styrkinn geri ég
ráð fyrir að það sé hægt að afgreiða
hann innan fjögurra til fimm daga,“
segir Snorri.
Fyrsta frumskilyrði þess að ein-
staklingur eða lögaðili eigi rétt á
tekjufallsstyrk er að hann beri ótak-
markaða skattskyldu hér á landi.
Þar með eiga íþróttafélög, líknar-
félög og fleiri ekki rétt á tekjufalls-
styrk. Annað frumskilyrðið er að
starfsemi aðila greiði laun sam-
kvæmt staðgreiðslulögum og að
rekstraraðilinn sé skráður á launa-
greiðendaskrá, svo og á virðisauka-
skattsskrá þegar það á við.
„Þeir aðilar sem sækja um ættu
að vita nokkurn veginn hvaða tekjur
þeir höfðu á viðmiðunartímabil-
unum. Þarna spilar inn í hvenær
menn hófu rekstur og fleira,“ segir
hann en skilyrði er að rekstur hafi
hafist fyrir 1. apríl 2020. Stóðu vonir
til að opna fyrir
umsóknirnar
snemma í desem-
ber en Snorri
segir að erfitt
geti verið að skil-
greina hverjir
falla undir lögin
og þurfti því að
skerpa á skilyrð-
unum. Því seink-
aði framkvæmdinni um u.þ.b. mán-
uð.
Spurður hvaða hópar séu líkleg-
astir til þess að nýta sér úrræðið
segir Snorri:
„Þetta eru, að einhverju marki,
þeir aðilar sem þurftu ekki að loka
en hafa orðið óbeint fyrir tekjufalli. Í
mörgum tilfellum hafði lokun á öðr-
um stöðum þau áhrif að þeir urðu
fyrir tekjufalli,“ segir hann.
Hugsanlegt sé að veitingastaðir
séu á meðal þeirra sem hafa orðið
fyrir hvað mestu tekjufalli, þar sem
þeir áttu ekki rétt á lokunarstyrk
eins og krár.
Annasamt hjá ríkisskattstjóra
Aukið álag er á skrifstofu ríkis-
skattstjóra vegna úrræðanna og
hafa starfsmenn verið færðir til inn-
an stofnunarinnar til þess að sinna
umsóknunum. „Þetta eru þannig
verkefni að við getum ekki tekið inn
nýtt fólk í starfsemina,“ segir Snorri
spurður hvort þurft hafi að ráða nýja
starfsmenn vegna álagsins.
„Í þessu ástandi getum við ekki
ráðið nýtt fólk. Það er aukið álag
vegna úrræðanna. Áhrif faraldurs-
ins á starfsumhverfið hjálpa síðan
ekki til,“ segir hann enda starfsfólk
hólfað niður í tíu manna hólf.
Nöfn styrkþega verða
opinberar upplýsingar
Þegar frumskilyrðin hafa verið
uppfyllt þarf einnig að uppfylla nán-
ari skilyrði, þ.e.a.s. 40% tekjufall
sem rakið er til kórónuveirufarald-
ursins og að viðkomandi rekstrar-
aðili sé ekki í vanskilum með opinber
gjöld og hafi staðið skil á gögnum.
Þá er skilyrði að rekstraraðili hafi
ekki verið tekinn til slita eða bú hans
til gjaldþrotaskipta.
Skattinum ber að birta opinber-
lega upplýsingar um hvaða lög-
aðilum hefur verið ákvarðaður
tekjufallsstyrkur. Þá skal sá sem
brýtur af ásetningi eða stórfelldu
gáleysi gegn lögum um tekjufalls-
styrk sæta sektum eða fangelsi allt
að sex árum nema brot teljist minni-
háttar.
Fjárhæð tekjufallsstyrks þarf að
vera jafnhá rekstrarkostnaði rekstr-
araðila á tímabilinu 1. apríl til 31.
október 2020 en hann getur aldrei
orðið hærri en 400 þúsund fyrir
hvert mánaðarlegt stöðugildi hjá
rekstaraðila á tímabilinu og ekki
hærri en tvær milljónir króna enda
sé tekjufall rekstraraðila skv. 1.
tölul. 4. gr. laganna á bilinu 40-70%.
Þá má hann ekki vera hærri en 500
þúsund krónur fyrir hvert mánaðar-
legt stöðugildi hjá rekstraraðila á
tímabilinu og ekki hærri en 2,5 millj-
ónir króna, enda sé tekjufallið meira
en 70%. Tekjufallsstyrkirnir gætu
kostað ríkissjóð um eða yfir 23 millj-
arða króna að því er mbl.is hefur eft-
ir Óla Birni Kárasyni, formanni
efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis.
Byrja að sækja um tekjufallsstyrki
Lögaðilum og einstaklingum gefst nú færi á að sækja um tekjufallsstyrk Ströng skilyrði sett
Afgreiðsla tekjufallsstyrks gæti tekið fjóra til fimm daga, liggi fullnægjandi gögn fyrir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hart í ári Veitingastöðum hefur ekki verið gert að loka og eiga því ekki rétt
á lokunarstyrkjum. Hugsanlegt er að slíkir staðir eigi rétt á tekjufallsstyrk.
Snorri Olsen
Frumskilyrði veitingar
tekjufallsstyrks
» Umsækjandi þarf að bera
ótakmarkaða skattskyldu hér á
landi
» Atvinnurekstur eða sjálf-
stæð starfsemi, rekstraraðili
greiðir laun skv. stað-
greiðslulögum
Önnur skilyrði:
» 40% tekjufall rakið til
kórónuveirufaraldurs
» Rekstraraðili ekki í van-
skilum með opinber gjöld og
gögnum skilað