Morgunblaðið - 11.01.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
Breska blaðið The Spectatorsagði í liðinni viku að svo
mikil mistök hefðu verið gerð þar
í landi vegna kórónuveirufarald-
ursins að auðvelt væri að gleyma
því sem vel hefði ver-
ið gert. „Sú stað-
reynd að Bret-
land var fyrsta
landið sem byrj-
aði almenna
bólusetningu – og
var í þessari viku
það fyrsta sem notaði tvö bóluefni
– gerðist ekki fyrir tilviljun. Þetta
tókst vegna þess að ríkisstjórnin
hafði þá framsýni að panta fyr-
irfram stóra skammta af líklegu
bóluefni og vegna þess að bresk
lyfjayfirvöld unnu hratt og af skil-
virkni við að meta gögn um próf-
anir á þessum bóluefnum,“ sagði
The Spectator.
Blaðið benti svo á að þessi góðabyrjun yrði til lítils ef ekki
tækist að fylgja henni eftir og
benti á mikinn árangur Ísraels og
að Bandaríkin væru að ná Bret-
um.
Árangur Íslands í sóttvörnumverður að teljast góður þegar
litið er til þess að á sama tíma og
aðrir eru að herða mjög á aðgerð-
um eru kynntar tilslakanir hér á
landi. Vonandi verður hægt að
viðhalda slakari aðgerðum, enda
mikið í húfi, en það byggist ekki
síst á að almenningur fylgi þess-
um slakari sóttvarnareglum.
Aðgerðir, eða aðgerðaleysi,heilbrigðisyfirvalda til að út-
vega bóluefni, auk óskýrra svara
um hvernig að því var staðið og á
hverju landsmenn mega eiga von,
skyggir þó mjög á árangurinn af
sóttvörnum. Ekki síst þar sem
hætt er við með meira smitandi
veiruafbrigði að sóttin breiði úr
sér á ný þar til umfangsmikil
bólusetning hefur náðst.
Árangur og
aðgerðaleysi
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hálka er vaxandi vandamál fyrir göngumenn sem
ganga á lágu fjöllin í grennd við Reykjavík, svo
sem Esjuna og Móskarðshnjúka, að sögn Har-
aldar Arnar Ólafssonar, formanns Fjallafélags-
ins.
Að minnsta kosti þrír slösuðust á þessum
svæðum í gær og var þyrla Landhelgisgæslunnar
kölluð út til þess að flytja hina slösuðu á sjúkra-
hús.
Hálkuslys á fjalllendi eru al-
geng hér á landi og kalla á sér-
stakan búnað, segir Haraldur.
„Það geta verið miklir
klakabunkar á fjöllunum og
það getur verið varasamt, við
höfum séð mörg slys. Hálku-
slysin eru algengustu slysin á
þessum fjöllum í kringum
Reykjavík,“ segir hann og
heldur áfram:
„Ég myndi ekki vilja ýja að
því að fólk ætti ekki að fara á fjöll en í öllum okk-
ar ferðum er fólki skylt að vera með svokallaða
brodda. En þótt fólk sé með þá er ekki þar með
sagt að allt sé í góðu,“ segir hann og bætir við að
þeim geti fylgt falskt öryggi. Fólki hætti þá til að
fara á staði sem ætti að forðast.
Fjallafélagið hefur átt erfitt með að halda fjöl-
mennar göngur vegna faraldursins en í ljósi til-
slakana samkomutakmarkana úr tíu í tuttugu
manns sé strax hægt að hafa frekari starfsemi.
Við erum búin að vera með æfingar tvisvar í
viku, þar sem við förum á fjöll. Við pössum vel
upp á að sóttvarnareglum sé fylgt og höfum svo
að venju lagt áherslu á að vera til taks ef einhver
vandamál eru, og geta leiðbeint fólki í þeim efn-
um.“
Göngufólk fari varlega á fjöllum
Hálkuslys algengustu
slysin hjá göngufólki
Haraldur Örn
Ólafsson
Pítsustaðurinn Spaðinn hefur opn-
að nýjan stað við Fjarðargötu í
Hafnarfirði. Staðurinn var opnaður
um miðjan desembermánuð og hef-
ur hlotið góðar viðtökur. Dominos
hafði í nokkur ár verið til húsa í
rýminu. Veitingastaði Spaðans er
nú að finna á tveimur stöðum á höf-
uðborgarsvæðinu, í Kópavogi og
Hafnarfirði.
Þórarinn Ævarsson, eigandi
Spaðans, segir að stöðunum haldi
áfram að fjölga á þessu ári. „Við
ætlum að reyna að tvöfalda okkur.
Fara úr tveimur stöðum í fjóra. Þá
erum við að verða sæmilegir leik-
menn á markaðnum,“ segir Þór-
arinn og bætir við að verið sé að
skoða nokkrar staðsetningar. „Við
erum ekki með neitt í hendi en við
erum að skoða. Því fyrr sem við
klárum það þeim mun betra,“ segir
Þórarinn. Nefnir hann Skeifuna og
Árbæ eða Grafarvog í þessu sam-
hengi. Aðspurður segist hann eiga
von á að staðirnir verði sex til sjö
talsins horft til framtíðar.
aronthordur@mbl.is
Spaðinn opnar nýjan
pítsustað í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Íris
Spaðinn Eigandi Spaðans stefnir á að opna nokkra staði til viðbótar.