Morgunblaðið - 11.01.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
Ísfrost, sími 577 6666, Funahöfða 7, 110 Reykjavík
Ýmsar stærðir kælikerfa
í allar stærðir sendi- og
flutningabíla, fyrir kældar
og frystar vörur. Vottuð
kerfi fyrir lyfjaflutninga.
Við ráðleggjum þér með
stærð og gerð búnaðarins
eftir því sem hentar
aðstæðum hverju sinni.
ÖFLUG KÆLIKERFI FRÁ THERMO KING
FÆRANLEG KÆLITÆKI
Í SENDIBÍLA
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og
Bústaðahverfis vill að umferðar-
hraði á Bústaðavegi verði minnk-
aður úr 50 km/klst niður í 30 km/
klst hið fyrsta. Þetta kemur fram í
bókun á fundi ráðsins nýlega. Telur
ráðið að með þessu verði hagur
barna, ungmenna og annarra gang-
andi og hjólandi vegfarenda í hverf-
inu settur í forgang. Einnig vill ráð-
ið að lýsing við gangbrautir verði
bætt sem og aðrar hugsanlegar að-
gerðir til að auka öryggi gangandi
vegfarenda í og við Bústaðaveg.
Tilefni bókunarinnar var bréf frá
íbúa í hverfinu, Haraldi Karlssyni,
til formanns íbúðaráðsins, Dóru
Magnúsdóttur. „Að morgni þriðju-
dagsins 1. desember síðastliðins ók
ég Bústaðaveg í austurátt og var á
leið heim til heimavinnu eins og oft
áður. Þegar ég nálgaðist göngu-
ljósin sem staðsett eru við Ásgarð
gerðist nokkuð áhugavert. Þrír bíl-
stjórar tóku sig til og óku rakleitt
gegn rauðu ljósi, sem var þá grænt
fyrir gangandi vegfarendur,“ skrif-
ar Haraldur.
Hann segir að fjölskyldan búi
ofan við Bústaðaveg og nýti Foss-
voginn talsvert allt árið um kring til
útiveru og heimsókna til fjölskylu
og vina. Þau nýti jafnan fyrrnefnd
gönguljós.
Blöskrar tillitsleysi fólks
„Okkur blöskrar stundum tillits-
leysið og óvirðing fólks þegar það
sér okkur nálgast ljósin, jafnvel alla
fjölskylduna með barnavagn og
kerru, þá er gefið í til að þurfa
örugglega ekki að stoppa og bíða í
nokkrar sekúndur. Þó að rauða ljós-
ið sé búið að loga í 1, 2, 3 sekúndur
– þá er brunað yfir.“
Fer Haraldur fram á tafarlausa
og umtalsverða minnkun hámarks-
hraða á Bústaðavegi og aðgerðir til
að draga úr umferð um veginn.
Meirihluti íbúaráðs Háaleitis og
Bústaða tekur undir áhyggjur Har-
alds Karlssonar í bókun. Formanni
ráðsins hafi oftsinnis borist til
eyrna áhyggjur íbúa, einkum for-
eldra, af miklum umferðarhraða á
Bústaðavegi, enda fari mörg börn
og ungmenni yfir veginn á degi
hverjum úr Bústaðahverfinu til æf-
inga hjá Víkingi í Fossvogsdalnum.
Einnig fari töluverður fjöldi ung-
menna á hverjum degi úr Fossvog-
inum í Réttarholtsskólann, fyrir ut-
an aðra umferð gangandi og
hjólandi. Einnig hafi íbúar tekið eft-
ir að ökumenn veita ekki alltaf
gangandi vegfarendum á gang-
brautum og gönguljósum eftirtekt
sökum mikils ökuhraða.
Vigdís var ósammála
Annar tónn var í bókun fulltrúa
Miðflokksins, Vigdísar Hauks-
dóttur, sem lagðist gegn því að
minnka hámarkshraða á Bústaða-
vegi. Aðalástæða mikillar umferðar
um Bústaðaveg væri umferðarteppa
sem hefði skapast með ljósastýring-
arþrengingarstefnu meirihlutans.
Fólk veigraði sér við að aka Miklu-
braut og aðrar stofnæðar Reykja-
víkurborgar.
„Þar sem er fólk og þar sem eru
bílar er alltaf ákveðin hætta á slys-
um og ber hver ábyrgð á sjálfum
sér í þeim efnum,“ bókaði Vigdís.
Umferðarhraði minnki á Bústaðavegi
Hagur barna, ungmenna og gangandi og hjólandi vegfarenda settur í forgang
Morgunblaðið/sisi
Bústaðavegur Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að hámarkshraði bifreiða verði minnkaður og lýsing við gangbrautir verði bætt.
Komufarþegar frá Íslandi eru þeir
einu sem ekki þurfa að lúta nýjum
sóttvarnareglum í Eistlandi, sem
taka gildi í dag. Íslendingar sem
fljúga héðan til landsins eiga að
geta gert það án takmarkana og
einnig án þess að þurfa að gangast
undir sérstaka skimun við kórónu-
veirunni við komuna.
Frá þessu greinir utanríkisráðu-
neyti Eistlands, en við skilgrein-
ingu á takmörkunum komufarþega
er miðað við færri en 50 virk smit á
hverja 100 þúsund íbúa viðkomandi
ríkis. Reglurnar eru því mismun-
andi eftir því hvaðan fólk kemur og
í ákveðnum tilvikum verður fólki
gert að sæta 14 daga sóttkví. Þá
gilda sérstakar reglur um fólk sem
hefur undirgengist próf áður en
það lagði af stað til Eistlands. Far-
aldurinn hefur verið þar í vexti
undanfarnar vikur.
Morgunblaðið/Ómar
Tallinn Faraldurinn hefur verið í
vexti þar undanfarnar vikur.
Íslendingar
einir undan-
þegnir
Nýjar sóttvarna-
reglur í Eistlandi