Morgunblaðið - 11.01.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Alþjóðanáttúruverndarsambandið, ICUN,
birti undir lok síðasta árs lista yfir 36 dýra- og
plöntutegundir, sem nú eru taldar hafa dáið út
en til þeirra hefur ekki sést í áratugi.
Meðal þeirra dýrategunda, sem nú eru tald-
ar aldauða, er hinn svonefndi „týndi hákarl“ í
Suður-Kínahafi, sem síðast sást árið 1934 en
nú er talið óhugsandi að þessi hákarlategund
hafi lifað af þá rányrkju, sem stunduð hefur
verið á þessu hafsvæði í rúma öld.
Á lista ICUN eru einnig 15 af 17 þekktum
ferskvatnsfisktegundum í Lanao-vatni á Fil-
ippseyjum og þær tvær sem eftir eru eru tald-
ar í mikilli útrýmingarhættu, hugsanlega þeg-
ar útdauðar. Ástæður þess að fiska-
tegundirnar eru horfnar eru að ránfiskum var
sleppt í vatnið og einnig hafa rányrkja og
veiðiaðferðir stuðlað að þessu.
Í Mið-Ameríku hafa þrjár froskategundir nú
verið lýstar aldauða. Aðrar 22 froskategundir í
Mið- og Suður-Ameríku eru taldar í útrýming-
arhættu eða hugsanlega aldauða. Er ástæðan
einkum sjúkdómur af völdum sveppasýkingar.
Aðgerðir til að vernda búsvæði froskanna hafa
skilað nokkrum árangri, meðal annars þeim að
trjáfroskur í Mexíkó hefur verið fluttur úr
flokki dýra sem talin eru í bráðri hættu í flokk
dýra sem talin eru í hættu.
Fjöldi dýrategunda er í mikilli hættu að
mati ICUN. Þannig segir stofnunin að allar
tegundir ferskvatnshöfrunga séu í útrýming-
arhættu og nefnir sérstaklega tegund sem
hefst við í Amazon-ánni í Suður-Ameríku.
Mjög hefur gengið á stofn þessarar höfr-
ungategundar vegna þess að dýrin hafa flækst
í veiðarfærum, ár hafa verið stíflaðar og meng-
un borist í þær. Segir ICUN mikilvægt að
stöðva notkun neta sem strengd eru árbakka á
milli, rífa stíflur sem ógna dýrunum og fram-
fylgja banni sem sett hefur verið við að drepa
þau.
Vísundar braggast
Ekki eru þó allar fréttir af dýrategundum í
hættu vondar. Þannig segir ICUN að evrópski
vísundurinn hafi nú verið fluttur úr flokki
dýrategunda í nokkurri hættu í flokk dýra í
yfirvofandi hættu og sé það að þakka mark-
vissum verndunaraðgerðum.
Villtir vísundar voru nánast horfnir í Evr-
ópu í byrjun 20. aldar en stofninn var til á bú-
görðum. Á sjötta áratug aldarinnar var byrjað
að sleppa vísundum lausum og hefur villtum
vísundum fjölgað jafnt og þétt síðan, þeir voru
um 1.800 talsins árið 2003 en árið 2019 taldi
stofninn 6.200 dýr. Stærstu hjarðirnar eru í
Póllandi, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi.
Eikur í hættu
Þegar kemur að plöntum segir ICUN að
nærri þriðjungur eikartrjáategunda í heim-
inum sé um það bil að hverfa. Verst er ástandið
í Kína, Mexíkó, Víetnam, Bandaríkjunum og
Malasíu. Er þetta rakið til skógarhöggs, land-
búnaðar, sjúkdóma og loftslagsbreytinga.
Þá segir stofnunin einnig að nærri helm-
ingur silfurtrjáategunda sé í útrýmingarhættu
en alls eru þekktar 1.464 tegundir af þessum
plöntum, einkum á suðurhveli jarðar.
Alls eru 128.918 tegundir á rauðum lista
IUCN og af þeim eru 35.765 á válista, sem
þýðir að þær eiga undir högg að sækja eða eru
í útrýmingarhættu. Náttúrufræðistofnun Ís-
lands hefur gefið út válista yfir plöntu- og
dýrategundir hér á landi. Ein tegund spen-
dýra, sandlægja, er talin útdauð, landselur og
sléttbakur eru taldir í bráðri hættu og steypi-
reyður og útselur í nokkurri hættu. Á listanum
yfir fugla eru meðal annars geirfugl, sem er
útdauður, og gráspör, haftyrðill og keldusvín
eru talin útdauð á Íslandi.
Fjölgar á lista yfir aldauðar lífverur
Staðfest í lok síðasta árs að 36 tegundir dýra og plantna hafi dáið út en þær hafa ekki sést í áratugi
Nærri 36 þúsund tegundir eru nú á lista Alþjóðanáttúruverndarsambandsins yfir tegundir í hættu
Alþjóðanáttúruverndarsambandið, ICUN, staðfesti að 36 dýra- og plöntutegundir
sem ekki hafa sést í marga áratugi væru útdauðar
36 TEGUNDIR
Heimild: Alþjóðanáttúruverndarsambandið *Stærðarviðmið **Sást síðast
FISKAR PLÖNTUR SPENDÝR
SKORDÝR TRÉ FROSKDÝR
Barbodes baoulan...................Lanao-vatn, Filippseyjum.1991
Barbodes clemensi .................”................................................... 1975
Barbodes disa...........................”................................................... 1964
Barbodes flavifuscus ..............”................................................... 1964
Barbodes herrei .......................”................................................... 1974
Barbodes katolo ......................”................................................... 1977
Barbodes lanaoensis ..............”................................................... 1964
Barbodesmanalak ..................”................................................... 1977
Barbodes pachycheilus .........”................................................... 1964
Barbodes palaemophagus...”................................................... 1975
Barbodes palata.......................”................................................... 1964
Barbodes resimus....................”................................................... 1964
Barbodes tras............................”................................................... 1976
Barbodes truncatulus ............”................................................... 1973
Schizothorax saltans ..............Kasakstan............................... 1953
Barbodes amarus
Lanao-vatn, Filippseyjum ..1982**
Chitala lopis
Java, Indónesía.........1851
Persoonia laxa .......................Ástralía....................................... 1908
Persoonia prostrata .............Ástralía....................................... 1901
Leucadendron spirale.........Suður-Afríka............................. 1933
Ochrosia
kilaueaensis
Hawaí ....1927
Leucadendron grandiflorum
Suður-Afríka.................... 1806
Nyctophilus howensis
Ástralía.....................................1972
Pipistrellus sturdeei
Japan.................. 1889
Ameles fasciipennis
Ítalía.................... 1871
Banara wilsonii ........................Kúba .......................................1938
Euchorium cubensei .............”.................................................. 1924
Faramea chiapensis ...............Mexíkó...................................1953
Hesperelaea palmeri .............”.................................................. 1875
Roystonea stellata
Kúba ...............1939
Monteverdia lineata
Kúba ................... 1923
Oophaga speciosa
Panama..........1992
Pseudoeurycea
exspectata
Gvatemala ....... 1976
3 cm
12 cm
15 cm* 150 cm 2 m
15 m
15/
18 m
LÝSTAR ÚTDAUÐAR ÁR IÐ 20 20
Atelopus chiriquiensis ..........Kosta Ríka, Panama ............ 1996
Atelopus senex .......................Kosta Ríka ............................... 1986
Craugastor myllomyllon ......Gvatemala .............................. 1978
19761992
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Bretar eru nú á góðri leið með að
ljúka bólusetningu á viðkvæmustu
hópum samfélagsins um miðjan
febrúarmánuð. Alls hafa um tvær
milljónir íbúa þar í landi fengið
sprautu er veita á vörn gegn veir-
unni.
Heilbrigðisráðherra Bretlands,
Matt Hancock, greindi frá því í við-
tali við BBC í gær að vel hefði gengið
að bólusetja fólk það sem af er ári.
Nú væru um 200 þúsund manns
bólusettir á dag. „Undanfarna viku
hefur okkur tekist að bólusetja fleiri
en við gerðum allan desembermán-
uð. Við erum að hraða bólusetning-
unni,“ var haft eftir Hancock.
Nú hefur um þriðjungur fólks yfir
áttræðu verið bólusettur. Markmið
ríkisstjórnarinnar þar í landi er að
vera búin að bólusetja um 14 millj-
ónir íbúa um miðjan febrúarmánuð.
Sjö bólusetningarstöðvar verða opn-
aðar í þessari viku til að flýta fyrir.
Bretar bólusetja
á ógnarhraða
Tvær milljónir þegar verið bólusettar
AFP
Bólusetning Bílaraðir mynduðust við bólusetningarstöð í Manchester.