Morgunblaðið - 11.01.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.01.2021, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lýðræðis-sinnar íHong Kong hafa ekki átt sjö dag- ana sæla eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu síðasta sumar að setja ný þjóðaröryggislög, en yfirlýst markmið þeirra var að koma í veg fyrir hvers kyns landráða- starfsemi, sem getur verið nokk- uð rúmt túlkuð. Undirróður getur samkvæmt lögunum haft í för með sér ævilangt fangelsi, sem þætti vel í lagt í lýðræðisríkjum. Lögin hafa verið gagnrýnd fyr- ir að brjóta í bága við hugmynd- ina um að íbúar Hong Kong nytu áfram þeirra réttinda sem þeir nutu undir stjórn Breta, en það var eitt af skilyrðum yfirtöku Kínverja, að svo yrði fram til árs- ins 2047. Gagnrýni af þessu tagi kom til að mynda fram um helgina í yfir- lýsingu Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada og Bretlands þar sem fjöldahandtökum í Hong Kong var mótmælt. En þrátt fyrir ítrekaðar mótbárur ýmissa ríkja hafa stjórnvöld í Kína blásið á alla gagnrýni, og sagt hana úr lausu lofti gripna. Reynslan síðan í sumar þegar lögin voru sett hefur hins vegar sýnt að mótbárurnar áttu fullan rétt á sér, þar sem andófsmenn og stjórnarandstæð- ingar hafa mátt þola ofsóknir, handtökur, eða þeim í raun ýtt úr landi í útlegð. Nú í upphafi nýs árs hafa yfir- völd í Hong Kong enn hert á að- gerðum sínum. Í liðinni viku voru 53 andstæðingar stjórnvalda handteknir fyrir „undirróður“ og tilraunir til þess að „lama ríkjandi stjórnvöld“. Eitt af því sem vekur athygli er að einn hinna 53 sem handteknir voru er bandarískur ríkis- borgari en stjórn- völd í Bandaríkjunum hafa for- dæmt mjög aðgerðir Kínverja og setningu þjóðaröryggislaganna. Þykir víst að handtökurnar muni ekki bæta samskipti ríkjanna tveggja, jafnvel eftir að stjórn- arskipti verða í Bandaríkjunum. Þá hafa Bretar sem fyrr for- dæmt handtökurnar en Kína og Bretland gerðu með sér alþjóð- legan sáttmála um þær, þar sem bundist var fastmælum um að þótt Hong Kong og Kína yrðu eitt yrðu áfram við lýði „tvö kerfi“. En hvað geta Vesturveldin gert annað en að bera fram hjáróma mótmæli? Bandaríkjastjórn hefur brugðist við lagasetningunni með því að afnema þau efnahagslegu fríðindi sem Hong Kong naut um- fram Kínastjórn, á þeim grunni að ekki sé lengur um að ræða tvo mismunandi aðila. Þau hafa líka beitt háttsetta einstaklinga í Hong Kong efnahagsþvingunum, og Pompeo utanríkisráðherra hefur nú sagt að stjórn Trumps sé að íhuga nýjar aðgerðir á loka- dögum sínum í ljósi handtakanna. Bretar hafa einnig gripið til sinna eigin aðgerða, meðal annars með því að endurskoða aðgang Hua- wei-fjarskiptarisans að uppbygg- ingu 5G-nets síns. Þær aðgerðir og fleiri eru rök- réttar því að Hong Kong hefur um árabil verið helsti gluggi Kína að erlendri fjárfestingu. Þeir sem stóðu að setningu laganna bera því sjálfir ábyrgð á því ef glugg- inn lokast. Hong Kong er komið langt frá „eitt ríki, tvö kerfi“} Enn hert að Hong Kong Á laugardag vorulandamærahlið- in á milli Katar og Sádi-Arabíu opnuð í fyrsta sinn í þrjú og hálft ár og fólk ferð- aðist á milli þó að kórónuveiran drægi nokkuð úr fjöldanum sem von er. Þessi opnun kemur í kjölfar þeirra óvæntu tíðinda í liðinni viku að Sádi-Arabar og þrennir banda- menn þeirra í Mið-Austurlöndum, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Egyptaland, hefðu ákveðið að létta refsiaðgerðum sínum af stjórnvöldum í Katar, eftir þriggja ára milliríkjadeilu. Ástæður lokunarinnar sumarið 2017 voru sagðar þær að stjórn- völd í Katar hefðu fært sig of nærri íslamistum, og væru um leið of náin stjórnvöldum í Íran, en kalt stríð hefur ríkt milli Írana og Sáda undanfarin ár. Það er ekki síst að undirlagi frá- farandi Bandaríkjastjórnar sem þessar sættir náðust, en hún hefur síðustu misserin þrýst mjög á bandamenn sína í Mið-Austur- löndum að leggja til hliðar ýmsar þrætur og hefur viljað að áherslan sé á Írana, sem eru mesta ógnin við stöðugleika í heimshlutanum. Ýmsar spurningar vakna hins vegar við samkomulagið, sér í lagi þar sem stjórn- völd í Katar hafa ekki viljað draga úr viðskiptum sínum við Íran, sem voru ein helsta ástæða við- skiptabannsins. Þá er viðbúið að lítið traust ríki á milli Katars og ríkjanna fjögurra, þrátt fyrir að vinarþel hafi ríkt á fundi Al- Thanis, sjeiksins af Katar, og Mo- hammeds bin Salmans, krónprins Sádi-Arabíu, þegar þeir hittust á leiðtogafundi í Sádi-Arabíu í síð- ustu viku. Það er því óvíst hversu lengi þíðan milli Sádi-Araba og Katars getur enst, og ekkert sem segir að samskiptin geti ekki versnað á ný með litlum fyrirvara líkt og 2017. Þar mun reyna mjög á ný stjórn- völd í Bandaríkjunum og hvernig þau halda á málum gagnvart þess- um ríkjum sem nú hafa náð sáttum en ekki síst gagnvart Íran. Á þess- ari stundu má þó fagna því að sættir hafi náðst og vona að áfram berist jákvæðar fréttir frá þessum heimshluta. Ekki veitir af. Sættir Sádi-Arabíu og Katars eru ánægjuefni en óviss- an er ekki að baki} Þriggja ára einsemd lokið Á hlaupið á þinghúsið í Washington að áeggjan Donalds Trumps minnir okkur á þau fornu sannindi að vald spillir og algert vald gjör- spillir. Með þeim orðum vísaði Ac- ton lávarður til þess að of mikil völd á hendi eins leiðtoga hefðu tilhneigingu til þess að slæva siðferðisvitund hans þannig að hann gæti ekki lengur greint rétt frá röngu. Eigin- hagsmunir ná yfirhöndinni. Þegar forseti Bandaríkjanna sættir sig ekki við úrslit kosninga, reynir allt hvað hann getur til að hnekkja þeim og efnir til fjöldafunda og óeirða í því skyni, þá er ekki aðeins illt í efni fyrir lýðræðið í Vesturheimi heldur í öllum vestrænum ríkjum. Sem betur fer rann áhlaupið út í sandinn. Bandaríska þingið gat á endanum sinnt þeirri lýðræðislegu skyldu sinni að staðfesta réttmæt úrslit kosninga. Að öllu óbreyttu fara forsetaskipti fram hinn 20. janúar. Bandaríkin hafa lengi verið í forystu lýðræðisríkja. Þau hafa birst okkur sem boðberi laga og réttar í alþjóð- legum samskiptum. Vissulega eru dæmi um ósigra en hæst standa þó dæmin um glæsta sigra í þeirri sögu. Til að mynda í heimsstyrjöldum síðustu aldar og eftirmálum þeirra þegar lýðræðisríkin höfðu betur í baráttunni gegn alræðisöflum kommúnismans og nasismans í Evrópu. Al- þjóðlegt viðskiptakerfi, Sameinuðu þjóðirnar og aðrar al- þjóðlegar stofnanir eru að stórum hluta verk Bandaríkja- manna. Nefna má Atlantshafsbandalagið sem tryggt hefur frið og öryggi í okkar heimshluta í rúm sjötíu ár. Áhlaupið á þinghúsið var sorglegur at- burður í sögu Bandaríkjanna. Vinir og bandamenn um allan heim hafa áhyggjur af afleiðingunum fyrir stöðu lýðræðis og sjón- armið réttarríkisins. Alræðisríkin sækja á og benda á þennan atburð í áróðursstríði sínu gegn lýðræði, frelsi og mannréttindum. Undanfarin fjögur ár hafa markast af sundrungu og illdeilum þar sem orðræðan hefur einkennst af ofstæki og fullkomnu hatri. Afleiðingarnar blasa við. Þessu verð- ur að linna. Þar eru undir ekki aðeins hags- munir Bandaríkjanna heldur allra lýðræð- isríkja. Leiðtogar beggja flokka í bandarískum stjórnmálum þurfa að slíðra sverðin og vinna saman að því að sameina þjóðina. Okkur Íslendingum ber einnig að læra af þessum atburði. Verðum við ekki að vanda orðræðuna betur? Orð geta verið dýr eins og við blasir í Bandaríkjunum, en þau mega ekki kosta okkur það þjóðfélag sem við höfum byggt upp á grundvelli lýðræð- is, mannréttinda, laga og réttar. Við getum deilt um hlutverk ríkisins, skatta, atvinnumál og önnur mál sem snúa að daglegu lífi borgaranna. Við getum áfram tekist á um ólíkar hugmyndir um bætt þjóðfélag. Slíkt verður best gert með sanngjörnum og málefnalegum hætti en aldrei með upphrópunum og dylgjum, hvorki í Banda- ríkjunum né á Íslandi. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Áhlaupið rann út í sandinn Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Jón Sigurðsson Nordal jonn@mbl.is Frægt er kórónuveiruhóps-mitið sem upp kom á vín-veitingastaðnum The Ir-ishman Pub á Klapparstíg í september í fyrra, og má líta á það sem kveikjuna að þriðju bylgju veiru- faraldursins skæða. Í kjölfar fregna af mögulegu hópsmiti á staðnum gripu stjórnvöld til nýrra smitrakningar- aðferða, sem Víðir Reynisson yfir- lögregluþjónn skýrði frá á upp- lýsingafundi al- mannavarna: Leitað var til vín- veitingastaðarins og korta- fyrirtækja og ósk- að eftir lista yfir símanúmer við- skiptavina staðarins með hjálp korta- færslna sem fram fóru á staðnum þetta kvöld. Þessar upplýsingar létu kortafyrirtækin af hendi, sagði Víðir á fundinum. Í grein sem birtist í nýjasta tölu- blaði Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands, veltir Hörður Helgi Helgason, lögmaður og fyrrverandi settur forstjóri Persónuverndar, upp lögmæti þessara smitrakningar- aðferða út frá sjónarhóli persónu- verndarlaga. Hann tekur þar tvö dæmi til skýringar; annars vegar hvort rekstraraðili megi taka saman kortafærsluupplýsingar og afhenda þær að beiðni sóttvarnalæknis, og hins vegar ef sóttvarnalæknir krefst þeirra upplýsinga á grundvelli vald- heimilda sinna. Beiðni nægir ekki til Í greininni slær Hörður Helgi því föstu að ekki liggi fyrir að sú vinnsla persónuupplýsinga sem grundvallast á beiðni frá sóttvarna- lækni teljist heimil. „Það er ekki al- veg ljóst hvort mönnum nægi að bera fyrir sig að þeir hafi gefið upp þessar persónuupplýsingar vegna þess að sóttvarnalæknir bað þá um það,“ seg- ir Hörður Helgi í samtali við Morg- unblaðið. „Ef stjórnvöld leita eftir einhverju samstarfi við einkaaðila, og óska eftir því að þeir séu liðlegir og til samstarfs en gefa þeim ekki stoðina sem felst í lagaskyldunni, skilja þeir rekstraraðilana eftir í nokkurs konar lagalegu tómarúmi.“ Óljóst sé hvort Irishman Pub og kortafyrirtækin hafi haft heimild til að láta persónu- upplýsingar af hendi ef það var ekki gert á grundvelli kröfu opinbers yfir- valds eða á grundvelli tilheyrandi lagaskyldu. Þá séu heimildir sóttvarnalækn- is til að fyrirskipa slíka upplýsinga- gjöf óskýrar í lögunum, og álitamál hvort slík krafa standist skoðun. „Þetta atriði, að fara inn á krá til að fá upplýsingar um viðskiptavini og knýja svo fjármálafyrirtæki til að af- hjúpa þá, þetta er mjög sérstakt. Og það hefur kannski ekki verið nægi- lega mikið fjallað um það í fjölmiðlum hvað þetta er mikið frávik,“ segir Hörður Helgi. „Þetta er mjög róttæk og stór aðgerð, og þess vegna finnst mér skorta svolítið á lögfræðilega umræðu um hvort heimildir sótt- varnalæknis séu nægilegar fyrir þessu.“ Viðkvæmar upplýsingar Annað álitamál í tengslum við þetta er eðli persónuupplýsinganna sem notaðar voru til að hafa uppi á kráargestum en í grein sinni bendir Hörður Helgi á að upplýsingar um áfengisnotkun heyra til „viðkvæmra persónuupplýsinga“ í skilningi per- sónuverndarlaga. Þá bendir hann enn fremur á að upplýsingar um einstakl- inga sem mögulega hafa verið útsett- ir fyrir smiti á farsótt geta einnig tal- ist til viðkvæmra heilsufars- upplýsinga. Hörður Helgi telur því að skýrari lagastoð mætti vera fyrir þessum smitrakningaraðferðum sótt- varnayfirvalda. Ekki vís lagastoð fyrir aðferðunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Hópsmit Margir gesta The Irishman Pub, sem þar voru 11. september í fyrra, urðu útsettir fyrir kórónuveirusmiti. Í kjölfarið voru smitin rakin. Í svari Persónuverndar til embættis landlæknis varðandi heimildir sótt- varnalæknis til gagnaöflunar og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við sóttvarnaráðstafanir vegna kórónuveirunnar, sem birt var í febrúar í fyrra, kemur fram að sóttvarnalækni sé heimil öflun „allra gagna sem nauðsynleg teljast til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að hamla út- breiðslu farsóttar, óháð því hvort um sé að ræða almennar eða við- kvæmar persónuupplýsingar“. Er það rökstutt með vísan í almannahags- muni, „svo sem til að verjast alvarlegum heilsufarsógnum sem ná yfir landamæri eða tryggja gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu og lyfja eða lækningatækja“. Afar víðtækar heimildir SÉRSTAKAR AÐSTÆÐUR HJÁ SÓTTVARNALÆKNI Hörður Helgi Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.