Morgunblaðið - 11.01.2021, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
Framkvæmdir Það fer ekki framhjá neinum að mikill uppgangur er á svokölluðum Hörpureit í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Þar rísa meðal annars nýjar höfuðstöðvar Landsbankans.
Eggert
Bretar gengu form-
lega úr Evrópusam-
bandinu um áramótin
og hætta um leið að lúta
reglum þess. Þar með
hafa Bretar end-
urheimt að fullu sjálfs-
ákvörðunarrétt sinn
þótt samskipti þeirra
mótist að sjálfsögðu af
þeim alþjóðlegu samn-
ingum sem þeir eru að-
ilar að. Það er ástæða til að óska
Bretum til hamingju á þessum tíma-
mótum og óska bæði þeim og Evr-
ópusambandinu velfarnaðar nú þeg-
ar tekist hefur að ljúka
útgöngusamningi sem virðist hvorum
tveggja til hagsbóta og sóma. Við
blasir að hrakspár margra Evrópu-
sambandssinna hér á landi um samn-
inginn hafa ekki ræst, þvert á móti
virðist hann hagstæður Bretum sem
geta nú einhent sér í verkefni sem
bíða og eflt um leið samkeppnisstöðu
breska hagkerfisins. Það þarf ekki að
hafa mörg orð um þau miklu sam-
skipti sem við Íslendingar höfum við
Breta og einstök lönd Evrópu. Þess
vegna hljótum við að fagna með þeim
niðurstöðu samninganna og horfa full
tilhlökkunar fram á veginn með þá
von í brjósti að samskipti verði betri,
skilvirkari og innihaldsríkari í fram-
tíðinni.
Meðal þess ávinnings fyrir Ísland
sem útganga Bretlands úr Evrópu-
sambandinu felur í sér er að svigrúm
skapast til þess að semja um hag-
stæðari viðskiptakjör við Breta en
áður voru fyrir hendi í gegnum EES-
samninginn. Ekki síst þegar kemur
að tollum á sjávarafurðir. Þá geta
skapast ný tækifæri fyrir landbún-
aðarvörur, iðnað og þjónustu ásamt
fjárfestingum á báða vegu. Bretar
eru nú í þeirri aðstöðu að endurmeta
og endurraða samskiptum sínum við
aðrar þjóðir og hafa þeir lýst yfir
áhuga sínum á að eiga mikil og góð
samskipti við okkur Íslendinga
áfram. Við hljótum að taka því fagn-
andi og einhenda okkur í að efla og
styrkja samskipti við Breta sem og
aðrar þjóðir Evrópu. Þegar rík-
isstjórn Sigmundar Davíðs tók við
völdum 2013 og ég tók við sem utan-
ríkisráðherra ríkti enn tortryggni í
garð Breta í kjölfar bankahrunsins
og hvernig þeir tóku á málum í
tengslum við fjármálatilskipanir
Evrópu. Það var hins vegar ánægju-
legt að finna það strax í samskiptum
við breska stjórnmálamenn að þeir
mátu samskiptin við Ísland mikils og
virtu þá afstöðu sem Íslendingar
höfðu tekið undir forystu Sigmundar
Davíðs að lög skyldu gilda um Ice-
save-málið og önnur skyld mál. Var
það því gagnkvæmur vilji landanna
tveggja að koma samskiptum í betra
horf. Sem betur fer tókst það og þeg-
ar ríkisstjórnin fór frá
völdum höfðu þau batn-
að mikið.
Tryggja þarf hag-
stæð viðskipti
Það er mikilvægt að
tryggja sem fyrst
trausta og skýra samn-
inga við Breta á öllum
sviðum viðskipta,
menningar og stjórn-
sýslu. Báðar þjóðirnar
eru samstarfsþjóðir á
sviði varnarmála í gegn-
um NATO og það samstarf ætti að
hafa allar forsendur til að eflast og
styrkjast, ekki síst í tengslum við ör-
yggis-, varnar- og umhverfismál í
Norður-Atlantshafinu. Það er ljóst að
næstu vikur og mánuði þarf að skýra
margt og læra ný vinnubrögð og mik-
ilvægt að íslensk stjórnvöld haldi vel
á málum. Það er ánægjulegt að tekist
hefur að tryggja óbreytt kjör í tolla-
viðskiptum á milli Íslands og Bret-
lands en bráðabirgðafríverslunar-
samningur var undirritaður stuttu
fyrir áramót. Það þarf að halda áfram
að vinna að því að tryggja hnökralaus
viðskipti milli landanna en það þarf
ekki að hafa mörg orð um það hve
mikilvægt markaðssvæði Bretland er
fyrir íslenskar afurðir. En við getum
gert betur og það hlýtur að vera
markmið Íslendinga að ná enn betri
samningum.
Samningurinn milli Breta og Evr-
ópusambandsins staðfestir einnig hve
mikilvægt er að tryggja áframhald-
andi yfirráð okkar Íslendinga yfir
eigin fiskimiðum. Bretar neyddust til
að beita fiskveiðiréttindum sem
skiptimynnt í samningaviðræðum en
náðu um leið fullveldi yfir efnahags-
lögsögu sinni. Þeir hafa efni á því en
við ekki. En samningurinn færir
breskum sjávarútvegi mörg verkefni
við að nútímavæðast og eflast. Þar
höfum við Íslendingar margt fram að
færa eins og kom fram í samkomulagi
því sem gert var við Breta fyrir
skömmu um samstarf í sjávarútvegs-
málum.
Með samningi sínum við Evrópu-
sambandið tryggðu Bretar fullveldi
sitt og lögsögu. Út frá þeim grunni
munu þeir starfa næstu árin og þar
eiga þeir og Íslendingar að geta
mæst, sem tvær fullvalda þjóðir í
nánu og innihaldsríku samstarfi.
Eftir Gunnar
Braga Sveinsson
» Það er ljóst að næstu
vikur og mánuði þarf
að skýra margt og læra
ný vinnubrögð og mik-
ilvægt að íslensk stjórn-
völd haldi vel á málum.
Gunnar Bragi Sveinsson
Höfundur er þingflokksformaður
Miðflokksins og fyrrverandi
utanríkisráðherra.
Heillaóskir til Breta á
merkum tímamótum
Þann 17. desember
sl. kom út „úttekt“ á
vegum utanríkisráðu-
neytis og atvinnuvega-
og nýsköpunarráðu-
neytis um tollasamning
Íslands og ESB um
landbúnaðarvörur.
Niðurstaðan er í ör-
stuttu máli sú að þau
tækifæri sem voru tal-
in hafa opnast fyrir Ís-
land með samningnum hafa lítið ver-
ið nýtt og það sem enn meira máli
skiptir, ekki er útlit fyrir að breyt-
ing verði þar á. Á hinn bóginn eru
allir tollkvótar fyrir vörur frá ESB
inn til Íslands fullnýttir og rúmlega
það. Í úttekt ráðuneytanna kemur
fram að ástæða þessa misræmis sé
sú að „almennt virðist Ísland ekki
vera samkeppnishæft varðandi út-
flutning á landbúnaðarafurðum, m.a.
vegna flutnings- og framleiðslu-
kostnaðar og takmarkaðrar
framleiðslugetu.“ Í framhaldinu hef-
ur utanríkisráðherra óskað eftir við-
ræðum við ESB um endurskoðun
samningsins.
Á sama tíma hefur nánast neyðar-
ástand skapast í þessum búgreinum
hér á landi. Kjötbirgðir og biðlistar í
slátrun slá öll fyrri met og mis-
munur á sölu mjólkurfitu og mjólk-
urpróteins skilar halla sem svarar til
23 milljóna lítra af mjólk miðað við
próteininnihald og hefur aukist um
13 milljónir lítra á þremur árum.
Þetta er gríðarlega íþyngjandi staða
fyrir bændur og afurðastöðvar.
Endurskoðun samnings við ESB
er vitaskuld áfangi en fyrir fram
dæmt til að taka langan tíma. Þá er
einnig lykilatriði að skilgreina samn-
ingsafstöðu Íslands sem endur-
speglar raunsætt hagsmunamat, í
samstarfi við hagaðila.
„Samþykkt bókun“
Íslands og ESB
Þann 15. desember sl. benti grein-
arhöfundur í grein á að EES-
samningurinn sjálfur kynni að fela í
sér leiðir til að taka á málinu með
bráðaaðgerðum eins og frestun út-
boðs á tollkvótum ESB líkt og
Bændasamtökin og fleiri hafa óskað
eftir síðan í byrjun nóvember. Lítum
aðeins nánar á það, þótt vera megi
að stjórnvöld hafi þegar sýnt að þau
eru líklega nú þegar og af þá öðrum
ástæðum einfaldlega ófús til að láta
reyna á þá leið.
Árið 2007 gerðu Ísland og ESB
fyrst með sér samning um viðskipti
með landbúnaðarvörur á grundvelli
19. gr. EES-samningsins og Bók-
unar 3, í formi bréfaskipta, „Ex-
change of letters“ sem er viðtekið
form við gerð milliríkjasamninga
sem síðan þarfnast staðfestingar
með viðeigandi hætti af hálfu hvors
ríkis um sig. Í tilviki ESB var það
gert með ákvörðun ráðsins („Council
decision“) þann 22.
febrúar 2007. Þrátt
fyrir ítarlega leit hefur
þessi samningur hins
vegar hvergi fundist í
þingskjölum Alþingis
né C-deild Stjórnartíð-
inda frá þessum tíma,
né neinar skýringar á
hví svo sé. Annar
landbúnaðarsamningur
var gerður 2015 sem
leysti hinn fyrri af
hólmi. Sá samningur
var hins vegar á öðru
formi eða sem „samþykkt fundar-
gerð“ (Agreed minutes) eins og þeir
eru merktir í útgáfunni sem birtist á
heimasíðu Stjórnarráðsins í sept-
ember 20151). Þeir voru lagðir fyrir
Alþingi í formi þingsályktunar um
staðfestingu samnings Íslands og
Evrópusambandsins um viðskipti
með landbúnaðarvörur (nr. 59/145)
og þar er hugtakið „agreed minutes“
þýtt sem „bréfaskipti“. Í hugtaka-
safni þýðingamiðstöðvar utanríkis-
ráðuneytisins er þetta hugtak hins
vegar þýtt sem „samþykkt bókun“,
sem á meira skylt við fundargerð.
Engin hefðbundin ákvæði alþjóða-
samninga, s.s. tilgangs-, endur-
skoðunar- og uppsagnarákvæði, er
að finna í þessari samþykktu bókun.
En þegar kemur að samtali um til
hvaða greina þessa samnings (eða
bókunar) skuli vísa í samskiptum að-
ila, vandast málið enn á ný. Samn-
ingurinn var birtur (á ensku) á
heimasíðu Stjórnarráðsins, í sept-
ember 2015. Þar er hann með 18
tölusettum greinum. Í Stjórnartíð-
indum ESB er hann hins vegar með
16 sjálfstæðum samningsgreinum.2)
Ber þar fyrst í milli að 1. greinin
eins og hún birtist í íslensku birting-
unni, er felld inn í inngangskafla út-
gáfunnar í Stjórnartíðindum ESB.
Er nema von að einhver spyrji, og til
hvaða útgáfu á að vísa í samræðum
við stjórnvöld hér á landi?
Í 13. gr. (12. í ESB útgáfunni)
þessarar bókunar er einungis að
finna ákvæði um að skiptast skuli á
upplýsingum um vöruviðskipti, toll-
kvóta, verð og aðrar upplýsingar. Í
14. gr (þeirrar 13. í ESB-útgáfunni)
er síðan talað um að aðilar skuli eiga
samtal um hvers kyns erfiðleika sem
upp koma við innleiðingu samnings-
ins. Það er lágmarkskrafa að birting
samninga eins og þessara sé með
þeim hætti að óyggjandi sé til hvað
útgáfu skuli vitna í ræðu og riti.
„Jöfn staða aðila“
En allt að einu, þær röksemdir
sem færðar voru fram af hálfu sam-
taka bænda fyrir kröfum um frestun
á útboði tollkvóta standa óhaggaðar.
Staða búvöruframleiðslunnar er
grafalvarleg. Hvað minnstur gaum-
ur virðist hafa verið gefinn að þeirri
röksemd að ESB hefur sjálft veitt
miklum fjármunum til búvörufram-
leiðenda innan bandalagsins á árinu
til að bregðast við afleiðingum CO-
VID-19-faraldursins. Þessi aðgerð
ofan í umfangsmikla tollkvóta og
innflutning búvara frá ESB til Ís-
lands hefur raskað því sem í alþjóða-
rétti er nefnt „level of playing field“
eða því sem á íslensku má kalla
„jafna stöðu aðila“. Með því að grípa
til frekari aðgerða gagnvart búvöru-
framleiðendum innan ESB, meðan
stjórnvöld hér á landi gerðu ekkert
til að létta undir með framleið-
endum, hefur innbyrðis stöðu aðila
verið raskað frá því sem var við gerð
samninganna. Það sem meira er,
ESB notaði sjálft þessa röksemd í
samningaviðræðum sínum við Bret-
land um BREXIT, og er það þó 67
milljóna manna markaður (íbúa-
fjöldi Bretlands) gegn 380 milljóna
manna markaði (íbúafjöldi ESB að
frádregnum íbúafjölda Bretlands).
Í nýlegri grein Economist þann
19. desember sl. segir t.d. að ESB
hafi frá upphafi viðræðnanna gert
Bretlandi skýra grein fyrir því að
tollfrjáls og ókvótasettur markaðs-
aðangur þess síðarnefnda að mark-
aði ESB krefðist aðgerða sem
tryggðu jafna stöðu aðila varðandi
félagslega, umhverfislega,
vinnumarkaðslega staðla sem og
ríkisstyrki [3]. Það má því enn færa
að því líkur að þar sem slíkur afls-
munur er til staðar eins og milli
ESB og Íslands, að ESB hefði átt
erfitt með að hafna því að eiga við-
ræður við Ísland um aðgerð eins og
að fresta útboðum tollkvóta í ljósi
þess að slík frestun felur í sér jöfnun
stöðu aðila, eða „level of playing
field“, á meðan COVID-19-
heimsfaraldurinn geisar. Af hverju
byggja íslensk stjórnvöld ekki hags-
munamat og samningsafstöðu sína á
röksemdum sem ESB sjálft beitir í
samskiptum sínum við önnur ríki?
1) https://www.stjornarradid.is/verkefni/
atvinnuvegir/landbunadur/inn-og-
utflutningur-landbunadarvara/
tollasamningar/
2) AGREEMENT – in the form of an Exc-
hange of Letters between the European
Union and Iceland concerning additional
trade preferences in agricultural products
(europa.eu)
3) https://www.economist.com/
britain/2020/12/19/britain-and-the-eu-
edge-closer-to-a-trade-deal
Eftir Ernu
Bjarnadóttur »… þau tækifæri sem
voru talin hafa opn-
ast fyrir Ísland með
samningnum hafa lítið
verið nýtt og það sem
enn meira máli skiptir,
ekki er útlit fyrir að
breyting verði þar á.
Erna Bjarnadóttir
Höfundur er hagfræðingur
og verkefnastjóri hjá Mjólkur-
samsölunni.
ernab@ms.is
Ráð í boði Brexit