Morgunblaðið - 11.01.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
VIÐSKIPTA
Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og
efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður
ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar
hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi.
Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru
í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum
hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is
VIÐSKIPTAPÚLSINN
VIÐSKIPTAPÚLSINN
NÝTTU
TÍMANN OG
FYLGSTU MEÐ
Jæja, þá hefur árið
2020 sem margir
horfðu með eftirvænt-
ingu til kvatt okkur og
er horfið í aldanna
skaut. Heilt yfir reynd-
ist árið heimsbyggð-
inni þungt í skauti
enda rústaði veiran ill-
ræmda, Covid-19, lífi
fjölda fólks og skók
heimsbyggðina með ill-
yrmislegum hætti.
Ekkert ár er án áfalla og ekkert ár
er gleðisnautt. Við getum lært margt
og mikið af viðbrögðum okkar og
samskiptum á árinu 2020 og tekið
mjög margt gott með okkur inn í
nýja árið, þótt vissulega hafi fórnar-
kostnaðurinn verið allt of mörgum
allt of þungbær.
Hvað sjálfan mig varðar væru það
herfileg mistök að vera ekki þakk-
látur þegar litið er aftur og farið er
yfir árið 2020. Jafnvel þótt ég eins og
svo margir, jafnvel flestir, hafi verið
pínu einangraður og lokaður af vegna
Covid-19, þá opnuðust einnig nýjar
dyr og gluggar með nýjum tækifær-
um og ævintýrum sem maður sá ekki
fyrir og er þakklátur fyrir. Fyrir ut-
an það að á árinu 2020 hóf ég inntöku
nýrra líftæknilyfja vegna krabba-
meinsins sem ég hafði þá barist við í
sex ár. Og viti menn, ég svaraði lyfj-
unum vel og hafa krabbameinsgildin
fallið hressilega og æxlin ekki stækk-
að á árinu sem er náttúrlega bara
ekkert annað en kraftaverk. Ég get
því ekki annað en glaðst og þakkað.
Með hverju ári er nýtt upphaf
byggt á gömlum merg og aldanna
reynslu. Hverju ári fylgir ákveðið
óvissustig en einnig von og þrá eftir
hamingju. Ég held að aðalmálið sé að
missa ekki trúna. Vera Guði falinn og
leggja hvern dag og hverja stund í
hans hendur í trausti þess að hann
muni vel fyrir sjá. Þann-
ig færist hamingjan
yfir. Jafnvel þegar
stormur geisar og það
næðir um eða í sárustu
aðstæðum.
Lífið er ævintýri
Lífið er ævintýri,
þrátt fyrir allt. Nýtum
því augnablikið eins og
frekast er kostur og
reynum að njóta stund-
arinnar miðað við að-
stæður. Guð gefi að
frelsisverk Jesú Krists mætti skína
úr augum okkar alla daga. Líka á
dögum vonbrigða og sorgar. Því lífið
er í eðli sínu fallegt og gott, þrátt fyr-
ir allt. Óttumst ekki, því við eigum líf-
ið fram undan, hvernig sem allt fer.
Spáðu í það.
Lesendum Morgunblaðsins sem
og þjóðinni allri vil ég leyfa mér að
biðja Guðs blessunar og varðveislu,
kærleika og friðar nú við upphaf nýs
árs. Með einlægu þakklæti fyrir sam-
fylgd hér á síðum blaðsins frá 1984
eða í 37 ár.
Gleymum ekki Guði, náunganum
eða okkur sjálfum. Förum vel með
jörðina okkar og stöndum saman í átt
til sumars og sólar í hjarta. Því ham-
ingjan felst í því að vera með him-
ininn í hjartanu.
Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Lífið er ævintýri,
þrátt fyrir allt. Nýt-
um því augnablikið eins
og frekast er kostur og
reynum að njóta stund-
arinnar miðað við að-
stæður.
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Nýtt upphaf
Nýlokið er gerð Dýrafjarðar-
ganga, sem allir geta verið sam-
mála um að eru mikil samgöngu-
bót fyrir Vestfirðinga. Göngin
stytta Vestfjarðaveg um rúma 27
km, auk þess að snjóþungur vegur
um Hrafnseyrarheiði, sem var lok-
aður fjóra til sex mánuði á hverju
ári, leggst af.
Gerð Dýrafjarðarganga gekk
mjög vel og varð heildarkostnaður
undir áætluðum kostnaði þegar
allt er talið. Margt lagðist til en
fyrst og fremst var það vegna
yfirfærslu á reynslu og þekkingu
allra þeirra sem að komu af fyrri
sambærilegum verkum. Jarðfræði-
rannsóknir sýndu að berg væri til-
tölulega gott til gangagerðar ef
frá var talið setbergslag Dýra-
fjarðarmegin. Það reyndist rétt
vera og jafnvel betra en menn
þorðu að vona. Hönnun ganganna
er mjög svipuð Norðfjarðarganga
og hönnunarhópurinn, sem býr yf-
ir mikilli reynslu, nýtti sér upplýs-
ingar frá fyrri göngum í sinni
vinnu. Hönnunar- og útboðsgögn
reyndust enda vel og aðalverktak-
inn, sem kom nánast beint úr
Norðfjarðargöngum og hafði
reynslu frá fleiri íslenskum göng-
um, vissi við hverju mætti búast. Í
eftirliti og verkumsjón Vegagerð-
arinnar voru einnig margreyndir
menn. Það má því segja að þar
væru reyndir menn í hverju rúmi.
Með tilkomu Dýrafjarðarganga
eru veggöng hér á landi 14 talsins,
samtals um 65 km. Þar af hafa um
63 km verið grafnir frá því hafin
var vinna við Múlagöng 1988 eða
um 2 km á ári að jafnaði á síðustu
32 árum. Rökstuddar óskir eru um
50 til 60 km af veggöngum til við-
bótar, þar sem ekki er hægt að
auka samgönguöryggi að ráði
nema með veggöngum. Göng á
höfuðborgarsvæðinu eru þá ekki
meðtalin.
Jarðgangagerð er kostnaðarsöm
framkvæmd; hver kílómetri af
veggöngum með öllum búnaði
kostar um 2,5 milljarða, en dálítið
breytilegt og háð aðstæðum.
Stefna ráðamanna, samkvæmt ný-
samþykktri samgönguáætlun, er
að að jafnaði verði unnið í einum
göngum á landinu á hverjum tíma,
enda mikilvægt að halda samfellu
í gangagerð til að reynsla og
þekking frá einu verki til annars
nýtist. Þá má færa rök fyrir að
samfella geti af sér lægri tilboð í
ný gangaverkefni. Það er því
áhyggjuefni nú að miklu minna
verði af veggangavinnu á næst-
unni, sem þýðir að reynsla flyst
síður á milli verka og jafnvel týn-
ist. Fyrir liggur að gerð næstu
vegganga, væntanlega Fjarðar-
heiðarganga, getur í fyrsta lagi
hafist 2022 eða 2023 ef fjármagn
fæst. Önnur veggöng, sem nefnd
hafa verið, eru m.a. göng undir
Reynisfjall og er undirbúningur
þar hafinn en fjármögnun ekki
frágengin.
Almennt getur verið erfitt að fá
fjárveitingar úr ríkissjóði til að
fjármagna veggöng að fullu af
ýmsum ástæðum og ríkissjóður er
vart aflögufær sem stendur. Rétt
er því að skoða hvort leita megi
annarra leiða til fjármögnunar. Í
því sambandi má benda á leið
Færeyinga við fjármögnun Aust-
ureyjar- og Sandeyjarganga, en
Austureyjargöng voru nýlega opn-
uð fyrir umferð, sjá grein okkar í
Morgunblaðinu 19. desember sl.
Þar er uppleggið að landstjórnin
stofnar félag, að fullu í sinni eigu,
til að byggja og reka göngin. Fé-
lagið innheimtir veggjöld til að
greiða niður kostnað við gerð
ganganna og standa undir kostn-
aði við rekstur þeirra. Land-
stjórnin veitir ríkisábyrgð á lán-
unum fyrir gangagerðinni, sem
tryggir líklega lægri vexti en
einkaaðilar fá. Þá er lagt upp með
að halda áfram innheimtu
veggjalda í umferðarmeiri göngum
til að greiða niður kostnað við
gerð og rekstur umferðarminni
ganga, sem er athyglisverð ný-
lunda.
Það er líka hægt að líta til Nor-
egs en þar eru mörg veggöng
greidd niður að hluta með veg-
gjöldum. Algengasta formið þar er
að ákveðin fjárveiting kemur úr
ríkissjóði en heimamenn stofna fé-
lag og taka lán fyrir hluta fram-
kvæmdakostnaðar. Norska vega-
gerðin sér síðan um hönnun og
framkvæmd verksins og tekur
göngin í rekstur á sinn kostnað
eftir opnun. Félag heimamanna
setur upp gjaldtökubúnað og inn-
heimtir veggjald til að greiða lánið
en eftir að það er að fullu greitt er
gjaldheimtu hætt. Félagið hefur
ekkert með byggingu ganganna
eða rekstur að gera.
Það er hægt að taka mið af báð-
um löndunum og setja upp hug-
mynd að fyrirkomulagi við fjár-
mögnun vegganga sem gæti verið
nothæf á Íslandi.
a) Hluti byggingarkostnaðar
nýrra ganga komi af vegaáætlun
(framlag ríkisins).
b) Stofnað er félag sem inn-
heimti veggjald af núverandi og
nýjum göngum og tekjur settar í
sjóð sem fjármagni hluta bygging-
arkostnaðar við ný göng.
c) Vegagerðin kosti síðan rekst-
ur þeirra eins og annarra vega, en
veggjöld notuð til að greiða niður
stofnkostnað.
d) Heimilt sé að taka veggjald í
veggöngum þó að engin önnur leið
sé fyrir hendi fyrir vegfarendur.
Oft er talað um einkafjár-
mögnun og töku veggjalda í
tengslum við gangagerð. Göng á
landsbyggðinni eru svo fáfarin að
veggjald í einstökum göngum
skiptir litlu máli miðað við heild-
arkostnað við gerð flestra ganga.
Ef hins vegar er innheimt hóflegt
gjald í öllum núverandi göngum
(strætógjald) duga árstekjur fyrir
um 1 km af nýjum göngum.
Ofangreint er aðeins sett fram
sem dæmi til umhugsunar og frek-
ari umræðu. Höfundar eru ekki að
leggja til eina ákveðna útfærslu.
Veggangagerð – mikilvægi samfellu
í framkvæmdum og leið til fjármögnunar
Eftir Gísla Eiríksson,
Matthías Loftsson og
Björn A. Harðarson
»Mikilvægt er að
halda samfellu í
gangagerð til að reynsla
og þekking frá einu
verki til annars nýtist.
Til þess þarf trygga
fjármögnun.
Frá opnun Dýrafjarðarganganna, gangamunninn Dýrafjarðarmegin.
Gísli er byggingarverkfræðingur og
fv. deildarstjóri jarðgangadeildar
Vegagerðarinnar; Matthías er jarð-
verkfræðingur á Mannviti og Björn
jarðverkfræðingur á Geotek. Höf-
undar hafa komið að gerð flestra veg-
ganga hér á landi síðastliðin 20 til 30
ár og Matthías og Björn eru m.a.
tæknilegir ráðgjafar við gerð Austur-
eyjar- og Sandeyjarganga í Fær-
eyjum.
ge@simnet.is, ml@mannvit.is, bah-
@geotek.is
Gísli Eiríksson Matthías Loftsson Björn A. Harðarson