Morgunblaðið - 11.01.2021, Qupperneq 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
✝ Jóhann SævarGuðmundsson
fæddist á Siglufirði
þann 12. júlí 1944
sonur Valgerðar
Kristjönu Þor-
steinsdóttur, verka-
konu og húsmóður,
f. 25. febrúar 1918 í
Vík í Staðarhreppi,
Skag., d. 26. maí
1989 í Reykjavík,
og Guðmundar
Kjartans Guðmundssonar, sjó-
manns og verkamanns, f. 28.
mars 1907 á Fjósum í Laxárdal,
d. 22. ágúst 1957 á Siglufirði.
Systkini Sævars eru Leifur
Steinarr, f. 1935 (látinn), Ragnar
Heiðar, f. 1938 (látinn), Sólborg
Ingibjörg, f. 1939, Kjartan Björn,
f. 1941 (látinn), Freyja Auður, f.
1948 (látin), Sigrún Helga, f.
1949, Heiðrún Hulda, f. 1951 (lát-
in), Þorsteinn Ingi, f. 1953, Sig-
urður Óskar, f. 1955 (látinn), og
Einar Ásgrímur, f. 1959.
Sævar kvæntist þann 26. des-
ember 1964 Þóru Björgu Ög-
mundsdóttur, f. 16. júní 1944 í
var sem barn í sveit á sumrum í
Vesturdal í Skagafirði. Hann fór
ungur á sjóinn, 15 ára varð hann
sjómaður á síðutogara og stund-
aði sjómennsku um hríð. Seinna
vann hann verkamannavinnu hjá
fiskimjölsverksmiðjunni í Vest-
mannaeyjum, þar sem þau Þóra
Björg kynntust og hófu búskap. Í
nóvember 1965 fluttu þau hjónin
upp á land, á Rauðalæk í Holtum,
þar sem Sævar hafði fengið starf
sem afgreiðslumaður hjá Kaup-
félagi Rangæinga. Hjá KR starf-
aði Sævar fyrst í versluninni en
síðar á varahlutalagernum allt
til ársins 1979 er hann fór aftur á
sjóinn, síðan á millilandaskip og í
febrúar 1980 til starfa hjá SG-
einingahúsum á Selfossi og þá
um vorið fluttu þau hjónin á Sel-
foss. Sævar hóf nám við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands árið
1982 og lauk sveinsprófi í húsa-
smíðum vorið 1984. Hjá SG-
einingahúsum starfaði Sævar
allt til ársins 2005 þegar hann
varð að láta af störfum vegna
veikinda.
Sævar lést á líknardeild Heil-
brigðisstofnunar Suðurlands
þriðjudaginn 29. desember.
Útför Sævars verður gerð frá
Selfosskirkju í dag, 11. janúar
2021, klukkan 14. Í ljósi að-
stæðna verða aðeins nánustu að-
standendur viðstaddir athöfnina.
Vestmannaeyjum.
Foreldrar hennar
eru Guðrún Jóns-
dóttir (1899-1992)
húsmóðir og Ög-
mundur Ólafsson
(1894-1995) vél-
stjóri á Litla-Landi í
Vestmannaeyjum.
Dætur Sævars og
Þóru Bjargar eru a)
Valgerður, fædd 14.
febrúar 1964, gift
Halldóri Páli Halldórssyni. Börn
þeirra eru: Birta Huld, eigin-
maður hennar er Þorsteinn
Darri Sigurgeirsson, þeirra börn
Almar Máni, Svava, Halldór
Darri og Jökull Orri. Karen
Nótt. Sævar Þór, sambýliskona
hans er Erla Dóra Vogler, þeirra
sonur Askur Bragi. Snorri Elís,
sambýliskona hans er Ana Ko-
kalj. b) V. Helga fædd 21. mars
1968 gift Brynjari Hallmanns-
syni. Synir þeirra eru: Viktor
Alex, eiginkona hans er Ragn-
heiður Ásta Karlsdóttir, og Har-
aldur Örn.
Sævar ólst upp á Siglufirði en
Ég kveð kæran tengdaföður
minn og vin, Sævar Guðmunds-
son, hinsta sinni. Ekki hefði ég
getað óskað mér betri tengda-
fjölskyldu sem ég hef verið hluti
af frá því við Valgerður mín hóf-
um okkar samveru fyrir tæpum
fjörutíu árum. Sævar var ekki
bara tengdafaðir minn heldur
einnig mikill vinur. Stunduðum
við m.a. fuglaveiðar saman í um
áratug og áttum færabát og
gerðum út eitt sumarið frá Þor-
lákshöfn. Hans lífssýn, sem var
mér mikill lærdómur, var að
treysta á sjálfan sig, kvarta
ekki, vera eljusamur og stað-
fastur. Alla tíð var mjög kært á
milli okkar. Sævar var húsa-
smiður að mennt, listasmiður,
afar vandvirkur og útsjónarsam-
ur. Margt lærði ég við að fylgj-
ast með honum við verkin þegar
tækifæri gafst.
Veikindi mörkuðu sín spor á
líf Sævars síðustu fimmtán árin
en árið 2005 fékk hann heila-
blóðfall og síðar önnur mein.
Það var aðdáunarvert hvernig
hann tókst á við áfallið á sínum
tíma eftir að hafa misst allt tal,
þurft að læra að nýju að flytja
skýra hugsun yfir í mælt mál
nánast frá grunni. Jákvæðni og
æðruleysi einkenndu Sævar í
því verkefni. Smiðurinn tengda-
faðir minn þurfti aftur að læra
að halda á hamri, þjálfa ýmsar
hreyfingar, byggja upp líf sitt að
nýju. Hvernig hann tókst á við
það kenndi mér margt um
þrautseigju manns og hvað já-
kvæðni og bjartsýni hjálpar
mikið. Ekki lögðu þau árar í bát
hann og Þóra tengdamóðir mín
þótt gæfi á. Ferðuðust innan-
lands með hjólhýsið sitt, sem
var þeirra einna helsta áhuga-
mál, sem og erlendis. Sævar var
fagurkeri á listir og menningu
og voru það honum og Þóru dýr-
mætar stundir þegar þau sóttu
óperuna, tónleika eða fóru í leik-
hús og urðum við hjónin þess oft
aðnjótandi að vera með þeim á
þeim viðburðum. Nutu þau lífs-
ins í kærleik sínum þeirra í mill-
um og til afkomenda og fjöl-
skyldna þeirra.
Með þökk er kvatt. Blessuð
sé minning hans.
Halldór Páll.
Þegar það síaðist loks inn hjá
mér að í þetta sinnið væri afi
líklegast að fara, gat ég ekki
hugsað um annað en tjöru-
hreinsi. Hver átti nú að sjá til
þess að dekkin mín væru tjöru-
hreinsuð áður en ég legði af stað
norður?
Þrátt fyrir þessa vitneskju
kom tímabil þar sem ég bjóst
allt eins við kraftaverkasímtali.
Að nú væri afa að batna. Því það
gerði honum alltaf og það ætlaði
hann sér örugglega líka í þetta
skiptið, alveg fram á síðustu
dagana. Afi hafði fleiri líf en
kötturinn og afi var ofurhetja.
Afi sem kitlaði með skegg-
broddunum þegar hann knúsaði
þegar ég var lítil. Afi sem tuðaði
og sagði jamm og jæja. Afi sem
var alltaf að brasa – eða að
horfa á íþróttirnar. Nema ef ég
var í heimsókn, þá sat hann í
stólnum sínum í stofunni og
hlustaði á síbyljuna úr mér. Afi
sem byggði smáhýsi handa okk-
ur systkinunum. Ekki kofa,
heldur lítið einbýlishús með
gleri í gluggum og hurð með lás
og lykli að. Afi sem flísalagði bíl-
skúrinn í miðri krabbameins-
meðferð. Afi sem fékk símann
hjá ömmu þegar ég hringdi frá
Grímsey til þess að forvitnast
um fiskerí, veiðarfæri og veðrið.
Afi sem kunni allt verklegt. Sem
vissi með hverju ég ætti að
smyrja saumavélina mína þegar
ég átti ekki olíu á hana. Afi sem
valdi verkfæratösku í jólagjöf
handa mér eitt árið. Amma
laumaði styttu með. Afi sem sat
í stólnum sínum og glotti, mest
með augunum, á meðan það óð á
mér um lífið og tilveruna.
Spurði mig svo um fiskerí og
veiðarfæri. Afi sem talaði og hló
svo mikið með augunum. Sem
kvaddi mig á spítalanum með
augunum. Afi sem hjálpaði mér
að skipta um perur í bílnum
mínum fyrir svo rosalega stuttu
síðan.
Elsku afi,
Það sem ég sakna þín og það
sem ég á alltaf eftir að sakna
þín. Samt sem áður er ég mjög
þakklát að hafa fengið að hafa
þig hjá mér í þessi 36 ár og fyrir
að hafa alltaf verið í miklu sam-
bandi við þig þann tíma. Ég er
líka svo þakklát að hafa fengið
að kveðja þig og faðma þig í síð-
asta skiptið eftir að hafa ekki
faðmað þig síðan fyrir farald-
urinn.
Þú kenndir mér dugnað,
seiglu og gott vinnusiðferði. Þú
kenndir mér að ég gæti allt sem
ég ætlaði mér. Þú kenndir mér
að ég gæti sjálf. Þú kenndir mér
(hóflega) þrjósku. Það verður þó
sennilega aldrei neinn jafn-
þrjóskur og þú.
Ég er viss um að langamma
og systkini þín hafa tekið á móti
þér hinum megin og ég veit að
þú ert byrjaður að brasa.
Ég kveikti á kertunum á
gamla englaspilinu á gamlárs-
kvöld fyrir þig. Og hló skyndi-
lega. Ég ætlaði nefnilega að
ímynda mér þig sem engil. Afa
engil. Þannig mynd kom ekki,
ekki hefðbundin englamynd alla
vega. Myndin sem kom upp í
huga mér varst þú á vinnubux-
unum fyrir framan Gullna hliðið
að leggja hellur. Hvort sem það
er verkið eða ekki og hvort hlið-
ið er til staðar eða ekki er alveg
víst að þú ert að brasa við eitt-
hvað gagnlegt.
Elsku afi minn, þú verður
alltaf besta ofurhetjan mín og
mesti töffarinn. Einn daginn í
fjarlægri framtíð hittumst við
hinum megin en þangað til ætla
ég að vanda mig og gera allt
sem ég ætla mér. Að minnsta
kosti gera mitt besta við það.
Þín dótturdóttir,
Karen Nótt.
Sævar
Guðmundsson
✝ IngibjörgKristín Gísla-
dóttir fæddist á
Hvanneyri í Vest-
mannaeyjum 11.
apríl 1935. Hún lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands í Vest-
mannaeyjum 4.
janúar sl.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurborg
Kristjánsdóttir, f. í Vest-
mannaeyjum 4. júlí 1916, d. 15.
september 1981, og Gísli Sveins-
son, f. á Borgafirði eystra 20.
janúar 1909, d. 6. mars 1951.
Systkini Ingibjargar voru:
Sveinn, f. 19. febrúar 1937, d. 23.
apríl 2011, Magnús, f. 30. sept-
ember 1938, d. 9. mars 1996,
Guðbjörg, f. 15. mars 1946, Run-
ólfur, f. 31. maí 1950, d. 9. júlí
2006, og Gísli, f. 31. maí 1950.
Ingibjörg giftist 25. desember
1953 Erling Ágústssyni raf-
virkjameistara frá Nýhöfn í
1963 er þau hjón fluttust búferl-
um til Ytri-Njarðvíkur. Þar
bjuggu þau í 36 ár á Borgarvegi
24. Ingibjörg vann þá við ýmis
störf, fyrst í fiskvinnslu í Kefla-
vík en síðan hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli, lengst af
eða samfellt í á þriðja áratug
sem verslunarmaður í verslun
fyrir varnaliðsmenn og fjöl-
skyldur þeirra, allt þar til að
hún fór á eftirlaun. Árið 1998
veiktist Erling eiginmaður
hennar af krabbameini og í kjöl-
farið fluttu þau sig um set á
Barðastaði í Grafarvogi. Erling
lést af veikindum sínum í janúar
1999. Ingibjörg bjó þar áfram til
ársins 2014 er hún fluttist í þjón-
ustuíbúð í Fróðengi og dvaldist
þar fram í september 2020 er
hún var lögð inn á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands í Vest-
mannaeyjum.
Útför Ingibjargar verður frá
kapellunni í Fossvogi 11. janúar
2021 og hefst athöfnin kl. 15.
Í ljósi aðstæðna verða ein-
ungis nánustu aðstandendur við-
staddir athöfnina. Streymt verð-
ur frá athöfninni á:
https://promynd.is/portfolio-items/
ingibjorg
Einnig á: http://www/mbl.is/
andlat
Vestmannaeyjum,
f. 9. ágúst 1930, d.
8. janúar 1999. Þau
eignuðust þrjú
börn: 1) Gísli, f. 31.
október 1953,
kvæntur Þuríði
Bernódusdóttur;
þau búa í Vest-
mannaeyjum og
eiga tvo syni. 2)
Ágúst, f. 4. október
1954, d. 25. sept-
ember 2018; hann var búsettur í
Kaupmannahöfn og átti þrjú
börn. Eftirlifandi eiginkona
hans er Gitte Sørensen í Kaup-
mannahöfn. 3) Sigurborg, f. 4.
mars 1958, býr í Indiana í
Bandaríkjunum, gift Robert
Violette; þau eiga tvo syni.
Ingibjörg vann sem unglingur
í prentsmiðjunni Eyrúnu í Vest-
mannaeyjum og eftir að hún hóf
búskap afgreiddi hún í mjólk-
urbúðinni við Vestmannabraut
og síðar á Hólagötu. Hún vann
svo við fiskvinnslu til ársins
Í dag kveðjum við tengda-
móður mína, Ingibjörgu Krist-
ínu Gísladóttur, eða Imbu á
Hvanneyri eins og hún var
gjarnan kölluð. Hún verður
lögð við hlið síns ástkæra eig-
inmanns eins og hún þráði svo
mjög síðustu misseri þegar
veikindi og mótlæti settu líf
hennar úr skorðum.
Imbu kynntist ég þegar við
Gísli, sonur hennar, hófum
sambúð fyrir meira en fjórum
áratugum. Imba og Erling,
maður hennar, tóku mér vel.
Imba var líka einstaklega hlý
og vönduð kona, orðvör og hall-
aði aldrei orði um nokkurn
mann. Hún missti föður sinn
þegar hún var 15 ára og tók þá
að sér stórt hlutverk á heim-
ilinu þar sem fæðst höfðu tví-
burar, fimmta og sjötta barnið,
og voru á öðru ári þegar faðir
þeirra lést. Imba og amma
hennar, sem var líka á heim-
ilinu, sáu um húshaldið en móð-
ir hennar gerðist fyrirvinna.
Um þennan tíma talaði Imba
oft við okkur og afar merkilegt
að heyra sögur hennar.
Ung að árum kynntist Imba
eiginmanni sínum, Erling
Ágústsyni, og eignuðust þau
þrjú börn. Erling lést aðeins 68
ára í ársbyrjun 1999 eftir stutt
veikindi. Erling var þjóðþekkt-
ur söngvari og enn heyrum við
lögin hans, „Þú ert ungur enn“,
„Oft er fjör í Eyjum“ og mörg
fleiri. „Við gefumst aldrei upp
þó móti blási“ má segja að hafi
verið einkunnarorð þeirra
hjóna.
Imba og Erling byrjuðu bú-
skap í Eyjum en fluttust þaðan
til Njarðvíkur 1963. Imba vann
hjá hernum í 25 ár við ýmis
sölustörf í svokölluðu „píexi“.
Okkur þótti það annar og nýr
heimur þegar við fengum að
heimsækja hana í vinnuna, her-
menn um allt, nokkuð sem við
sáum bara á hvíta tjaldinu í bíó.
Imba og Erling ferðuðust oft til
Bandaríkjanna þar sem dóttir
þeirra býr ásamt fjölskyldu
sinni.
Imba saknaði lengi fólksins
síns og æskustöðvanna eftir að
hún fluttist til Njarðvíkur og
hafði mikla heimþrá fyrst á eft-
ir. En hún herti upp hugann og
tók því sem að höndum bar.
Fjölskyldan átti líka skemmti-
lega tíma inn á milli og naut
þess sérstaklega að ferðast inn-
an lands, gat hoppað upp í bíl-
inn, tekið tjaldið, veiðistöngina,
nestið og börnin með.
Margir Eyjamenn nutu gest-
risni þeirra Imbu og Erlings,
hvort sem haldið var til útlanda
eða heim komið og var þá oft
glatt á hjalla.
Imba var mikill listamaður í
höndunum eins og verk hennar
bera með sér, sérlega vandvirk
við allt sem hún gerði og lét
ekkert frá sér nema fullkomið
væri.
Stuttu fyrir aldamótin fluttu
Imba og Erling til Reykjavíkur
en aðeins fáeinum vikum eftir
það lést Erling. Það var henni
mikið áfall, svo kært sem milli
þeirra var. En hún gafst ekki
upp þótt á móti blési. Hún
flutti fyrir nokkrum árum í
þjónustuíbúð þegar heilsu
hennar hrakaði og þar undi hún
hag sínum vel. Börnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum
leið vel hjá ömmu Imbu. Síð-
ustu sporin átti hún á sjúkra-
húsinu í Vestmannaeyjum þar
sem hún fékk hlýja umönnun.
Minningin um Ingibjörgu
Gísladóttur mun lifa með okkur
í fjölskyldunni. Börn, barna-
börn og barnabarnabörn kveðja
nú sinn kærasta vin sem öllu
vildi fórna fyrir þau, sannur
mannvinur. Það var mikið lán
að fá að kynnast henni.
Þuríður Bernódusdóttir.
Elsku amma mín, nú er kom-
ið að kveðjustund. Nú ertu
komin í sumarlandið þar sem
afi og pabbi hafa tekið á móti
þér. Það er margs að minnast
frá því ég kom fyrst til ykkar
afa á Borgarveginn í Njarðvík.
Það var alltaf nóg um að vera
hjá ykkur. Það sem mér fannst
gaman var að fara upp á völl til
þín í vinnuna í píexið og að fara
með afa um allt að hitta vinnu-
félaga hans. Það sem var alltaf
svo aðdáunarvert við þig, elsku
amma, var það hversu bros-
mild, jákvæð og góðhjörtuð þú
varst alla tíð. Við hlógum oft að
því hversu þrjósk þú varst og
það var ósjaldan sem þú sagðir
við mig hvað ég væri líkur þér
hvað það varðar, við kölluðum
hana Hvanneyrarþrjóskuna. Þú
hafðir alltaf gaman af því að fá
heimsóknir, þú elskaðir fólkið
þitt. Stundum sótti ég skyndi-
bita handa okkur eða góðan ís
með súkkulaði, þú varst
nautnaseggur af guðsnáð og
mikill nammigrís. Þegar heims-
faraldurinn mætti í upphafi síð-
asta árs reyndist það þér erfitt
þegar heimsóknir voru bann-
aðar. Eitt sinn sagðir þú mér
að þér væri sama þótt heim-
sóknir væru ekki leyfðar og
sagðist frekar vilja deyja úr
Covid en deyja úr leiðindum.
(Þetta var svo rétt hjá þér.)
Amma mín, nú fylgjum við
þér síðasta spölinn og kveð ég
þig með söknuði.
Nú komin er kveðjustund okkar
og kossinn ég síðasta fæ.
En minningin merlar og lokkar
sú minning fer aldrei á glæ.
Innst í hjarta sem gull ég þig
geymi
þú ert glóbjarta drottningin mín.
Þó árin til eilífðar streymi
fer aldrei burt myndin þín.
Erling Adolf Ágústsson.
Mig langar að minnast elsku
ömmu Imbu með nokkrum orð-
um. Hún amma var einstök, svo
lífsglöð og kát og með dásam-
legan húmor. Þegar ég hugsa
til baka þá var alltaf svo gaman
að koma til ömmu og afa á
Borgarveginn í Njarðvík.
Amma vann á vellinum og það
var svo spennandi að fá að fara
með afa að sækja hana í vinn-
una, það var eins og maður
væri kominn til útlanda. Amma
var mjög gjafmild og hafði
gaman af því að gleðja okkur
með dóti eða fötum af vellinum.
Ég man hvað mér fannst alltaf
spennandi að fá að leika mér
með snyrtidótið hennar ömmu
og svo var afi með gæludýra-
búð á neðri hæðinni og eru
stundirnar sem maður átti hjá
þeim svo góðar og eftir-
minnilegar.
Mér fannst amma algjör of-
urkona. Síðustu ár var hún
bundin við hjólastól en hún lét
það ekki stoppa sig í neinu.
Hún var svo ótrúlega dugleg og
ég skil ekki ennþá hvernig hún
náði að gera ýmsa hluti eins og
að þvo og setja í þurrkara sem
var ofan á þvottavélinni, hún
fór þetta allt á þrjóskunni og
viljanum. Amma vildi hafa allt
sitt á hreinu og var einstaklega
skipulögð og snyrtileg, hún
elskaði að gera sig fína og
klæða sig upp og á sunnudög-
um var t.d. alltaf farið í betri
fötin. Hún var bráðskörp og
gekk afskaplega vel í skóla
þegar hún var yngri en þurfti
ung að hætta til að fara að
vinna þegar faðir hennar lést
langt um aldur fram.
Við amma vorum miklar vin-
konur og áttum margar gæða-
stundir. Það voru farnar ófáar
ferðirnar í Kringluna í gegnum
árin og þá var nauðsynlegt að
kaupa eins og eina peysu og
enda svo á góðum caffé mocha
á kaffihúsi og fylgjast með fólki
í ys og þys Kringlunnar. Ég
var svo heppin að fá ömmu til
Eyja fyrir tveimur mánuðum,
en hún fann það loks að hún
hafði ekki krafta í að búa ein og
kom því á sjúkrahúsið í Eyjum
í von um að komast sem fyrst
inn á Hraunbúðir. Við hlökk-
uðum svo til þess tíma og ætl-
uðum að gera svo margt
skemmtilegt saman. Amma
grínaðist með það að þegar hún
kæmist inn á Hraunbúðir gæti
hún bara látið sig renna til mín,
það yrði nú svo stutt á milli
okkar. Eftir að hún kom til
Eyja töluðumst við við í síma
tvisvar á dag og það var alltaf
svo gott og gaman að heyra í
henni, hún var alltaf svo já-
kvæð og hress.
Ég trú því að amma sé kom-
in á góðan stað og búin að hitta
afa Erling, pabba og alla sem
hún saknaði svo mikið.
Ég er þakklát fyrir yndisleg-
ar minningar og enn yndislegri
ömmu.
Halldóra Kristín
Ágústsdóttir.
Ingibjörg Kristín
Gísladóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar