Morgunblaðið - 11.01.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.01.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021 ✝ JóhannesHelgason fæddist 25. apríl 1936 í Hafnarstræti 9 á Akureyri. Hann lést á Landakoti 23. desember 2020. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Thorberg Krist- jánsson vélstjóri, f. 20.9. 1904 í Ólafs- vík, d. 9.9. 1976 í Reykjavík, og Petrína Kristín Jónsdóttir, f. 13.8. 1909 á Búð- um, d. 22.3. 2002 í Reykjavík. Systkini Jóhannesar eru Krist- ín, f. 1931, gift Reinharð Sig- urðssyni, látinn, Jón, f. 1932, d. 2019, kvæntur Aðalheiði Guð- mundsdóttur, látin, og Kristján, f. 1934, kvæntur Björgu Láru Jónsdóttur. Eiginkona Jóhannesar var Fríða Sigurveig Traustadóttir, f. 11.11. 1938 í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Trausti Árnason, f. 1913, d. 1981, og Sigríður Olgeirsdóttir, f. 1917, d. 1978. Jóhannes og Fríða gengu í hjónaband 25.12. 1957 á Patreksfirði. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, f. 8.4.1957, fyrri maki Kári Tryggvason, þau skildu. Seinni maki Sigríðar var Willi- am „Billy“ Marra, þau skildu. Börn Sigríðar og Kára: A) Jó- hannes Karl, f. 1975, fv. sam- býliskona Rakel Ósk Eckard, börn a) Óskar Karl, f. 2003, og b) Sigríður, f. 2005, núv. sam- Daniel Sanchez, barn a) Oskar, f. 2019. B) Víkingur, f. 1995. 5) Trausti, f. 18.7. 1964, maki: Steinunn Lovísa Þorvaldsdóttir. Börn: A) Elva Björk, f. 1990, maki: Theodór Kjartansson, synir a) Hjörvar Breki, f. 2014, og b) Kjartan Trausti, f. 2016. B) Þorvaldur Freyr, f. 1992. C) Tinna Ósk, f. 1999. Fjölskylda Jóhannesar bjó á síldarárunum á Siglufirði frá 1938 til 1953 en það ár lauk hann námi frá Iðnskóla Siglu- fjarðar. Hann lauk síðan sveins- prófi í útvarpsvirkjun frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1960 en meistari hans var Georg Ámundason. Hann vann hjá Friðriki A. Jónssyni hf. 1962 til 1965. Jóhannes varð útvarps- virkjameistari 1966. Hann rak viðgerðaverkstæði í Keflavík fyrir fjarskipta-, fiskleitar- og radartæki, Sónar hf., ásamt Sig- urði Jónssyni, frá 1966 til 1986. Það ár fluttu þau hjón á höfð- uðborgarsvæðið og bjuggu þar síðan. Jóhannes öðlaðist kenn- araréttindi frá Kennaraháskól- anum og kenndi síðan við Iðn- skólann í Reykjavík í yfir 25 ár. Jóhannes var alla tíð mikill áhugamaður um sögu útvarps- virkjunar, fjarskiptatækninnar og tækniþróunar og varðveislu tæknibúnaðar bæði til sjós og lands. Árið 2015 gaf hann úr bókina „Frumherjar í útvarpsvirkjun“ ásamt Páli V. Sigurðssyni kennara. Útför fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 11. janúar 2021, klukkan 13 og verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/YOeQSjB2vpY Virkan hlekk á slóð má finna: https://www.mbl.is/andlat býliskona Bergdís Ingibergsdóttir, barn c) Kristján Karl, f. 2014. Dæt- ur Bergdísar eru Alma Rán og Hjálmdís Elsa. B) Iðunn, f. 1980, maki Kip Rhoades, börn a) Pierce Jo- hannes, f. 2015, og b) Emma Marley, f. 2017. 2) Björg, f. 29.9. 1958, fyrri maki Björn Ingi Stefánsson, þau skildu. Seinni maki Bjargar er Hringur Sig- urðsson. Börn Bjargar og Björns Inga: A) Sigurveig Sara, f. 1979, barnsfaðir Eggert Maríuson, barn a) Haraldur, f. 2015. Sambýlismaður Flóki Ingvarsson. B) Helga Heiðbjört, f. 1981, barnsfaðir Ágúst Örn Gústafsson, barn a) Mikael Máni, f. 2003. Maki Helgu er Ottó Ingi Ottósson, barn b) Ísak Ingi, f. 2010. C) Stefán Andri, f. 1983, maki Melissa Fen Shu Chung, börn a) Ástbjörg El- isabeth, f. 2013, b) Sigurást Reign, f. 2016, og c) Björn Ingi, f. 2019. D) Ester Rós, f. 1988, maki Hallur Örn Árnason, börn a) Snorri Örn, f. 2013, og b) Halla Björg, f. 2016. 3) Olgeir, f. 3.12. 1959, maki Margareth Hartvedt, börn: A) Diðrik, f. 1992. B) Petrine, f. 1994. C) Andrine, f. 1999. 4) Una, f. 6.5. 1961, maki Óskar S. Magnússon. Börn: A) Fríða, f. 1987, maki Pabbi var ötull baráttumaður sem ruddi brautina fyrir okkur bræðurna hvað menntun varðar. Hann barðist líka fyrir hönd allra þeirra foreldra sem áttu döff börn og allra sem komu þar á eftir. Fyrir honum var ekkert verkefni of stórt eða erfitt því það var alltaf hægt að finna lausnir. Jafnvel þótt það krefðist þess að fara á fundi hjá ráðherr- um til þess að komast yfir hindranir. Þegar ég var ungur langaði mig að læra rafeinda- virkjun eins og hann, það var erfitt verkefni og engir aðrir döff á Íslandi sem höfðu færst svo mikið í fang. Það voru engir túlkar til, svo pabbi gekk í málið og túlkaði fyrir mig svo ég gæti náð prófunum og lokið minni menntun. Það á ég allt pabba að þakka. Við pabbi unnum svo saman í viðgerðum, mig minnir að það hafi verið árið 1983 að við vorum eitt sinn á heimleið eftir vinnu þegar við mætum bíl sem stoppar okkur. Pabbi og hinn bílstjórinn skrúfa niður rúðunar og maðurinn segist eiga í vandræðum með fiskileitartæki hjá sér og báturinn eigi að sigla í kvöld. Allt í einu skrúfar pabbi upp rúðuna þó að maðurinn sé enn að tala og keyrir burt í ró- legheitunum. Ég spurði pabba hvers vegna hann gerði þetta og fékk svarið að maðurinn skuldi honum svo mikið að hann vilji ekki hjálpa honum. Nokkrum tímum seinna hringir maðurinn og segist vera búinn að borga skuldirnar, hvort pabbi geti bjargað honum. Pabbi kláraði kvöldmatinn með fjölskyldunni því hann var svo mikill fjöl- skyldumaður. Svo fór hann og vann alla nóttina fyrir manninn. Eitt sinn þegar Olgeir var ungur undir lok sjöunda áratug- arins kom pabbi heim með lítið sjónvarp fyrir Olgeir að hafa í herberginu sínu. Þar sem hann gat ekki fylgst með útvarpinu fannst pabba jafnrétti í því að strákurinn gæti þó alla vega fylgst með sjónvarpinu inni í herberginu sínu. Hjá pabba gat eitt orð sagt miklu meira en ræður, eitt skiptið sem oftar vorum við að keyra á milli Reykjavíkur og Keflavíkur í Austin Mini-bílnum og við bræður eitthvað að rífast. Sennilega of harkalega því þeg- ar við slógum í handlegginn hvor á öðrum kipptist bíllinn til og frá. Pabbi var í bílnum beint fyrir aftan okkur og horfði á lætin í okkur. Olgeiri varð litið í baksýnisspegilinn og sá þá pabba gera táknið „bjánar“ um leið og hann horfði á okkur. Það þurfti ekki meira til, við vissum upp á okkur skömmina og hætt- um um leið. Við og fjölskyldur okkar syrgjum kæran pabba, tengda- pabba og afa sem var okkur mikil fyrirmynd og við áttum alltaf í góðum samskiptum við. Diðrik hélt íslenskunni við í samtölum við afa sinn og Petr- ine og Andrine fundu alltaf leið- ir til að eiga í samskiptum við hann þótt afi kynni ekki tákn- mál. Tinna horfði mikið upp til afa síns og hefur stefnt í sömu átt og hann hvað framtíðarstarf varðar. Þorvaldur naut leiðsagn- ar hans í rafvirkjanáminu og Elva Björg fékk stuðning hans í sínu starfsvali og námi. Við kveðjum þig pabbi nú þegar þú ert farinn frá okkur í hvíldina sem þú þurftir. Hvíl í friði. Meira: mbl.is/andlat Olgeir og Trausti Jóhannessynir. Elsku pabbi. Það er sagt að lífið sé að heilsast og kveðjast. Nú er kom- ið að kveðjustund, elsku pabbi minn. Einhvern veginn er það þannig að maður gerir ekki ráð fyrir kveðjunni og ég sem er bú- in að búa í návist ykkar mömmu undanfarin 20 ár bæði á Bú- staðaveginum og í Kópavoginum á erfitt með að ímynda mér lífið án þín. Ég gæti talið upp ótrúlega margar minningar um pabba sem alltaf var til staðar, með ást og umhyggju, með lausn við hvert vandamál fyrir okkur öll. Það er margs að minnast, hvort sem það hefur með hvatn- ingu að gera, því þið mamma þráðuð að börnin ykkar kæmust til manns. Þið mamma að fara með okkur í sund um helgar eða tjaldferðalög með köttinn í rign- ingu og roki eða bara við sem fjölskylda sem stóðum alla tíð saman því það var það sem ykk- ur mömmu skipti öllu máli. Mig langar bara að minnast einnar lítillar reynslu sem segir svo margt um þig og þinn per- sónuleika. Ég var sem sé 16 ára gömul og vann í Félagsbíói heima í Keflavík þar sem við ólumst upp. Eitt laugardagskvöldið eft- ir 9 sýningu og ég rétt komin heim, þá áttaði ég mig á að ég hafði týnt lyklinum að bíóinu á leiðinni heim. Þú og mamma voruð inni í stofu og ég var gjör- samlega í rusli. Úti var snjór og krapi og engin leið að finna lyk- ilinn. En pabbi minn, eins og alltaf, stóð upp og sagði: hvar sástu lykilinn síðast? Þegar ég lokaði bíóinu…allt í lagi, við keyrum og athugum hvort lykill- inn sé ekki bara í skránni eða þar fyrir utan. En ég var ekki svo heppin. Þá var ekkert annað að gera en að fara niður á verk- stæði og sækja segulstálið. Pabbi átti nefnilega risastórt rautt segulstál, eins og í teikni- myndunum. Það var sótt og band sett í og mín mátt labba bæinn á enda með segulstál í bandi, eins og hund, og reyna að finna lykilinn. Frekar niðurlægj- andi fyrir 16 ára stúlku að ganga með segulstál í bandi á laugardagskveldi í Keflavíkinni. En viti menn, hinir ýmsu hlutir drógust að segulstálinu, naglar, skrúfur, armbandsúr og margir lyklar, og fyrir rest rétt áður en ég kom heim sogaðist bíólykill- inn að stálinu og lífi mínu var þyrmt. Þetta er bara ein lítil saga um hversu ráðagóður pabbi þú varst alla tíð. Elsku pabbi, börnin mín senda þér kærleikskveðjur yfir í Sumarlandið og ég veit að við munum hittast á ný og gleðjast yfir öllum þeim góðu stundum sem við áttum saman. Björgin þín Björg. Elsku Jói afi, tilhugsunin um að þú sért ekki lengur hér með okkur er óraunveruleg. Þegar við hugsum um þig hugsum við um stærsta og hlýlegasta mann í heimi. Stærstu hendur í heimi, stærstu fætur í heimi og stærstu varir í heimi. Þegar þið amma bjugguð á Bústaðavegin- um var gaman að labba yfir í heimsókn til ykkar. Þú þurftir alltaf að setja á þig skinnhúfu þegar þú fórst upp á loft, þar sem vinnusvæði ykkar ömmu var, af því að þú rakst alltaf hausinn í loftið. Þú varst með heimsmet í að reka hausinn í. Þú varst ekki bara stærstur og bestur heldur varstu líka rosa- lega fyndinn og skemmtilegur. Þú elskaðir fyndin ljóð og kenndir okkur ófá ljóð og vísur eftir Káin og fleiri. Það er okkur ofarlega í huga þegar þú lagðir litlu hendurnar okkar í stóra lóf- ann þinn og þú kenndir okkur Fagur fiskur í sjó. Þessi leikur var svo spennandi af því að áhættan var svo mikil ef þú myndir ná okkur, því þú varst með stærstu hendur í heimi. Þessa þulu og fleiri höfum við svo áfram kennt börnunum okk- ar. Þú hafðir svo gaman af því að tala um þín hjartans mál eins og kennarastarf þitt í Iðnskólanum, allt það sem tengdist rafeinda- virkjun og sögur úr æsku þinni, eins og þegar þú bjóst til útvarp úr brauðrist og öðru sem þú fannst á haugunum, og svo nátt- úrlega öll þín prakkarastrik sem þú og bræður þínir gerðuð og við hlógum mikið að. Þú varst ötull í baráttu drengja þinna varðandi réttindi heyrnarlausra. Það var gott að leita til þín fyrir fjallgönguferðir og fá leiðbein- ingar og áhugaverðar sögur, af því að þið amma voruð búin að ganga svo mörg fjöll. Fyrir utan allar fjallgöngurnar, sundið og jógaæfingarnar sem þið amma stunduðuð varstu einnig iðinn við að sinna þínum hugðarefnum fram á síðasta dag. Þú skrifaðir viðtalsbók á þínum efri árum, Frumherjar í útvarpsvirkjun, og svo varstu einnig að skrifa ævi- minningar þínar. Elsku afi, þvílík forréttindi að hafa fengið að eiga afa eins og þig en við munum búa að því alla ævi og söknum þín alla daga. Hvíl í friði elsku afi. Þín barnabörn, Sigurveig Sara, Helga Heiðbjört, Stefán Andri og Ester Rós Björnsbörn. Elsku afi Eins og árið 2020 hafi ekki verið nógu erfitt að eiga við með COVID-19 þá eyddir þú nánast öllu árinu á spítala og oft var ekki einu sinni hægt að heim- sækja þig. Á Þorláksmessu fórstu svo yfir í Sumarlandið góða þar sem ég veit að vel verður tekið á móti þér. Eftir lifa margar yndislegar minning- ar með þér og ömmu. Þú áttir svo stóran þátt í öllu mínu lífi sem og barnanna minna, allt frá því ég fæddist og þar til þú kvaddir. Tímarnir með þér sem standa upp úr eru margir, en það sem kemur helst upp í hug- ann er ferðin fræga með flóa- bátnum Baldri vestur, Dan- merkurferð til Unu og Ódda, ótal skipti sem ég fékk að fara með þér á rauða Benzanum í vinnuna, ég að klifra uppí ein- hver skip, og svo þegar ég að- stoðaði þig við að útbúa verkefni fyrir nemendur þína. Eins þær endalausu samræður um daginn og veginn í gegnum tíðina. Allt vildirðu fyrir mig gera, leið- beina, aðstoða eða bara hlusta. Ég man þegar við ræddum sam- an fyrir rúmu ári og ég sagði þér að ég vildi vera eins og þú, að ég hefði alltaf litið upp til þín, og þú spurðir mig hvers vegna. Því var auðvelt að svara. Þú varst klárlega yndislegur eigin- maður og faðir, afi og langafi! Alltaf svo þolinmóður, skilnings- ríkur, hjálpsamur og þú barðist fyrir málstað þeirra sem áttu um sárt að binda. Eins hef ég hef hitt þá marga fyrrverandi nemendur þína sem allir töluðu um hvað þú værir góður kenn- ari. Þú snertir svo marga á þinni lífsleið sem eiga eftir að sakna þín svo mikið. Sofðu rótt elsku afi minn. Jóhannes (Jói). Elsku afi minn, mig langar að segja þér hve mikið mér þykir vænt um þig og rifja upp nokkr- ar skemmtilegar minningar sem ég á um okkur og ég hugsa svo oft til. Ein sú besta og dýrmætasta er þegar við tvö löbbuðum um götur New York á meðan mamma og amma versluðu. Við höfðum sett stefnuna á Samein- uðuþjóðabygginguna sem við fundum eftir langa mæðu því ég var svo áttavillt. Þessi dagur, með þér einum, á röltinu í New York, er einn dýrmætasti dagur lífs míns. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, skoðuð- um byggingar og mannlíf þess- arar stórkostlegu borgar. Manstu þegar við Jói vorum hjá ykkur í Kópavogi þegar við vorum lítil. Þú varst að færa tölvuskjá úr einu herbergi yfir í annað og prumpaðir í hverju spori. Við systkinin sátum við eldhúsborðið og grétum úr hlátri. En það sem var svo yndislegt við þig afi minn var hjálpfýsi þín. Það er svo margt sem mig langar að þakka þér fyrir en það sem kemur upp í hugann er þegar ég var að vinna að loka verkefni mínu í háskólanum, sem fjallaði um endurnýjanlega orku. Þú keyrðir mig um allt, við fórum upp á Hellisheiðar- virkjun, í gömlu rafstöðina í El- liðaárdalnum, Sorpu og endur- vinnslustöðina svo fátt eitt sé nefnt. Það sem var svo gaman við þessar ferðir okkar var að þú hafðir jafngaman af þeim og ég. Þér fannst svo gaman að sýna mér og kenna mér og af því að ég fann hve mikla ánægju þú hafðir af því að sýna mér öll þessi undur landsins okkar fannst mér miklu meira til þeirra koma. Þannig varstu alltaf elsku afi minn, góður, hjálpfús, skemmti- legur og í alla staði dásamlegur að vera með. Guð geymi þig elsku afi minn, þín verður ávallt saknað og svo sannarlega aldrei gleymt. Iðunn. Hann afi Jói var svo góður og skemmtilegur maður. Hann var mikill húmoristi, viðræðugóður og vissi svo margt um hin ýmsu málefni. Það var alltaf jafn nota- legt að kíkja til afa og ömmu og detta í langar samræður við hann yfir kaffibolla. Hann var alltaf áhugasamur um það sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur, var hvetj- andi og alltaf reiðubúinn til að aðstoða okkur bæði í námi og starfi. Afi og amma voru mjög dug- leg að ferðast, fara í gönguferðir bæði innanlands og erlendis, stunda jóga og sund sem og njóta lífsins og líðandi stundar. Það lífsviðhorf hef ég reynt að tileinka mér og leit ég mikið upp til hans. Ég er afar þakklát fyrir þær dýrmætu æskuminningar sem ég á með afa. Sundferðirnar, útilegurnar, göngutúrana, kósý morgunstundir með kakóbolla þegar við systkinin fengum að gista. Minning um góðan mann lifir. Elva Björk Traustadóttir Elsku yndislegi afi, hann var minn helsti stuðningsaðili í nám- inu, hann kenndi mér og gaf mér svo margt sem ég hef nýtt mér í náminu. Hann var alltaf tilbúinn með spurningar til mín þegar ég kíkti í heimsókn til þeirra, og jafnvel próf sem hann setti fyrir frá því þegar hann var að kenna í iðnskólanum. Ef ég hafði spurningu varðandi námið, þá vissi ég að hann væri tilbúinn að hjálpa mér þrátt fyr- ir að ég væri að læra annað en það sem hann kenndi. Þegar ég byrjaði í Spark var hann svo áhugasamur um það og vildi alltaf vita hvað væri í gangi í lið- inu og spenntur að fá nýjar upp- lýsingar um það sem væri í gangi hjá mér. Ég met allt sem afi gaf mér; sveiflusjána og svei- flugjafann sem nýtast mér ótrú- lega vel í náminu, bækurnar um rafmagn sem hann gaf mér eru mér ótrulega verðmætar, þar sem hann skrifaði árið og heim- ilisfangið sitt í þær og það er svo gaman að fylgjast með hvar hann bjó þegar hver bók var keypt. Afi var ótrúlegur maður, hann hafði mörg tengsl og þekkti marga, hann var alltaf með sögur tilbúnar og brandara, þegar ég var lítil tók hann alltaf fagur fiskur í sjó á mig, eða þóttist klippa á mér hárið. Ég á margar minningar um hann, hann mun alltaf vera hjá mér í anda og í bókunum sem ég á frá honum. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Hvíldu í friði. Tinna Ósk Traustadóttir. Elsku afi. Yndislegri manni hef ég ekki kynnst. Ég kann svo vel að meta allar minningar sem ég á um þig eins og öll ferðalög- in sem við fórum út um allt land, sundferðirnar, helgarnar sem við systkinin vorum hjá ykkur ömmu uppi á Klapparstíg og allar sögurnar sem þú hafðir að segja. Þú vissir helling um alls kon- ar heimssögu og hluti sem tengdust rafiðngreinum. Þegar ég byrjaði að læra grunnnám rafiðna varstu svo fljótur að stökkva til að aðstoða mig og þú gafst mér fullt af gömlum bók- um sem þú áttir sem tengdust náminu og varst alltaf spenntur að heyra hvernig mér gengi bæði í vinnu og námi. Ég mun alltaf kunna að meta það. Allir sem ég hef talað við sem þekktu þig eða störfuðu með þér hafa alltaf talað mjög vel um þig. Ég mun sakna þess að spjalla við þig og eiga góðar stundir með þér, en ég er ævinlega þakklátur fyrir alla góðu tímana okkar saman, og allt sem þú kenndir mér. Þorvaldur Freyr Traustason. Mig langar að minnast Jó- hannesar tengdaföður míns sem féll frá á Þorláksmessu. Ég á margar ljúfar og góðar minn- ingar um þann góða mann. Hann var yndislegur maður og mér þótti alla tíð mjög vænt um hann. Jói var alltaf tilbúinn að hlusta og aðstoða ef eitthvað bjátaði á. Það er mér mikils virði að hafa kynnst þessum mæta manni og er mér þakklæti efst í huga. Ég kynntist Jóhannesi tengdapabba fyrir 32 árum þeg- ar við Trausti byrjuðum saman. Ég hafði oft séð þau hjónin, Jóa og Fríðu, í Döffskólanum og vissi að þau ættu tvo döff syni. En á þeim tíma datt mér ekki í hug að þau yrðu seinna tengda- foreldrar mínir. Jóa var annt um hagsmuni sona sinna og barðist fyrir því að þeir hlytu sömu menntun og réttindi og aðrir. Hann studdi þá í námi og að- stoðaði á margan hátt. Jói og Fríða ferðuðust mikið og ég á margar góðar minningar frá skemmtilegum ferðalögum okkar saman innanlands. Þau buðu líka börnunum okkar með sér í ferðir. Einnig minnist ég ferðalaga til Noregs til að vera við fermingar barnabarna þeirra þar sem við áttum góðar stundir saman. Jói var mikill frásagnarmaður Jóhannes Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.