Morgunblaðið - 11.01.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
✝ Þorleifur Jó-hannsson hús-
ganasmíðameistari
og trommuleikari
fæddist á Akureyri
10. nóvember 1951.
Hann lést á heimili
sínu á Akureyri 23.
desember 2020.
Foreldrar Þorleifs
voru Jóhann
Bjarmi Símonarson
skrifstofustjóri, f.
22. júní 1931, d. 2. ágúst 1996,
og Freygerður Magnúsdóttir
móttökuritari og saumakona, f.
9. nóvember 1933, d. 8. mars
2007. Bróðir Þorleifs er Símon
Jón, framhaldsskólakennari, f.
1957.
Þorleifur kvæntist 31. desem-
ber 1978 Olgu Ellen Ein-
arsdóttur kennara, f. 16. apríl
1952. Börn þeirra eru: 1) Rakel,
f. 6. júní 1980. Hennar börn eru
Bjarmi Friðgeirsson, f. 24. jan-
úar 2003, Valdemar Dofri Frið-
geirsson, f. 1. desember 2004, og
ið 1968. Síðan lærði hann hús-
ganasmíði og starfaði við margs
konar smíðar alla tíð. Hann var
dverghagur og listfengur. Árið
2001 hóf hann störf hjá Verk-
menntaskólanum á Akureyri við
smíðakennslu, lauk þá uppeldis-
og kennslufræðiprófi til
kennsluréttinda frá HA og starf-
aði þar til ársins 2019 er hann
fór á eftirlaun.
Þorleifur unni tónlist alla tíð
og lék á trommur frá barnsaldri
auk ýmissa annarra hljóðfæra.
Þrettán ára stofnaði hann ásamt
félögum sínum bítlahljómsveit-
ina Bravó en lék síðan með ýms-
um hljómsveitum ævina á enda
og má þar m.a. nefna Ljósbrá,
Hljómsveit Ingimars Eydal,
Hljómsveit Ingu Eydal, Upplyft-
ingu og Einn og sjötíu. Hann lék
á allmörgum hljómplötum en
var einnig í hljómsveitum í upp-
færslum á ýmsum leikritum
bæði hjá Leikfélagi Akureyrar
og Freyvangsleikhúsinu.
Útför Þorleifs verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag, 11.
janúar 2021, klukkan 13.30 og
verður henni streymt. Stytt slóð
á streymið: https://tinyurl.com/
y5cpxdvz
Nálgast má virkan hlekk á streymið
á: https://www.mbl.is/andlat/
Rakel Hjart-
ardóttir, f. 27. júní
2013. 2) Agnes, f.
22. janúar 1983,
unnusti hennar var
Guðmundur Jón
Magnússon, f. 18.
nóvember 1980, d.
5. mars 2004, en
barn þeirra er
Mikael, f. 12. júní
2003. Eiginmaður
Agnesar er Lúðvík
Trausti Lúðvíksson, f. 17. des-
ember 1979. Dætur þeirra eru
Kolfinna, f. 15. febrúar 2009, og
Bríet, f. 14. september 2012. 3)
Einar Freyr, f. 13. janúar 1991.
Fyrir hjónaband hafði Þorleifur
eignast soninn Sverri Frey, f.
10. mars 1975, með Hrafnhildi
Hafdísi Sverrisdóttur, f. 1956.
Sambýliskona Sverris Freys er
Ása Björg Valgeirsdóttir, f.
1978.
Þorleifur ólst upp á Akureyri
og lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar ár-
Á Þorláksmessu andaðist
minn ljúfi bróðir, Þorleifur Jó-
hannsson, Leibbi trommari,
eftir stutta en snarpa baráttu
við krabbamein. Við vorum
bara tveir bræðurnir í Kletta-
borginni á Akureyri en alla tíð
var mjög gott í bræðralagi okk-
ar. Leibbi var sex árum eldri
en ég og hann var því stóri
bróðir minn sem ég setti allt
traust á í barnæsku. Þrátt fyrir
þennan aldursmun vorum við
samrýndir og brölluðum margt
saman. Snemma átti tónlist
huga Leibba allan, hann lærði
ungur á harmóniku en fljótlega
vaknaði áhugi hans á trommu-
leik og það varð hans aðalhljóð-
færi þótt hann væri einnig vel
liðtækur á gítar og önnur hljóð-
færi. Þrettán ára varð hann
trommuleikari í bítlahljóm-
sveitinni Bravó sem meðal ann-
ars gerði garðinn frægan þegar
þeir hituðu upp fyrir bresku
hljómsveitina Kinks á tónleik-
um í Austurbæjarbíói í Reykja-
vík árið 1965. Það var ekki
ónýtt að vera litli bróðir Leibba
í Bravó. Síðar leik Leibbi í
nokkur ár með Hljómsveit
Ingimars Eydal, Upplyftingu
og ýmsum fleiri hljómsveitum
ævina á enda.
Leibbi var ljúfmenni,
skemmtilegur og vinmargur.
Ég man hann aldrei reiðan þótt
auðvitað gæti honum mislíkað
og sárnað eins og öðrum. Hann
lærði húsgagnasmíði og var
handlaginn og listfengur, marg-
ir fallegir smíðisgripir sem
hann gerði prýða heimili mitt.
Þá var hann góður teiknari,
teiknaði meðal annars mig og
fleiri skólasystkini mín í Carm-
ínu, útskriftarbók MA-stúd-
enta. Síðustu átján árin starfaði
Leibbi við smíðakennslu í
VMA. Honum leið vel í því
starfi og lynti einstaklega vel
við nemendur sína. Oft bárum
við saman bækur okkar um
kennslu og skólastarf. Fyrir ári
fór Leibbi á eftirlaun og hugð-
ist sinna hugðarefnum sínum
en sá tími varð styttri en við
var búist.
Í gegnum tíðina ferðuðumst
við bræður talsvert saman og
nærvera hans var alltaf góð og
skemmtileg. Við vorum búnir
að skipuleggja sérstaka ferð til
Skotlands en slógum henni á
frest vegna heimsfaraldursins.
Leibbi hafði góðan húmor, sá
oft hið skondna í aðstæðum
lífsins og oft hlakkaði ég til
þess að segja honum eitthvað
skemmtilegt sem ég hafði
heyrt. Þótt við byggjum hvor á
sínu landshorninu sóttum við
hvor annan reglulega heim og
töluðum oft saman í síma og þá
dugði yfirleitt ekki minna en
klukkutími. Leibbi var einn af
þeim mönnum sem alltaf var
hægt að leita til í stóru sem
smáu og við vorum trúnaðar-
vinir alla hans ævi. Hann var
einstakur fjölskyldumaður og
börnin hans nutu góðs af því.
Mér þótti ekki vænna um nokk-
urn mann, fyrir utan börnin
mín, en hann. Hann var líka
góður frændi og dætrum mín-
um þótti einstaklega vænt um
hann. Elsku Ellen, Rakel,
Agnes, Einar Freyr og Sverrir
Freyr, við Salka María og Sara
Björt vottum ykkur okkar inni-
legustu samúð og biðjum góðan
guð að styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Elsku bróðir minn með ljóns-
hjartað, gangi þér vel á guðs
vegum og við hittumst svo aft-
ur í Nangiala þegar þar að
kemur.
Símon Jón.
Nú er Leibbi okkar yndislegi
vinur látinn. Staðreynd sem við
eigum erfitt með að sætta okk-
ur við. Hugurinn flögrar og
minningarnar spretta fram ein
af annarri. Söknuður. En það
eru ekki bara við sem söknum.
„Mamma, veistu þegar vin-
irnir söfnuðust saman hérna
áðan og ég var að sópa saman
glerbrotunum af fallega bollan-
um, þá beið ég eftir því að
Leibbi labbaði inn á eftir
þeim.“
Já, Leibbi er í hugum okkar
allra, ekki bara í vinahópnum,
líka þeirra sem yngri eru. Það
ætti ekki að koma neinum á
óvart sem til þekkja því Leibbi
var sannur vinur, allra. Hann
gerði ekki mannamun. Ljúfur,
einlægur, hjartahlýr, hrekk-
laus, fagnandi, heill, gaman-
samur, prakkari. Mannvinur.
Það var einstakt að fylgjast
með því hvernig Leibbi kom
fram við fólk, börnin okkar,
fólkið okkar. Hann lét sér ekk-
ert mannlegt óviðkomandi.
Þakklæti. Það er fyrir svo
ótal margt að þakka eftir ára-
tuga vináttu. Fyrst og fremst
einlægan vinskap sem aldrei
hefur borið skugga á. Fyrir að
vera ómissandi hlekkur í vina-
hópnum, sem nú er hnípinn.
Við þökkum öll ferðalögin,
innanlands og utan, alla göngu-
túrana. Fyrir að rata alltaf
rétta leið, ekki bara á ferðalög-
um. Fyrir fróðleikinn, gaman-
sögurnar, hláturinn, tónlistina,
tónleikana. Fyrir að hlusta,
sýna áhuga. Fyrir fallega hand-
verkið, útsjónarsemina, hjálp-
semina: „Ekki málið, við bara
drífum í þessu. Hvenær viltu að
ég komi?“ … fyrir vinskapinn
alla daga.
Síðast en ekki síst viljum við
þakka þér fyrir Ellen. Hún er
perla. Þið eruð tvær ómissandi
stjörnur, órjúfanleg heild. Okk-
ur finnst óendanlega vænt um
ykkur bæði … alla tíð, sama
hvar!
Elsku Ellen, Rakel, Agnes,
Einar Freyr, Sverrir og fjöl-
skyldur. Við færum ykkur okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Minningarnar ylja. Við tínum
saman glerbrotin og þau glitra.
Anna Sigga og Reynir.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veitir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
varð þitt dýpsta hjartans mál
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kær vinur er fallinn frá eftir
snörp og erfið veikindi. Æðru-
leysi og stóísk ró voru einkenn-
andi fyrir þennan einstaka vin
minn sem ég kveð í dag.
Það er mitt lán í lífinu að
hafa fyrir rúmum tuttugu og
fimm árum kynnst þeim hjón-
um Ellen og Leibba og vera
hluti af þeirra fjölskyldu æ síð-
an og fyrir það er ég þakklát.
Margs er að minnast og
sakna að leiðarlokum og eru
minningar um góðan vin dýr-
mætar og þær ylja og veita ró.
Það er ekki öllum gefið að búa
yfir þeim mannkostum er
Leibba voru gefnir í lífinu,
hann var vinur vina sinna og
ávallt tilbúinn að hlusta, styðja
og hughreysta og var óspar á
sitt einstaka faðmlag.
Elsku Ellen mín, Rakel,
Agnes, Einar Freyr og fjöl-
skyldur, þið eigið samúð mína
alla og megi minning um ein-
stakan mann sem þið saknið
svo sárt lýsa ykkur veginn á
erfiðum stundum.
Takk fyrir samfylgdina elsku
vinur.
Þóranna Halldórsdóttir.
Enn á ný helltist myrkrið yf-
ir.
Vinur minn Þorleifur Jó-
hannsson, Leibbi, er fallinn frá
og bara tæpir þrír mánuðir síð-
an sameiginlegur vinur okkar,
Brynleifur Hallsson, Billi Halls,
lést.
En bjartar og fallegar minn-
ingar undanfarin 56 ár ylja á
erfiðum stundum.
Við Leibbi urðum vinir þegar
Helgi Vilberg, bekkjarbróðir
Leibba, mætti með hann til
prufu hjá okkur Bravóstrákum
sem vorum trommuleikaralaus-
ir. Hann hafði aldrei spilað á
trommur áður. Hann bara sett-
ist við trommusettið og byrjaði
að tromma og var bara strax
eins og þaulvanur trommari frá
fyrstu stundu.
Frá fyrsta degi höfum við
verið perluvinir. Við áttum
skemmtilega tíma saman í
Bravó og stendur þá upp úr
þegar við 12 og 13 ára guttar
fengum það einstaka tækifæri
1965 að hita upp fyrir The
Kinks, sem var ein af frægustu
popphljómsveitum heims á
þeim tíma.
Þetta var ævintýri sem kom
til þegar við skemmtum í skíða-
hótelinu á Akureyri. Andrés
Indriðason, sá yndislegi maður,
„uppgötvaði okkur“. Hann kom
ýmsu góðu til leiðar fyrir okkur
norðanstráka. Við Leibbi vor-
um líka samstiga í hljómsveit-
inni Ljósbrá og Hljómsveit
Ingimars Eydal. Árið 2009
komu Bravóstrákar aftur sam-
an efir 44 ára hlé. Það varð til
þess að þétta enn þá betur
saman okkur gömlu vinina. Við
reyndum að koma saman a.m.k.
einu sinni á ári og þetta gaf
okkur mikið og það var gott að
finna hversu góðir vinir við vor-
um allir og væntumþykjan mik-
il.
En fljótt skipast veður í lofti.
Billi hringir í mig seinnipartinn
í júlí og tilkynnir mér alvarleg
veikindi Leibba, veikindi sem
við vissum að gætu farið á
versta veg. En svo skrýtið sem
það nú er þá varð Billi bráð-
kvaddur 3. okt. og Leibbi 23.
des., tæpum þremur mánuðum
seinna. Stórt skarð er rofið í fé-
lagsskap okkar hljómsveitar-
vina.
Leibbi var hvers manns hug-
ljúfi, eðalvinur, mjög fyndinn
og skemmtilegur, svo falleg sál,
fallegur utan sem innan.
Leibbi var mikill listamaður í
sér, hvort sem um var að ræða
trommur, gítar, bassa, teikn-
ingar eða smíðar. Hann var
lærður húsgagnasmiður, það
bókstaflega lék allt í höndunum
á honum, allt svo vandað og vel
gert.
Ég fylgdi honum í veikinda-
stríðinu eins og kostur var. Því-
líkt æðruleysi sem hann sýndi,
bara bjartsýni og ekkert væl.
Við töluðum bara saman á létt-
um nótum, rifjuðum upp gaml-
ar góðar minningar og vorum
með okkar einkahúmor og hlóg-
um mikið þrátt fyrir alvarlegt
ástand hans.
Ég á eftir að sakna vinar,
það er skrýtið til þess að hugsa
að tveir af mínum bestu vinum
séu horfnir af sviðinu, en ég
trúi því að við eigum eftir að
hittast aftur og þá verður
örugglega talið í einhver lög.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið þann stóra happdrætt-
isvinning í lífinu að vera vinur
Leibba, sem var vinmargur og
elskaður af öllum sem hann
þekktu. Blessuð sé minning
míns kæra vinar sem mér þótti
óendanlega vænt um og ég
óska Leibba mínum góðrar
ferðar í Sumarlandið fagra.
Elsku Ellen og fjölskylda.
Ég votta ykkur mína dýpstu
samúð á þessum erfiðu tímum.
Minning um yndislegan mann
lifir að eilífu.
Takk fyrir allt elsku vinur.
Sævar
Benediktsson.
Þorleifur
Jóhannsson
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Sigrún systir
mín sofnaði svefn-
inum langa eftir 97
ára langa ævi. Líf
hennar spannaði gleði og sorg
eins og við flest göngum í gegn-
um á lífsleiðinni. Sigrún fæddist
í Hafnarfirði 13. mars 1923. Að
Sigrún Elíasdóttir
✝ Sigrún Elías-dóttir fæddist
13. mars 1923. Hún
lést 14. desember
2020.
Útför Sigrúnar
fór fram 5. janúar
2021.
skólagöngu lokinni
fór hún að vinna í
skóbúð í Reykjavík.
Ég var krakki en
man enn hvað mér
þótti til koma að
stóra systir væri
farin að vinna í
Reykjavík sem þá
var nafli alheims-
ins.
Sigrún giftist
Páli S. Pálssyni
þann 30. september 1944. Þau
reistu sér heimili, eignuðust
þrjú börn. Þau hjón voru gest-
risin og frúin afbragðshúsmóðir
sem reiddi fram kræsingar og
oft var mikið glens og gaman.
En sorgin barði að dyrum er
Páll maður hennar lést skyndi-
lega og gjörbreyting varð á hög-
um fjölskyldunnar.
En lánið barst til Sigrúnar er
hún fékk vinnu hjá Landsvirkj-
un. Þar eignaðist hún fjölda
vina, tók þátt í félagsskap og
naut sín vel. Þar vann hún til 70
ára aldurs.
Og árin liðu svo undurfljótt,
fyrr en varði þótti rétt að Sig-
rún mín færi á elliheimili. Furu-
gerði 1 varð svo í mörg ár henn-
ar heimili. Þar naut hún sín vel,
var kát og góð við starfsfólkið
og íbúana. Hún vann fallegar
perlufestar og heklaði. Handa-
vinna var svo þægileg, sagði
hún. Fljótt þótti starfsfólki og
Furugerðisbúum vænt um þessa
brosmildu konu. Og hún var
sannarlega ánægð þar. Ég sendi
kærar þakkir til þeirra í Furu-
gerði. Veit að hún hefði viljað
það.
Páll sonur hennar kom á
hverjum degi til hennar og
smurði brauð fyrir kvöldmatinn.
Hann bjó í grenndinni. Arndís
dóttir gerði það sama áður en
hafði ekki bíl svo Páll tók við af
henni. Sigrún dóttir bjó í
Reykjanesbæ og átti því ekki
auðvelt með að annast hana eins
og þau hin.
Sigrún horfði alltaf á hand-
bolta og fótbolta í sjónvarpinu.
Þar deildi hún áhuga Ingvars
mágs síns. Þau spjölluðu um sig-
ur og tap. Og hvort þessi eða
hinn hefði skorað markið, þetta
var þeirra leikur.
Síðasti hluti ævi Sigrúnar var
á Hrafnistu hjúkrunarheimili við
Sléttuveg. Hún var ánægð þar
og þótti allt svo fallegt og fínt.
Og afbragðsstarfsfólk gerði
henni lífið léttara því Covid-19
lék innilokað fólkið illa. Það að
fá ekki að sjá skyldmenni sín
svo mánuðum skipti. Við Ingvar
komumst þó til hennar á tíma-
bili þegar nokkuð var gefið eftir.
Mikið var af henni dregið.
Neistinn farinn.
Og sátt vorum við að fá að
sitja hjá henni á dánardeginum.
Ég tók í höndina hennar létt og
strauk hana yfir en hún tók
mína hönd og hélt henni fast.
Um kvöldið var þessi lífsglaða
indæla systir min og mágkona
Ingvars látin.
Sofðu mín Sigrún
sofðu nú rótt.
Guð faðir gefi
góða þér nótt.
Hjartans samúðarkveðjur til
fjölskyldu Sigrúnar.
Frá Hönnu, Ingvari og fjöl-
skyldu.
Hanna Elíasdóttir,
Ingvar Sveinsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar