Morgunblaðið - 11.01.2021, Page 22

Morgunblaðið - 11.01.2021, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri eru í samráði við leiðbeinendur. Kaffikrókurinn á Skólabraut er eingönguopinn fyrir íbúa Skólabrautar 3-5. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 10.00 fyrir íbúa á Skólabraut og kl. 11.00 fyrir íbúa utan úr bæ. Samveran í salnum kl. 13.00 er eingöngu fyrir íbúa á Skólabraut. Munum grímuskylduna í félagsaðstöðunni og aðrar persónulegar sóttvarnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Borðað of mikið yfir hátíðarnar ?, og er erfitt að gera það sem þarf að gera ? Tek að mér ýmisskonar húsaviðhald ofl.,ofl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Kristinn ÓlafurKristinsson fæddist í Reykjavík 2. júlí 1963. Hann varð bráðkvaddur til sjós 30. desem- ber 2020. For- eldrar hans voru Kristinn Ólafsson vélstjóri, f. 27. des- ember 1935, d. 28. júlí 1963, og Árdís Sveinsdóttir, f. 5. nóvember 1942 í Reykjavík. Síð- ari maður Árdísar er Kjartan Gunnarsson vélstjóri, f. 10. mars 1934 á Njálsstöðum í Ár- neshreppi á Ströndum, og gekk líffræði, sem lauk með meist- aragráðu árið 2010. Við rann- sóknir sínar rannsakaði hann hrygningargöngur laxa á vatnasviði Laxár í Aðaldal og kortlagði botngerð og aðra um- hverfisþætti. Kristinn stundaði sjómennsku til fjölda ára, einn- ig vann hann að rannsóknum fyrir Fiskistofu og Veiðimála- stjórn. Útförin fer fram 11. janúar 2021 klukkan 13 frá Fossvogs- kirkju. Vegna samkomutak- markana verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd út- förina. Hægt verður að fylgjast með streymi af athöfninni á youtube á slóðinni utfor- kristins-olafs.is. Stytt slóð á streymið: http://utfor-kristins- olafs.is/ Virkan hlekk á slóð má finna á: https://www.mbl.is/andlat hann Kristni í föð- urstað. Kristinn átti þrjár systur, Sigrúnu Krist- insdóttur, f. 1960, Valdísi Kjart- ansdóttur, f. 1965, og Gunnhildi Kjart- ansdóttur, f. 1970. Kristinn átti einn son, Skúla Jón, f. 1986, barns- móðir Unnur Þóra Skúladóttir, f. 1966. Meðfram vinnu stundaði Kristinn nám í framhalds- skólum og að því loknu fór hann í Háskóla Íslands og lærði Hann Kiddi er dáinn, hann er bara farinn frá okkur. Þetta eru ein erfiðustu orð sem ég hef heyrt. Frá því við vorum unglingar höf- um við verið góðir vinir og lengi vel vorum við í sama vinahópnum, sem enn og aftur er höggvið skarð í. Samleið okkar hefur verið mikil í gegnum árin og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa þig við hlið mér í mörgum af stórum stundum lífs míns. Fyrstu íbúðina okkar keyptum við saman. Þú varst á hliðarlínunni ef Bragi næði ekki í fæðingu Bríetar. Þú fórst og keyptir fyrstu bleyjurnar á hana því hún þurfti svo litlar og fengust ekki í venjulegri búð. Keyrðir okk- ur heim af fæðingardeildinni, varst skírnarvottur hennar. Mættir austur í skírnir hinna barnanna líka. Varst bílstjórinn minn/okkar í brúðkaupinu og vandaðir þig svo við að keyra virðulega og ég svo spennt að ég hnippti í þig og sagði: „Þú mátt al- veg keyra hraðar.“ Ég hringdi reglulega í þig og á eftir að sakna þess að heyra í þér. Nú sitjum við ástvinir þínir og syrgjum góðan bróður og vin. Elsku Kiddi, þakka þér fyrir allt sem við áttum saman á lífsleiðinni. Þín systir, Valdís. Elsku Kiddi bróðir minn. Mikið er sárt að kveðja þig. Ég er svo glöð að þú skyldir koma í heimsókn 19. desember sl. Við áttum svo frábæra stund sam- an, drukkum freyðivín sem þú færðir mér, ég, þú og Óli. Þú varst svo glaður og það geislaði af þér. Þú talaðir um að þú ætlaðir að flytja í bæinn næsta haust en þú vildir eiga sumarið í Grundarfirði við veiðar og ganga á fjöll. Ég veit líka að þú vildir gefa mömmu og pabba meiri tíma því þú hugsaðir svo vel um þau. Þú varst þeim ómetanleg hjálp undanfarin ár. Eftir að þú borðaðir hjá okkur fórstu vestur og frétti ég að þú hefðir sungið alla leiðina því þú varst svo hamingjusamur. Það er gott að hugsa til þess. Það var svo gaman að fylgjast með þér innrétta íbúðina þína sem þú lagðir svo mikla orku og tíma í. Þar sáum við hve vinnubrögðin þín voru ótrúlega góð, allt úthugs- að og vel gert, fallegt og snyrti- legt. Þú varst svo stoltur af henni og ég stolt af þér. Þú varst frábær stóri bróðir og ég leit alltaf svo upp til þín. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig og varst áhugasamur um hvað ég var að gera. Fallegur varstu, skemmtilegur og með sterkan persónuleika, fróður, duglegur, hreinn og beinn. Ég sakna þín. Gunnhildur V. Kjartansdóttir. Sólin var farin að hækka ögn á lofti eftir vetrarsólhvörf og næst- síðasti dagur ársins var einstak- lega fallegur og veður stillt þegar Kiddi bróðir minn varð bráð- kvaddur. Þá dró ský fyrir sólu í huga okkar, svo óraunverulegt að hann væri ekki lengur á meðal okkar. Við deildum saman gleði síðastliðinna jóla hjá foreldrum okkar og eins á hans heimili. Þar ræddum við framtíðina og það sem hann sá fyrir sér að myndi verða áhugavert að stefna að á komandi vori. Við sáum fram á fleiri sameiginlegar stundir þar sem veiðiferðir og gönguferðir yrðu efst á lista en lítið varð um þær síðasta ár. Kiddi var náttúrubarn sem nýtti hverja lausa stund til að veiða, útiveru, skíðaferða á vetr- um og ferðalaga um víðan heim. Börnunum okkar leiðbeindi hann um réttu handtökin við að blóðga silung og hvernig ætti að beita sér við veiðarnar. Kiddi horfði alltaf fram á við, hlakkaði til nýrra áskorana og verkefna í leik og starfi. Hans er nú sárt saknað en góðar minningar lifa áfram í huga okkar og hjarta. Sigrún systir. Þegar Kiddi kom í heimsókn til okkar Gunnhildar í Hafnarfjörð- inn rétt fyrir jól renndi ég ekki grun í að þetta yrði í síðasta skipt- ið sem við hittumst. Hann kom færandi hendi með freyðivín, enda hafði Gunnhildur litla systir hans orðið fimmtug tveimur dögum áð- ur. Við áttum góða stund með hon- um sem gott er að minnast þegar sorgin sækir að. Það verður að segjast eins og er að það kom nokkurra ára tímabil þar sem Kiddi vildi lítið með okkur hafa og gilti það einnig um suma aðra í fjölskyldunni sem og í vina- hópi hans. En fyrir nokkrum ár- um breyttist þetta og hann fór að hafa meiri samskipti við fjölskyld- una og gamla vinahópinn. Fór að fræða okkur um framtíðaráform- in, bæði varðandi það að flytja á höfuðborgarsvæðið, væntingar um vinnu sem og það að eyða næsta sumri á Grundarfirði, veiða á stöng og stunda aðra útivist. Á svipuðum tíma og hann „kom til baka“ inn í líf okkar keypti hann nánast fokhelda íbúð í parhúsi á Grundarfirði og eyddi miklum tíma í að fullgera hana. Nú stend- ur íbúðin tilbúin með frábært út- sýni í átt að Kirkjufelli og út yfir Grundarfjörðinn, til vitnis um hans faglegu vinnubrögð, elju og natni. Það að Kiddi skyldi flytja í Grundarfjörðinn fyrir nokkrum árum var mikil blessun fyrir tengdaforeldra mína, ekki síst Dídí enda alzheimersjúkdómurinn farinn að herja á tengdapabba. Reyndist það ómetanlegt að hafa Kidda fyrir vestan, bæði var hann duglegur að sinna ýmsu sem gera þurfti heima við og veitti þeim einnig nauðsynlegan félagsskap á Covid-tímum. Já missir hennar Dídíar er mik- ill og Kjartan, ja ekki veit ég alveg hvort hann áttar sig á að Kiddi sé dáinn, en hann saknar þess örugg- lega að hitta „manninn sem býr þarna“. Fjölskyldu Kidda, ættingjum og vinum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Ólafur Erlendsson. Kiddi frændi minn er dáinn og ég sakna hans. Hann var góður frændi. Hann ferðaðist mikið og stundum með mér og mömmu minni á Íslandi. Hann var bara frábærasti frændi sem ég hef átt. Þegar ég var lítill gaf hann mér veiðistöng og kenndi mér að veiða. Hann var alltaf góður við mig. Haraldur Þorgeirsson. Ég hef þekkt Kidda frænda frá því ég man eftir mér. Hann hefur alltaf verið hluti af lífinu og ég hélt að það yrði alltaf þannig. Það er óskiljanlegt og óbærilegt að hann skuli vera farinn. Hann mun aldrei aftur hringja og kynna sig með: „Hæ, þetta er Kiddi frændi þinn.“ Við munum aldrei aftur þrasa um heimsmálin og hann kemur ekki oftar í kaffi. Kiddi frændi minn var fallegur og fróður. Hann var bráðgreindur og hörkuduglegur. Það var þó ekki það sem gerði hann svo ein- stakan og elskuverðan. Það var einlægni hans, falsleysi og hrein- skiptni. Kiddi var sannur. Ef hann var pirraður, þá var hann pirrað- ur. Ef hann var glaður þá var hann glaður. Hann reyndi ekki að vera eða sýnast öðruvísi en hann var. Það er auðvelt að treysta þeim sem maður veit að segir satt. Það var líka alltaf hægt að treysta því að hann væri til staðar þegar á þurfti að halda. Hann var góður og greiðvikinn án þess að vera þókn- ari. Hann var einfaldlega góður maður með hjartað á réttum stað. Kiddi var ekkert sérstaklega málglaður og tranaði sér ekki fram. Eins og gjarnt er um fólk sem er góðum gáfum gætt var hann sjálfum sér nógur og undi sér einn með sjálfum sér á ferða- lögum og í fallegri náttúru. Undir rólegheitayfirborði Kidda var djúpur andi og miklar tilfinningar. Hann hafði brennandi áhuga á svo mörgu og vissi svo margt. Hann hafði þó enga þörf fyrir að sýna heiminum hvað hann var klár né þurfti hann að sanna sig fyrir ein- um né neinum. Þrátt fyrir hæversku og lítillæti hafði Kiddi ákveðnar skoðanir á hlutunum og það gat fokið í hann þegar honum var misboðið. Eins og almennilegum frændsystkin- um sinnaðist okkur stundum og það var þá oftast vegna ólíkra skoðana á nauðaómerkilegum hlutum eins og stjórnmálum. Það voru allir sáttir síðastliðið sumar þegar slegið var upp óvæntri veislu hjá Dídí og Kjart- ani í Grundarfirði. Það var ógleymanlegur dagur og and- rúmsloftið fullt af einlægri vænt- umþykju og virðingu. Ég minnist Kidda frænda með þakklæti og elsku. Hann var mér og Haraldi syni mínum einstak- lega góður og við munum varð- veita minningu um góðan dreng það sem eftir er. Ég votta foreldrum Kidda, þeim Dídí og Kjartani, syni hans Jóni Skúla, systrum hans, Sig- rúnu, Valdísi og Gunnhildi, og fjöl- skyldum þeirra mína innilegustu samúð. Ásta Kristrún Ólafsdóttir. Nýtt ár gengið í garð 2021. Það var á nýársdag að ég fékk símtal. Í því bárust þær fréttir að Kiddi vinur minn væri dáinn. Fréttir sem ég átti ég bágt með að trúa eða meðtaka. Hvílíkar hörmunga- fréttir í blábyrjun árs. Hvernig gat það staðist að Kiddi væri dá- inn. Hann sem var alltaf ímynd hreysti, aldrei veikur svo ég vissi til, dáinn aðeins 57 ára að aldri. Með okkur Kidda tókst góður vinskapur á ungum aldri. Ég minnist endalausra gönguferða okkar um götur Grundarfjarðar þar sem við spjölluðum um allt á milli himins og jarðar, gjarnan um trúmál eða stjórnmál. Það sem gerði samræður okkar áhugaverð- ar var að við vorum ekki alltaf sammála og þurftum því að rök- styðja skoðanir okkar til að geta varið þær. Í gegnum tíðina höfum við allt- af haldið sambandi þótt stundum hafi liðið nokkur ár á milli þess sem við hittumst. Kiddi var einn skemmtilegasti einstaklingur sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, honum var það eðlis- lægt að vera fyndinn og skemmti- legur. Aldrei hef ég hlegið jafn mikið og innilega eins og þegar ég hef haft tækifæri á að umgangast Kidda. Það fór heldur ekki fram hjá mér hvernig annað fólk laðaðist að honum og hann var alltaf mið- punktur athyglinnar þar sem hann var. Það var alltaf einhver ævin- týraljómi yfir Kidda. Líklega vegna þess að hann fór víða og lenti í ýmsu. Sögur sem hann sagði af ferðum sínum erlendis gátu verið ansi svakalegar og fengu stundum hárin í hnakkan- um til að rísa. En nú er hann far- inn í sína hinstu för allt of snemma. Farðu í friði kæri vinur. Björn Karlsson. Aðfangadagur jóla 2020. Yfir landið gekk sunnan hvassviðri með stormi og rigningu. Það er þekkt í Grundarfirði að í slíkri vindátt verði vindhviðurnar kraft- meiri en í öðrum áttum, og ekki bætti úr hve mikið rigndi. Við Kiddi ákváðum að fara í bíltúr í storminum til að skoða hve lækir og ár, sem „um vordag í sólheitri blíðu“ breyttust og urðu „að skað- ræðisfljóti“ í slíku veðri. Við stöldruðum við Grundarána, horfðum á fossinn og ræddum að fara saman í sumar og ganga upp fjallgarðinn. Samvera okkar um jólahátíðina kallaði einnig fram gamlar minningar og boðuðu nýj- ar samverustundir til útiveru, gangna og veiða. Það voru þessi atriði sem stóðu honum næst; náttúran, umhverfi hennar og allt sem í henni lifir. Kiddi mágur var skarpskyggn og vel gefinn maður, fylgdist vel með heimsmálunum og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum um heim allan. Hann var kunnugur mörgum heimshlut- um, hafði ferðast víða, vann m.a. sem ungur maður á samyrkjubúi í Ísrael. Sjómennskan átti stóran þátt í lífi hans alla tíð. Hann vann auk þess margskonar störf um ævina, m.a. við húsaviðgerðir, en notaði tímann meðfram því til að mennta sig. Að loknu stúdentsprófi 2005 innritaði hann sig í líffræði í HÍ, raunvísindadeild og lauk B.Sc.- prófi í líffræði árið 2008 og tveim- ur árum síðar M.Sc.-prófi í sömu grein. Hann kom að ýmsum störf- um í sinni grein, vann við fugla- talningu, greiningu á skordýrum og líklega það sem tók huga hans mest, vinnan við meistaraverkefn- ið um göngur og hrygningarsvæði laxa á vatnasvæði Laxár í Aðaldal. Að námi loknu vann hann fyrir Veiðimálastofnun á Sauðárkróki, síðar fyrir Vör sjávarrannsóknar- setur við Breiðafjörð og síðar sem veiðieftirlitsmaður fyrir Fiski- stofu. Mér var löngu ljóst að hugur hans dvaldi við náttúruna og und- ur hennar. Hann reyndist mér vel alla tíð, skaut yfir mig skjólshúsi nokkrum sinnum er ég kom heim um stund er við fjölskyldan bjugg- um í Danmörku, alltaf til í gera eitthvað spennandi og ræða málin. En Kiddi var líka bráðmúsíkalsk- ur. Ég bjó hjá honum þegar hann kom heim með saxófón. Hann eyddi löngum stundum við að spila á hann og sótti sér m.a. kennslu- tíma. Hann hlustaði einnig mikið á tónlist, einkum létta klassík, og svo sagði hann frá því að honum leiddist aldrei að keyra langferðir – hann slökkti á útvarpinu og söng. Hann gekk hægt meðal vina. Valdi oft einveruna, stundum um lengri tíma, en kom svo óskiptur aftur og naut samveru með vinum og fjölskyldu. Það var einmitt slík samvera sem við hjónin áttum með honum og foreldrum hans um jólahátíðina. Hún skildi eftir minningu um vininn, hinn kvika mann á sífelldri hreyfingu, harð- duglegur og alltaf tilbúinn til að takast á við næstu verkefni, hvort sem var til sjós, ljúka við að byggja sitt fallega heimili, eða að hlúa að húsi foreldra sinna. Já, við töluðum um að fara að veiða í gegnum ís, fara inn á hálendið saman eða ganga upp fjallgarðinn fyrir ofan Grundarfjörð. Ferðirn- ar verða farnar í hans minningu. Bjarki Sveinbjörnsson. Kveðja frá samstarfsfólki á Veiðimálastofnun Okkur langar til að minnast Kristins Ólafs Kristinssonar með nokkrum orðum. Kynni okkar af Kristni hófust þegar hann var við mastersnám í Háskóla Íslands ár- ið 2008. Þar rannsakaði hann hrygningaratferli laxins í Laxá í Aðaldal og var undir handleiðslu starfsmanna Veiðimálastofnunar. Í framhaldinu hóf Kristinn störf á stofnuninni og var ráðinn útibús- stjóri á Sauðárkróki, starf sem hann gegndi til ársins 2014. Frá þessum árum eigum við margar og góðar minningar. Mannkostir Kristins voru fjölmargir þar sem hjartahlýja, einlægni og dugnaður voru áberandi. Hann var óhrædd- ur við að tjá skoðanir sínar, sem stundum voru jafnvel ekki hefð- bundnar, og stóð ávallt fast á þeim. Það fór ekki á milli mála að bakgrunnur Kristins var sjó- mennska, hann var harðjaxl sem kunni að spýta í lófana. Hann var góður sögumaður og átti athygli allra þegar hann sagði frá, hvort sem sögurnar tengdust sjó- mennsku, náttúrufræðum eða öðrum hugðarefnum hans. Við minnumst Kristins af hlýhug og minning um góðan dreng lifir. Við sendum fjölskyldu og ást- vinum Kristins Ólafs innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd samstarfsfólks á Veiðimálastofnun, Benóný Jónsson. Kristinn Ólafur Kristinsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER HANSEN, Stykkishólmi, lést þriðjudaginn 29. desember sl. á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi. Vegna fjöldatakmarkana hefur útförin farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins í Stykkishólmi og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi. Hrannar Pétursson Sigríður Elísabet Elísdóttir Thelma Pétursdóttir Sonja Pétursdóttir Kári Jóhannsson Klara Hansa Pétursdóttir Jón Ingvi Hilmarsson Pétur Gautur Pétursson börn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.