Morgunblaðið - 11.01.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.01.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 19. janúar 2021BLAÐ 50 ára Bryndís er Hafnfirðingur en býr í Kópavogi. Hún er förðunarfræðingur að mennt og vinnur í Cosmo í Kringlunni. Bryndís elskar útivist og æfði box og sund og hefur synt Viðeyjarsund. Maki: Jacky Jean André Pellerin, f. 1963 í Frakklandi, sundþjálfari og yfir- þjálfari hjá Fjölni og fv. landsliðsþjálf- ari. Synir: Björn Berg Pálsson, f. 1990, og Aron Berg Pálsson, f. 1994. Barnabarn er Athena Sigríður Pálsdóttir, f. 2019. Foreldrar: Ólafur Gunnar Gíslason, f. 1946, d. 2013, skipstjóri og útgerðar- maður, og Sigurbjörg Þorleifsdóttir, f. 1945, húsmóðir, búsett í Garði. Bryndís Ólafsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fólk dáist að því af hve miklum þokka þú kemur fram við annað fólk. Bjartsýni þín skapar góða orku. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gætir freistast til að grípa til lyg- innar til að forðast óþægindi á heimilinu. Dýrir hlutir höfða alltaf til þín en þetta er ekki rétti tíminn til að kaupa þá. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dagurinn markast af kraftmikl- um og skapandi törnum. Hafðu hugfast að það sjá ekki allir hlutina í sama ljósi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekkert getur verið svo slæmt að ástæða sé til að reyta hár sitt. Viðskipti dagsins munu færa þér hagnað og ánægju í framtíðinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur einbeitt þér um of að and- legri líðan þinni og um leið vanrækt líkama þinn. Sinntu smáatriðum sem þarfnast einbeitingar af þinni hálfu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert óvenju kraftmikil/l og þarft að fá útrás fyrir orkuna. Varastu bara að gera of mikið úr hlutunum eða ganga of langt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Aðstæður í einkalífinu eru þannig, að ef þú tekst almennilega á við þær hefur það margfeldisáhrif. Leitaðu leiða til að bæta útlit þitt og framkomu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vinátta og heiðarleiki skipta miklu máli í umgengni við aðra. Kláraðu þau mál sem fyrir liggja, því annars áttu á hættu að fá á þig orð fyrir óáreiðanleika. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur misst sambandið við vissa vini – ekkert persónulegt, lífið færir bara fólk í sundur. Skoðaðu mál þín á raunsæjan hátt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Mundu að virða skoðanir annarra, líka þótt þú sért ekki sammála þeim. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert á kafi við að leysa verk- efni og þroskar hæfileika þína um leið. Ef þú vilt að þér verði eitthvað úr verki þarftu að halda þig við raunveruleikann. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhverjar glæringar eru í loftinu svo þú skalt hafa hægt um þig og segja sem minnst. Láttu það þó ekki slá þig út af laginu og haltu þínu striki. Dagsbrúnar, móðurfélags 365, Voda- fone, Kögunar, Saga film, Senu og fleiri fyrirtækja, fram að vori 2006. Hann kom að stofnun Nyhedsavisen í Danmörku og Boston Now í Boston í Massachusetts en lét af störfum haustið 2007. „Við hrunið voru birtir listar í fjöl- miðlum yfir þá sem báru sök á því og mitt nafn var þar. Samt er mín hvergi getið í rannsóknarskýrslu Al- þingis og ég kom ekki að neinu hrun- máli, ekki einu sinni sem vitni. En við þetta varð ég merktur maður og assyni lögmanni og við fundum fjár- festa, Jón Ásgeir Jóhannesson og Árna Hauksson. Ég varð þá bæði framkvæmdastjóri og ritstjóri Fréttablaðsins við endurreisn þess.“ Blaðið var rekið með hagnaði strax fyrsta árið og í framhaldinu varð til mikið fjölmiðlaveldi. Gunnar Smári varð útgefandi DV, forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, síðar fjölmiðla- samsteypunnar 365, sem hélt utan um Fréttablaðið, DV, Stöð 2, Bylgj- una, Vísi og fjölda annarra miðla. Hann var um skamma hríð forstjóri G unnar Smári Egilsson fæddist 11. janúar 1961 í Hafnarfirði en er alinn upp í Reykjavík; Vest- urbænum, Seltjarnar- nesi, Vogahverfinu og Breiðholti. Hann vann sem barn ýmis störf með skóla og í sumarleyfum. Gunnar Smári hætti í skóla eftir fyrsta bekk í menntó og vann sem verkamaður og sjómaður víða um land og erlendis þangað til hann hóf störf sem blaða- maður á NT 24 ára. „Vin minn lang- aði að verða blaðamaður og ég ráð- lagði honum að sækja um að verða umsjónarmaður helgarefnis á NT. Hann var smeykur við það svo ég sótti um með honum og við vorum báðir ráðnir.“ Gunnar Smári var síðan blaðamað- ur á Helgarpóstinum og DV og síðar ritstjóri á Pressunni og Heimsmynd. Hann stofnaði og ritstýrði Eintaki, Morgunpóstinum, Fjölni, Fókus og Fréttablaðinu. Hann hefur unnið svo til öll störf sem tengjast fjölmiðlum; borið út blöð, hannað þau og brotið um, selt auglýsingar, byggt upp dreifingarkerfi, rekið söludeildir, rit- stjórnir og útgáfufyrirtæki, skrifað um viðskipti, efnahagsmál, stjórn- mál, listir, menningu og nánast hvað sem er fyrir utan íþróttir. Auk þessa hefur Gunnar Smári verið pistlahöf- undur og gagnrýnandi á Rík- isútvarpinu, Bylgjunni, Stöð 2, Al- þýðublaðinu og víðar. Hann hefur enn fremur skrifað tvær bækur og þýtt þá þriðju. Gunnar Smári segist fyrst hafa hugleitt útgáfu fríblaðs þegar hann vann á DV sem ráðgjafi fyrir alda- mót. „Ég kom með þá hugmynd við Svein R. Eyjólfsson [stofnanda og þá eiganda að DV] að stofna fríblað, en Metro í Danmörku hafði þá nýverið hafið göngu sína. Því var dreift á lest- arstöðvum og víðar, en ég hafði reiknað út að með því að bera fríblað- ið í hús næðist meiri lestur og það myndi skila tekjum sem væru meiri en kostnaðurinn við dreifinguna. Nokkuð löngu síðar, árið 2001, var leitað til mín um að hanna útlitið á Fréttablaðinu og smám saman óx hlutverk mitt og ég varð fulltrúi eig- enda. Svo fór blaðið á hausinn og þá keypti ég blaðið ásamt Ragnari Tóm- missti í raun málfrelsið, gat ekki tjáð mig um samfélagið. Þá ákvað ég að skrifa um mat, var með pistla í Fréttatímanum og þætti í Ríkis- útvarpinu, og notaði umfjöllunina til að fjalla um samfélagið, m.a. um kap- ítalismann og eyðileggingu stór- markaðarins á matnum.“ Gunnar Smári bjó erlendis um tíma og ferðaðist víða. Hann gekk m.a. fornar pílagrímaslóðir frá París til Bordeaux en þar gaf annað hnéð sig svo hann fór ekki lengra. Hann var formaður SÁÁ 2011-13 og rit- stjóri Fréttatímans 2015-17. Gunnar Smári var hvatamaður að stofnun Sósíalistaflokks Íslands og hefur ver- ið formaður framkvæmdastjórnar flokksins frá stofnun hans 2017. „Ég áttaði mig á því þegar ég byrj- aði aftur í blaðamennsku á Frétta- tímanum, sem var fríblað, eins konar alþýðublað sem fjallaði ekki síst um heiminn út frá sjónarhóli hinna verr stæðu, að völd auglýsenda höfðu snaraukist frá hruni. Í aðdraganda kosninganna 2016 hvarf frá okkur stór hluti auglýsinganna og þar var stoðunum kippt undan blaðinu, við heyrðum það frá auglýsendum að þeir vildu ekki styðja kommúnista- blað. Þá missti ég trúna á því að hægt Gunnar Smári Egilsson blaðamaður – 60 ára Ljósmynd/Sóley Lóa Smáradóttir Skrifar fyrir hina verr stæðu Hjónin Gunnar Smári og Alda Lóa í garði Claudes Monets í Giverny. Feðginin Sóley Lóa Smáradóttir og Gunnar Smári Egilsson fyrir utan heimili sitt í síðustu viku. 30 ára Bryndís Lára er fædd og uppalin á Kúfhóli í Austur- Landeyjum og býr þar. Hún er með BA- gráðu í stjórnmála- fræði og er í meist- aranámi í forystu og stjórnun á Bifröst. Bryndís er markvörð- ur í fótbolta, varð Íslandsmeistari með Þór/KA 2017 og hefur leikið einn lands- leik. Systkini: Sigrún Linda Karlsdóttir, f. 1976, Ásta Sóllilja Karlsdóttir, f. 1981, Björn Helgi Karlsson, f. 1982, og Stefán Jón Hrafnkelsson, f. 1988. Foreldrar: Hrafnkell Stefánsson, f. 1957, sundlaugarvörður á Hvolsvelli, og Guðrún Auður Björnsdóttir, f. 1959, kennari í Grunnskólanum á Hvolsvelli. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir Til hamingju með daginn Anna Birgis, fv. sendiherrafrú, Sól- heimum 23 í Reykjavík, er 75 ára í dag og fagnar tímamótunum með sinni nánustu fjölskyldu. Eiginmaður Önnu er Hjálmar W. Hannesson, fv. sendi- herra, f. 5.4. 1946. Börn Önnu og Hjálmars eru Hannes Birgir, f. 1963, Sveinn Kristinn, f. 1971, og Anna Karin, f. 1976. Barnabörnin eru fjögur talsins og eitt langömmubarn. Anna er hér til hliðar ásamt hundinum Coco. Árnað heilla 75 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.