Morgunblaðið - 11.01.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
Hristum
þetta af
okkur
L augarnar í Rey k javí k
w w w. i t r. i s
2m
Höldumbilinu og sýnum
hvert öðru tillitssemi
„ÉG ER EKKI FAÐIR. ÉG ER
STÖRUMÆLAVÖRÐUR.
„Æ, FYRIRGEFÐU! HANN ER AÐ ÆFA
KARATE.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vakna þér við hlið.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
MIKIÐ ER GOTT AÐ SJÁ YKKUR!
VIÐ HÖFUM EKKI FENGIÐ NEITT
ALMENNILEGT AÐ BORÐA Í
MARGAR VIKUR!
EN ÉG ER AUÐVITAÐ
BÚINN AÐ GLEYMA
ÖLLUM HINUM
ÞETTA ER BESTI
AFMÆLISDAGUR
ALLRA TÍMA!
HOPPIÐ UM BORÐ,
FÉLAGAR! VIÐ
ERUM Á LEIÐ TIL
ENGLANDS!
Ö … KANNSKI ÆTTUM
VIÐ AÐ BÍÐA EFTIR
ÖÐRUM BÁTI!
VÖGGUSTOFA
væri að hafa áhrif á samfélagið með
því að segja af því fréttir og sá að eina
leiðin til að breyta samfélaginu væri
að almenningur næði völdum. En ég
stunda ennþá blaðamennsku í kring-
um starf mitt fyrir Sósíalistaflokkinn
og hreyfinguna í kringum hann. Ég
er því kominn á upphafsreit blaða-
mennskunnar, stunda það sem kalla
mætti pólitíska blaðamennsku.“
Fjölskylda
Eiginkona Gunnars Smára er Alda
Lóa Leifsdóttir, f. 12.2. 1962, ljós-
myndari. Þau eru búsett í Skugga-
hverfinu í Reykjavík. Foreldrar Öldu
Lóu voru Inga Huld Hákonardóttir, f.
15.3. 1936, d. 27.5. 2014, sagnfræð-
ingur og rithöfundur, og Leifur Þór-
arinsson, f. 13.8. 1934, d. 24.4. 1998,
tónskáld.
Börn: 1) Kjörsonur er Davíð Alex-
ander Corno, f. 4.8. 1984, kvikmynda-
gerðarmaður í Reykjavík; 2) Stjúp-
dóttir er Auður Anna Kristjánsdóttir,
f. 7.7. 1987, leikskólakennari í Reykja-
vík. Maki hennar er Héðinn Bald-
ursson Briem smiður og börn þeirra
eru Huginn og Ingibjörg Lóa; 3)
Dóttir er Sóley Lóa Smáradóttir, f.
2.4. 2007, nemi.
Systkini Gunnars Smára eru Haf-
steinn Egilsson, f. 6.12. 1950, fram-
leiðslumaður í Reykjavík; Sigurjón
Magnús Egilsson, f. 17.1. 1954, blaða-
maður í Njarðvík; Egill Egilsson, f.
18.8. 1956, stýrimaður og bílstjóri í
Reykjavík; Kristján Rúnar Krist-
jánsson, f. 19.3. 1970, bátsmaður í
Reykjavík.
Foreldrar Gunnars Smára: Guð-
rún Rannveig Guðmundsdóttir, f.
14.11. 1931, búsett í Reykjavík, og
Egill H. Hansen, f. 1.11. 1929, d. 12.2.
2012. Guðrún er fædd í Reykjavík en
ættleidd og alin upp í Hafnarfirði,
hefur lengst af búið í Reykjavík og
starfað við ýmis verkakvennastörf.
Egill er fæddur og uppalinn í Hafn-
arfirði og vann við bifvélaviðgerðir
þar og í Reykjavík og síðar við hús-
vörslu. Guðrún og Egill skildu 1966
og giftust bæði aftur, Guðrún Krist-
jáni Guðbirni Jónssyni verkamanni
frá Ísafirði og Egill Glendu Bartido
verkakonu frá Filippseyjum.
Gunnar Smári
Egilsson
Jónína Gísladóttir
húsfreyja á Sjöundá
Egill Árnason
bóndi á Sjöundá á Rauðasandi
Gíslína Egilsdóttir
verkakona í Hafnarfirði
Hinrik A. Hansen
bóndi og sjómaður í Hafnarfirði
Egill H. Hansen
verkamaður í Reykjavík
ÞórunnHallgrímsdóttir
bóndi og vinnukona í
Hafnarfirði og nágrenni
Andrés Gottfred Hansen
bóndi, verka- og vinnumaður í Hafnarfirði og nágrenni
Hallfríður Jónsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Ólafur Þorvarðarson
verkamaður í Reykjavík
Guðrún Ólafsdóttir
ellefu barna móðir í Reykjavík
Karl Karlsson
verkamaður í Reykjavík
Jarþrúður Þórarinsdóttir
verkakona í Reykjavík
Faðir óþekktur
Úr frændgarði Gunnars Smára Egilssonar
Guðrún Rannveig Guðmundsdóttir
verkakona í Reykjavík, kjörforeldrar:
Guðmundur Sigurjónsson, sjómaður
í Hafnarfirði og Jónea Dóróthea
Ólafsdóttir húsmóðir
Guðmundur Stefánsson, semlengi bjó í Hraungerði í Flóa,
sendi mér nokkrar vísur eftir nær-
sveitunga sinn Sigurð Guðmunds-
son (1924-2007) í Súluholti. Þær og
fleiri eru í handriti höfundar á Hér-
aðsskjalasafni Árnesinga og hafa
verið færðar inn á Vísnavef Árnes-
inga; bragi.arnastofnun.is.
Í heyskap með gamla laginu í
góðviðri.
Af sér fleygði flíkinni
fljóðið verkatrúa.
Var svo bara á „bíkini“ –
buxunum að snúa.
Gulur fressköttur var nefndur
Ásmundur
Ásmundur með fiman fót.
fetar lífsins eggjagrjót.
Komast vill á kattamót
og kætast þar um stundir.
Hittir fyrir högnaþrjót,
er hefur yfir kvæði ljót.
– Ekkert nema urr og blót
urðu þeirra fundir.
Þessi með ljáinn
Framhjá þér, veit ég, fer ei neinn,
þó ferðistu langt og víða.
Þú kemur og heimtar, – oftast einn,
aðrir fá lengur að bíða.
Sameiginleg vatnsveita um Fló-
ann var lögð frá Þingdal, þar sem
Samúel Jónsson bjó þá.
Harma bætir hugarþels
heims í köldum vindum,
kaffi úr sætum Samúels
silfurtærum lindum.
Harmar bætast, hendur mætast,
hrífur kætin pilt og sprund.
Óskir lætur lifna og rætast
ljúfrar nætur vökustund.
Í fyrstu hleypur æskan ung
– ýmsir falla og hrapa.
Gegnum líf er löng og þung
leiðin fyrir stapa.
Mörgum liði miklu skár
er mæðu hlýtur nóga
ef engin léti salt í sár
sem að væri að gróa.
Stopul er í stormagný
stundum grafarróin,
því hundar míga utan í
ýmis leiði gróin.
Ýmist leitar að og frá
eðlisteitur meyjavin.
Taugaskeytum togast á
tryggðaheit og lausungin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísur eftir
Sigurð í Súluholti