Morgunblaðið - 11.01.2021, Síða 27
iðleikum með að leysa það sem við
gerðum í sókninni í síðari hálfleik.
Við vorum mjög skarpir og einbeittir
í síðari hálfleik. Þá vorum við einfald-
lega góðir og ég er stoltur af þessum
sigri. Vinnusemin var gífurlega mikil
í vörninni allan leikinn en hún small
einhvern veginn saman í síðari hálf-
leik,“ sagði Ágúst og kallaði það
„sjónvarpsvörslur“ þegar hann sá við
andstæðingunum af stuttu færi.
„Við vinnum vel saman í mark-
mannsteyminu ég, Viktor [Gísli Hall-
grímsson], Björgvin [Páll Gúst-
avsson] og Tomas Svensson. Við
erum með fundi þar sem við ræðum
málin og setjum upp einhverja áætl-
un í framhaldinu. Þetta snýst ekki
bara um mig og mínar frábæru sjón-
varpsvörslur heldur erum við fjórir
að vinna í þessu saman og svo hefur
vörnin fyrir framan mann sitt að
segja. En það má einnig hrósa þjálf-
urunum fyrir góðan undirbúning.“
Gott veganesti fyrir HM
Íslenski hópurinn heldur utan í
morgunsárið og fram undan er HM í
Egyptalandi og fyrsti andstæðingur
þar á fimmtudag er einmitt Portúgal.
Gæti ekki verið sálrænt gott að hafa
unnið þá stórt rétt fyrir HM?
„Það gæti reynst mjög gott en get-
ur einnig reynst illa. Við reynum auð-
vitað að fylgja þessu eftir þegar við
mætum þeim á HM. Ef það tekst þá
verður skemmtilegt að spila á móti
þeim. Þeir ráða lítið við okkur þegar
við erum í þessum gír. Gummi er í
raun í erfiðustu stöðunni í hópnum
því hann þarf að spá og spekúlera í
því hvað þjálfarar andstæðinganna
eru að hugsa. Við leikmennirnir erum
með honum í þessu, hlustum á hann
og reynum að skila okkar vinnu,“
sagði markvörðurinn Ágúst Elí
Björgvinsson.
Leikið var fyrir luktum dyrum í
gær og er það í annað sinn sem lands-
liðið gerir það á síðustu mánuðum.
Óneitanlega er undarlegt að horfa á
mótsleik við slíkar aðstæður. Hróp
og köll leikmanna og þjálfara berg-
mála um húsakynnin rétt eins og
maður sé að horfa á leik í upphit-
unarmóti eins og Reykjavíkur-
mótinu.
Morgunblaðið/Eggert
Varið Ágúst Elí Björgvinsson
gerir sig breiðan á Ásvöllum í
gær. Hann varði til að mynda
fimm skot í röð í síðari hálfleik.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
„Í síðari hálfleik settum við smá
hjarta í hlutina,“ sagði landsliðsmað-
urinn Ómar Ingi Magnússon um
muninn á frammistöðu íslenska liðs-
ins í fyrri og síðari hálfleik gegn
Portúgal í gær. Gestirnir voru yfir
að loknum fyrri hálfleik, 13:12, en Ís-
land vann 32:23.
„Ég held að það hafi vantað smá
vilja hjá okkur framan af leik. Þetta
var svolítið dauft og við sóttum ekki
almennilega á markið. Ég held að
það hafi snúist um hugarfarið,“ sagði
Ómar Ingi þegar Morgunblaðið
ræddi við hann á Ásvöllum að leikn-
um loknum og bætti við á heimspeki-
legum nótum: „Við vorum þarna en
samt ekki.“
Ómar sagði að rétt eins og eftir
alla landsleiki væri hægt að finna
ýmislegt sem liðið gæti gert betur
bæði í vörn og sókn. „Ég er viss um
að það er fullt af atriðum sem við
munum kíkja á. Sérstaklega ef mað-
ur hugsar til þeirra dauðafæra sem
við klúðruðum í fyrri hálfleik. Það
leit ekkert allt of vel út og hefðum
við nýtt þau hefði staðan verið að-
eins skárri eftir fyrri hálfleik.“
Ómar er aftur kominn á fleygiferð
með félagsliði og landsliði eftir að
hafa þurft að taka sér nokkuð langt
frí frá íþróttinni vegna höfuðáverka.
Í sumar gekk hann til liðs við
Magdeburg og hefur stimplað sig
hratt inn sem einn af lykilmönnum
liðsins. Nú er hann á leið á HM eftir
að hafa misst af EM fyrir ári. Finnur
hann fyrir aukinni leikgleði á vell-
inum eftir að hafa setið hjá um tíma?
„Já, það er æðislegt að vera farinn
að spila aftur. Maður kann betur að
meta þetta og sér hversu miklu máli
handboltinn skiptir mann eftir að
hafa upplifað það að geta ekkert
gert. Eftir því sem maður er lengur
frá verður erfiðara að snúa aftur og
ég er ánægður með hversu mikið ég
hef fengið að spila.“ kris@mbl.is
Snerist
um hug-
arfarið
Kann betur að
meta handboltann
Elvar Már Friðriksson var með tvö-
falda tvennu í 94:88-útisigri Siauliai
á Neptunas í litáíska körfubolt-
anum í gær og unnu Elvar og fé-
lagar þar afar dýrmæt stig í botn-
baráttu deildarinnar.
Njarðvíkingurinn skoraði 11 stig,
tók 11 fráköst og gaf þrjár stoð-
sendingar á þeim rúmu 30 mínútum
sem hann spilaði er Siauliai vann
aðeins sinn þriðja leik á tímabilinu
en tólf umferðir eru liðnar. Liðið er
í 10. og neðsta sæti deildarinnar en
Neptunas er í 8. sæti með fjóra
sigra.
Tvöföld tvenna í
botnbaráttunni
Ljósmynd/LKL
Öflugur Elvar Már Friðriksson
hefur staðið sig afar vel í Litáen.
Körfuknattleiksmaðurinn LaMelo
Ball varð síðustu nótt sá yngsti í
sögunni til að ná þrefaldri tvennu í
NBA-deildinni er lið hans Charlotte
Hornets vann 113:105-sigur á Atl-
anta Hawks. Ball er aðeins 19 ára
gamall en hefur heldur betur skot-
ist fram á sjónarsviðið. Hann skor-
aði 22 stig, tók 12 fráköst og gaf 11
stoðsendingar er Charlotte vann
sinn þriðja sigur í röð. Terry Rozier
var stigahæstur með 23 stig og P.J.
Washington skoraði 22 stig. LeMelo
er yngri bróðir Lonzos Balls sem
leikur með New Orleans Pelicans.
Í sögubækur
NBA-deildarinnar
AFP
Táningur LaMelo Ball fer afar vel af
stað í NBA-deildinni í körfubolta.
Jón Ólafur Daníelsson hefur tekið við þjálfun meist-
araflokks kvenna í knattspyrnu hjá Grindavík og mun
stýra liðinu á næsta keppnistímabili. Jón Ólafur tekur
við þjálfun liðsins af Ray Anthony Jónssyni sem lét af
störfum sem þjálfari í vetur. Grindavík fagnaði sigri í 2.
deildinni í haust og leikur því í 1. deild á næstu leiktíð.
Jón Ólafur starfaði hjá félaginu um miðjan síðasta
áratug og náði frábærum árangri hjá yngri flokkum fé-
lagsins. Jón Ólafur er þrautreyndur þjálfari og kemur
frá Vestmannaeyjum þar sem hann hefur komið að þjálf-
un flestra flokka, allt frá yngriflokkaþjálfun og upp í
þjálfun meistaraflokka félagsins hjá báðum kynjum.
„Við erum afar glöð með að hafa tryggt okkur þjónustu Jóns Óla við þjálf-
un meistaraflokksins á tímabilinu sem er fram undan,“ segir Petra Rós
Ólafsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Grindavík, í tilkynn-
ingu frá félaginu.
Jón snýr aftur til Grindavíkur
Jón Ólafur
Daníelsson
Sverrir Ingi Ingason átti stóran
þátt í mikilvægum 3:1-heimasigri
PAOK á Volos í grísku knattspyrn-
unni í gær en varnarmaðurinn kom
heimamönnum í forystu eftir að lið-
ið lenti undir snemma leiks.
Sverrir spilaði allan leikinn fyrir
PAOK og kom liðinu í forystu á 66.
mínútu eftir að það lenti undir
snemma leiks. Sverrir og félagar
sitja nú í 3. sæti deildarinnar með
31 stig, tíu stigum frá Olympiacos
og einu stigi frá Aris í öðru sæti
sem á þó leik til góða.
Sverrir hetjan
í Grikklandi
Morgunblaðið/Eggert
Öflugur Sverrir Ingi Ingason skor-
aði mikilvægt mark um helgina.
Varnarmaðurinn Dayot Upamec-
ano er til sölu fyrir rétt verð sam-
kvæmt framkvæmdastjóra RB
Leipzig í Þýskalandi en Frakkinn
er eftirsóttur af bæði Manchester
United og Liverpool.
Bæði lið vilja styrkja sig um mið-
vörð í janúarglugganum þótt þau
áform gætu dregist fram á sumar.
Upamecano er 22 ára gamall og
hefur vakið mikla athygli fyrir
frammistöðu sína með Leipzig-
liðinu undanfarið og þykir hann
einn efnilegasti varnarmaður
heims. Samkvæmt heimildum Goal
hefur framkvæmdastjóri Leipzig,
Oliver Mintzlaff, sagt að allir leik-
menn séu falir fyrir rétt verð.
Gæti farið til
Englands
Spánn
Estudiantes – Zaragoza .................. frestað
Tryggvi Snær Hlinason spilar með Zara-
goza.
Bilbao – Valencia............................... 73:106
Martin Hermannsson lék í 17 mínútur
með Valencia, skoraði fimm stig og gaf sjö
stoðsendingar. Valencia er í 6. sæti deild-
arinnar með 24 stig úr 18 leikjum.
Fuenlabrada – Andorra .................. frestað
Haukur Helgi Pálsson spilar með And-
orra.
Óvenju mikil snjókoma hefur sett sam-
göngur úr skorðum á Spáni.
Þýskaland
Fraport Skyliners – Göttingen .......... 81:63
Jón Axel Guðmundsson spilaði í 26 mín-
útur með Fraport Skyliners, skoraði 11
stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú
fráköst. Fraport er í 8. sæti með 10 stig eft-
ir 11 leiki.
Litháen
Neptunas – Siaulai .............................. 88:94
Elvar Már Friðriksson spilaði í 33 mín-
útur með Siauliai, skoraði 11 stig, gaf 11
stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Siauliai
er neðst þrátt fyrir sigurinn.
NBA-deildin
Philadelphia – Denver...................... 103:115
Charlotte – Atlanta .......................... 113:105
Indiana – Phoenix............................. 117:125
Washington – Miami ........................ 124:128
Milwaukee – Cleveland...................... 100:90
Minnesota – San Antonio ........ (frl.) 122:125
Dallas – Orlando ................................. 112:98
Sacramento – Portland ...................... 99:125
Undankeppni EM karla
4. riðill:
Ísland – Portúgal.................................. 32:23
Staðan:
Portúgal 4 3 0 1 114:104 6
Ísland 3 2 0 1 92:69 4
Ísrael 1 0 0 1 22:31 0
Litháen 2 0 0 2 46:70 0
1. riðill:
Frakkland – Serbía .............................. 26:26
Serbía 3, Frakkland 1, Belgía 0, Grikk-
land 0.
2. riðill:
Þýskaland – Austurríki ...................... 34:20
Alfreð Gíslason þjálfari Þýskaland.
Bosnía – Eistland ................................. 21:19
Þýskaland 8, Austurríki 2, Eistland 2,
Bosnía 2.
5. riðill:
Slóvenía – Holland .............................. 27:27
Erlingur Richardsson þjálfari Holland.
Pólland – Tyrkland............................... 35:24
Pólland 4, Slóvenía 3, Holland 3, Tyrk-
land 0.
6. riðill:
Lettland – Ítalía.................................... 31:29
Noregur 4, Hvíta-Rússland 2, Ítalía 2,
Lettland 2.
Vináttulandsleikur karla
Danmörk – Noregur ............................ 34:36
Þýskaland
Leverkusen – Rosengarten................ 26:24
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði ekki
mark fyrir Leverkusen.
B-deild:
Sachsen Zwickau – Rodertal ............. 31:29
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 2 mörk
fyrir Sachsen Zwickau.
Danmörk
Vendsyssel – Horsens ......................... 19:27
Steinunn Hansdóttir skoraði 2 mörk fyr-
ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir
varði 9 skot í marki liðsins.
Svíþjóð
Lugi – Heid........................................... 28:34
Hafdís Renötudóttir var ekki í leik-
mannahópi Lugi.