Morgunblaðið - 11.01.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 11.01.2021, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Febrúar Myndi ég vilja verða bóksali að at- vinnu? Þegar á allt er litið – þrátt fyrir góðvild vinnuveitandans í minn garð, auk nokkurra ánægjulegra daga í búð- inni – nei. George Orwell, „Bookshop Memories“, London, nóvember 1936 Tregða Orwells til að helga sig bóksölu er skiljanleg. Dæmigerður bóksali er óþolinmóður og andfélags- lyndur – fullkomlega leikinn af Dylan Moore í gamanþáttunum Black Books – og það virðist (yfirleitt) standa heima. Vitaskuld eru á því undantekningar og margir bóksal- ar falla ekki undir þessa skilgrein- ingu. Því miður geri ég það. Ekki var það þó alltaf þannig og áður en ég keypti bóka- búðina minnist ég þess að hafa verið býsna vingjarn- legur. Sífellt áreiti af kjánalegum spurningum, áhættusömu bókhaldi, stöðugu þrasi við starfsfólk og enda- lausu þreytandi nöldri og prútti við- skiptavina hefur farið svona með mig. Vildi ég geta breytt einhverju af þessu? Nei. Þegar ég sá Bókabúðina í Wigtown í fyrsta sinn var ég 18 ára, kominn heim úr menntaskóla og í þann veginn að fara burt aftur í há- skóla. Ég man mætavel þegar ég gekk fram hjá með vini mínum og hafði orð á því að búðin yrði örugg- lega farin á hausinn innan árs. Tólf árum síðar, í jólaheimsókn hjá for- eldrum mínum, leit ég inn til að gá hvort þar fengist bókin Three Fev- ers, eftir Leo Walmsley, og meðan ég var að spjalla við eigandann, datt út úr mér sú játning að ég ætti erfitt með að finna starf sem ég hefði ánægju af. Hann stakk upp á því að ég keypti búðina hans þar sem hann væri að fara á eftirlaun. Þegar ég sagðist enga peninga eiga, svaraði hann: „Þú þarft enga peninga – til hvers heldurðu að bankar séu?“ Tæpu ári síðar, þann 1. nóvember 2001, nákvæmlega mánuði eftir 31. afmælisdag minn, eignaðist ég svo búðina. Áður en ég tók við hefði ég kannski átt að lesa það sem George Orwell skrifaði 1936. Bookshop Memories eru jafn mikil sannindi nú og þá og beinlínis viðvörun til þeirra sem voru jafn barnalegir og ég að halda að heimur bóksalans væri sú sæla að sitja í hægindastól við arin- eld, í flókaskóm með fæturna á skammeli, reykja pípu og lesa De- cline and Fall ettir Gibbon meðfram því að eiga gáfulegar samræður við heillandi viðskiptavini sem skildu svo eftir seðlavöndla. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi mynd gæti ekki verið fjær sannleikanum. Af öllu sem Orwell skrifaði þarna er setn- ingin „margir sem komu til okkar væru vísast alls staðar til ama en bókabúð veitir einstök tækifæri til þess, líklega það sem sannast er. Orwell vann hlutastarf í Booklov- er’s Corner í Hampstead meðan hann var að skrifa Keep the Aspi- distra Flying, á árunum 1934 til 1936. Jon Kimche vinur hans sagði að hann virtist helst ekki vilja selja neinum neitt – viðhorf sem flestir bóksalar munu kannast við. Til að sýna það sem er eins – og stundum muninn – í lífi bóksalans nú um stundir og í tíð Orwells, læt ég hvern mánuð í þess- ari bók hefjast á tilvitnun í Bookshop Memories. Wigtown bernsku minnar var eril- samur staður. Við tvær yngri systur mínar ólumst upp á litlu býli um það bil hálfan annan kílómetra frá bæn- um sem var í okkar augum iðandi stórborg í samanburði við tún með kindum á beit. Hérna búa aðeins tæplega þúsund manns og bærinn er á Galloway, hinu gleymda suðvest- urhorni Skotlands. Landslagið um- hverfis Wigtown eru ávalir skriðjök- ulshryggir á nesi sem heitir Machars (af gelíska orðinu machan sem þýðir frjótt undir lendi) og þar er 65 km strandlengja með öllu tilheyrandi, sandfjörum, klettastrýtum og hellum. Til norðurs eru Galloway- hæðirnar, gullfallegt, ósnortið land að slepptum þjóðveginum norður. Mest áberandi í bænum eru stjórn- sýslubyggingarnar, ráðhúsið líkist helst hóteli og var enda áður fyrr að- setur héraðshöfðingjans. Fjárhagur Wigtown byggðist lengi vel á mjólkurbúi sem bændur áttu, svo og syðstu viskíverksmiðju Skot- lands, Bladnoch, og þessi tvö fyrir- tæki veittu bróðurparti bæjarbúa vinnu. Í þá daga fylgdu landbúnaði mun fleiri afleidd störf en nú er svo menn gátu alltaf fengið eitthvað að gera á svæðinu. Mjólkurbúið var lagt niður 1989 og þá misstu 143 vinnuna. Viskíverksmiðjan – stofnuð 1817 – hætti 1993. Áhrifin á litla bæinn urðu gríðarleg. Þar sem áður voru járn- vörubúð, grænmetisbúð, gjafabúð, skóbúð, sælgætisbúð og hótel var nú allt læst og neglt fyrir glugga. Nú er komin allnokkur gróska í bæjarlífið á ný og bjartsýni ríkir. Í tómar byggingar mjólkurbúsins hafa smám saman flutt smáfyrirtæki þótt járnsteypa, hljóðver og eldavéla- smiðja taki mesta plássið. Viskífram- leiðslan hófst aftur í smáum stíl árið 2000 undir vernd og stjórn áhuga- sams, norðurírsks kaupsýslumanns, Raymonds Armstrong. Wigtown á líka því láni að fagna að vera orðinn aðsetur samtaka bóksala og bóka- búða. Búið er að taka fleka frá glugg- um og opna dyr að nýju og þar blómstra ótal smáfyrirtæki. Allir sem starfað hafa í búðinni minni hafa nefnt að samskiptin við viðskiptavinina væru efni í bók – Weird Things Customers Say in Bookshops ettir Jen Campbell sann- ar það – og því var það að ég sem er afar gleyminn, tók að skrifa niður sitt af hverju sem gerðist í búðinni, ef þeir punktar gætu seinna hjálpað mér í bókarskrifum. Ef upphafs- dagsetningin sýnist út í hött er það bara af því hún er það. Þannig vildi til að ég fékk hugmyndina að þessu 5. febrúar og minnispunktarnir urðu að dagbók. Miðvikudagur 5. febrúar Netpantanir: 5 Fundnar bækur: 5 Símtal kl. 9.25 frá manni á Suður- Englandi sem íhugar að kaupa bóka- búð í Skotlandi. Hann vildi vita hvernig ætti að verðmeta birgðir búðar með 20.000 bækur. Til að forð- ast hið augljósa svar „ERTU GAL- INN?“ spurði ég hvaða tölu eigand- inn hefði nefnt. Hún hafði sagt honum að meðalverð bóka í búðinni væri 6 pund og að hann skyldi deila í heildartöluna 120.000 pund með þremur. Ég sagði að hann skyldi deila með minnst tíu, líklega allt að 30. Að selja bækur í magni nú á dög- um væri nánast ómögulegt, aðeins örfáir keyptu þannig og borguðu þá smánarverð. Bókabúðum hefði fækk- að en bókum fjölgaði stöðugt, þetta væri kaupendamarkaður. Jafnvel í góðærinu 2001 – þegar ég keypti mína búð – mat fyrri eigandi 100.000 bóka birgðir á 30.000 pund. Ef til vill hefði ég átt að ráðleggja manninum í símanum að lesa (ásamt endurminningum Orwells) hina ein- stöku bók Williams Y. Darling, The Bankrupt Bookseller Speaks Again, áður en hann tæki ákvörðun um að kaupa búðina. Það ætti að skylda til- vonandi bóksala til að lesa bæði þessi verk. Að vísu var Darling aldrei gjaldþrota bóksali heldur vefnaðar- vörukaupmaður í Edinborg en hon- um tókst að skapa þessa sannfærandi persónu. Smáatriðin eru ótrúlega ná- kvæm. Hinn skáldaði bóksali – „ótil- hafður, óheilbrigður útlits, óáhuga- verð mannpersóna en samt, þegar áhuginn vaknar, talar hann af miklu viti um bækur“ – er prýðisgóð lýsing á bóksala. Nicky vann í búðinni í dag. Rekst- urinn stendur ekki lengur undir starfsmanni á fullum launum, síst á löngum, köldum vetrum, svo ég treysti á Nicky – sem er álíka snjöll og hún er sérvitur – til að annast búð- ina tvo daga í viku meðan ég fer í inn- kaupaferðir eða sinni öðru. Hún er að nálgast fimmtugt og á tvo uppkomna syni. Hún býr á smábýli upp af Luce Bay, um 25 km frá Wigtown og er Vottur Jehóva. Það, ásamt þeirri tómstundaiðju að búa til skrýtna, gagnslausa föndurmuni, skilgreinir hana. Hún saumar megnið af föt- unum sínum og er afar nýtin en örlát á það litla sem hún hefur úr að spila. Á hverjum föstudegi færir hún mér eitthvert góðgæti sem hún fann í gáminum á bak við Morrison- stórmarkaðinn í Stranraer kvöldið áður, eftir fundinn hennar í King- dom-samkomuhúsinu. Hún kallar þetta „föstudagstæði. Synir hennar lýsa henni sem „áhugasígauna“, en hún er ekki síður hluti af innviðum búðarinnar en bækurnar og án henn- ar væri staðurinn óneitanlega tóm- legri. Þótt ekki væri föstudagur í dag kom hún með viðbjóðslegan mat sem hún hnuplaði úr Morrison-gáminum, pakka af samósum sem voru orðnar svo grautarlegar að varla var hægt að kalla þær því nafni. Hún kom þjót- andi inn úr ausandi rigningunni, rak pakkann framan í mig og sagði: „Sjáðu bara, dýrðlegar samósur.“ Svo beit hún í eina og rennblautir bit- ar duttu á gólfið og búðarborðið. Á sumrin ræð ég gjarnan náms- menn – einn eða tvo. Það veitir mér frelsi til að láta eftir mér sitt af hverju sem gerir það svo kjörið að búa í Galloway. Rithöfundurinn lan Niall skrifaði eitt sinn að sem barn í sunnudagaskóla hefði hann verið sannfærður um að landið sem kenn- arinn nefndi „þar sem smjör drýpur af hverju strái“ væri Galloway – sum- part af því þar var alltaf til nóg af öllu í búrinu og sumpart af því barninu finnst staðurinn hrein paradís. Ég er sömu skoðunar. Stúlkurnar sem hlaupa undir bagga með mér í búð- inni gera mér kleift að skreppa í veiði, rölta um hæðirnar eða synda. Nicky kallar það „smásérviskurnar“ mínar. Fyrsti viðskiptavinurinn (kl. 10.30 f.h.) var einn fárra fastagesta. Við köllum hann hr. Deacon. Hann er vel máli farinn, hálfsextugur og með dæmigert mittismál kyrrsetumanns á miðjum aldri. Dökkt, þunnt hárið er greitt yfir skallann á þann ósannfær- andi hátt sem sumir beita til að reyna að telja öðrum trú um að þeir séu enn með mikinn makka. Hann er vel klæddur hvað fötin sjálf varðar, en gætir ekki nógu vel að smáatriðum eins og skyrtulöfum, tölum eða buxnaklauf. Stundum er eins og ein- hver hafi troðið flíkunum í fallbyssu, skotið þeim á hann og þau síðan ekki haggast. Að mörgu leyti er hann draumaviíðskiptavinurinn, prúttar aldrei og kemur bara þegar hann veit alveg hvað hann vill. Hann styður oft- ast óskir sínar með úrklippu af bóka- gagnrýni úr The Times, sem hann leggur fyrir þann sem er innan við af- greiðsluborðið. Orðalag hans er stutt og laggott, hann spjallar aldrei um daginn og veginn, er alltaf kurteis og borgar með reiðufé. Að þessu slepptu veit ég ekkert um manninn, ekki einu sinni skírnarnafnið. Ég velti oft fyrir mér af hverju hann panti bækur hjá mér þegar hann gæti svo auðveldlega gert það á Amazon. Kannski hann eigi ekki tölvu og vilji ekki eiga hana. Hugsanlega er hann einn af þeirri hverfandi tegund sem skilur að til þess að bókabúðir verði til áfram, þurfi að nota þær. Um hádegið kom kona í her- mannabuxum og með alpa húfu að borðinu með sex bækur, þar af tvær næstum nýjar dýrar listaverkabæk- ur. Samtals kostuðu bækurnar 38 pund og konan bað um afslátt. Þegar ég sagði að hún gæti fengið þær á 35 spurði hún: „Geturðu ekki hafa haft það 30?“ Það reynir verulega á trú mína á mennskuna þegar sá sem bú- inn er að fá smáafslátt ætlar að heimta allt að 30%, svo ég þverneit- aði. Hún borgaði 35 pund. Sú tillaga Janet Street-Porter að varpa fólki í hermannafatnaði í fallhlíf niður á hernaðarbannsvæði hefur fullan stuðning minn eftir þetta. Sala samtals 274,09 pund Viðskiptavinir 27 Dagbók forn- bókasalans Bókarkafli | Í Dagbók bóksalans rekur Shaun Bythell reynslu sína af að reka stærstu forn- bókabúð Skotlands, sem er í Wigtown, í vestur- hluta Skotlands. Viðskiptavinir hans eru eins ólíkir og þeir eru margir, en ansi hátt hlutfall þeirra er sérvitringar og furðufuglar. Dagbók Shaun Bythell vissi ekki hvað hann ætti að fást við í lífinu svo hann keypti fornbókabúð og hefur skrifað bækur um lífið í búðinni, þar sem segir af viðskiptavinum, allrahanda bókum og lífi og starfi bóksalans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.