Morgunblaðið - 11.01.2021, Side 32
Í gallerínu Þulu, sem er við Hjartatorg við Laugaveg,
hefur verið opnuð samsýning fimm ungra og kraftmik-
illa listamanna sem kynntir eru til leiks og munu í fram-
haldinu verða með einkasýningar í Þulu. Listamennirnir
eru Sunneva Ása Weisshappel, Kristín Morthens, Helga
Páley Friðþjófsdóttir, Anna Maggý og Sigurður
Ámundason. Verkin á sýningunni nú eru eins og kynn-
ing á sýningunum sem þau munu öll setja upp seinna í
vetur. Áhugasamir geta fengið senda skrá yfir verkin
með því að senda pöntun á thula@thula.gallery
Fimm listamenn kynna einkasýn-
ingar á samsýningu í Þulu
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 11. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Við vinnum vel saman í markmannsteyminu ég, Viktor
[Gísli Hallgrímsson], Björgvin [Páll Gústavsson] og
Tomas Svensson. Við erum með fundi þar sem við ræð-
um málin og setjum upp einhverja áætlun í framhald-
inu. Þetta snýst ekki bara um mig og mínar frábæru
sjónvarpsvörslur heldur erum við fjórir að vinna í þessu
saman og svo hefur vörnin fyrir framan mann sitt að
segja,“ sagði markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson
m.a. í gær en hann varði vel í sigri á Portúgal, 32:23, í
undankeppni EM í handknattleik. »26-27
Svíinn og markverðirnir þrír eru
samstiga í undirbúningsvinnunni
ÍÞRÓTTIR MENNING
ramma en tónlistin er núna í for-
gangi og það ferli hefur verið mjög
skemmtilegt.“
Horfðu á mig og spuninn
Þegar kórónuveiran skall á
heimsbyggðinni fyrir um ári
stöldruðu þær við, ræddu um að
semja og gefa saman út lög, sett-
ust síðan niður í vor og byrjuðu að
skrifa. „Lagið varð í raun til í
spuna, Rósa sagði við mig „horfðu
á mig“ og við unnum út frá þeirri
línu,“ segir Helena.
Stöllurnar hlusta mikið á tónlist
og segjast meðal annars vera undir
áhrifum frá sænsku poppsöngkon-
unni Robin Miriam Carlsson, sem
er þekkt sem Robyn. Danska söng-
konan Medina Danielle Oona Val-
bak, sem er yfirleitt kölluð Med-
ina, er líka í uppáhaldi sem og
Duffy (Aimee Anne Duffy) frá Wa-
les. „Lagið „Kun for mig“ með
Medinu var innblástur fyrir lagið
okkar,“ segir Rósa og bætir við að
enska poppsöngkonan Jess Glynne
og stelpnahljómsveitin Little Mix
hafi líka haft áhrif á þær.
„Horfðu á mig“ er komið á
Spotify og er væntanlegt á aðrar
tónlistarveitur 1. febrúar næst-
komandi. „Viðbrögðin hafa farið
fram úr okkar björtustu vonum,“
segir Helena, en annað lag er
væntanlegt í febrúar eða mars og
svo kolli af kolli. „Við stefnum að
því að vera saman heima í sumar
og gefa þá út plötu með fimm til
sjö lögum,“ segir Rósa.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Vinkonurnar Helena Hafsteins-
dóttir og Rósa Björk Ásmunds
sendu nýlega frá sér popplagið
„Horfðu á mig“ og er það frum-
raun dúettsins, sem þær nefna
heró, en ætlun þeirra er að gefa út
LP-plötu í sumar. „Við erum með
tvö önnur lög í vinnslu og fleiri eru
á döfinni,“ segir Rósa, sem er í
námi í New York en Helena er
flutt heim frá LA.
Þegar Helena var þriggja ára
vildi hún verða söngkona. For-
eldrum hennar þótti skynsamlegt
að hún lærði fyrst á píanó og lauk
hún miðstigsprófi frá Suzuki-
tónlistarskólanum í Reykjavík.
Hún söng í barnakór og Stúlkna-
kór Reykjavíkur og 14 ára byrjaði
hún að læra einsöng. Eftir stúd-
entspróf fór hún í leiklist og út-
skrifaðist úr bandaríska leiklist-
arskólanum The American
Academy of Dramatic Arts í Los
Angeles 2019. „Ég hef lagt áherslu
á tónlistina í Covid-ástandinu, því
leiklistartækifæri hafa verið af
skornum skammti. Við Rósa hófum
þetta tónlistarsamstarf í fyrravor
og höfum síðan samið lög og texta,
en ég er líka að vinna að stutt-
mynd með leikkonunum Bríeti Ósk
Kristjánsdóttur og Silju Rós
Ragnarsdóttur og vona að ég geti
sinnt bæði leiklist og tónlist í
framtíðinni.“
Rósa segist alltaf hafa haft gott
tóneyra. Hún hafi sótt söngleikja-
námskeið og verið í einkatímum í
söng, sungið í Stúlknakór Reykja-
víkur með Helenu og samið tónlist,
en annað hafi haft forgang. Hún
útskrifast frá sömu stofnun og
Helena en frá skólanum í New
York í vor. „Ég hef í raun ekki
lagt tónlist fyrir mig fyrr en nú, en
leiðir okkar Helenu á því sviði lágu
fyrst saman í söngleiknum Lion
King, þegar við vorum í Haga-
skóla. Mér finnst tónlistin og leik-
listin oft haldast í hendur þegar
öllu er á botninn hvolft, en að því
sögðu hefur tónlistin verið meira í
þægindarammanum mínum. Leik-
listin togar mig út fyrir þennan
Tengjast í tónlist
Helena og Rósa Björk hafa samið og sent frá sér fyrsta
lagið Tónlistin og leiklistin haldast í hendur
Leikarar og söngkonur Helena Hafsteinsdóttir og Rósa Björk Helgudóttir.