Morgunblaðið - 12.01.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021 ✝ Margrét Niku-lásdóttir fædd- ist í Reykjavík 11. janúar 1925. Hún lést á Kristnesspít- ala þann 22. desem- ber 2020. Foreldrar Margrétar voru Kristín Sigríður Magnúsdóttir, f. 6. júní 1899, d. 6. júlí 1983, og Nikulás Ásgeir Stein- grímsson, f. 30. júní 1890, d. 13. ágúst 1965. Systkini Margrétar eru Steingrímur, Guðný, Magn- ús, Sigurður Sveinn, Þorvaldur, Snorri, Ásgeir og Smári. Sam- feðra systkini voru Sveinn Krist- inn og Flórída. Af systkinum Margrétar er Ásgeir enn á lífi. Margrét ólst upp í Reykjavík en fluttist að Ási í Kelduhverfi árið 1948. Síðustu árin bjó Margrét að Reykhúsum í Eyjafjarð- arsveit. Í Ási kynntist Margrét eiginmanni sínum, Yngva Erni Axelssyni, f. 15. nóv. 1921, d. 24. apríl 1998. Þau giftust þann 9. júlí 1949. Börn þeirra eru: 1) Nikulás Smári, fyrrverandi kona hans er Hlíf Geirsdóttir, börn þeirra eru: a) Margrét Her- borg, maður hennar er Bergur Kristinsson, börn hennar eru: Fannar Smári, kona hans er er Andri Steinarr, Júlía Karen, Jenný Lilja og Róbert. b) Sunna, maður hennar er Elmar Sig- urgeirsson, börn þeirra eru Hlynur Snær og Eyþór Kári, c) Hildur, maður hennar er Ter- rence Sam, börn þeirra eru Markús Axel og Viktor Erik. Núverandi kona Axels er Reg- ína Sigurðardóttir, búsett á Húsavík. 4) Kristinn Sigurður, kona hans er Nuan Sankla, bú- sett að Tóvegg í Kelduhverfi. Börn þeirra eru: a) Sophie, b) Dagur Yngvi, c) Díana. 5) Auður Guðný, fyrrverandi maður hennar er Helgi Hinrik Schiöth, börn þeirra eru: a) Brynjar Gauti, kona hans er Eva Björg Óskarsdóttir, barn þeirra er Jenni Schiöth, d. 14. janúar 2020, b) Hafsteinn Ingi, c) Þor- valdur Yngvi, barn hans er Selma Hrönn. Maður Auðar er Sigurður Ingólfsson, búsett að Gröf í Eyjafjarðarsveit. 6) Ás- geir, búsettur á Akureyri, fyrr- verandi kona hans er Hildur Óladóttir, börn þeirra eru: a) Dagur, d. 22. júní 1992, b) Þula, maður hennar er Unnar Páll Baldurs Jónsson, barn þeirra Ása Fanney Baldurs, c) Yngvi. Útför Margrétar fer fram frá Glerárkirkju 12. janúar 2021 og hefst athöfnin kl. 13.30. Athöfn- inni verður streymt af facebo- oksíðunni „Jarðarfarir í Gler- árkirkju – beinar útsendingar“: https://tinyurl.com/yxnyquh3 Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Maríanna Ástmars- dóttir, börn hans eru Hrímnir Steini og Anja Mjöll. Pál- mey Kamilla, mað- ur hennar er Bene- dikt Rúnar Valtýsson, börn þeirra eru Kolbrún Lea og Harpa Eir. b) Arnar Geir, kona hans er Elínborg Sigurðardóttir, börn þeirra eru Birkir Örn og Hjörvar Daði. c) Sigurður Sveinn, kona hans er Inga Rut Jónsdóttir, börn þeirra eru Jón Erik og Agla Jóna. Núverandi kona Smára er Mandy Slater, barn þeirra er Óskar Smári. Þau eru búsett á Englandi. 2) Þorvaldur, kona hans er El- ínborg Sigvaldadóttir, búsett á Húsavík. Börn þeirra eru: a) Heiðar Smári, kona hans er Helga Sveinbjörnsdóttir, sonur hans er Arnór Ingi. b) Hugrún Ásdís, maður hennar er Helgi Jóhannsson, börn hennar eru Emilía og Hekla Sól. 3) Axel Jó- hannes, fyrrverandi kona hans er Birna Snorradóttir, börn þeirra eru: a) Ólöf Margrét, maður hennar er Árni Krist- jánsson, börn þeirra eru: Birg- itta Íris, sambýlismaður hennar Minning um móður mína. Fyrst koma í hugann endurminningar jólahalds í Ási þegar ég var að vaxa úr grasi. Þegar mamma und- irbjó jólin var tekið til við að sauma jólakjól og tilheyrandi fyrir mig. Það var mikill smáköku- bakstur, allt að átta sortir, og svo voru það alltaf þrjár lagkökur, rjómatertubotnar, einnig útbjó hún fjallagrasaöl og stundum var búið að stelast fullmikið í það fyrir jólin. Ekki vantaði jólahreingern- ingarnar að hætti mömmu og allt tímanlega tilbúið áður en fjöl- skyldan settist klukkan sex á að- fangadag að möndlugrautnum og síðan rjúpnaveislu. Þegar ég lít til baka finnst mér eins og líf mömmu hafi einhvern veginn verið ákveðið „jólahald“, sem einkenndist af fullkomnun, miklum dugnaði, vandvirkni og mikilli ósérhlífni. Þar hef ég reynt að hafa mömmu sem fyrirmynd í gegnum líf mitt. Ég get lengi talið upp endurminn- ingar frá Ási, t.d. allan prjóna- og saumaskap fyrir mig alla leið upp í tískuföt unglingsins. Natni henn- ar við hárið á mér var einstök. Margir hefðu gefist fljótt upp á því að lofa mér að vera með svona sítt hár. Ferðalög hennar með mig með sér á traktor (áður en hún eignaðist bíl) á nágrannabæi í sveitinni er ein af þessum minn- ingum sem lifa skært og hafði hún þá alltaf leðurhanska á stýrið og veskið sitt með. Síðasta ferðin sem hún keyrði á bílnum sínum var 27. september síðastliðinn þegar hún kom í sunnudagssteikina til mín og ákvað svo að hætta sínum far- sæla bílstjóraferli eftir þá heim- sókn. Mamma talaði stundum um það að hún hefði verið leidd í gegn- um mikilvægar ákvarðanir, eins og þegar hún tók ákvörðun um að flytja norður í Kelduhverfi. Þar var tekið vel á móti henni, þá sér- staklega af Sigríði Stefaníu föður- ömmu minni sem sagði við hana að ef hún myndi lifa veturinn af í Ási að þá yrði hún hluti af fegurð um- hverfisins og yrði um kyrrt. Ás og Ásbyrgi áttu því alla tíð stóran sess í hjarta hennar og fólkið í sveitinni henni kært. Eftir að pabbi deyr árið 1998 flytur mamma í næsta nágrenni við mig, í íbúð fyrir eldri borgara sem ég frétti að væri laus í Reykhúsum, Eyjafirði. Það hefur reynst mér ólýsanlega mikil gæfa og styrkur að hafa þig elsku mamma svo náið í lífi mínu alla tíð, gegnum gleði og sorgir lífsins. Ég hef notið með þér margra leikhúsferða, kórskemmt- ana, grunnskóla- og tónlistar- skólaviðburða og allra mögulegra menningarviðburða í menningar- húsinu Hofi. Þá má og ekki gleyma öllum tískubúðaferðunum en hún mamma naut þess að vera smart til fara. Aldrei leið langt á milli ferða okkar í Ás, nú síðast í sumar þegar nýi Dettifossvegurinn var ekinn. Mömmu verður ávallt minnst sem glæsilegrar, lífsglaðr- ar konu með hlýtt brosið og náungakærleikann að leiðarljósi. Líkt og margir aðrir upplifa fór líf- ið ekki alltaf mjúkum höndum um hana en hún mætti því eins og öðru á sinn magnaða hátt. Elsku mamma mín, nú hringjumst við ekki lengur daglega á eins og áður, og tvisvar eftir að heilsa þín varð óstöðugri síðasta misseri - en ég veit að ég á eftir að hugsa til þín daglega elsku mamma mín um alla eilífð. Hvíl í friði. Þín Auður Guðný. Merk kona er gengin sem margir munu sakna og minnast. Amma Magga var amma, langamma og langalangamma barnanna minna en ég var tengda- dóttir hennar í nærri 30 ár. Það er margs að minnast en hér vil ég minnast þess góða í samskiptum okkar. Þegar ég kom fyrst í Ás var ekki komið rafmagn í sveitina og má því nærri geta vinnuna sem húsmóðirin vann, þ.e. þæginda- laust með öllu, engin rafmagnsljós né rafmagnseldavél (eldavélin var gömul svört kolavél sem búið var að setja í olíufýringu, á vélina bar Magga tólg svo vélin var glansaði svört að ofan) ekki þvottavél, hrærivél, frystir né kæliskápur. Magga var einstaklega mikil hús- móðir og myndarleg til allra verka, af henni lærði ég umgengni og snyrtimennsku í heimilishaldi en þar var Magga á heimavelli og fús að leiðbeina „Ungfrú Húsavík“ eins og Nikulás pabbi hennar kall- aði mig. Magga hafði gott lag á því að fá mig til að vinna með sér t.d. að stoppa í plögg sem hún var búin að safna saman í poka og þá hafði hún á orði „margar hendur vinna létt verk“. Eitt er mér minnis- stætt en það var hve vel hún gekk um skótau fólksins síns, spariskór voru alltaf burstaðir eftir notkun og settir inn á hillu í forstofunni. Magga var afar vel lesin, kom vel fyrir sig orði, hún var gestrisin og góður veitandi og eiga margir bæði ungir og aldnir góðar minn- ingar frá heimsóknum til hennar. Eitt sinn kom til hennar gestur sem fékk kjötbollur að borða, gesti þóttu bollurnar það góðar að hann gæti alveg drepið sig á þeim, „æí en gott“ svaraði Magga að bragði. Af þessu svari var mikið hlegið og mest hló hún sjálf því ekki vildi hún gestinn feigan. Ekki er hægt að minnast Möggu án þess að nefna bláberjafrómasið hennar en það hefur verið jólade- sert á mínu heimili í 54 ár og er alltaf jafn vinsælt. Í seinni tíð hafa samskipi okkar verið mest í síma og einnig með heimsóknum nú síðast í lok júlí. Oft hafði ég það sem verðlaun að hringja í Möggu ef ég þurfti að klára verk sem mér fannst ekki gaman að vinna. Magga fylgdist vel með fólkinu sínu, sem dæmi þá var Birna fyrrverandi svilkona tengiliður okkar, ég sendi myndir í síma Birnu sem hún svo sýndi Möggu sama hvort var um fram- kvæmdir á húsnæði að ræða, handavinnu, prjónaskap eða bara hvað sem var. Síðasta heimsókn Möggu til okkar Stefáns í Foldarsmára var fyrir tveimur árum og nutum við þeirrar samveru mjög vel. Við Stefán sendum öllum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hlíf Geirsdóttir Stefán Ásgeirsson. Elsku Margrét Nikulásdóttir, Magga í Ási, amma og amma langa eins og hún var kölluð á mínu heimili, hefur nú kvatt og þakkað fyrir sig, tæplega 96 ára að aldri. Það er óhætt að segja að amma hafi haft áhrif á sitt sam- ferðafólk með sinni jákvæðni og léttu lund, þeir sem hittu hana og kynntust henni gleymdu henni ekki og alls ekki þeir sem voru svo lánsamir að heimsækja hana því einn af hennar mörgu stóru kost- um var að taka á móti fólki, hún hafði sérstakt lag á því að láta fólki finnast það vera velkomið og ekki síður að það væri alltaf hjart- anlega velkomið aftur og aftur. Alltaf var amma góð heim að sækja og nýttum við hvert tæki- færi sem við höfðum til að heim- sækja hana þegar við áttum leið um Norðurlandið, allt þangað til aðstæður hér heima og í heimin- um leyfðu það ekki lengur. Amma var svo lánsöm að vera við góða heilsu allt þangað til hún lenti í óhappi í fyrrahaust, hún var með allt á hreinu hjá sér, fylgdist mjög vel með sínu fólki og var með allt á hreinu varðandi hagi hennar fólks og fjölskyldu, hún var líka með allt á hreinu varðandi fullt af fólki sem maður þekkti lít- ið eða jafnvel ekki neitt. Amma var vön að snúast í kringum okkur þegar við heimsóttum hana, tipl- aði um í eldhúsinu og tíndi fram kræsingar af öllum mögulegum tegundum og að sjálfsögðu brúnu botnarnir með hvíta kreminu. Þegar hægjast fór á henni sætti hún sig við að við fengjum að að- stoða hana og sat þá á stól í eld- húsinu og leiðbeindi okkur um hvar aðföngin var að finna. Amma hafði mjög gott lag á því að stýra manni inn á að smakka á öllum tegundunum. Allaf var síðan kvittað í gestabókina áður en við kvöddum hana. Nú tekur við tómarúm sem þarf að venjast sem fylgir því að fara norður og hafa ekki mögu- leika á því að koma við hjá henni og njóta nærveru hennar. Við eigum eftir að sakna ömmu Möggu mikið, hennar jákvæða persónuleika, viðmóts og ekki síst hvað hún hafði skemmtilegan húmor fyrir sjálfri sér sem væri líklega gott að hafa með sér inn í framtíðina. Okkar allra bestu kveðjur, Arnar Geir, Elínborg, Birkir Örn og Hjörvar Daði. Þegar ég lít til bernsku minnar og elskulegra systkina, þá rifjast upp svo margar og skemmtilegar minningar, glaðværð og gagn- kvæm væntumþykja. Í þá daga var algengt að börn væru send í sveit og var það hlutskipti okkar flestra. Ég varð þess fljótt áskynja hve mörgum kostum hún var búin, já- kvæð og vel tilhugsandi til fólks og allra verka, vönduð í orðum og allri gerð. Þegar hún eignaðist Smára þá virtust ekki mörg ráð. Tveimur ár- um síðar var auglýst eftir ráðs- konu í sveit og mátti hún hafa með sér barn. Hún lét slag standa árið 1947. Um var að ræða bæ norður í Þingeyjarsýslu, Ás í Kelduhverfi. Í Ási bjó fullorðin ekkja, Sigríður Jóhannesdóttir, ásamt tveimur sonum sínum með sauðfjárbúskap og nokkrar kýr. Það gat verið 8-9 klukkustunda akstur frá Reykja- vík í Kelduhverfið, sem þótti frek- ar afskekkt. Synir Sigríðar voru þeir Bragi og Yngvi Axelssynir en svo skipast veður að Margrét og Yngvi gifta sig árið 1949 og er Þorvaldur þeirra frumburður. Ás er á austari brún Ásbyrgis, umvaf- inn birkiskógi og norðan við bæ- inn er Ástjörn og fallegt umhverfi umlykur. Margrét varð fljótt vin- sæl meðal sveitunga sinna og varð gestagangur verulegur. Yngvi maður Margrétar var heilsuveill og brugðu þau búi í kringum 1985 en þá tók Axel son- ur þeirra við búinu. Heilsu Yngva hélt áfram að hraka og lést hann árið 1998. Síðar flyst systir mín til Eyjafjarðar og leigði þar snotra íbúð, í Reykhúsum 4. Fljótlega kynnist hún starfsemi eldri Ey- firðinga. Systir lét mig vita hvað væri á döfinni hverju sinni og fór ég með henni í ýmsar ferðir sem þessi félagsskapur stóð fyrir, t.d. tveggja daga ferð í uppsveitir Húnavatnssýslu og Skagafjarðar, svo eitthvað sé nefnt. Systir lét ekki deigan síga því tvívegis fékk hún mig með sér í húsmæðraorlof að Löngumýri ásamt Kristínu heitinni, mágkonu hennar. Síðustu 10-15 árin gisti ég oft tvær til þrjár nætur er ég var á leið norður til dóttur minnar. Við Magga fórum í ýmsar skemmti- ferðir, litum í verslanir inni á Ak- ureyri, tókum Hörgárdalinn fyrir, að ógleymdum tveimur ferðum til Wales þar sem Smári og fjöl- skylda búa. Systir mín var sjálf- stæð, vildi búa ein og sjá um sig sjálf. Andinn, brosið og væntum- þykjan var hennar aðal. Í haust verður hún svo fyrir því óhappi að hún dettur heima hjá sér og brotnar illa. Er við góða umönnun á Akureyrarspítala en síðar í endurhæfingu á hjúkrunar- heimilinu í Kristnesi. Við feðgar, Ásgeir Nikulás, fórum norður hinn 29. nóvember og heimsóttum hana. Hún leit vel út og það gaf okkur von um að hún næði bata en 22. desember kveður hún þessa jarðvist. Þá vantaði hana 22 daga upp á 96 ára afmælisdaginn. Minning um yndislega persónu mun lifa. Ég vil þakka þeim sem sýndu henni væntumþykju og hlý- leika. Nærvera Auðar Guðnýjar var henni mikils virði og á hún þakkir skildar sem og börn henn- ar öll. Ennfremur vil ég þakka ná- grannakonu hennar, Heiðu Kon- ráðsdóttur, fyrir hlýleika og árvekni. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Ásgeir Nikulásson. 5. júlí 1983. Nissan Bluebird, við stýrið situr séntilmaðurinn Gestur, við hlið hans Guðný frænka, aftur í sit ég á milli Silju Daggar og Möggu frænku. Ferð- inni er heitið norður í Kelduhverfi. Ég er að fara til minnar fyrstu sumardvalar í Ási, léttadrengur – matvinnungur. Eftirvæntingin mikil enda Ás sveipaður ævintýra- ljóma í huga mínum. Á Sauðárkróki er áð yfir nótt, hjá Sigurjóni frænda. Morgunninn 6. júlí líður mér seint úr minni. Vakna við sáran grátur föður- systra minna – amma í Bjarnó er dáin. Í fyrsta skipti upplifi ég það að ástvinur deyi. Sorgin er mikil og áþreifanleg þennan dag, þær syst- ur að kveðja klettinn sinn, ætt- móður okkar sem við öll unnum og bárum virðingu fyrir. Sömu tilfinningar og sorg upp- lifði ég þegar Hrund systir til- kynnti mér að Magga frænka væri dáin. Hún átti sama stað í hjarta mér og amma í Bjarnó; þótt hún væri föðursystir mín var hún mér ígildi ömmu. Sumrin mín í Ási urðu fimm. Þar naut ég góðs atlæt- is Möggu, fékk að vinna og var sýnd ábyrgð og traust. Axarsköft- in gerði ég nokkur eins og þroska- brautin býður upp á, fékk orð í eyra frá frændum mínum en mild- ari tón frá frænku, sem sagði að það væri í lagi að gera mistök svo fremi sem maður lærði af þeim. Gestakomur voru tíðar yfir sum- artímann líkt og þéttskrifaðar gestabækurnar báru vitni um og ekki óalgengt að tjaldað væri úti í garði svo hægt væri að koma mannskapnum fyrir. Árin liðu en mér fannst Magga aldrei eldast, stálminnug og með eindæmum ættrækin þannig að maður kom aldrei að tómum kofunum er mað- ur spurði tíðinda og ljóst var að henni var annt um fólkið sitt og mátti hún ekki heyra orði hallað á nokkurn úr okkar ranni. Ég dvaldi hjá Hrund systur nú um jólin og á jóladag gekk ég frá Hóli og upp í Ás. Rölti upp á leiti, suður í gamla bæ, horfði yfir Ástjörn, höfðann og suður í heiði. Guðaði á alla glugga Ásbæjarins, úr herberginu mínu horfði ég fram eftir gangi, inn í eldhús, dekkað kaffiborð, fimm sortir, hið minnsta, í huganum gæddi ég mér á hinni himnesku brúnu tertu, með hvíta kreminu. Við pabbi áttum stutta en dýr- mæta stund með henni á Kristnes- hæli í nóvemberlok, hún stóð í glugganum er við ókum hjá og veifaði til okkar hinsta sinni. Möggu frænku í Ási þakka ég samfylgdina og hve vel hún nestaði mig fyrir lífsins gönguför. Eftir sitja minningarnar fagrar, góðar – léttur hláturinn og ljúfa brosið. Ásgeir Nikulás. Jólakortið til Möggu í Ási liggur enn á eldhúsborðinu. Ég var búin að ákveða að færa henni það þegar hún kæmi til Húsavíkur að dvelja yfir jólin en úr því varð ekki þar sem hún kvaddi þessa jarðvist hinn 22. desember sl. Það var alltaf spennandi þegar til stóð að fara norður í Ás í Keldu- hverfi til að heimsækja Möggu föð- ursystur mína og frændfólkið. Þangað fórum við nánast á hverju sumri þegar ég var lítil og í mínum huga var staðurinn sveipaður æv- intýraljóma. Alltaf var einstaklega vel tekið á móti okkur fjölskyld- unni og ég fékk að taka þátt í því sem verið var að gera. Mér fannst dagsverk á sínum tíma að ganga alla leið í rabarbaragarðinn sem þó er steinsnar frá bænum en það var svo gaman því að það var bæði gaman og fræðandi að vera með Möggu. Ég fékk það á tilfinn- inguna að ég væri sérstök þegar ég var með henni vegna þess að hún sýndi manni áhuga. Þannig hefur hún komið fram við alla enda hef ég ekki hitt nokkurn þann sem þar hefur verið án þess að minnast hennar með hlýju. Hún var um- fram allt kát, lífsglöð og jákvæð með eindæmum og reyndi oft og tíðum að kveða niður svartsýnistal þegar umræðurnar fóru að snúast á þann veg. Hennar lífsgildi fólust í því að horfa fram á veginn. Því skyldum við ætíð horfa í baksýnis- spegilinn? Liðið er það sem liðið er og því verður ekki breytt. Magga var frændrækin og þótti vænt um allt sitt fólk. Hún var með Margrét Nikulásdóttir Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, EBBA HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 9. janúar. Elsa Björk Valsdóttir Hörður Helgi Helgason Helga Harðardóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUNNARSSON, Boðaþingi 10, Kópavogi, lést fimmtudaginn 7. janúar. Útförin fer fram fimmtudaginn 14. janúar klukkan 15.00 frá Kópavogskirkju. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Guðríður H. Jónsdóttir Jóna Ólafsdóttir Hildigerður M. Gunnarsdóttir Hafdís Ólafsdóttir Hannes Björnsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.