Morgunblaðið - 12.01.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Bústaðakirkja Göngutúr frá Bústaðakirkju kl. 13 á miðvikudaginn.
Höldum millibili og njótum þess að ganga saman, klæðum okkur eftir
veðri, og ég hlakka til að sjá ykkur. Hólmfríður djákni.
Seltjarnarnes Engin dagskrá er á vegum félags og tómstundastarfs-
ins í dag þar sem engar tilslakanir hafa verið gerðar á félalagsmið-
stöðvum fyrir eldri borgara. Ennþá gildir 10 manna reglan og grímu-
skyldan. Kaffikrókurinn á Skólabraut er eingöngu opinn fyrir íbúa
Skólabrautar. Virðum persónulegar sóttvarnir.
- með morgunkaffinu
Elsku Mæsa
amma, takk fyrir
allar þær stundir
sem við áttum sam-
an. Það var alltaf jafn notalegt að
koma til þín og alltaf yndislegt að
vera með þér. Ég man þegar ég
var barnungur og við bökuðum
saman lagkökur og mömmukök-
ur fyrir jólin, mikið sem okkur
fannst það skemmtilegt saman.
Mér fannst alltaf jafn gaman að
koma til þín þegar þú áttir heima
á Króknum. Koma í mat til þín og
fá kjúkling, franskar og kokteil-
sósu. Þetta var stöðluð máltíð
þegar við heimsóttum þig.
Mér finnst skrítið að hugsa til
þess að þú sért farin og komir
ekki aftur. Ég finn núna þegar þú
ert farin og afi fór fyrir ári hvað
ég tek fólkinu mínu oft sem sjálf-
sögðum hlut. Mér finnst glatað
að hugsa til þess að þú komir
ekki aftur til okkar og eldir með
mér kjöt í karrí eins og var á
stefnuskránni. Ég verð að láta
allar góðu minningarnar sem við
eigum saman nægja og ég verð
að láta það nægja að hafa þig í
huga mér og hjarta þegar ég vildi
helst hafa þig hjá mér. Amma, ég
er ævinlega þakklátur fyrir að
hafa kynnst þér og ég er þakk-
látur fyrir allt sem þú kenndir
mér. Stærsta lexían sem þú
kenndir mér var að hugsa vel um
öll þau börn sem eru í kringum
mig. Elska þau og virða og vera
alltaf góður við þau sama hvernig
þeim líður eða hvaða hegðun þau
sýna. Þú vissir það að fenginni
reynslu að börnin okkar geta far-
ið frá okkur með engum fyrir-
vara. Ég fékk að sjá þetta sár hjá
þér þegar við vorum saman á
Flórída árið 2019 og í gegnum
María J.
Valgarðsdóttir
✝ María J. Val-garðsdóttir
fæddist 28. apríl
1952. Hún lést 26.
desember 2020.
Útför Maríu fór
fram 9. janúar
2021.
sárið kenndirðu mér
og fyrir það er ég
þakklátur, elsku
amma.
Síðustu árin með
þér voru dásamleg.
Það var yndislegt
þegar þú fluttir suð-
ur og sambandið á
milli okkar jókst,
mér þótti alltaf jafn
vænt um það að
hitta þig heima í
Bollatanga þann tíma sem þú
varst þar. Síðan var jafn dásam-
legt að koma til þín á Grandaveg-
inn þegar þú varst búin að búa
þér til heimili þar. Ég er svo
þakklátur fyrir hvað þú varst fús
að koma til okkar og vera með
okkur. Við elduðum saman, spil-
uðum og svo passaðir þú strák-
ana og lékst við þá alveg þangað
til þú veiktist. Elsku amma mín,
takk fyrir allt.
Einar Smári Garðarsson.
Elsku amma mín, það er mér
erfitt að kveðja þig og ekki síst
svona stuttu eftir að afi kvaddi.
Við erum búnar að brasa ýmis-
legt saman frá því ég var lítil
stelpa og höfum við alltaf verið
mjög góðar vinkonur. Ég var bú-
in að vera oft hjá þér á Króknum
og þá spiluðum við saman, horfð-
um á myndir og gerðum ýmislegt
fleira.
Í apríl síðastliðnum var ég
mikið hjá þér meðan ég beið eftir
því að Ragna Birna fæddist. Þú
lagaðir rótsterkt kaffi fyrir mig í
von um að koma mér af stað. Þú
varst búin að taka öll barnafötin
og þvo þau, strauja og brjóta
saman. Þú varst svo spennt að fá
að kynnast nýjasta langömmu-
barninu þínu og er það mjög sárt
að vita til þess að hún fái ekki að
alast upp með þér.
Ég get ekki sleppt því að
minnast á ferðirnar sem við fór-
um á Borunni, ýmist suður eða
norður. Við hlustuðum á Helga
Björns og Reiðmenn vindanna
alla leið, stundum skiptum við um
disk og þá fengu Álftagerðis-
bræður að taka við af Helga.
Það er svo margt sem þú hefur
kennt mér í gegnum árin elsku
amma. Ég verð lengi að venjast
því að geta ekki hringt í þig til
þess að fá ráðleggingar í eldhúsi
eða öðru sem snýr að heimilinu.
Þú komst mér meira að segja í
gegnum það að prjóna peysu á
Facetime, þú í Reykjavík og ég í
verknámi.
Amma, þú varst alveg einstak-
lega hjartahlý kona og það leyndi
sér ekki hversu mikið þú elskaðir
fjölskylduna þína. Það var alltaf
svo gott að koma til þín og þú
tókst alltaf á móti mér opnum
örmum.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið mér.
Ég elska þig alltaf.
Þín
Guðný Ósk.
Hvernig hefur þú það? Nú
bara mjög gott, ef minn tími er
kominn er hann kominn. Svona
hófst okkar samtal í vor þegar ég
kom til að hitta hana, stuttu eftir
að hún var greind með krabba-
mein. Mæsa frænka mín tók sín-
um veikindum af miklu æðru-
leysi.
Mæsa bjó í Hátúni mín fyrstu
tíu ár. Margar ferðir voru farnar
í Hátún og alltaf var mikill
spenningur og tilhlökkun að
koma þangað. Ekki var eins gam-
an þegar fara átti heim og vildum
við Gummi bróðir fá að vera leng-
ur og gista. Mæsu fannst nú ekk-
ert mál að hafa Gumma lengur,
svo rólegur og ekkert fyrir hon-
um haft, en ég, skellibjallan, tal-
aði mikið og hátt og þurfti mikla
athygli. Einu skiptin sem ég sat
og sagði ekki neitt var þegar
Mæsa var að taka sig til, klæða
sig í öll flottu fötin sem hún átti
og ég tala nú ekki um þegar hún
málaði sig. Vá hvað mér fannst
það geggjað.
Þegar ég var farin að mála mig
og spá í föt og Mæsa flutt til
Reykjavíkur bað ég hana ansi oft
að renna fyrir mig í eins og eina
búð. Maður áttaði sig engan veg-
inn á því að vegalengdir í Reykja-
vík voru ekki eins og á Króknum.
Fyrir ein jólin var ég búin að
finna geggjaðar buxur í Free-
mans. Mæsa vann þá á Landspít-
alanum og ég hringdi í vinnuna til
hennar vitandi að hún ætlaði að
koma norður á Krók um jólin.
Svarað var í símann og bað ég um
að fá að tala við Maríu Valgarðs-
dóttur. „Það vinnur engin María
Valgarðsdóttir hér“ var svarað
og ég lagði á fúl yfir að mér hefði
verið sagt að hún ynni þarna.
Stuttu síðar hringdi ég aftur og
bað um Mæsu og þá kom hún í
símann! Engin þekkti Maríu en
Mæsu þekktu allir. Ég fékk bux-
urnar fyrir jólin, því auðvitað
„renndi“ hún í Hafnarfjörð fyrir
mig!
Árið 1996 fékk ég inngöngu í
Iðnskólann í Reykjavík. Erfið-
lega gekk að finna íbúð fyrir mig
en auðsótt var að búa hjá Mæsu á
meðan. Ég var þar í mánuð og
mikið var það skemmtilegur tími.
Það var kannski ekki eldað á
hverjum degi, en ristaða brauðið
sem hún smurði með smjöri, osti
og gúrku (allar gúrkusneiðarnar
jafnþykkar) var betra hjá henni
en öllum öðrum. Mæsa vildi alls
ekki að ég borgaði henni leigu
fyrir þennan tíma og ákvað ég því
að borga (já eða pabbi) fyrir hana
Stöð 2 í nokkur skipti. Mikið sem
hún var ánægð, því Mæsa elskaði
að horfa á sjónvarp. Þessi mán-
aðardvöl hjá henni varð til þess
að ég elska líka að horfa á sjón-
varpið.
Þakklát er ég fyrir að hafa hitt
þig í desember sl. Þegar ég kom
inn með grímu og hár ofan í aug-
um spurði ég hvort þú þekktir
mig ekki örugglega, og ekki stóð
á svarinu: „Þekki alltaf röddina
þína.“ Talið barst strax að eyrna-
lokkunum mínum. „Má ég sjá
lokkana, eru þeir frá Sif Jakobs?“
Jánkaði ég því og varð að taka þá
úr mér svo hún gæti séð þá al-
mennilega. „Ég er búin að biðja
um þessa lokka í jólagjöf.“ Til að
vera alveg 100% hringdi ég í
Rögnu Maríu dóttur hennar til
athuga hvort hún fengi þá ekki
örugglega, annars ætlaði ég aftur
upp á deild og gefa henni mína.
Mæsa frænka hætti aldrei að
vera pæja!
Mikið þakka ég þér Mæsa mín
fyrir að sýna mér alltaf þolin-
mæði, umhyggju og hlýju.
Valgerður (Vala).
Ég vil minnast
elskulegrar systur
minnar, Kristínar,
í nokkrum orðum.
Hún var yngst þriggja systk-
ina og man ég þegar hún fædd-
ist, þá áttum við systkinin að
vera stillt og góð, þar sem hún
fæddist heima hjá okkur á
Mánagötu 8 í Reykjavík. Næsta
minning af okkur systrum er
þegar fjölskyldan flutti á
Miklubraut 5 árið 1947, en þá
Kristín
Guðmundsdóttir
✝ Kristín Guð-mundsdóttir
fæddist 14. nóv-
ember 1945. Hún
lést 16. desember
2020.
Útför Kristínar
fór fram 22. desem-
ber 2020.
fórum við marga
Skeggjagötuhringi,
svo við værum ekki
til vandræða með-
an á flutningunum
stóð. Þetta trítlaði
hún með mér á sín-
um litlu fótum.
Hún var sem sagt
litla systir mín,
enda minnti hún
mig reglulega á
það, að hún væri
þremur og hálfu ári yngri en
ég.
Við áttum góða æsku með
bróður okkar Gunnari, sem allt-
af var góður við litlu stelpurn-
ar. Mest var það mamma okkar,
Stefanía, sem stóð fyrir heim-
ilisrekstrinum, þar sem pabbi
okkar Guðmundur var mikið
fjarverandi vegna vinnu sinnar,
akandi ferðafólki upp um fjöll
og firnindi.
Hún systir mín var krúttleg
lítil stelpa, búlduleit og sæt og
fljótlega kom í ljós hvað hún
var miklum hæfileikum búin. Í
fórum mínum á ég dásamleg
bréf, sem hún sendi mér ung að
árum, þegar ég var í sveitadvöl
á sumrin.
Við systkinin gengum öll ung
í skátahreyfinguna, enda
Skátaheimilið í næsta nágrenni
okkar. Þar eignuðumst við
marga vini, og suma fyrir lífs-
tíð. Samverustundir með skát-
um bæði í Skátaheimilinu og í
ferðum í skála uppi á Hellis-
heiði urðu stór þáttur í okkar
tilveru. Einnig skátamót víða
um landið.
Kristín vissi snemma hvað
hún vildi læra og fór í Fóstru-
skólann, eins og hann hét þá,
enda hafði hún alltaf haft
áhuga á að vera með börnum.
Eftir útskrift ákvað hún að fara
í nám í Húsmæðraskóla í Dan-
mörku og safnaði sér fyrir
þeirri ferð með vinnu á leik-
skólum. Þaðan tók hún með sér
ýmsar danskar hefðir, t.d. í
matargerð. Seinna fór hún svo
einn vetur til Bretlands í mála-
nám.
Þegar hún og maður hennar
William Þór höfðu byggt sér
framtíðarheimili í Garða-
hreppnum urðum við nágrann-
ar, orðnar ráðsettar konur með
börn og bú. Þar ólum við upp
krakkana okkar næstum á
sömu þúfu, eins og við sögðum
stundum, enda samrýndar
systur.
Við vorum heppin systkinin
að vera alin upp við það að
ferðalög væru hluti af okkar lífi
og öll nutum við þess að fá að
fara í ferðir um landið okkar
með pabba. Seinna varð það
okkar gæfa að vinna við fjöl-
skyldufyrirtækið. Kristín hóf
þar störf kringum 1980, en þá
kom hún til þess að leysa af á
skrifstofunni vegna sumarleyfa.
30 árum seinna grínaðist hún
með það að hún væri enn í af-
leysingum.
Útivera og ferðalög voru stór
þáttur í lífi Kristínar og fjöl-
skyldu að ógleymdri skíða-
íþróttinni. Veturnir votu óspart
notaðir til skíðaiðkunar. Börnin
voru við æfingar og keppni í
Bláfjöllum, þangað var haldið
allar helgar með nesti og nýja
skó. Skíðadeild Ármanns og fé-
lagar voru eins og hluti af fjöl-
skyldunni. Einnig fóru þau
Kristín og Willi í ótal skíðaferð-
ir erlendis sem fararstjórar.
Kristín var með græna fing-
ur og áttu þau Willi mjög fal-
legan garð við hús sitt, auk
dásamlegrar garðstofu með
blómstrandi rósum. Þar buðu
þau oft til fjölskyldustunda, en
hún naut þess að bjóða upp á
dýrindis máltíðir.
Árið 1985 var Kristín stofn-
félagi Lionessuklúbbsins Eikar
í Garðabæ, seinna Lionsklúbbs,
og átti þar margar ánægju-
stundir með góðum félögum.
Vegna veikinda sinna flutti
Kristín á hjúkrunarheimilið
Ísafold í Garðabæ árið 2016,
þar sem hún naut góðrar
umönnunar.
Elsku Willi, Eðvarð, Stefanía
og fjölskyldan öll. Okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Signý systir.
Í Postulasögunni
(16:14-15) er sagt
frá Lýdíu, guðræk-
inni konu sem tók á
móti fagnaðarerindinu og bauð
boðberum þess heim til sín.
Sú frásögn vekur hugrenn-
ingatengsl við hana Lydíu okkar
sem nú hefur verið kölluð heim
til Drottins síns, til endurfunda
við Árna og aðra ástvini.
Að leiðarlokum þakka ég af
heilum hug góð kynni í meira en
hálfa öld.
Pabbi minn hafði alist upp hjá
foreldrum Arinbjörns, föður
Árna. Þegar foreldrar mínir
fluttust suður til Reykjavíkur
opnuðu Arinbjörn og Margrét
heimili sitt fyrir þeim. Í skjóli
þeirra bjó fjölskylda mín í fimm
ár, þar af fyrstu þrjú ár ævi
minnar. Og alla tíð héldust mikil
og góð tengsl milli foreldra
minna og foreldra Árna. Hann
var eins og frændi okkar systk-
inanna þótt ekki væri um líf-
fræðilegan skyldleika að ræða.
Svo kom þessi glæsilega
stúlka frá Keflavík (reyndar
upprunalega frá Vestmannaeyj-
um) og fangaði hjarta frænda
míns. Var ekki skiljanlegt að ég,
átta ára gamall, yrði svolítið af-
brýðisamur?
En það entist ekki lengi.
Lydía var svo hógvær og elsku-
leg í framkomu og samskiptum.
Samleið þeirra Árna var ein-
staklega góð og líf þeirra mjög
Dóra Lydía
Haraldsdóttir
✝ Dóra LydíaHaraldsdóttir
fæddist 1. maí
1943. Hún lést 20.
desember 2020.
Útför Lydíu fór
fram 7. janúar
2021.
samtvinnað. Fjöl-
skyldan var tónlist-
arfjölskylda, öll
börnin lögðu fyrir
sig hljóðfæraleik
eins og faðir þeirra.
Lydía lék ekki á
hljóðfæri. „Einhver
verður að hlusta,“
sagði hún og stóð
með þeim öllum í
námi og starfi.
Hátt í tvo ára-
tugi störfuðum við Árni saman í
Grensáskirkju. Lydía tók beinan
þátt í starfi hans með því að
flokka nótur og raða þeim í
söngmöppur kirkjukórsins. Í
messunum sat hún aftarlega í
kirkjunni, nálægt orgelinu, ná-
lægt Árna sínum.
Lydía missti mikið þegar
Árni dó og fór að finna fyrir
heilsubresti síðustu misserin.
Alltaf bar hún þó sömu um-
hyggju fyrir öðrum og bar með
sér þægilega nærveru og góð
áhrif. Þess nutum við Þóra ríku-
lega þegar verst stóð á í lífi okk-
ar.
Það var mjög sérstakt að lesa
jólakortið frá Lydíu sem var
póstlagt á dánardaginn og barst
okkur því eftir að við höfðum
fengið andlátsfregnina:
„Elsku Þóra og Óli.
Gleðileg jól, farsælt komandi
ár.
Þakka innilega fyrir allt hið
liðna.
Bið Guð að blessa ykkur og
allt fólkið ykkar.“
Ég þakka fyrir trúkonuna og
fyrirbiðjandann Lydíu. Megi
vitnisburður lífs hennar bera
ríkulegan ávöxt í hjörtum af-
komendanna og annarra ástvina
og vina.
Ólafur Jóhannsson.
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is
Okkar ástkæra systir og frænka,
ELÍN KRISTJANA ELÍSDÓTTIR,
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði,
andaðist á heimili sínu 8. janúar.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Ingibjörg Elísdóttir
Hrönn Ríkarðsdóttir
og fjölskyldur