Morgunblaðið - 12.01.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Hinn fjölhæfi breski kvikmynda-
leikstjóri Michael Apted, sem
þekktastur er fyrir heimildakvik-
myndaröðina „Up“, er látinn, 79
ára að aldri. Í „Up“, sem Apted
sagði hafa verið ævistarf sitt, var
fylgst með hópi Breta á sjö ára
fresti, allt frá sjöunda áratug síð-
ustu aldar en síðasta myndin var
sýnd árið 2019. Gagnrýnandi The
New York Times sagði þá að „Up“
væri ítarlegasta heimildarverkefni
kvikmyndasögunnar.
Á milli þess að vinna að „Up“-
myndunum leikstýrði Apted, sem
bjó lengst af í Bandaríkjunum, ýms-
um öðrum kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum. Meðal þekktustu
mynda hans má nefna James Bond-
myndina The World Is Not Enough
(1999), með Pierce Brosnan í hlut-
verki njósnarans, Agatha (1979),
með Vanessu Redgrave í hlutverki
Agöthu Christie, Coal Miner’s
Daughter (1980), en Sissy Spacek
hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik
sinn í henni, og Gorillas in the Mist
(1988), en hún var tilnefnd til fimm
Óskarsverðlauna, þar á meðal Sigo-
urney Weaver fyrir besta leik. Með-
al annarra kvikmynda Apteds má
nefna Gorky Park (1983) með Willi-
am Hurt í aðalhlutverki, Thunder-
heart (1992) með Val Kilmer og
Nell (1994) með Jodie Foster.
Sama fólk á sjö ára fresti
Apted starfaði við heimildaöflun
fyrir Granada-sjónvarpsstöðina
upp úr 1960 þegar hann tók þátt í
að velja fjórtán sjö ára börn sem
urðu viðfangsefni myndarinnar Se-
ven Up! (1963). Leikstjóri hennar
var Paul Almond og átti bara að
vera um eina sjónvarpskvikmynd
að ræða en Apted ákvað að halda
verkinu áfram. Hann leikstýrði 7
Plus Seven árið 1970, með viðtölum
við unglingana. Þá gerði hann 21
Up árið 1977 um það hvernig líf
unga fólksins var að þróast, með
viðtölum við þau; 28 Up gerði hann
árið 1984 og svo koll af kolli á sjö
ára fresti þar til síðasta kvikmynd-
in í röðinni sem Apted stýrði, 63
Up, var sýnd fyrir tveimur árum og
þá voru viðmælendurnir orðnir 63
ára gamlir.
AFP
Leikstjórinn Michael Apted við afhendingu
BAFTA-verðlaunanna fyrir tveimur árum.
Michael Apted,
þekktur fyrir Up-
myndirnar, er allur
Sjónvarpsþættirnir vinsælu Sex
and the City, eða Beðmál í borginni
eins og þeir hétu í íslenskri þýð-
ingu á RÚV, hefja aftur göngu sína
á þessu ári, að því er fram kemur í
frétt á vef The Guardian, á
streymisveitunni HBO Max. Þætt-
irnir nutu mikilla vinsælda á sínum
tíma, hófu göngu sína árið 1998 og
lauk henni árið 2004 og munu leik-
konurnar sem léku vinkonurnar
fjórar í þáttunum allar snúa aftur
að einni undanskilinni, Kim Catt-
rall. Hinar þrjár eru Sarah Jessica-
Parker, Cynthia Nixon og Kristin
Davis. Þættirnir hlutu sjö Emmy
og átta Golden Globe-verðlaun og
voru upphaflega byggðir á sam-
nefndri bók Candace Bushnell.
Tvær kvikmyndir voru gerðar í
kjölfar þáttanna og hlutu þær held-
ur neikvæða dóma gagnrýnenda.
Ekki liggur fyrir um hvað verð-
ur fjallað í hinum væntanlegu þátt-
um en þó ljóst að fjallað verður um
vinkonurnar Carrie, Miröndu og
Charlotte en Samantha verður
fjarri góðu gamni. Nú eru þær
komnar á sextugsaldurinn og lífið
sjálfsagt nokkuð breytt frá því sem
var. Af viðbrögðum á samfélags-
miðlum að dæma eiga þættirnir sér
enn dygga aðdáendur og ljóst að
með þessu mun HBO styrkja stöðu
sína í samkeppni streymisveitna
um áhorf.
Vinkonur Sarah Jessica-Parker, Kristin Davis, Kim Cattrall og Cynthia
Nixon á rauða dreglinum fyrir frumsýningu Sex and the City 2 árið 2010.
Beðmál í borginni enn á ný
AFP
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ludvig Kári Forberg gaf í desem-
ber í fyrra út sína fyrstu hljómplötu,
Rákir, þar sem kvartett skipaður
Ludvig og þremur öðrum tónlistar-
mönnum flytur frumsamin djasslög
eftir hann. Kvartettinn nefnist Lud-
vig Kári Quartet og auk Ludvigs,
sem leikur á víbrafón og Rhodes-
píanó, eru í honum saxófónleikarinn
Phil Doyle, Stefán
Ingólfsson á bassa
og Einar Scheving
á trommur. Kvart-
ettinn lék á
Jazzhátíð Reykja-
víkur 2019 við góð-
ar undirtektir, að sögn Ludvigs.
Á plötunni má finna frumsaminn
djassbræðing, innblásinn af þotu-
rákum í veðrahvolfi norðursins, eins
og Ludvig lýsir því. Platan var tekin
upp í menningarhúsinu Hofi á Akur-
eyri af Hauki Pálmasyni hljóðupp-
tökumanni og ber Ludvig mikið lof
á hann og hans vinnu. „Hann gerði
ótrúlega flotta vinnu við að draga
fram „sándið“ í víbrafóninum, það
er að ná fram þeim alltumlykjandi
víbrafónhljómi sem ég vildi ná fyrir
heildarsvip disksins,“ segir Ludvig
og að slíkur hljómur sé alls ekki
sjálfgefinn.
Hugtök úr flugheimi
En hvernig birtast eða speglast
þoturákir, þ.e. slóðin sem þotur
skilja eftir sig á himnum, í djassi?
„Ég myndi kannski segja að lagið
„Contrails“ lýsti því best,“ svarar
Ludvig en „contrails“ er einmitt
enska orðið yfir flugrákir. „Ég er
með línur í víbrafóninum sem eru
svolítið áberandi á kafla og gætu
verið einhvers konar þoturákir,“ út-
skýrir hann.
Hann segist vera mikill flugdellu-
karl og tengjast flugi í gegnum
æsku sína. „Faðir minn er flugvirki
og ég hef fylgst með flugvélum alla
tíð. Þegar ég sé flugvél, sérstaklega
í lendingu, þá bara stífna ég og fæ
störu, “ segir Ludvig kíminn. Hann
hafi fengið þessa hugmynd að Rák-
um þegar hann hafi, sem oftar, horft
á flugrákir á himninum. „Það eru
margar vísanir í flugheiti og hugtök
úr flugheiminum í lagaheitunum,“
segir Ludvig og nefnir „Flameout“
sem er þegar slökknar á þotuhreyfli
í flugi og „Ofris“, þ.e. þegar flugvél
ofrís. „Þetta eru skelfileg augnablik,
reyndar, en orðin fannst mér góð,“
segir Ludvig glettinn.
Lögin eru öll án söngs, instru-
mental, og mikið úrvalslið tónlistar-
manna sem leikur verk Ludvigs,
eins og fyrr var nefnt. Kvartettinn
var stofnaður í kringum plötuna,
Rákir, og lék í október 2019 sum af
lögum plötunnar á Jazzhátíð
Reykjavíkur. „Við vorum þá búnir
að taka upp plötuna að mestu,
grunna og áttum eftir að vinna hlut-
ina áfram,“ útskýrir Ludvig. Öll lög-
in eru frumsamin og segir Ludvig
plötuna mögulega þá fyrstu í þrí-
leik. „Músíkin er samin af mér og
útsett og svo unnum við þetta sam-
an til að fá lokaútkomuna,“ segir
hann.
Djass er misfrjáls í forminu, eins
og djassáhugamenn vita og segir
Ludvig að lögin hafi verið útsett á
ákveðinn hátt og svo impróvíserað
yfir þau. Hvað útgáfutónleika varð-
ar segir Ludvig kvartettinn gjarnan
vilja halda slíka og þá bæði á Akur-
eyri og í Reykjavík. Einnig komi til
greina að streyma útgáfutónleikum
en ekkert hafi þó verið ákveðið í
þeim efnum.
Ljósmynd/Einar Óli Ólafsson
Fereyki Ludvig Kári Quartet, frá vinstri Phil Doyle, Ludvig Kári, Stefán Ingólfsson og Einar Valur Scheving.
Djassbræðingur í háloftunum
Ludvig Kári Quartet leikur djass á nýútkominni plötu, Rákir Titillinn vísar
í flugrákir á himni og segist Ludvig mikill flugdellukarl enda sonur flugvirkja