Morgunblaðið - 12.01.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021
Úti Vel hefur viðrað til útivistar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Við Ægisíðu mátti í gær njóta meiri loftgæða en víða annars staðar í borginni, enda fjarri helstu umferðaræðum.
Eggert
Á næstu árum þarf
að fjárfesta, fram-
kvæma og framleiða og
gera Ísland sjálfbært á
flestum sviðum at-
vinnulífs. Ísland er
sjálfbært á mörgum
sviðum, t.a.m. hreint
vatn, heitt vatn, endur-
nýjanleg orka, hreinar
fiskafurðir og hreint
loft. Ísland getur orðið
sjálfbært í lífrænum landbúnaði og
grænmetisframleiðslu á næstu árum
með skattívilnunum og lækkun á raf-
orkuverði til sjálfbærrar framleiðslu.
Ísland á að vera með sjálfbært heil-
brigðiskerfi í fremstu röð þar sem
hægt er að framkvæma valkvæðar
aðgerðir og veita framúrskarandi
þjónustu á öllum sviðum heilbrigð-
isþjónustu. Byggja þarf tvö ný há-
tæknisjúkrahús, annars vegar á
Keldum og hins vegar að Vífils-
stöðum til að mæta mikilli eftirspurn
eftir framúrskarandi læknisþjónustu
á öllum sviðum en eftirspurn mun
aukast mikið á næstu árum. Útrýma
þarf biðraðamenningu í heilbrigð-
iskerfinu með góðu
samstarfi ríkis og
einkaaðila. Auka þarf
einkaframkvæmd og
samkeppni á flestum
sviðum heilbrigðisþjón-
ustu, en þannig eykst
verðmætasköpun og
sjálfbærni. Hefja þarf
byggingu hjúkr-
unarheimila með metn-
aðarfullum hætti um
allt land strax á næsta
ári nálægt kjörnum
heilbrigðisþjónustu og
hátæknisjúkrahúsa. Mikilvægt er að
taka stórar „strategískar“ ákvarð-
anir til að mæta framtíðinni með því
að hugsa stórt og vera skrefi framar.
Lífsstílsfjárfestingar í heilsu, mat-
vælum, fjártækni, fjarskiptum og
heilbrigðismálum eru stóru málin
næstu árin. Íslendingar eiga að hefj-
ast handa strax og byrja fjárfest-
ingar og framkvæmdir um allt land
sem auka sjálfbærni og verðmæta-
sköpun. Einnig þarf að koma af stað
framleiðslu sem tengist matvæla-
framleiðslu sem byggist á sjálfbærni
en grænmetisframleiðsla er að
aukast hratt um allt land enda nægt
af vatni, hreinu lofti og endurnýj-
anlegri orku. Nú þarf stóriðja 21.
aldarinnar að fá endurnýjanlega
orku á ásættanlegu verði en þannig
er hægt að mæta loftslagsmark-
miðum með minni flutningum milli
landa.
Mikilvægt er að stjórnmálamenn
og embættismenn landsins taki upp
þessa vinningsformúlu sem gæti
bætt verulega rekstur ríkis og sveit-
arfélaga. Ísland er einstakt land
vegna legu sinnar, menningar, ís-
lenskrar tungu, ómengaðrar nátt-
úru, náttúruauðlinda og hæfi-
leikaríkra Íslendinga á mörgum
sviðum. Styrkleikar landsins felast
einnig í smæð landsins, íbúafjölda og
vel menntuðum Íslendingum á fjöl-
mörgum sviðum. Ísland er ríkulega
búið náttúruauðlindum sem eiga eft-
ir að margfaldast í verðmætum á
þessari öld, s.s. vatn, endurnýjanleg
orka, hreinar fiskafurðir, lífrænn
landbúnaður og hreint loft. Náttúra
landsins er einstök en íslensk víðerni
og óviðjafnaleg náttúrufegurð mun
leiða til mikillar eftirspurnar sem
verður að stjórna með stefnumörkun
til lengri tíma með hagsmuni lands-
ins að leiðarljósi. Sóknarfæri lands-
ins eru mikil í verðmætasköpun á
næstu áratugum vegna legu landsins
og auðlinda sem eru eftirsóknarverð
í heimi þar sem neyslan er stjórnlaus
á kostnað náttúrunnar og landgæða.
Af þessari upptalningu má ráða að
fjársjóður Íslands er mikill horft til
framtíðar og með skýrri framtíð-
arsýn og leiðtogafærni getum við náð
árangri.
Skýr framtíðarsýn og leiðtoga-
færni býr til vinningslið
Mikilvægustu þættir í rekstri fyr-
irtækja og stofnana á næstu áratug-
um eru skýr framtíðarsýn og leið-
togafærni þeirra sem stjórna. Nú
þarf að byrja að spila sóknarbolta
sem er einfaldlega besti möguleikinn
til sigurs og árangurs. Á næstu árum
mun krafa almennings og skattgreið-
enda um betri meðferð almannafjár
og betri nýtingu á fjármunum að
hætti hinnar hagsýnu húsmóður
aukast. Mikilvægt er að þekking á
stefnumörkun til langs tíma og leið-
togafærni sé hjá stjórnmálamönnum
og embættismönnum. Í mikilvæg-
ustu málaflokkunum, menntamálum,
heilbrigðismálum og samgöngu-
málum, virðist skorta framtíðarsýn
og alla stefnumörkun til langs tíma.
Þessir þrír málaflokkar nema sam-
tals um 65% af ríkisútgjöldum. Mjög
mikilvægt er að ná góðum tökum á
þessum málaflokkum með hagræð-
ingu og skarpri framtíðarsýn. Með
skýrri framtíðarsýn og leiðtogafærni
er hægt að ná mikilli hagræðingu og
aukinni verðmætasköpun í opinber-
um rekstri á mörgum sviðum. Á
næstu misserum þurfa opinberir að-
ilar að hafa góð gildi í heiðri eins og
ábyrgðartilfinningu, ráðdeild og út-
sjónarsemi og forðast hégómagirnd
og sýndarmennsku í innkaupum.
Veljum íslenska framleiðslu og sköp-
um störf um allt land með hugrekki
og ástríðu fyrir Ísland. Fjárfestum,
framkvæmum og framleiðum til ár-
angurs fyrir Ísland.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Á næstu árum
þarf að fjárfesta,
framkvæma og fram-
leiða og gera Ísland
sjálfbært á flestum
sviðum atvinnulífs.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur,
MCF í fjármálum fyrirtækja og
hefur 30 ára starfsreynslu á
fjármálamarkaði.
Fjárfestum, framkvæmum og framleiðum
Hvernig stendur á
þessu gríðarlega fylgi
Trumps? Sigur í for-
setakosningunum
2016, 72 milljónir at-
kvæða í forsetakosn-
ingunum 2020, gríð-
arlegur fjöldi nú á
götum úti, innrás í
þinghúsið til stuðnings
honum?
Flaumur breytinga í
bandarísku þjóðfélagi
hefur orðið milljónum fólks í þjóð-
félaginu andstreymur. Ráðist hefur
verið í miklar breytingar án þess að
takast á við afleiðingarnar. Trump
hefur ekki reynst hinn frelsandi
engill, rugludallur, en eigi að síður
finnst mörgum hann vera að reyna
að hjálpa þeim.
Hnattvæðingunni fylgdi mikill
innflutningur frá löndum sem bera
ekki kostnað af velferð vestrænna
ríkja. Fyrirtæki í mið-
ríkjunum, sem hafa
meiri framleiðslukostn-
að, hærri laun, lífeyr-
iskostnað, orlof, veik-
indadaga, en t.d. ríki í
Asíu, gátu ekki keppt.
Í miðríkjunum urðu
hundruð verksmiðja
gjaldþrota, hundruð
þúsunda fjölskyldna
misstu vinnuna, urðu
gjaldþrota, misstu hús-
næði sitt á nauðung-
aruppboð, gátu ekki
kostað nám barna
sinna o.s.frv. Á sama tíma urðu tug-
ir milljóna milljónamæringar t.d. í
Kína. Trump barðist gegn alþjóða-
samningum og afleiðingum þeirra. Í
hruninu 2008 sáu Íslendingar afleið-
ingar laga um frjálsan flutning fjár-
magns þegar lög og reglugerðir
voru mismunandi í hinum ýmsu
löndum.
Í kjölfar baráttunnar við hlýnun
loftslags var kolanámum lokað,
verksmiðjur sem byggðu á þeim iðn-
aði urðu gjaldþrota, fjöldi manna
missti lífsviðurværi sitt, hætt var við
lagningu olíuleiðsla, áhrifin urðu
gríðarleg og þess ekki freistað að
takast á við þau. Trump barðist
gegn þátttöku í alþjóðasamtökum
og baráttu gegn hlýnun jarðar.
Eiturlyfjahörmungarnar tröllríða
sumum borgum Bandaríkjanna, um
30% ungmenna í sumum borgum
eru á valdi eiturlyfja og missa fram-
tíðarmarkmið. Eiturlyf flæða inn frá
Kólumbíu og Mexíkó. Trump barð-
ist fyrir vegg á landamærunum. Líf
fjölmargra fjölskyldna er í rúst.
Við höfum orðið vitni að fjölda-
hreyfingum, gríðarlegum fjölda á
götum úti vegna kynþáttamisréttis,
svört líf skipta máli. Margir telja
straum innflytjenda takmarka
möguleika sína til vinnu.
Efnahagslegt ójafnvægi veldur
óánægju og misræmi, 2-3% íbúanna
eiga 96-98% allra eigna í landinu.
Því er haldið fram að efnahagslegt
misræmi ógni lýðræðinu.
Þannig mætti lengi telja. Nú eru
miklar umræður um óróaseggi sem
ógna lýðræðinu. En um er að ræða
afleiðingar ástandsins í þjóðfélag-
inu. Stjórnvöld samþykkja hnatt-
væðingu án þess að takast á við af-
leiðingarnar, samþykkja baráttu
gegn hlýnun jarðar án þess að tak-
ast á við áhrifin á þjóðfélagshópa.
Hin óábyrga hönd markaðarins
horfir til hagvaxtar en ekki mis-
ræmis sem skapast, hin óviðráð-
anlega áfergja dauðlegra manna til
að eignast allan heiminn.
Við horfum undrandi á hundruð
metra af biðröðum fólks sem bíður
daglangt eftir að fá að kjósa. Þessi
tæknivæddasta þjóð sem ferðast um
heiminn og krefst lýðræðis og
mannréttinda getur illa talið at-
kvæði í forsetakosningum sínum,
varð ekki hæstiréttur að skera úr í
kosningum Gores og Bush, hvernig
er lýðræði og mannréttindum hátt-
að í helstu vinalöndum Bandaríkj-
anna, t.d. Sádi-Arabíu? Segðu mér
hverjir eru vinir þínir og ég skal
segja þér hver þú ert.
Svo virðist sem milljónum Banda-
ríkjamanna finnist að Trump með
alla sína galla sé að berjast fyrir
rétti þeirra. Hin ráðandi stétt sé of
langt frá hinu líðandi og stríðandi
lífi fjöldans. Í fornum bókum Íslend-
inga segir: Á skal að ósi stemma.
Takast þarf á við orsakir óróans.
Ástandið í Bandaríkjunum,
víðari útsýn, orsakir og afleiðing
Eftir Guðmund G.
Þórarinsson
Guðmundur G.
Þórarinsson
» Svo virðist sem
milljónum Banda-
ríkjamanna finnist að
Trump með alla sína
galla sé að berjast
fyrir rétti þeirra. Hin
ráðandi stétt sé of langt
frá hinu líðandi og
stríðandi lífi fjöldans.
Höfundur er verkfræðingur.
gudm.g.thorarinsson