Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 3 0. J A N Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  25. tölublað  109. árgangur  MEIRI MÖGU- LEIKAR HJÁ SARPSBORG ÞAR SEM HEIMURINN BRÁÐNAR RAX Í HAFNARHÚSINU 42EMIL SÁTTUR 40 HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Kröfuhafar VHE ehf. hafa samþykkt nauðasamning fyrirtækisins sem rambað hefur á barmi gjaldþrots um margra missera skeið. Langstærsti kröfuhafi fyrirtækisins er Lands- bankinn. Í afar flókinni viðskipta- fléttu hefur bankinn leyst til sín sölu- andvirði eigna sem fyrirtækið hefur losað sig við en á sama tíma fellur bankinn frá samningskröfum upp á milljarða króna. Í nauðasamningnum er greint frá því að nýtt hlutafé þurfi til þess að standa skil á greiðslu fyrstu afborg- ana af eftirstöðvum lýstra og sam- þykktra krafna og eins til þess að greiða upp forgangskröfur sem nema hátt í hálfum milljarði. Þá er einnig tilgreint að eigendur félagsins þurfi persónulega að greiða hluta skatta- skulda VHE. Forðast refsiábyrgð Að sögn lögfræðinga sem Morgun- blaðið ræddi við er það gert til þess að forðast refsiábyrgð gagnvart van- efndum gagnvart hinu opinbera. Heildarskuld VHE við skattayfirvöld nemur 450,9 milljónum og er ljóst að helmingur þeirrar fjárhæðar verður nú afskrifaður. Lilja Björk Einarsdóttir, banka- stjóri Landsbankans, neitar að tjá sig um málefni VHE og segir bankaleynd ríkja um þau. Af nauðasamningi VHE má ráða að bæði lánanefnd Lands- bankans og bankaráð hafi tekið mál- efni fyrirtækisins og skuldauppgjörið til afgreiðslu en það hefur verið í gjör- gæslu hjá bankanum um nokkurra ára skeið. Kröfuhafar VHE eru margir en fæstar eru kröfurnar yfir 10 milljónir króna. Morgunblaðið birtir í dag lista yfir þá 25 aðila sem fyrirtækið skuldaði þá fjárhæð eða meira þegar það fór í greiðslustöðvun. Gefur milljarða eftir  Landsbankinn tapar miklu við fjárhagslega endurskipu- lagningu VHE  Vörsluskattar eru enn í vanskilum MTapar milljörðum á VHE »22 „Rétt eins og hér þá eru drengir í Finnlandi langt á eftir stúlkunum í lesskilningi en samt eru finnsku drengirnir á undan stúlkunum okk- ar. Það segir sína sögu,“ segir Her- mundur Sigmundsson prófessor í samtali við Sunnudagsblað Morgun- blaðsins um vanda íslenskra drengja í skólakerfinu en sex af hverjum tíu sem klára stúdentspróf eru stúlkur og 66% þeirra sem ljúka háskóla- prófi. Hermundur segir áhugavert að í Finnlandi hefjist grunnskólagangan við sjö ára aldur, finnskir fræðimenn haldi því fram að börn séu upp til hópa ekki tilbúin fyrr, sérstaklega drengirnir. Þess má geta að finnskt skólakerfi hefur hlotið mikið lof og er öðrum löndum fyrirmynd, auk þess sem þeir eru meðal hæstu þjóða í al- þjóðlegu PISA-könnununum, að sögn Hermundar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Prófessor Hermundur Sigmundsson. Byrja íslensk börn of snemma í skóla?  Drengir eiga í vanda í skólakerfinu Gönguskíðaáhugi Íslendinga fer vaxandi ár frá ári og hefur aldrei verið meiri. Á góðum degi eru yfir þúsund manns í Bláfjöllum á göngu- skíðum. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er rætt við tvær konur sem eru hel- teknar af íþróttinni. Einnig er rætt við verslunarmenn sem hafa ekki undan því sala á gönguskíðum hefur margfaldast á síðustu mánuðum. „Þetta er gríðarlegt magn. Við höf- um selt vel yfir þúsund skíði á þess- um vetri,“ segir Magnús Magnús- son, sölustjóri hjá Everest, og segir að sömu sögu mætti segja um alla Evrópu. „Það hefur verið gríðarleg aukn- ing og í raun uppgangur í sportinu síðustu fimm ár. En það er spreng- ing núna,“ segir Magnús. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Útivist Fólk flykkist út á gönguskíði. Æði fyrir gönguskíðum Kuldaboli hefur bitið ansi fast fyrir norðan, en 22 stiga frost mældist kl. 3 í fyrrinótt við flug- völlinn á Akureyri, en 15 stiga frost við lög- reglustöðina inni í bænum. Að sögn lögregl- unnar hefur færðin þó verið góð og lítið sem ekkert snjóað. Voru allar leiðir því meira og minna greiðfærar. Snjómoksturstæki bæjarins höfðu þó í nógu að snúast í gær við að tryggja að Akureyringar gætu komist leiðar sinnar. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson 22 stiga frost á Akureyri í fyrrinótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.