Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 48
Listamaðurinn og heimspeking- urinn Jóhannes Dagsson opnar sýningu sína Ég veit núna / fjór- ar athuganir í Midpunkt í Kópa- vogi í dag klukkan 14. Á henni sýnir Jóhannes vídeóverkið Ég veit núna / fjórar athuganir sem samanstendur af skrásetningum á athugunum á samspili hlutar og ljóss. „Hlutir og hugmyndir okkar um þá mótast að miklu leyti af því samhengi sem þeir eru staðsettir í hverju sinni. Sami efnishluturinn tekur á sig ólík hlutverk, og fær jafnvel mismunandi nöfn eft- ir því hvernig hann er staðsettur. Þetta á við í hvers- dagslegum heimi daglegrar reynslu og magnast enn upp í samhengi vinnustofunnar, þar sem listamaðurinn tekur sér vald til að umbreyta merkingu og veru hlut- anna, og setur upp sínar eigin leikmyndir og aðstæður. Í þessu samhengi er hluturinn bæði hversdagslegur og framandi og hlutverk hans bæði óstöðugt og eðlis- lægt,“ skrifar Jóhannes um sýninguna. Ég veit núna / fjórar athuganir Hvorki fleiri né færri en þrettán landsliðskonur í knatt- spyrnu sem léku með íslenskum félagsliðum á árinu 2020 hafa gengið til liðs við erlend atvinnulið í haust og vetur. Dagný Brynjarsdóttir varð sú þrettánda í röð- inni þegar West Ham tilkynnti í fyrrakvöld að hún hefði samið við félagið. Alls leika nú 22 landsliðskonur með erlendum atvinnuliðum. »41 Þrettán landsliðskonur farnar í atvinnumennsku í haust og vetur Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Alþjóðadagur holdsveikinnar er á morgun, sunnudag. Dagurinn er hugsaður til þess að vekja athygli almennings á þessum smitsjúkdómi víða um heim, en hann greinist enn, einkum á Indlandi, í Indónesíu, Afríku og Suður-Ameríku. Erla Dóris Halldórs- dóttir hefur lagt sitt af mörkum í kynningu á holdsveiki, en fyrir jól kom út heimildarit henn- ar Óhreinu börn- in hennar Evu hjá Uglu útgáfu. „Holdsveiki var mikið vandamál á Íslandi um aldir en síðasti sjúklingurinn dó hér- lendis 1979,“ segir hún af þessu til- efni. Erla Dóris sendi frá sér bókina Holdsveiki á Íslandi 2001, en nýja bókin fjallar um sögu holdsveik- innar á Íslandi og Noregi. „Búið var að uppræta sjúkdóminn annars staðar á miðöldum en einhverra hluta vegna var hann landlægur og samofinn í þessum löndum,“ segir fræðimaðurinn. Talið er að sjúkdómurinn hafi borist til Íslands með holdsveikum biskupi frá Noregi 1406, en þar var holdsveiki útrýmt 2002. „Um 300.000 manns greinast árlega með holdsveiki víðs vegar í heiminum,“ segir Erla Dóris. Hún segir ástæð- una fyrst og fremst vera neyslu á beltisdýrum, sem beri bakteríuna í fólk, og sjúkdómurinn smitist á milli manna með snertingu og önd- un á svipaðan hátt og kvef og flensa. Um 300 Íslendingar sýktust Á Vísindavefnum kemur fram að meðgöngutíminn frá smiti þar til einkenni koma fram geti verið allt upp í 40 ár. Holdsveiki geti lýst sér á mismunandi hátt en leggist yf- irleitt illa á taugar í útlimum, sem leiði til tilfinningaleysis, krepptra vöðva og lam- ana. „Ef sjúkdómurinn gengur nógu langt éta bakteríurnar hreinlega upp heilu líffærin þannig að fingur, eyru eða nef geta horfið.“ Sýkt fólk leit gjarnan mjög illa út og Erla Dóris bendir á að mikil skömm hafi fylgt því að vera holds- veikur. „Fólkið leit illa út, var skít- ugt, illa lyktandi, sennilega vegna sára, og það þótti skammarlegt að vera holdsveikur. Enn ber á því að orðið sé notað í neikvæðri merk- ingu og ég hef heyrt að fólk, sem finnst það vera útskúfað eða hefur smitast af kórónuveirunni, segi að því finnist það vera eins og holds- veikt.“ Erla Dóris segir að tal- ið sé að um 300 Íslend- ingar hafi verið holds- veikir. Þeir hafi verið mjög sýnilegir með stóra hnúta og margir verið búnir að missa nefbroddinn. „Veikin át manneskj- una innan frá,“ áréttar hún. Á ár- unum 1652 til 1848 hafi verið fjórar „sjúkrastofnanir“ í torfhúsum á landinu. Þar hafi ekki verið læknis- meðferð og eftir að þær hafi verið lagðar niður hafi veikin breiðst út vegna þess að þá hafi fólkinu verið komið fyrir á sveitabæjum og þar hafi það smitað aðra. Þegar danska Oddfellowreglan hafi gefið þjóðinni Holdsveikraspítalann í Laugarnesi 1898 hafi fyrst verið tekið almenni- lega á sjúkdómnum, einangrun hafi komið í veg fyrir frekari útbreiðslu hér eins og í Noregi og útrýmt hon- um að lokum. Holdsveiki getur ógnað almanna- heill og er því tilkynningarskyldur sjúkdómur til sóttvarnalæknis. Lækna má holdsveiki með sýkla- lyfjum og Erla Dóris bendir á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, gefi fólki lyf til þess að reyna að út- rýma sjúkdómnum. „Það er líka mikilvægt að leggja áherslu á að skömmin, sem enn fylgir sjúkdómn- um, til dæmis á Indlandi, á engan rétt á sér,“ segir Erla. „Holdsveiki er eins og hver annar smit- sjúkdómur.“ Holdsveiki ekki skömm Morgunblaðið/Eggert Fræðimaður Erla Dóris Halldórsdóttir er iðin við kolann.  Erla Dóris hefur sent frá sér fræðirit um sjúkdóminn Útlit Rósa Ólafsdóttir, holdsveikisjúklingur á Möðru- fells-„hospital“, árið 1836. Andlit hennar var hræði- legt að sjá, svo illa hafði holdsveikibakterían leikið Rósu. Hún var nærri blind og með lokuð augu. samsungmobile.is Galaxy S21 Series 5G LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 30. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.