Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
ALLA LAUGARDAGA
MILLI 10 OG 14
Skúli Guðjónsson fæddist 30.
janúar á Ljótunnarstöðum í
Hrútafirði, Strand. Foreldrar
hans voru hjónin Guðjón Guð-
mundsson, f. 1867, d. 1954, og
Björg Andrésdóttir, f. 1866, d.
1929.
Skúli ólst upp á Ljótunnar-
stöðum, var við nám í Sam-
vinnuskólanum 1927-28 og tók
við búi foreldra sinna 1936 og
bjó þar til 1973. Hann missti
sjónina 1946 en gekk þó sjálfur
að hirðingu á sauðfé og kúm.
Hann var þjóðþekktur maður á
sinni tíð fyrir útvarpserindi og
blaðaskrif. Þegar hann varð
blindur hamlaði það skrifum
hans um hríð en svo lærði hann
á ritvél og gaf út sínar fyrstu
bækur eftir það. Eftir hann
liggja a.m.k. sex bækur og safn
ritgerða, meðal þeirra er Bréf
úr myrkri frá 1961.
Skúli var vegaverkstjóri í
Bæjarhreppi 1943-46, formað-
ur Sjúkrasamlags Bæjar-
hrepps 1943-46, sat í búnaðar-
ráði 1945, formaður
Verkalýðsfélags Hrútfirðinga
1934-36 og formaður ung-
mennafélagsins í Bæjarhreppi í
nokkur ár. Hann sat í flokk-
stjórn Sósíalistaflokksins.
Eiginkona Skúla var Þuríður
Guðjónsdóttir, f. 1908, d. 1963.
Þau eignuðust fjögur börn.
Skúli lést 20. júní 1986 á
Hvammstanga.
Merkir Íslendingar
Skúli
Guðjónsson
Fyrsta stjórn-
arskráin íslenska 1874
var í grunninn sam-
hljóða dönsku stjórn-
arskránni. Ný stjórn-
arskrá tók svo gildi við
sambandslögin 1918, –
og stjórnarskrá kon-
ungsríkisins Íslands
1920. Ný stjórnarskrá
var svo samþykkt við
lýðveldisstofnun 1944,
byggð á þeim fyrri.
En hvernig hafa þessar stjórn-
arskrár breyst í lýðræðisátt?
Frá 1944 hefur íslenska stjórn-
arskráin tekið nokkrum breytingum:
fyrst 1959; síðan 1968, 1984, 1991,
1995, 1999 og 2013.
Um breytingar á stjórnarskránni
segir í 79. gr.: „Tillögur, hvort sem
eru til breytinga eða viðauka á stjórn-
arskrá þessari, má bera upp bæði á
reglulegu Alþingi og auka Alþingi.
Nái tillagan samþykki Alþingis 1) skal
rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til al-
mennra kosninga að nýju. Samþykki
[Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal
hún staðfest af forseta lýðveldisins, og
er hún þá gild stjórnskipunarlög.“
Samkvæmt orðanna hljóðan þarf
þjóðin ekki að koma beint að breyt-
ingu stjórnarskrárinnar, heldur ein-
ungis meirihluti Alþingis fyrir og eftir
almennar kosningar.
Hvenær þarf að vísa
málum til þjóðarinnar?
Stjórnarskráin gerir ráð fyrir þjóð-
aratkvæðagreiðslum í þremur grein-
um; 11. gr. , 26 gr. og 79. gr. 1. og 2.
mgr.
Í 81. gr. segir: „Stjórnarskip-
unarlög þessi öðlast gildi, þegar Al-
þingi gerir um það ályktun, enda hafi
meiri hluti allra kosningarbærra
manna í landinu með leynilegri at-
kvæðagreiðslu samþykkt þau.“
81. gr. má skilja sem áréttingu á 79.
gr. um að kosningar á milli sam-
þykkta Alþingis á breytingum á
stjórnarskránni skuli sérstaklega
bornar upp við þjóðina samhliða al-
mennum alþingiskosningum. En hef-
ur það verið svo?
Þjóðaratkvæða-
greiðsla hefur farið fram
sjö sinnum á Íslandi:
1908, 1916, 1933, 1918,
1944, 2010 og 2011.
Í íslensku stjórn-
arskránni er fjallað um
fullveldisskerðingu í 21.
gr. Þar segir: „Forseti
lýðveldisins gerir samn-
inga við önnur ríki. Þó
getur hann enga slíka
samninga gert, ef þeir
hafa í sér fólgið afsal eða
kvaðir á landi eða land-
helgi eða ef þeir horfa til breytinga á
stjórnarhögum ríkisins, nema sam-
þykki Alþingis komi til.“
Samkvæmt orðanna hljóðan getur
Alþingi samþykkt með einföldum
meirihluta fullveldisskerðingu.
Fyrsta stjórnarskrá Dana var sam-
þykkt 1849, endurskoðuð 1866, 1915,
1920 og 1953. Danska stjórnarskráin
hefur skýr ákvæði um þjóð-
aratkvæðagreiðslur. Í 42. gr. segir að
þriðjungur þingmanna geti farið fram
á þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsam-
þykkt lög meirihlutans (lög um fjár-
lög/fjármálagerninga undanþegin) og
einungis þarf meirihluta í 30% kosn-
ingaþátttöku til að fella lögin.
Í 88. gr. er fjallað um hvernig skuli
staðið að breytingum á stjórn-
arskránni, aðferðin er sú sama og í ís-
lensku stjórnarskránni, þ.e. sam-
þykki þings, kosningar og samþykki
nýkjörins þings, en svo segir „Ef ný-
kjörið þing samþykkir frumvarpið
óbreytt, verður innan hálfs árs eftir
endanlega samþykkt að leggja breyt-
ingarnar undir dóm kjósenda… Sam-
þykki meirihluti þeirra, sem atkvæði
greiða og minnst fjörutíu hundraðs-
hlutar atkvæðisbærra manna,
ákvörðun þingsins og staðfesti kon-
ungur ákvörðunina, fær hún gildi sem
stjórnskipunarlög.“
Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa farið
fram 19 sinnum í Danmörku:
Fyrst 1916, 1920, aftur 1920, 1939,
1953, 1961, 1963, 1969, 1971, 1972,
1978, 1986, 1992, 1993, 1998, 2000,
2009, 2014 og 2015.
Af síðustu tíu þjóðaratkvæða-
greiðslum hafa níu þeirra verið um
fullveldisafsal í tengslum við aðild
Dana að ESB.
Í dönsku stjórnarskránni er kveðið
á um framsal á fullveldi í 20. grein í
tveimur málsgreinum:
„1. mgr. Ákvarðanir, sem sam-
kvæmt stjórnarskrá þessari falla
undir stjórnvöld ríkisins, má með lög-
um framselja alþjóðlegum stofn-
unum, sem settar eru á stofn með
gagnkvæmum samningum við önnur
ríki til að stuðla að alþjóðlegri lög-
skipan og samvinnu.
2. mgr. Til að lagafrumvarp sam-
kvæmt 1. mgr. öðlist gildi þarf meiri-
hluta, fimm sjöttu þingmanna. Náist
slíkur meirihluti ekki, en þó nægur
atkvæðafjöldi til að samþykkja venju-
legt lagafrumvarp, og styðji rík-
isstjórnin frumvarpið eftir sem áður,
skal bera það undir atkvæði kjósenda
til samþykktar eða synjunar sam-
kvæmt reglunum um þjóðaratkvæða-
greiðslur í 42. gr.“
Niðurstaðan af þessum sam-
anburði á upprunalegu sömu stjórn-
arskránni er sú, að ákvæði um þjóð-
aratkvæðagreiðslur og fullveldisafsal
eru mun skýrari og ríkari í þeirri
dönsku en þeirri íslensku. Ákvæði 20
gr. og 42. gr. dönsku stjórnarskrár-
innar segja skýrt um hvernig og hve-
nær á að vísa málum til þjóðarinnar.
Þessi ákvæði í stjórnarskrá eru í
raun eina tækið fyrir almenning til að
andæfa því að æðsta ríkisvaldið sé
flutt úr landinu. Það er mikilvægt að
allt vald sé temprað og sæti aðhaldi
innanlands. Þrígreining ríkisvaldsins
á að þjóna því hlutverki, en í ljósi
reynslunnar er mikilvægt að aukinn
meirihluta þings þurfi í fullveld-
isafsali og almenningur geti haft loka-
ákvörðun í mikilvægum málum sem
varða hagsmuni hans, þ.e. að æðsta
ríkisvaldið sem almenningur kaus í
almennum kosningum gefi það ekki
frá sér til erlendra aðila.
Ef breyta á stjórnarskránni væri
það fyrsta að taka upp ákvæði 20. gr.
og 42. gr. í systurskrá íslensku stjórn-
arskrárinnar.
Þjóðaratkvæði og fullveldisákvæði
í íslensku og dönsku stjórnarskránni
Eftir Sigurbjörn
Svavarsson
Sigurbjörn Svavarsson
»Ef breyta á stjórn-
arskránni, væri það
fyrsta að taka upp
ákvæði 20 gr. og 42 gr. í
systurskrá íslensku
stjórnarskrárinnar.
Höfundur er áhugamaður
um lýðræðið.
Undanfarnar vikur
og mánuði hefur verið
nokkur umræða um
intersex en fremur ein-
hæf að mínu áliti og
nánast verið skoð-
anaeinokun. Haldið
hefur verið fram að lítil
þekking/fræðsla sé að-
gengileg hér á landi.
Það getur ekki talist
rétt. Ég hef tvisvar
skrifað um þessi mál. Fyrst árið 2009
í Morgunblaðinu með fyrirsögninni
„Kynferði íþróttamanna“ og aftur
2018 með fyrirsögninni „Intersex“.
Þessar greinar eru aðgengilegar í
greinasafni Mbl.
Tilefni fyrri greinar var keppni
Caster Semenya á Heimsmeist-
aramótinu í frjálsíþróttum í Berlín
2009. Ég var á mótinu og undanfar-
andi þingi sem fulltrúi FRÍ og fylgd-
ist með keppninni og viðbrögðum.
Seinni greinin var skrifuð eftir ein-
hliða umræðu í RÚV.
Álitamál um kynferði íþróttamanna
hafa lengi verið þekkt í íþróttahreyf-
ingunni. Í tólf ára setu minni í lækna-
nefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambands-
ins voru rifjuð upp atvik þegar
misræmi var á litningagreiningu og
útliti einstaklings. Ég veitti umsögn
um álitamál. Atburðarásin vegna
Caster Semenya var óvenjuleg svo
vægt sé til orða tekið.
Íþróttakonur sem kepptu með Cas-
ter Semenya mótmæltu þátttöku
hennar og töldu hana ekki geta verið
konu vegna útlits hennar og var það
flestum skiljanlegt. Hófst mikil um-
ræða í fjölmiðlum og fræðiritum um
allan heim og sérfræðingar skýrðu
þau mörgu afbrigði sem gætu orðið í
kynþróun einstaklings.
Í greinum mínum leitaðist ég við að
endursegja þessi atriði og varpa frek-
ara ljósi á þessu flóknu og viðkvæmu
mál. Þær virðast þó hafa verið of
flóknar til að alþingismenn, sem þurfa
nokkra mánuði til að ákveða um
hverja viku í fæðingarorlofi, gætu
kynnt sér.
Frumgreining kynferðis ein-
staklings fer að sjálfsögðu fram eftir
fæðingu. Ef kynfæri eru eðlileg þótt
undirliggjandi litninga- eða horm-
ónaafbrigði séu til staðar getur sá ein-
staklingur vaxið og lifað sínu lífi at-
hugasemdalaust þar til ástæða gæti
komið til athugunar t.d. vegna
íþróttaárangurs eða ófrjósemi.
Séu kynfæri barns af-
brigðileg, geta verið
veruleg og allt að tvö-
föld, hefur verið reynt í
samráði við foreldra að
greina nánar líklega
kynþróun og aðgerðir
hafa verið gerðar á ytri
kynfærum í samræmi
við það.
Fullyrða má að slíkar
aðgerðir hafi tekist vel
og gert einstaklingnum
kleift að lifa at-
hugasemdalaust í sínu umhverfi utan
sviðsljóss fjölmiða eða almennings.
Þessir einstaklingar hafa ekki ástæðu
til koma fram.
Vissulega er það vel þekkt að end-
anlegt kynval einstaklingsins hefur
orðið mótsett við ætlaða þróun og ein-
staklingurinn talið sig til kyns mót-
sett við aðgerðir.
Einstaklingar sem telja sig þannig
hafa orðið fyrir mistökum hafa orðið
atkvæðamiklir utanlands sem hér-
lendis og talið að engar aðgerðir ætti
að gera fyrr en einstaklingurinn hefði
vit á til samþykkis og vals. Engin
tímamörk hafa verið skilgreind og
börnum því ætlað að fara gegnum
bernskuár með veruleg frávik frá
venjulegum kynfærum. Er líklegt að
slík börn komist hjá athugasemdum
stríðni og einelti?
Ákafahópur, sem ekki hefur liðið
vegna afbrigðilegs útlits kynfæra og
ekki þurft slíkar aðgerðir, hefur náð
eyrum ráðamanna með furðulegustu
rökum og lagt til lögbann við hvers
konar leiðréttingaraðgerðum, jafnvel
á galla þvagrás drengja.
Ég get sagt frá því ýkjulaust að
mér eldri strákar í minni æskubyggð
höfðu í flimtingum að ákveðinn ein-
staklingur hefði tvöföld kynfæri og
sögðu hann á klámfenginn hátt geta
stundað kynlíf með sjálfum sér.
Það á ekki að vera „kriminelt“ fyrir
foreldra eftir vandlega íhugun og ráð-
gjöf að vilja forða barni sínu frá slíku
umtali.
Eftir Birgi
Guðjónsson
Birgir Guðjónsson
» Það á ekki að vera
„kriminelt“ fyrir for-
eldra að forða börnum
sínum frá einelti vegna
frávika á útliti kynfæra.
Höfundur er læknir, MACP, FRCP,
AGAF, FASGE og hefur starfað um
árabil í íþróttahreyfingunni.
Intersex-afbrigði