Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
✝ María KristínSiggeirsdóttir
fæddist á Fá-
skrúðsfirði 9.
ágúst 1942. Hún
lést á Landspít-
alanum 22. janúar
2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
geir Stefánsson, f.
6. janúar 1906, d.
25. nóvember
1970, og Helga Finnbogadóttir,
f. 13. mars 1912, d. 26. nóv-
ember 1985. Systkini: Aðal-
björg, f. 1931, d. 1953. Karl
Guðjón, f. 1933, d. 1977. Stefán
Finnbogi, f. 1938. Drengur, f.
1941, d. 1941. Jóhanna, f. 1950.
Auðbjörg, f. 1952 (dóttir Að-
albjargar).
3) Draupnir Rúnar Draupn-
isson, f. 9. júní 1976. María ólst
upp í Miðhúsi á Fáskrúðsfirði
og eftir grunnskóla stundaði
hún nám í Húsmæðraskólanum
á Laugarvatni. Á yngri árum
vann hún við fiskvinnslu en
starfaði sem talsímavörður hjá
Landsímanum frá 1961 til 1971
er hún gifti sig og flutti í Nes-
kaupstað. Þar starfaði hún við
heimilisstörf, fiskvinnslu og í
eldhúsi Fjórðungssjúkrahúss-
ins um tíma. Eftir að María
missti eiginmann sinn árið
1987 bjó hún áfram í Neskaup-
stað til ársins 2014 er hún flutti
að Hraunvangi 1 í Hafnarfirði
þar sem hún bjó til dauðadags.
Útför Maríu fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag,
30. janúar 2021, og hefst at-
höfnin klukkan 14. Streymt
verður frá athöfninni.
Stytt slóð:
tinyurl.com/e89ga7pj
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
María giftist
Freysteini Draupni
Marteinssyni, f. 20.
september 1940, d.
2. október 1987.
Synir hennar eru:
1) Siggeir Þor-
steinsson, f. 26 júlí
1963, faðir Þor-
steinn Einarsson.
Synir hans eru
Sindri, f. 1986,
Kári, f. 1989, Atli
Steinar, f. 1992, og Arnór, f.
1998. Móðir þeirra er Björk
Inga Arnórsdóttir.
2) Ástvaldur Draupnisson, f.
26. apríl 1974, giftur Susanne
Lund Draupnisson, f. 14. júlí
1978. Synir þeirra eru Mads, f.
1997, Emil, f. 2004, Jakob, f.
2007, og Óskar, f. 2010.
Elsku mamma mín, ég mun
sakna þess að spjalla saman oft
á dag eins og við gerðum alla
daga alla tíð og fara saman á
rúntinn sem við elskuðum.
Þú kenndir mér svo mikið í
gegnum ævina og gerðir mig að
þeim manni sem ég er í dag.
Ólst mig upp við að gera allt
með stæl sem maður tæki sér
fyrir hendur eða sleppa því og
varstu alltaf dugleg að segja að
manni væru allir vegir færir.
Stundirnar sem við áttum
voru ómetanlegar enda vorum
við alltaf mjög náin og fátt var
skemmtilegra en að lenda á
góðu spjalli og þú varst enda-
laus uppspretta af fróðleik og
sögum og mundir gjörsamlega
allt og varst svo áhugasöm um
fólk.
Þú hafðir svo mikið að gefa
og varst alltaf til staðar fyrir
alla og gerðir alltaf allt sem í
þínu valdi stóð til að vera góð
við alla og gera fólki í kringum
þig glaðan dag enda sogaðist
fólk gjörsamlega að þér og
voru Lækjamót heima í Nes-
kaupstað alltaf eins og fé-
lagsmiðstöð þar sem allir voru
velkomnir og gátu rætt allt
milli himins og jarðar.
Þú varst einstök manneskja,
sérstaklega lífsglöð og stór-
glæsileg og alltaf með þitt hlýja
bros á vör og varst aldrei að
velta fyrir þér einhverjum
óþarfa smáatriðum.
Minningarnar hellast yfir og
þar sem ég er yngstur af okkur
bræðrum og pabbi deyr þegar
ég er 11 ára þá vorum við oft á
tíðum tvö í heimili og dekraðir
þú svoleiðis við prinsinn. Ótelj-
andi smurbrauðstertur, vöfflur,
pönnukökur, plokkfiskur og
annað gúmmelaði var græjað
fyrir mig hvenær sem mig
langaði í og var alltaf svo gam-
an hjá okkur.
Þú áttir stundum held ég
erfitt með að skilja alla æv-
intýraþrána í mér en fylgdist
alltaf áhugasöm með og hvattir
mig til að elta mína drauma og
var ég alltaf duglegur að halda
sambandi þótt ég væri í öðrum
heimsálfum.
Það er búið að vera svo
dásamlegt að lesa yfir dagbæk-
urnar þínar og sjá það sem þú
hefur skrifað þegar ég var að
hringja frá framandi löndum;
„Draupnir hringdi frá Rúanda í
Afríku, fer til Kenía á morgun“
og var þér alltaf umhugað um
hvar ég var.
Í dag í þessari miklu sorg er
ég þakklátastur fyrir hversu
mikla samveru og dýrmætar
minningar við eigum frá síð-
ustu mánuðum og hef ég aldrei
verið meira heima á Íslandi en
undanfarið og haustið algjör-
lega tileinkað þér, sem er svo
ómetanlegt núna þegar þú ert
farin frá okkur.
Einnig þakka ég mikið
ógleymanlegu gæðahringferð-
ina okkar um Ísland 2019 en þú
elskaðir að keyra um fallega
landið okkar.
Þú skildir víða eftir þig spor
elsku mamma og munt lifa
áfram í hjörtum okkar enda
alltaf svo góð við alla. Það er
ómetanlegt í dag að finna alla
samúðina og hlýjuna frá fólki
sem hringir í okkur og hefur
samband og syrgir þig.
Ég mun gera allt sem ég get
til að þú verðir áfram stolt af
mér elsku mamma mín, klett-
urinn okkar allra, og þakka þér
fyrir allt. Ég elska þig og mun
alltaf gera en minning þín mun
lifa að eilífu.
Þinn elskandi sonur,
Draupnir Rúnar.
Það er sagt um sumt fólk að
það sé ekki allra. Að það eigi
bara skap með sumum mann-
eskjum en ekki öllum.
Mamma var allra. Henni
linnti við alla og dæmdi engan.
Hún fór í gegnum lífsins ólgu-
sjó með stóískri ró og seiglu.
Þrátt fyrir áföll lífsins hélt hún
sinni reisn og jafnaðargeði allt
til leiðarenda. Það er ekki hægt
að segja að hún hafi verið
strangur uppalandi. Hún
treysti okkur sonum sínum til
að fara okkar eigin leiðir og ég
man ekki til að hún hafi
skammað mig þó að ég hafi
örugglega oft átt það skilið.
Hún stóð við bakið á sínu fólki
og hafði mikinn skilning á ef
eitthvað bjátaði á einhvers
staðar.
Hún tók ávallt upp hanskann
fyrir þá sem minna máttu sín
og hallmælti engum. Hún var
mikill mann- og dýravinur og
hafði mikla kímnigáfu. Henni
tókst að sjá húmorinn í flestu
og jafnvel á lokametrunum
tókst okkur að hlæja að ein-
hverju sem við vorum að ræða
á spítalanum.
Einn hæfileika hafði hún sem
var einstakur og það var
hversu minnug hún var. Hún
gat rakið löngu liðna atburði og
vissi ættir flestra sem hún
þekkti eða kannaðist við. Ég er
strax farinn að sakna þess að
geta ekki hringt og spurt hana
út í hluti sem ég veit ekki eða
man ekki lengur sjálfur.
Ég kveð nú móður mína og
þakka henni fyrir samfylgdina
og að hafa staðið við bakið á
mér og mínum alla tíð og ávallt
verið reiðubúin til að leggja sitt
af mörkum til að gera lífið
betra og skemmtilegra. Ég
hugga mig við að nú er hún
komin á betri stað og þarf ekki
að þjást vegna veikinda sem
hrjáð hafa hana undanfarið.
Minning hennar mun lifa.
Siggeir.
Í dag kveðjum við mömmu,
tengdamömmu og ömmu.
Það er með miklum söknuði
og sorg að við kveðjum og erf-
itt að hugsa til þess að hún sé
farin.
Fordómaleysi, óeigingirni,
félagslyndi og málsvari þeirra
sem minna mega sín eru nokkr-
ir af þeim kostum sem fyrst
koma upp í hugann þegar hugs-
að er til baka.
Minnumst þess að hún setti
sjálfa sig aldrei í fyrsta sæti og
var alltaf að hugsa um aðra.
Strákarnir okkar elskuðu
ömmu sína sem var mikil húm-
oristi og alltaf til í gott spjall
og spil.
Hún var dugleg með ipadinn
og gat þannig tekið þátt í dag-
legu lífi okkar í Danmörku
þrátt fyrir fjarlægðina.
Hún var mikill dýravinur og
nutum við þess að deila með
henni myndum og atburðum úr
sveitinni.
Við gætum auðveldlega
skrifað margar síður með góð-
um minningum en nú kveðjum
við.
Elsku mamma, tengda-
mamma og amma, við þökkum
fyrir yndislega tíma saman og
stuðning alla tíð.
Við munum sakna þín en
minning þín og gildi munu lifa.
Ástvaldur, Susanne
og strákarnir.
Elsku góða Mæja, það er
komið að kveðjustund.
Það er skrítið að hugsa til
þess að það verði aldrei aftur
„við heyrumst“ eftir langt og
gott spjall í símann. Samtölin
sem við áttum voru aldrei stutt
og gátum við auðveldlega talað
í tvo tíma.
Draupnir Rúnar er æskuvin-
ur minn og þannig varð til góð
vinátta milli mín og Maríu.
Minningarnar eru margar
sem koma upp í hugann. Alltaf
var gott að koma á Lækjamót
til Mæju. Þar sátum við tím-
unum saman, langt fram á nótt,
spjölluðum, spiluðum, hlógum,
drukkum kaffi, kíktum á rúnt-
inn og alltaf var Mæja með.
Það var ekkert skemmtilegra
en þegar hún dró fram spilin og
spáði fyrir okkur.
Hún hafði einstaka nærveru,
hlýleg, afslöppuð, bjó yfir mik-
illi ró og allir gátu verið ná-
kvæmlega eins og þeir vildu í
kringum hana.
Alltaf var stutt í hláturinn og
sprellið. Hún hafði gaman af
góðum sögum og spaugilegum
uppákomum. Það var gaman að
hlusta á Mæju segja frá. Hún
sagði frá gömlum tímum. Frá
því hún var ung á Fáskrúðs-
firði, með sitt fína hár, og vann
á símstöðinni. Hún átti ennþá
greiðuna sem hún túberaði all-
ar vinkonurnar með áður en
farið var á ball og stundum var
hún tekin fram og þá sást að
Mæja hafði engu gleymt varð-
andi hárgreiðslurnar. Eins hélt
hún alla tíð upp á fínu kjólana
sem höfðu verðið sérsaumaðir á
hana. Hún var glæsileg ung
kona.
Mæja var með allt á hreinu,
fylgdist mjög vel með sínu
fólki, fjölskyldu og vinum og
hafði einstaklega gaman af að
ræða ættfræði.
Henni var umhugað um alla.
Spurði um líðan fólks og mátti
ekkert aumt sjá. Hún var
traust, hlustaði, kom með upp-
örvandi orð og gerði gott úr
öllu.
María var stolt af strákunum
sínum, ekkert var henni dýr-
mætara en þeir. Hún stóð með
þeim af heilum hug og kær-
leika.
Alveg fram á síðustu stundu
tók hún hlutunum eins og þeir
komu á sinn magnaða hátt.
Mæja mín. Takk fyrir allt,
takk fyrir alla hlýjuna sem þú
hefur alltaf sýnt mér. Ég á
margar fallegar og góðar minn-
ingar sem ég mun alltaf geyma
í hjarta mér.
Elsku Draupnir Rúnar, Ást-
valdur og Siggeir, Jóhanna og
aðrir ástvinir Maríu. Missir
ykkar er sár og söknuðurinn
mikill.
Ég bið þess að allar góðar
vættir vaki yfir ykkur á erf-
iðum tímum. Minning um fal-
lega, sterka og góða konu lifir.
Sigrún Þorsteinsdóttir.
Elsku Mæja mín, ekki datt
mér í hug þegar ég hringdi í
þig til að óska þér gleðilegs ný-
árs að þú værir á förum. Ég
náði þó að tala nokkur orð við
þig í vikunni sem þú lést.
Það er margs að minnast úr
æsku okkar. Dadda og Mæja
alltaf eins og samloka enda jafn
gamlar og sátu saman í skól-
anum.
Eitt sinn vorum við þrjár að
spila svarta-pétur heima hjá
okkur Döddu í Baldurshaga,
mér fannst þær hafa svindlað
svo þær hlupu út yfir girðingu
með fram Pósthúsi sem var hús
afa hennar og ömmu, Finnboga
og Auðbjargar, og heim í Mið-
hús til Helgu og Siggeirs, for-
eldra Mæju. Þar með var leikn-
um lokið. Ýmislegt fleira væri
hægt að rifja upp úr æsku okk-
ar á Fáskrúðsfirði. Mæja var
trygg vinkonum sínum sem hún
vann með á Símstöðinni og okk-
ur Döddu systur. Við vorum
bræðradætur, því Bergkvist
faðir okkar og Siggeir faðir
Mæju voru bræður. Mæju var
annt um sitt skyldfólk og eiga
synir hennar heiður skilinn fyr-
ir alla þá væntumþykju sem
þeir sýndu henni. Draupnir og
Ástvaldur voru ungir drengir
þegar pabbi þeirra dó, dugn-
aður allra bræðranna var eft-
irtektarverður. Jóhanna systir
Mæju var henni ætíð mikil stoð
og stytta, Mæja var afskaplega
ánægð að fá Helgu Maríu dótt-
ur hennar í afmælisgjöf eitt ár-
ið. Mæja var hæglát kona sem
tókst á við margt á taflborði
lífsins og hafði oft á tíðum sig-
ur.
Mæja talaði oft við okkur
systur eða við höfðum samband
við hana, hún var yndisleg vin-
kona.
Fallin er frá hvunndagshetja
með góðan orðstír. Blessuð sé
minning Maríu Kristínar Sig-
geirsdóttur. Ég sendi sonum
hennar og fjölskyldum þeirra,
öðrum ættingjum og vinum
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðríður Karen
Bergkvistsdóttir.
María Kristín
Siggeirsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA ÁSLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hvassaleiti 58 í Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík
22. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. febrúar
klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu takmarkast fjöldi í
kirkjunni við 100 manns og eru ættingjar og nánir vinir velkomnir
á meðan húsrúm leyfir. Streymt verður frá athöfninni á slóð sem
birtist í vefútgáfum og facebooksíðum aðstandenda.
Áslaug Haraldsdóttir
Stefán Haraldsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Okkar heittelskaða eiginkona, móðir,
tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona
og barnabarn,
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Sigga okkar
viðskiptafræðingur,
Lækjarvaði 11, Reykjavík,
lést á Landspítalanum deild 11E að kvöldi 23. janúar. Útför fer
fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 4. janúar klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu
aðstandendur og vinir viðstaddir. Blóm og kransar afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast Siggu er bent á Minningarsjóð
Sigríðar 0331-13-905355, kt. 1601665419 V/gjöf til styrktar
Landspítala Íslands. Streymi: https://youtu.be/RoU6YEldGpI
Bjarni Einarsson
Guðmundur Bjarnason Esther Friðriksdóttir
Dagur Bjarnason
Birta Bjarnadóttir
Guðmundur Egilsson Hulda Pétursdóttir
Helga Guðmundsdóttir Jón Gunnlaugur Sævarsson
Fanney Guðmundsdóttir Svavar Már Gunnarsson
Jóhanna Einarsdóttir Hilmar Sæmundsson
Sumarliði Gísli Einarsson
Sveinbjörn Einarsson
Sigríður Skarphéðinsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVAVA SNORRADÓTTIR
smurbrauðsdama,
Hæðargarði 33, Reykjavík,
verður jarðsett frá Bústaðakirkju 3. febrúar
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu ættingjar
og vinir viðstaddir athöfnina en henni verður streymt á slóðinni
https://youtu.be/icW6ZXzuK8A og má finna virkan hlekk á
streymi á slóðinni https://www.mbl.is/andlat/
Anna Rósa Sigurgeirsdóttir Halldór Leifsson
Snorri Bogason Agnes Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
JENNÝ ANNA BALDURSDÓTTIR,
Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði,
lést á Landspítala Hringbraut fimmtudaginn
28. janúar. Útför mun fara fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Einar Vilberg Hjartarson
Sara Hrund Einarsdóttir
María Greta Einarsdóttir Ari Benóný Malmquist
Helga Björk Laxdal Björn Axelsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VILHJÁLMUR K. HJARTARSON
bifreiðarstjóri,
Fossvegi 8, Selfossi,
áður Bakkaseli 24, Reykjavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
28. janúar.
Útför verður auglýst síðar.
Þ. Harpa Jónsdóttir
Hjörtur V.W. Vilhjálmsson Sangwan Wium
Ragnhildur Vilhjálmsdóttir Ingibjörn Jóhannsson
Gunnar Örn Vilhjálmsson
Jón Vilhjálmsson Súsanna Gunnarsdóttir
Kristinn Þ. Vilhjálmsson Anna Lilja Rafnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn