Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
30. janúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.96
Sterlingspund 175.98
Kanadadalur 100.19
Dönsk króna 20.973
Norsk króna 14.82
Sænsk króna 15.387
Svissn. franki 144.67
Japanskt jen 1.2354
SDR 185.54
Evra 155.97
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.2967
Hrávöruverð
Gull 1839.65 ($/únsa)
Ál 2003.5 ($/tonn) LME
Hráolía 55.41 ($/fatið) Brent
● Tryggingafélagið VÍS gerir ráð fyrir
því í afkomuspá sem það sendi frá sér í
gær að hagnaður ársins 2021 fyrir
skatta verði tæplega 2,6 milljarðar
króna. Þá spáir VÍS því að samsett hlut-
fall ársins verði 96,8%.
Í afkomuspánni er einnig gert ráð
fyrir að tjóna- og endurtryggingahlutfall
verði 75,4%, kostnaðarhlutfall verði
21,4% og ávöxtun fjáreigna 6,1%.
Tilgreint er í spánni að fjárfest-
ingastefna VÍS miði að því að samsetn-
ing eigna hámarki ávöxtun miðað við
þann áhættuvilja sem settur hefur ver-
ið. „VÍS hefur skilgreint áhættuvilja fé-
lagsins út frá gjaldþolshlutfalli sem er á
bilinu 1,35 – 1,70.,“ segir í spánni.
VÍS segist munu tilkynna ef frávik frá
væntum hagnaði ársins verði meira en
300 milljónir króna, og félagið mun
uppfæra spána ársfjórðungslega, birta í
afkomutilkynningum og kynna í fjár-
festakynningum félagsins.
Gengi VÍS í kauphöllinni hækkaði í
gær um 2,95% og er 13,95 kr. á hlut.
VÍS býst við 2,6 millj-
arða hagnaði árið 2021
Spá Samsett hlutfall verður 96,8%.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Mikill meirihluti kröfuhafa VHE ehf. samþykkti
framlagðan nauðasamning félagsins á fundi sem
haldinn var 13. janúar síðastliðinn. Mun héraðs-
dómur taka afstöðu til samningsins og úrskurða
um hann 2. febrúar.
Miðað við samninginn sem nú liggur fyrir munu
kröfuhafar verða af mörgum milljörðum en VHE
hefur átt í rekstrarerfiðleikum um langt árabil.
Líkt og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu
miðar nauðasamningurinn að því að helmingur
samningskrafna á hendur félaginu verði afskrifað-
ur og að verulegur greiðslufrestur verði gefinn á
því sem út af stendur. Þannig munu kröfuhafar
hafa fallist á að 20% eftirstæðra krafna verði
greidd innan 8 vikna frá samþykkt samningsins og
að 80% verði svo greidd með útgáfu verðtryggðs
skuldabréfs til 7 ára sem beri enga vexti og að
fyrsta afborgun af bréfinu verði 24 mánuðum eftir
að nauðasamningur kemst á.
Meðfylgjandi tafla sýnir þá kröfuhafa VHE sem
lýstu hærri kröfu en sem nam 10 milljónum króna.
Kröfuhafar voru þó vel á annað hundrað og heildar-
fjárhæð lýstra krafna 4.768.314.809 krónur. Lang-
stærsti kröfuhafi félagsins er Landsbankinn sem
lengi hefur verið með félagið í gjörgæslu vegna
fyrrnefndra rekstrarerfiðleika.Hin sérstaka staða
Landsbankans í nauðasamningsumleitunum vekur
óneitanlega athygli og uppgjör milli bankans og
VHE er gert að sérstöku umfjöllunarefni í samn-
ingnum sem að lokum var samþykktur. Þar kemur
fram að heildarkröfur bankans á hendur félaginu
hafi numið um 4.827 milljónum króna þegar það fór
í greiðslustöðvun um miðjan aprílmánuð í fyrra.
Landsbankinn í flókinni fléttu
Þær kröfur voru hins vegar ekki allar samnings-
kröfur og átti bankinn veðtryggingu „fyrir öllum
sínum kröfum“ eins og það er orðað í nauðasamn-
ingnum. Hins vegar hefur VHE á greiðslustöðv-
unartímabilinu ráðist í umfangsmikla eignasölu á
dótturfélögum sínum, m.a. Landvélum og Fálkan-
um, Varma og vélaverki og VHE Austur. Hefur
andvirði þeirrar sölu gengið til skuldauppgjörs við
Landsbankann og kemur fram í nauðasamningn-
um að það hafi lækkað kröfur Landsbankans á
hendur VHE um 550 milljónir og skuldir gagnvart
allri samstæðu VHE um 1.420 milljónir. Sökum
þess er það hluti af samkomulaginu að líta skuli svo
á að óuppgerðar samningskröfur nemi 2.327 millj-
ónum króna.
Að öllu óbreyttu hefði það þýtt að helmingur of-
annefndrar kröfu, þ.e. 1.163,5 milljónir hefðu verið
afskrifaðar, 233 milljónir hefðu komið til greiðslu
innan tveggja mánaða og skuldabréf að fjárhæð
930,5 milljónir hefði verið afhent bankanum. Það
hefur hins vegar, án frekari skýringa í samningn-
um, orðið að samkomulagi milli bankans og VHE
að Landsbankinn fái greiddar 200 milljónir tveim-
ur mánuðum eftir samþykkt nauðasamnings og 17
milljónir 40 mánuðum eftir samþykkt hans. Verður
bankinn því af 16 milljónum vegna þess hluta upp-
gjörsins.
Þá er hins vegar ekki öll sagan sögð því enn
fremur er kveðið á um að bankinn fellur frá því sem
eftir stendur samkvæmt fyrrnefndum útreikningi
eða 2.110 milljónum króna.
Sendi Morgunblaðið Lilju Björk Einarsdóttur,
bankastjóra Landsbankans, fyrirspurn um þessa
útfærslu uppgjörsins og hvernig hún gæti sam-
rýmst hagsmunum bankans í málinu. Svar bankans
var að honum sé ekki unnt að tjá sig um viðskipta-
málefni einstakra viðskiptavina.
Ljóst er að kröfuhafar sem nú hafa gengið að
nauðasamningi við VHE taka mikla áhættu og al-
gjör óvissa er uppi um hverjar endurheimtur af
þeim helmingi lýstra krafna sem þeir eiga enn
heimtingu á. Veltur það m.a. á því hvort núverandi
eigendum VHE og öðrum fjárfestum takist að
leggja nýtt fjármagn inn í félagið. Ekki er fjallað
um í nauðasamningnum hver sú fjárhæð þurfi að
vera en ljóst er að VHE þarf að greiða 400 milljónir
til samningskröfuhafa innan 8 vikna eftir að nauða-
samningur kemst á auk verulegra fjárhæða til for-
gangskröfuhafa sem lýst hafa nærri 460 milljóna
kröfu á hendur fyrirtækinu.
Eigendur forða sér undan refsidómi
Athygli vekur að Skatturinn, fyrir hönd ríkis-
sjóðs, hefur lýst einna hæstri kröfu á hendur VHE
eða sem nemur 450,9 milljónum króna. Lögfræð-
ingar sem Morgunblaðið hefur rætt við segja að
þessar kröfur lúti sömu lögmálum og aðrar samn-
ingskröfur í nauðasamningi. Hins vegar kunni hluti
þessarar fjárhæðar að vera vegna vanskila á
vörslusköttum sem geti bakað stjórnendum VHE
refsiábyrgð, innheimtist þeir ekki að fullu. Af
nauðasamningnum má sjá að þannig er í pottinn
búið. Þar segir í niðurlagi: „Þá þarf að hafa í huga
að auk þessara greiðslna [nýs hlutafjár] þarf a.m.k.
hluti eigenda persónulega að greiða skattaskuldir
vegna félaga í VHE-samstæðunni.“
Íþróttafélögin bera skarðan hlut frá borði
Það eru ekki aðeins fyrirtæki tengd iðnaði sem
lýst hafa kröfum á hendur VHE. Þannig má í
kröfuhafaskránni finna tvær kröfur frá íþrótta-
félaginu Hetti á Egilsstöðum að fjárhæð 1.377.735
kr. og frá Íþróttafélagi Reykjavíkur að fjárhæð
278.317 kr.
Tapar milljörðum á VHE
Krafa Landsbankans nam 4,8 milljörðum Afskrifar stærstan hluta veðkrafna
sinna á hendur VHE Fær söluandvirði eigna í sinn hlut Ríkissjóður sér á bak
225 milljónum vegna vangoldinna opinberra gjalda Íþróttafélög meðal kröfuhafa
Stærstu kröfuhafar VHE ehf.
Krafa (kr.)
Landsbankinn ehf. 2.881.000.000
Þrotabú KI2020 ehf.* 500.050.000
Skatturinn 450.910.753
Steypustöðin ehf. 163.451.084
Húsasmiðjan ehf. 57.068.366
Nordbo Enterprises ehf. 51.266.022
Olíuverzlun Íslands 46.340.823
Guðmundur Arason ehf. 43.822.433
Landvélar ehf. 37.742.253
Pípulagnaverktakar ehf. 35.341.729
Bitter ehf. 34.163.522
Gluggavinir ehf. 33.865.236
Smíðar og sláttur ehf. 27.702.595
Hvassavík ehf. 22.833.146
Jong ehf. 20.649.099
Lostæti-Austurlyst ehf. 19.546.976
BM Vallá ehf. 18.898.877
Héðinn ehf. 16.412.006
HBH Byggir ehf. 16.160.874
Tæki.is ehf. 15.526.376
Fagurverk ehf. 15.352.922
Bergis ehf. 14.451.099
Grjótavík ehf. 13.100.000
Áltak ehf. 12.121.358
Formus ehf. 10.855.487
Morgunblaðið/Eggert
VHE Unnar Steinn Hjaltason á langstærstan hlut
í félaginu og hefur haft tögl og hagldir þar lengi.
Marel hefur gengið frá kaupum á
40% hlut í norska fyrirtækinu
Stranda Prolog sem framleiðir há-
tæknilausnir fyrir laxaiðnað, að því
er segir í tilkynningu frá Marel.
Fyrirtækin tvö hafa einnig gert
með sér samkomulag um stefnu-
mótandi samstarf um þróun nýrra
lausna fyrir laxaiðnaðinn.
Jafnframt kemur fram í tilkynn-
ingunni að kaupin verði framkvæmd
með kaupum á útistandandi hlutum
og hlutafjárhækkun sem verði nýtt
til að styðja við frekari vöxt Stranda
Prolog.
Í tilkynningunni segir einnig að
Stranda Prolog hafi verið stofnað
sem fjölskyldufyrirtæki árið 1946 og
sé nú í fararbroddi í þróun hátækni-
lausna fyrir laxaiðnað. Jafnframt
framleiði félagið lausnir fyrir fisk-
eldi. Stranda Prolog sé með 25 millj-
ónir evra í árstekjur og um hundrað
starfsmenn sem staðsettir eru í
Kristiansund í Noregi.
Ljósmynd/Marel
Stórfyrirtæki Höfuðstöðvar Marels
eru í Austurhrauni í Garðabæ.
Marel kaupir hlut
í norsku fyrirtæki
Þróar lausnir fyrir vinnslu á laxi