Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021
Við lok árs 2019 var horft um öxl á þessum
vettvangi og þess minnst að margar stórar
áskoranir hefðu mætt íslensku efnahagslífi
það árið. Viðurkennt var um leið að við sjón-
deildarhringinn væru jafnvel enn stærri við-
fangsefni og að viðbrögð stjórnvalda og fyrir-
tækja myndu ráða miklu um hvernig takast
myndi að vinna úr vandasamri stöðu.
Þegar þau orð voru fest á blað hafði syrt
nokkuð í álinn í ferðaþjónustu og Icelandair
stóð uppi með kyrrsettar MAX-vélar sem allir
vonuðu að myndu fá heilbrigðisvottorð flug-
málayfirvalda innan fárra vikna. Höfðu þær
vonir raunar staðið allt frá marsmánuði 2019
þegar kyrrsetningin skall á.
Engan óraði fyrir að veira, sem þegar um
áramótin var farin að gera usla í Wuhan í
Kína, myndi á skammri stund lama alþjóða-
hagkerfið með áður óþekktum hætti. Forseti
Bandaríkjanna reið á vaðið um miðjan mars-
mánuð og stöðvaði ferðalög fólks milli Banda-
ríkjanna og svæða þar sem veiran var komin á
kreik. Töldu margir að forsetinn hefði þar
gengið of langt en sólarhringurinn var vart
liðinn þegar leiðtogar Evrópu brugðu á sama
ráð.
Aðgerðir af þessum toga lögðu einfaldlega
að velli ferðaþjónustu um heim allan og það
hlaut að koma harkalega niður á Íslandi. Allt
frá þeirri stundu hefur ríkissjóður hlaðið upp
skuldum, ekki aðeins vegna brostinna tekju-
áætlana heldur einnig vegna þess að opinberu
fé hefur verið ausið í að styðja við fyrirtæki í
andaslitrunum. Mestu fjármagni hefur verið
beint í þær áttir þar sem aðgerðir stjórnvald-
anna sjálfra hafa komið harðast niður. Það er
jú ekki veiran sjálf sem veldur mestum usla –
þ.e. þar sem tekist hefur að hefta hana – held-
ur einmitt meðölin gegn henni.
Risavaxin verkefni
Viðfangsefnin sem vöktu með manni kvíða í
upphafi árs 2020 eru nú smámál eitt hjá því
verkefni sem bíður íslensks samfélags og
raunar flestra ríkja heimsins á komandi mán-
uðum. Enn er ekki fullur sigur unninn á kór-
ónuveirunni þótt virkni bóluefnis og dreifing
þess gefi góð fyrirheit. Samhliða því sem
byggt verður upp hjarðónæmi meðal almenn-
ings þarf að endurræsa hagkerfin og koma
þeim tugum milljóna manna aftur til starfa
sem misst hafa vinnuna af völdum ástandsins.
Þar þarf styrka hönd stjórnvalda að borðinu
en einnig hugprúða rekstrarmenn sem sjá
tækifæri í hinu erfiða ástandi.
Stjórnvöld hafa staðið vaktina þótt deila
megi um hversu vel hafi tekist til. Ríkissjóði
hefur verið beitt af alefli og Seðlabankinn hef-
ur einnig styrkt stöðu sína sem valdastofnun í
íslensku efnahagslífi. Því ráða fumlaus við-
brögð Ásgeirs Jónssonar, nýs seðla-
bankastjóra, sem fyrstur embættismanna rík-
isins virtist átta sig á hversu alvarleg staðan
væri. Þrýsti hann vaxtalækkunum í gegn og
hefur vopnbúið bankann enn frekar með
lækkun bindiskyldu og sveiflujöfnunarauka
og veitt tímabundna lánafyrirgreiðslu í formi
veðlána. Þá hefur bankinn einnig unnið gegn
veikingu krónunnar með inngripum á
gjaldeyrismarkaði. Það mun þó fyrst og síðast
ráðast á árinu 2021 hvort bankinn hafi risið
undir hlutverki sínu. Verður það m.a. metið út
frá verðbólgu og vaxtastigi sem talsverð óvissa
er uppi um hvernig þróast muni en einnig hvort
bankanum takist að veita útgjaldaglöðum
stjórnmálamönnum á kosningaári það aðhald
sem honum er að lögum skylt að gera.
Svikalognið
Það gríðarlega högg sem hagkerfið hefur orðið
fyrir er ekki að fullu komið fram og sem betur
fer hafa margþættar aðgerðir mildað áhrifin
gagnvart almenningi í landinu. Flestir hafa,
eins ótrúlegt og það kann að hljóma, upplifað
kaupmáttaraukningu á árinu – það á ekki síst
við um ríkisstarfsmenn sem líkt og fyrri daginn
upplifa starfsöryggi sínu ekki ógnað. Þeir sem
orðið hafa fyrir atvinnumissi hafa notið ívilnana
og uppsögnum hefur verið skotið á frest með
hlutabótaleiðinni svokölluðu.
En áhrifin leyna sér ekki þegar horft er til
afkomu ríkissjóðs og þeirra áætlana sem sýna
hvernig staða hans mun fara versnandi á kom-
andi árum. Skuldasöfnunin framundan er geig-
vænleg og nemur yfir 1.000 milljörðum, afkom-
an neikvæð sem nemur hundruðum milljarða
og hrein eign ríkissjóðs mun þurrkast upp á
innan við hálfum áratug.
Þrátt fyrir þokkaleg lánskjör ríkissjóðs og
sterka stöðu hans í kjölfar fordæmalausra
samninga við kröfuhafa föllnu bankanna, sem
ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
kýldi í gegn af fádæma hörku, eru þetta allt
skuldbindingar sem standa þarf undir. Skatt-
greiðendur framtíðarinnar munu þurfa að
finna 3.500 milljarða svigrúm, umfram þau út-
gjöld sem fara til sívaxandi samneyslu, til þess
að gera upp þennan mikla skuldastabba. Það
mun reynast vandasamt verkefni, ekki síst
þegar kröfur um síaukin útgjöld til umsvifa rík-
isins verða háværari með hverju árinu. Ekki
bætir úr skák þegar þingmenn halda því blá-
kalt fram, eins og gerðist fyrr á þessu ári, að
hin raunverulega verðmætasköpun í landinu
ætti sér stað í opinberri þjónustu. Þeir sem
þannig tala eru ekki í tengslum við veruleikann
og það hvernig hið raunverulega gangverk
hagkerfisins er. Þeir hinir sömu munu aldrei
stuðla að lagasetningu sem miðar að því að
gera einkafyrirtækjum kleift að blómstra,
skapa störf og verðmæti fyrir samfélagið í
heild.
Í óvissunni leynast tækifæri
Það væri rangt að halda því fram að í óvissunni
sem nú er uppi væru tækifæri. Óvissa er al-
mennt ekki af hinu góða. En þau leynast þó
óneitanlega í ástandinu. Það var t.d. fróðlegt að
leggja við hlustir nýverið þegar Marinó Örn
Tryggvason, forstjóri Kviku banka, sagði frá
upplifun sinni af þróun mála í íslensku athafna-
lífi síðustu vikur. Í viðtali í ViðskiptaMogga
sagði hann:
„Og nú sjáum við á síðustu vikum mikla
breytingu innan bankans. Þar hefur orðið gjör-
breyting síðustu daga. Þar er ég að vísa í
möguleg verkefni sem eru í pípunum á vett-
vangi fyrirtækjaráðgjafarinnar og eins sjáum
við aukna eftirspurn eftir lánsfjármögnun sem
benda í sömu átt. Ég hef persónulega aldrei
upplifað eins mikinn viðskiptavilja hjá mörgum
og við vitum að það mun að lokum leiða til auk-
inna umsvifa, skapa hagvöxt og þar með fjölga
störfum á ný. Við erum sannarlega á mjög al-
varlegum stað núna en ef við horfum aðeins
fram úr því þá er ástæða til þess að vera mjög
bjartsýnn. Hlutirnir munu breytast til betri
vegar hratt.“
Forsætisráðherrann féll á prófinu
Ummæli bankastjórans voru látin falla í sam-
hengi við nýlegar fréttir um að bóluefni væri
handan við hornið sem tryggt gæti hjarðónæmi
gegn kórónuveirunni. Þau tíðindi hafa raun-
gerst og víða um heim er byrjað að bólusetja
fólk af miklum móð sem færir heimsbyggðina
nær því marki að færa lífið í eðlilegt horf á ný.
Stærsta ógnin á þessum tímapunkti fyrir okkur
Íslendinga virðist vera sá sofandaháttur sem
íslensk stjórnvöld sýndu er kom að öflun bólu-
efnis. Virðast þau hafa lagt allt sitt traust á
Evrópusambandið og að í krafti þess yrði hlut-
ur Íslands í heimsframleiðslunni að minnsta
kosti ekki hlutfallslega minni en annarra þjóða.
Nú er því miður komið á daginn að ESB féll á
prófinu - og þar með Ísland. Var hreint út sagt
vandræðalegt þegar fréttist að forsætisráð-
herra hefði nokkrum dögum fyrir jól varið heil-
um degi í að hringja í forstjóra Pfizer og búrók-
rata í Brussel í veikri von um að rétta mætti
hlut íslensku þjóðarinnar í þessu efni.
Þau viðbrögð komu alltof seint, mörgum
mánuðum eftir að forystumenn á borð við Just-
in Trudeau og Boris Johnson höfðu af alefli og
með fulltingi embættismanna sinna tryggt
löndum sínum veglega hlutdeild í því magni
sem þó hefur tekist að framleiða og framleitt
verður á komandi mánuðum.
Langstærsta verkefni stjórnvalda næstu
vikurnar verður að tryggja nægt bóluefni til
landsins, koma því í rétta dreifingu og hefja
samhliða þeirri vinnu markaðssetningu á Ís-
landi sem öruggri höfn fyrir ferðamenn. Hvort
sem fólki líkar það betur eða verr, mun ekki
takast að sigla hagkerfinu úr hinum mikla öldu-
dal, nema með endurreisn ferðaþjónustunnar.
Innviðirnir eru til staðar og flugfélagið - jafnvel
þótt stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi
tekið afstöðu gegn félaginu og hagsmunum
sjóðfélaga og íslensku þjóðarinnar um leið.
Skulda- og afkomuþróun hins opinbera
Heildarskuldir að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum, milljarðar kr.
Heildarafkoma og hrein eign, milljarðar kr.
4.000
3.000
2.000
1.000
0
Heildarafkoma* Hrein eign
2020 2021 2022 2023 2024 2025
800
600
400
200
0
2.380
2.690
2.949
3.146
3.306 3.430
788
517
305
168
66
6
* Með ráðstöfunum sem gripið verður til á árunum 2023-2025
Heimild: Ríkisfjármálaáætlun 2021-2025
Hinn vandrataði vegur
Íslenskt efnahagslíf stóð frammi fyrir stórum áskorunum í upphafi árs. Í einni svipan virtust þær agnarsmáar í samanburði við
banabylgju kórónuveirunnar sem kafsiglt hefur hagkerfið og snúið öllu á hvolf í rekstri fyrirtækja og um leið hins opinbera.
STEFÁN EINAR STEFÁNSSON
er fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu.
Stærsta ógnin á þessum tímapunkti fyrir
okkur Íslendinga virðist vera sá sof-
andaháttur sem íslensk stjórnvöld sýndu
er kom að öflun bóluefnis.
TÍMAMÓT: ENDASKIPTI URÐU Á ÍSLENSKU HAGKERFI Á ÁRINU 2020
’’
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Langþráðar bólusetningar við kórónuveirunni hófust á Íslandi á milli jóla og nýárs.