Morgunblaðið - 02.01.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021
Trump forseti er ekki enn farinn, en það hefur
lækkað í honum hljóðið og hann er orðinn jað-
arsettur og að syngja sitt síðasta. Trump gerði
atlögu að sjálfu hjarta lýðræðisins – virðingu
fyrir sannleikanum – og það snerist til varnar.
Joe Biden mun taka við embætti í janúar og
verður 46. forseti Bandaríkjanna. Velsæmi
mun snúa aftur í Hvíta húsið, grundvall-
arbreyting í siðferðismálum. Einræðisherrar
heimsins munu ekki lengur hafa frítt spil til að
fremja sín verstu verk óátaldir.
Biden sigraði með 306 kjörmenn, sama
fjölda og Trump hlaut 2016 þegar hann kallaði
úrslitinn „afgerandi stórsigur“, og mátti lítið
út af bera. Öll mótmæli og rosti Trumps geta
ekki afmáð staðreyndirnar. Dónaskapurinn,
sem er fólginn í því að forsetinn neiti að játa
sig sigraðan, virkar ekki jafn yfirgengilegur
hjá þjóð sem er orðin ónæm fyrir því að gengið
sé fram af henni. Samt sýnir hún hversu langt
Trump er tilbúinn að ganga til að grafa undan
stofnunum og hefðum lýðræðis.
Stökk Bandaríkjanna í einræðisátt skapaði
raunverulega hættu. Í Evrópu fannst mönnum
þeir fyrir vera einir á báti í vörn réttarríkisins
og mannréttinda. Undirförul, nöldrandi og
kveinandi röddin úr forsetaskrifstofunni, yf-
irfull af sjálfhverfu, hreiðraði um sig í hugum
allra. Pólitísk snilld Trumps var fólgin í tilfinn-
ingu hans fyrir myrku hliðinni á mannlegri
náttúru og fjölmiðlaknúnu offorsinu, sem hann
notaði til að höfða til hennar. Nú dregur úr há-
vaðanum eftir því sem martröðinni linnir.
Skyndilega er hugarrúm til að hugsa á ný.
Það er mikið að hugsa um. Sú skipan heims-
mála sem komst á eftir 1945 undir forustu
Bandaríkjamanna er liðin undir lok; Biden
mun ekki endurvekja hana í forsetatíð sinni.
Bandaríkin eru stungin af án þess að láta vita
og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er gagns-
laust. Faraldurinn leiddi í ljós að heimurinn er
án forustu. Það verður ekki svo auðvelt að
fella múrana sem veiran reisti. Hagkerfi byggt
á fjarvinnu mun heldur ekki hverfa og því
fylgja hrikaleg, sálræn áhrif einmanaleika. Við
vestrænum samfélögum blasa viðvarandi
áskoranir á hendur lýðræði frá rísandi Kína,
þar sem stjórnað er í krafti kúgunar og eftir-
lits, og Rússlandi undir Vladimír Pútín, sem
lítur svo á að hið frjálslynda samfélag sé „úr-
elt“ vegna þess að það gangi út frá því að „far-
andfólk geti drepið, rænt og nauðgað án refs-
ingar“.
Fjöldafólksflutningar, uppnám vegna
tæknibreytinga, efnahagsleg harðindi vegna
veirunnar og veiklun millistéttarinnar hafa
skapað aðstæður þar sem þjóðernishyggja
dafnar ásamt þeirri tilhneigingu til að finna
blóraböggla sem henni fylgir. Þessar aðstæður
munu áfram verða kveikjan að ófrjálslyndum
hreyfingum á borð við þær, sem Trump, Pútín
og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverja-
lands, hafa leitt. Meginviðfangsefni frjáls-
lyndra lýðræðisríkja er að finna svar þar sem í
boði verða betri kjör og frekari tækifæri í
menntun auk efnhagslegs jafnræðis, svo byrj-
unaratriðin séu nefnd. Refsileysi hinna ríku og
vaxandi ójafnræði hafa brotið „þjóðfélagið“, ef
við skiljum það sem samfélag með ákveðna
sameiginlega hagsmuni.
Í Bandaríkjunum er menningargjáin á milli
hástéttanna í borgunum og bolsins enn gap-
andi. 72 milljón atkvæði greidd Trump endur-
spegla meira en að berja sér á brjóst undir
slagorðinu „Ameríku fyrst“. Barack Obama
sagði í nýlegu viðtali við tímaritið Atlantic að
við værum „að fara inn í þekkingarfræðilega
kreppu í Bandaríkjunum“. Forsetinn hafði orð
á því að Bandaríkjamenn væru að glata get-
unni til að greina sannleikann frá ósannindum
og við slíkar aðstæður brygðist lýðræðið.
Gott og vel, en ég reyndi að gera mér í hug-
arlund í hvaða jarðveg „þekkingarfræðileg
kreppa“ myndi falla í Rifle í Colorado þar sem
ég var nýlega staddur að flytja fréttir frá
Shooters Grill, sem er í eigu Lauren Boebert,
33 ára repúblikana, sem gengur með Glock-
byssu og var að ná kjöri á þing.
Jafnvel tungumálið er brostið milli þeirra
frjálslyndu og „hinnar Ameríku“ sem hugsar
öðruvísi. Trump er slyngur loddari og sá það
pólitíska svigrúm sem þetta opnaði fyrir hon-
um. Fortíðarþrá hans eftir einhverju óskil-
greindu augnabliki þegar Bandaríkin voru
mikil, hvítir eignamenn réðu einir, konur
héldu sig heima og enginn bar brigður á yfir-
burði þjóðarinnar í heiminum. Hann þreifst á
kvíðanum og niðurlægingartilfinningunni sem
fylgt hefur örum lýðfræðilegum breytingum
og hvikulu efnahagslandslagi. Ólíklegt er að
hann láti sig hverfa og ef hann gerir það, til
dæmis í fangaklefa, mun trumpisminn finna
sér einhvern annan málsvara.
Biden mun koma ákveðnum hlutum í verk
með hraði: gerast aðili að Parísarsamkomulag-
inu um loftslagsbreytingar á ný; knýja að nýju
á um mikilvægi bandarískra gilda, þar á meðal
að verja lýðræði og mannréttindi; treysta
trosnuð bönd við Evrópusambandið og banda-
menn víða um heim; skapa sannleikanum sess
á ný þannig að eitthvað verði aftur að marka
orð Bandaríkjanna; og hafna þeirri nálgun
Trumps að heimurinn sé jafnvirðisleikur (e.
zero-sum game) því að hann áttaði sig ekki á
gagnkvæmum ábata opinna viðskipta og að
byggja skipan heimsmála á reglum.
Í Mið-Austurlöndum mun Biden sveigja frá
ógagnrýnum stuðningi Trumps við Ísrael í átt-
ina að meira jafnvægi í nálgun Bandaríkjanna
við ágreininginn við Palestínumenn og leita
leiða til að endurvekja kjarnorkusáttmálann
við Íran. Hann mun aftur setja stefnumörkun
Bandaríkjanna í ferli. Reyndar mun hann end-
urvekja stefnumörkun, í stað eðlisávísana og
hvata, sem voru stjórnunaraðferð Trumps,
ekki síst þegar kom að glundroðakenndum
viðbrögðum við faraldrinum.
Þessi yfirhalning Bidens er góðra gjalda
verð, en heimurinn hefur breyst og hinn nýi
forseti getur ekki stillt áttavitann á stöðuna
sem var fyrir Trump. Árásargirni Trumps og
Brexit hafa stappað stálinu í Evrópu til að
halda í átt að því sem Emmanuel Macron, for-
seti Frakklands, hefur kallað „strategíska
sjálfstjórn“. Í fyrsta sinn hefur Þýskaland
leyft sambandsvæðingu evrópskra skulda og
opnað fyrir það að Evrópusambandið taki lán
líkt og ríkisstjórn, sem er mikilvægt skref í átt
að sterkari og enn sameinaðri Evrópu. Það er
kominn tími á „nýja sáttmála“ milli Evrópu og
Bandaríkjanna þar sem frelsun Evrópu og
breyttur forgangur Bandaríkjanna njóta við-
urkenningar um leið og bandalag gilda og oft
sameiginlegra hagsmuna er styrkt.
Þróunin í Evrópu hefur verið skýr í sam-
skiptunum við Kína, sem áður voru eingöngu
viðskiptalegs eðlis. Nú er litið á Kína í út-
þensluham undir forustu Xi Jinpings forseta
sem keppinaut í stjórnarfari.
Evrópusambandið hefur gagnrýnt frammi-
stöðu Kína í mannréttindamálum og gripið til
þvingunaraðgerða vegna kúgunar Kína á
Hong Kong og hefur með réttu efasemdir þeg-
ar Kínverjar monta sig af því að þeir hafi sýnt
yfirburði í því hvernig þeir brugðust við far-
aldrinum. Evrópuríki vilja engu að síður vinna
með Kína. Eitt erfiðasta verkefni vestursins
þegar stjórn Bidens tekur við verður að finna
rétta blettinn þannig að hægt verði að mæta
Kína undir Xi af ákveðni og sneiða um leið hjá
beinum árekstrum.
Kína er augljós ógnun við hið vestræna,
frjálsynda módel. Það verður að gangast við
þessari ógn og grípa til varna. Kínversk tækni
er ekki hlutlaus, svo dæmi sé tekið. Hún er
farvegur upplýsinga til Peking. En Kína er
einnig samofið hagkerfi heimsins. Það myndi
engum þjóna ef Kínverjar reiddust og ákvæðu
að setja sig í fyrsta sætið í stað samstarfs og
samvinnu. Tilefnislaus og þokukennd árásar-
girni Trumps á hendur Kína varð til þess að
flækja óþarflega hið erfiða samband milli öfl-
ugasta veldis heims og veldisins, sem vill leysa
það af hólmi.
Kosningarnar í Bandaríkjunum voru tíma-
mót. Þær sýndu að þeir sem vilja afskrifa lýð-
ræðið verða sjálfir að taka áhættuna. Lýðræð-
isríki bregðast hægt við, oft með erfiðismunu-
m og því fylgir í eðli sínu subbugangur. En
þau eru líka þrjósk og staðföst þegar þeim er
ögrað. Þau vita að tilskipanir einræðisherrans
eru ósamrýmanlegar sókninni eftir mannlegri
reisn og frelsi. Þau geta stappað í sig stálinu
til að segja við bulluna, „Þú ert rekinn!“ – orð
sem Trump er ofviða að heyra. Niðurstaðan er
endurfæðing vonar, hversu stopul sem hún er,
fyrir 21. öldina.
Bóluefni kunna að vera á leiðinni. Sómakær
forseti Bandaríkjanna er það örugglega.
©2020 The New York Times Company og Roger
Cohen. Á vegum The New York Times Licensing
Group.
Angela Weiss/Agence France-Presse Getty Images
Afturhvarf til velsæmis
Þegar ófrýnilegt skeið Trumps fjarar út ættu Bandaríkin ekki að leitast við að endurvekja gömul sambönd heldur móta þau upp á nýtt.
ROGER COHEN
hefur verið dálkahöfundur hjá The New York Times
frá 2009 og tekur nú við Parísarskrifstofu blaðsins.
Henn gekk til liðs við blaðið 1990 og hefur verið er-
lendur fréttaritari og fréttastjóri erlendra frétta.
Lýðræðisríki bregðast hægt við, oft
með erfiðismunum og því fylgir í
eðli sínu subbugangur. En þau eru
líka þrjósk og staðföst þegar þeim er ögrað.
TÍMAMÓT: ÚRSLIT FORSETAKOSNINGANNA Í BANDARÍKJUNUM BOÐA BREYTTA TÍMA
’’
Joe Biden, verðandi forseti
Bandaríkjanna, flytur ávarp í
Wilmington í Delaware eftir sigur
sinn í kosningunum 7. nóvember.