Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Eins og margir af bandarískum samlöndum mínum var ég sleginn þegar Donald J. Trump forseti neitaði að skuldbinda sig til að láta af hendi vald forseta ef hann tapaði í kosningunum 3. nóvember. Þetta lét hann í ljós í október þeg- ar hann mældist að jafnaði með minna fylgi en Joseph R. Biden yngri, fyrrverandi varaforseti, í skoðanakönnunum. Til að bæta gráu ofan á svart fylgdi Mike Lee, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sem situr í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þessu eft- ir með tísti: „Lýðræðið er ekki takmarkið; það eru frelsi, friður og velmegun. Við viljum að ástand mannsins blómstri. Óbreytt lýðræði get- ur komið í veg fyrir það.“ Óbreytt lýðræði? Það eina sem má segja slíkri yfirlýsingu til málsbóta er að loks var stjórnmálamaður úr röðum repúblikana heiðarlegur um markmið sín og það gæti hæglega markað tímamót í orðræðu okkar lands og þjóðarsamræðu. Ef það eiga ekki að vera friðsamleg og jafnvel hnökralaus valdaskipti og fólk eins og Lee öld- ungadeildarþingmaður nær sínu fram og við snúum baki við lýðræðinu munu líf okkar og hugmyndir okkar um Bandaríkin sem vígi full- trúalýðræðis og virðingar fyrir mannréttindum breytast til frambúðar. Fyrir ári velti ég fyrir mér í bók minni „People, Power and Profits: Progressive Capi- talism for an Age of Discontent“ („Fólk, vald og gróði: framsækinn kapítalismi á öld óánægju“) vandanum sem blasti við Repúblikanaflokkn- um. Hann hefur gerst málsvari markmiða sem meirihluti Bandaríkjamanna er andvígur. Bandaríkjamenn hafa látið koma fram að þeir vilja aðgengi fyrir alla að heilbrigðisþjónustu, betra aðgengi að menntun, hærri lágmarkslaun, öflugri takmarkanir á byssueign og svo fram- vegis. Eina leiðin fyrir Repúblikanaflokkinn til að halda völdum er að fylgja andlýðræðislegri stefnu – svipting kosningaréttar (fæla kjós- endur frá því að kjósa), valdsvipting (breyta mörkum kjördæma sér í vil) og hlaða sínum dómurum í Hæstarétt til að setja skorður við því sem demókratar í meirihluta á þingi eða á forsetastóli gætu gert. Við höfum fylgst með því sem repúblikanar eru í raun að gera í eins miklu ósamræmi og það kann að vera við hvað þeir hampa fánanum og vísa til stjórnarskrárinnar. Nú eru þeir byrjaðir að tala af meiri hreinskilni um fyrirætlanir sín- ar. Nú gætum við ef til vill átt raunverulegt samtal um hvernig land við viljum að Bandarík- in séu. Erum við sammála Lee öldungadeildar- þingmanni um markmiðin? Helgar tilgangurinn meðalið? Erum við tilbúin til að gefa lýðræðið upp á bátinn til að ná þeim? Og myndum við í raun ná þeim með því að snúa baki við lýðræði? Víst er að í sögunni er að finna margar viðvar- anir. Á undaförnum fjórum árum höfum við séð hvað stofnanir okkar eru ákaflega veikar fyrir – þar má nefna þær sem tryggja jafnræði, póli- tískt frelsi, gæði opinberrar þjónustu, frjálsa og virka fjölmiðlun og réttarríkið. Þegar ég var yfirhagfræðingur Alþjóðabankans fyrir 20 ár- um fórum við yfir það með ríkjum hvernig ætti að koma á fót góðum stofnunum og á þeim tíma horfðum við til Bandaríkjanna sem fyrirmyndar og fordæmis. Við vorum ekki viss um hvernig móta ætti góðar stofnanir og gátum ekki einu sinni skilgreint hvað það þýddi nákvæmlega, en þegar maður sæi þær mætti þekkja þær. Þar fóru saman venjur og lög. Þjóðfélög sem virk- uðu vel höfðu hvort tveggja – réttarríkið var nauðsynlegt, en venjur sem allir borgarar virtu höfðu meiri sveigjanleika. Ekki væri hægt að setja í lög allt sem fylgdi „góðri hegðun“. Fyrir það væri heimurinn einfaldlega of flókinn og sí- breytilegur. Skömmu síðar var ég í forsæti alþjóðlegs hóps sem kallast Nefnd um mælingu efnahags- frammistöðu og félagslegs árangurs (Commiss- ion on the Measurement of Economic Perform- ance and Social Progress). Markmið okkar var að leggja mat á heilbrigð hagkerfi þar sem borgararnir bjuggu við velferð á háu stigi og greina hvað þyrfti til að móta og halda þessum samfélögum við. Við horfðum sérstaklega á eitt atriði, sem oft hafði verið haft útundan í fyrri greiningu, og það var traust – traust borgar- anna hverra til annarra og sameiginlegra stofn- ana. Þegar ég var að alast upp í Gary í Indiana- ríki lærðum við í skólanum um styrkleika lýð- ræðis í Bandaríkjunum, um kerfið okkar til að tryggja aðhald og jafnvægi með skiptingu valdsins og réttarríkið. Við ræddum lýðræði þar sem rödd meirihlutans heyrðist skýrt, en rétt- indi minnihlutans voru einnig virt. Við töluðum ekki um traust – gengið var að því vísu að stofn- anir væru brothættar, sem var nokkuð sem hrjáði bananalýðveldi. Við litum niður á önnur lönd þar sem peningar settu blett á pólitíska framvindu. Þá höfðu ekki fallið dómar í Hæsta- rétti eins og í máli þrýstihópsins Citizens Unit- ed gegn bandarísku kosninganefndinni, þar sem hlutur fyrirtækjapeninga í stjórnmálum var settur á helgan stall. Og við hefðum ekki einu sinni getað gert okkur í hugarlund að í Banda- ríkjunum næði pólitískur minnihluti yfirburðum til frambúðar og bæri enga virðingu fyrir rétt- indum meirihlutans. Undanfarin ár höfum við haft forseta sem rústar venjum og hann hefur kennt okkur að taka því sem við eigum að venjast ekki sem gefnum hlut og gert það ljóst að við gætum þurft að setja hegðun, sem á sér langa hefð – eins og virðingu fyrir eftirlitsstofnunum, að forðast hagsmunaárekstra og að birta skatt- framtöl – í lög. Ég vona að þessi mikilvægu tímamót í þjóðar- samtalinu verði ekki vendipunktur í vegferð þjóðarinnar. Ef þeir sem hafa óbeit á lýðræði eins og Trump forseti og Lee öldungadeildar- þingmaður halda áfram að ráða för má leita í söguna til að sjá hvert það leiðir og við höfum nú þegar séð vísbendingar. Brottnám illa merktra öryggisstarfsmanna á ómerktum bílum á frið- samlegum mótmælendum í Portland í Oregon- ríki á liðnu sumri er illur fyrirboði og ber með sér súran daun af brúnstökkum Hitlers. Það sama á við um fullyrðingar forseta um að hann sé einfaldlega yfir lögin hafinn eða úrslit frjálsra og sanngjarnra kosninga. Ef við gerum hins vegar ráð fyrir að lýðræðið muni lifa af gætu þessi tímamót leitt okkur í allt aðra átt: Nú blasir við okkur jafnvel enn erfið- ara, en um leið hressandi verkefni, að styrkja lýðræðið á ný. Við höfum séð veikleikana, brest- ina í burðarverkinu. Við höfum séð hvað pening- ar hafa mikil áhrif til eyðileggingar á stjórn- málum, hvernig þeir grafa undan trausti og búa til aðstæður sem skerpa á efnahagslegu mis- rétti. Við höfum séð hvernig þetta ferli leiðir til meiri sundrungar, umbreytir dyggðakerfi með aðhaldi og skiptingu valdsins í kerfi með stíflum og ágreiningi. Okkur mun ekki takast að endurvekja traust og tilfinningu félagslegrar einingar fyrr en við tökumst án undanbragða á við samfléttaðan vanda misréttis á grundvelli kynþáttar, upp- runa og efnahags. Þessar gjár sundra okkur óhjákvæmilega og grafa undan þeirri einingu sem lýðræðið krefst. Það verður ekkert áhlaupaverk að endurreisa lýðræðið, en það mun einnig lyfta okkur upp. Lýðræði snýst um meira en að kjósa á fjögurra ára fresti. Vel heppnað lýðræði felur í sér víð- tæka hlutdeild borgaranna í hinum ýmsu stofn- unum borgaralegs samfélags; sameiginlegar að- gerðir snúast um meira en bara stjórnar- stofnanir eða opinberar stofnanir. Þær eru ekki dragbítur á einstaklingshyggju eða frelsi, held- ur styrkja þau og gera okkur öllum kleift að blómstra. Við höfum nálgast brúnina þar sem hjart- fólgnum, lýðræðislegum réttindum okkar slepp- ir, við höfum horft ofan í hyldýpið og skoðað það sem ofan í því hvílir og sú skelfilega sýn gæti orðið hvati til einmitt þeirrar þjóðarsamstöðu sem Bandaríkjamenn þurfa til að reisa lýðræðið okkar að nýju. ©2020 The New York Times Company og Joseph E. Stiglitz. Á vegum The New York Times Licensing Group. Doug Mills/The New York Times Mike Lee, öldungadeildarþingmaður repú- blikana frá Utah, á blaðamannafundi í janúar. Erin Schaff fyrir The New York Times Tækifæri til að laga brestina í lýðræðinu Forsetinn sem braut allar venjur kenndi okkur að taka því sem við erum vön ekki sem gefnu JOSEPH E. STIGLITZ er hagfræðingur, sérfræðingur um opinbera stefnu- mótun, prófessor við Columbia-háskóla og yfir- hagfræðingur Roosevelt-stofnunarinnar, hugveitu sem ekki er rekin í ágóðaskyni. Hann hlaut minningarverðlaun Nóbels í hagvísindum árið 2001. Á undaförnum fjórum árum höfum við séð hvað stofnanir okkar eru ákaflega veikar fyrir – þar má nefna þær sem tryggja jafn- ræði, pólitískt frelsi, gæði opinberrar þjónustu, frjálsa og virka fjölmiðlun og réttarríkið.’’ TÍMAMÓT: Í MIÐJUM FARALDRI TÓK METFJÖLDI KJÓSENDA Í BANDARÍKJUNUM BIDEN FRAM YFIR TRUMP Elding lýsir upp himininn þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti stíg- ur úr forsetaflugvélinni eftir kosn- ingafund í New Hampshire í ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.