Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 30
Sólorkuknúnir loftbelgir í háloftunum voru notaðir til að veita netsamband í Keníu og hafði það ekki ver-
ið gert áður í Afríku. Dótturfyrirtæki Alphabet, móðurfyrirtækis Google, setti 35 belgi á loft í júlí til að
mynda 4G LTE-net yfir miðju landinu og í vesturhluta þess. Hunangssali í Radad í Keníu sést hér nota
netið til að eiga myndsamtal við viðskiptavin.
Jackson Njehia/Reuters
Belgir veita netsamband í Keníu
Stjarnfræðingar birtu í jan-
úar nákvæmustu myndir,
sem teknar hafa verið af
yfirborði sólar til þessa. Nýr
sólarsjónauki, sem kenndur
er við Daniel K. Inouye heit-
inn, fyrrverandi öldunga-
deildarþingmann frá Hawa-
ii, var reistur á eldfjallinu
Haleakala á Hawaii. Nafnið
merkir „hús sólar“.
Sjónauka-
myndir
sýna yfir-
borð sólar
í návígi
Brasilíska brimbrettakonan Maya Gabeira renndi sér eftir hæstu skráðu öldu ársins 2020 og varð fyrsta
konan til að vinna það afrek. Aldan myndaðist undan strönd Nazaré í Portúgal og mældist 22,4 metrar á
hæð. Alþjóðabrimbrettasambandið og Heimsmetabók Guinness skráðu frammistöðu Gabeira.
José Sarmento Matos/The New York Times
Kona renndi sér á hæstu öldu ársins
30 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021
Nýtt undir
sólinni
18 HLUTIR SEM GERÐUST FYRSTA SINNI 2020
Óvæntir, alvarlegir og stundum kjána-
legir atburðir sem áttu sér stað eða vart
varð við í fyrsta skipti 2020 ásamt
nokkrum hlutum, sem eru í vændum.
Eftir Triciu Tisak
David Gray/Agence France-Presse Getty Images
Verð á gulli rauk upp í methæðir í sumar þegar fjárfestar leituðu
að öruggri höfn fyrir peningana sína út af óvissunni vegna kór-
ónuveirunnar og fór gengið á únsunni yfir 2.000 bandaríkjadoll-
ara (um 250 þúsund krónur). Aðrir dýrir málmar á borð við silfur
og platínu hafa einnig rokið upp í verði.
Verð á gulli fer
yfir 2.000 dollara
Mörg tískufyrirtæki seldu grímur til að setja fyrir vit sér á árinu, en Louis
Vuitton varð fyrst til þess að kynna nokkurs konar skjöld til að setja fyrir
andlitið. Er hann hluti af tískulínu fyrirtækisins fyrir árið 2021. Hann á að
kosta 961 dollara (133 þúsund krónur) og bera vörumerki munaðarvöru-
framleiðandans á jaðrinum. Hægt er að lyfta skildinum líkt og á logsuðu-
grímu og hafa hann uppi eða niðri eftir því hvaða kröfur eru gerðar um
nánd og firrð.
Louis Vuitton kynnir andlits-
skjöld fyrst tískufyrirtækja
Marie Cau var kosin borgarstjóri í Tilloy-lez-Marchiennes í Frakklandi í
mars. Þar búa 600 manns. Cau er transkona og fer ekki í felur með það. Í
kosningabaráttunni lagði hún áherslu á umhverfismál og sjálfbærni. Hún
kvaðst telja að gildi hennar hefðu ráðið úrslitum í kosningunum.
Transkona fyrsta sinni
borgarstjóri í Frakklandi
Tæknifyrirtækið SkyDrive
flaug fyrsta sinni flugbíl
opinberlega til reynslu í
Japan í ágúst. Reynslu-
flugið fór fram með manni
um borð og var flogið í fjór-
ar mínútur umhverfis
reynslusvæði Toyota þar
sem þróunarstarf framleið-
andans fer fram. Bíllinn
nefnist SD-03 og stefnir
SkyDrive á að sala hefjist til
almennings árið 2023.
Japanskur
flugbíll
hefst á loft
í reynslu-
flugi
Í mars fór blindur maður í aðgerð í
Bandaríkjunum þar sem beitt var
erfðabreytingatækinu CRISPR.
Þetta var í fyrsta skipti sem þessi
tækni var notuð inni í manni. Ætl-
unin var að gefa sjúklingnum sjón-
ina á ný. Læknarnir sprautuðu ör-
dropum með tækinu inn í auga
sjúklingsins. Hann er með fágætan
erfðasjúkdóm, sem kemur í veg
fyrir að líkaminn framleiði prótein,
sem er nauðsynlegt til að breyta
ljósi í boð til heilans.
Vísindamenn
nota erfða-
breytinga-
skæri inni í
manni
Stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta tilkynnti að hún hefði sett þjóð-
ernissamtök, sem nefnast Rússnesku heimsveldissamtökin, í flokk með
hryðjuverkasamtökum og sögðu að heiminum stafaði ógn af þeim. Þetta
var í fyrsta skipti sem samtök um yfirburði hvíta kynstofnsins voru skil-
greind með þessum hætti.
Bandaríkjamenn setja rúss-
nesk samtök um yfirburði
hvíta kynstofnsins í flokk
með hryðjuverkasamtökum
Salvador Cienfuegos Zepeda, herforingi og fyrrverandi varnarmálaráð-
herra Mexíkó, var fyrsti háttsetti mexíkóski herforinginn sem settur hefur
verið í varðhald í Bandaríkjunum vegna ákæra út af eiturlyfjamisferli.
Bandarísk yfirvöld handtóku Cienfuegos, sem sat í stjórn Enrique Peña
Nieto á árunum 2012 til 2018, þegar hann lenti ásamt fjölskyldu sinni í
Los Angeles.
Fyrrverandi herforingi frá
Mexíkó handtekinn í Bandaríkj-
unum vegna eiturlyfjamisferlis