Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 30
Sólorkuknúnir loftbelgir í háloftunum voru notaðir til að veita netsamband í Keníu og hafði það ekki ver- ið gert áður í Afríku. Dótturfyrirtæki Alphabet, móðurfyrirtækis Google, setti 35 belgi á loft í júlí til að mynda 4G LTE-net yfir miðju landinu og í vesturhluta þess. Hunangssali í Radad í Keníu sést hér nota netið til að eiga myndsamtal við viðskiptavin. Jackson Njehia/Reuters Belgir veita netsamband í Keníu Stjarnfræðingar birtu í jan- úar nákvæmustu myndir, sem teknar hafa verið af yfirborði sólar til þessa. Nýr sólarsjónauki, sem kenndur er við Daniel K. Inouye heit- inn, fyrrverandi öldunga- deildarþingmann frá Hawa- ii, var reistur á eldfjallinu Haleakala á Hawaii. Nafnið merkir „hús sólar“. Sjónauka- myndir sýna yfir- borð sólar í návígi Brasilíska brimbrettakonan Maya Gabeira renndi sér eftir hæstu skráðu öldu ársins 2020 og varð fyrsta konan til að vinna það afrek. Aldan myndaðist undan strönd Nazaré í Portúgal og mældist 22,4 metrar á hæð. Alþjóðabrimbrettasambandið og Heimsmetabók Guinness skráðu frammistöðu Gabeira. José Sarmento Matos/The New York Times Kona renndi sér á hæstu öldu ársins 30 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Nýtt undir sólinni 18 HLUTIR SEM GERÐUST FYRSTA SINNI 2020 Óvæntir, alvarlegir og stundum kjána- legir atburðir sem áttu sér stað eða vart varð við í fyrsta skipti 2020 ásamt nokkrum hlutum, sem eru í vændum. Eftir Triciu Tisak David Gray/Agence France-Presse Getty Images Verð á gulli rauk upp í methæðir í sumar þegar fjárfestar leituðu að öruggri höfn fyrir peningana sína út af óvissunni vegna kór- ónuveirunnar og fór gengið á únsunni yfir 2.000 bandaríkjadoll- ara (um 250 þúsund krónur). Aðrir dýrir málmar á borð við silfur og platínu hafa einnig rokið upp í verði. Verð á gulli fer yfir 2.000 dollara Mörg tískufyrirtæki seldu grímur til að setja fyrir vit sér á árinu, en Louis Vuitton varð fyrst til þess að kynna nokkurs konar skjöld til að setja fyrir andlitið. Er hann hluti af tískulínu fyrirtækisins fyrir árið 2021. Hann á að kosta 961 dollara (133 þúsund krónur) og bera vörumerki munaðarvöru- framleiðandans á jaðrinum. Hægt er að lyfta skildinum líkt og á logsuðu- grímu og hafa hann uppi eða niðri eftir því hvaða kröfur eru gerðar um nánd og firrð. Louis Vuitton kynnir andlits- skjöld fyrst tískufyrirtækja Marie Cau var kosin borgarstjóri í Tilloy-lez-Marchiennes í Frakklandi í mars. Þar búa 600 manns. Cau er transkona og fer ekki í felur með það. Í kosningabaráttunni lagði hún áherslu á umhverfismál og sjálfbærni. Hún kvaðst telja að gildi hennar hefðu ráðið úrslitum í kosningunum. Transkona fyrsta sinni borgarstjóri í Frakklandi Tæknifyrirtækið SkyDrive flaug fyrsta sinni flugbíl opinberlega til reynslu í Japan í ágúst. Reynslu- flugið fór fram með manni um borð og var flogið í fjór- ar mínútur umhverfis reynslusvæði Toyota þar sem þróunarstarf framleið- andans fer fram. Bíllinn nefnist SD-03 og stefnir SkyDrive á að sala hefjist til almennings árið 2023. Japanskur flugbíll hefst á loft í reynslu- flugi Í mars fór blindur maður í aðgerð í Bandaríkjunum þar sem beitt var erfðabreytingatækinu CRISPR. Þetta var í fyrsta skipti sem þessi tækni var notuð inni í manni. Ætl- unin var að gefa sjúklingnum sjón- ina á ný. Læknarnir sprautuðu ör- dropum með tækinu inn í auga sjúklingsins. Hann er með fágætan erfðasjúkdóm, sem kemur í veg fyrir að líkaminn framleiði prótein, sem er nauðsynlegt til að breyta ljósi í boð til heilans. Vísindamenn nota erfða- breytinga- skæri inni í manni Stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta tilkynnti að hún hefði sett þjóð- ernissamtök, sem nefnast Rússnesku heimsveldissamtökin, í flokk með hryðjuverkasamtökum og sögðu að heiminum stafaði ógn af þeim. Þetta var í fyrsta skipti sem samtök um yfirburði hvíta kynstofnsins voru skil- greind með þessum hætti. Bandaríkjamenn setja rúss- nesk samtök um yfirburði hvíta kynstofnsins í flokk með hryðjuverkasamtökum Salvador Cienfuegos Zepeda, herforingi og fyrrverandi varnarmálaráð- herra Mexíkó, var fyrsti háttsetti mexíkóski herforinginn sem settur hefur verið í varðhald í Bandaríkjunum vegna ákæra út af eiturlyfjamisferli. Bandarísk yfirvöld handtóku Cienfuegos, sem sat í stjórn Enrique Peña Nieto á árunum 2012 til 2018, þegar hann lenti ásamt fjölskyldu sinni í Los Angeles. Fyrrverandi herforingi frá Mexíkó handtekinn í Bandaríkj- unum vegna eiturlyfjamisferlis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.