Morgunblaðið - 02.01.2021, Side 31
Suðurkóreska poppsveitin BTS, sem hefur tryllt táninga frá árinu 2013, nældi
sér í efsta sætið á lista bandaríska tónlistartímaritsins Billboard yfir heitustu
hundrað lögin í september með laginu „Dynamite“, sem sungið er á ensku.
Valerie Macon/Agence France-Presse Getty Images
K-popp-hljómsveit í
fyrsta sinn á toppinn
í Bandaríkjunum
Ný öryggislög tóku gildi í Hong
Kong 30. júní og var ekki liðinn
dagur þegar lögreglan á staðnum
hafði handtekið fólk í krafti þeirra.
Gagnrýnendur laganna segja að
þau muni grafa undan sjálfstjórn
Hong Kong og veita kínverskum
stjórnvöldum aukin völd til að
herða takmarkanir á fjölmiðla og
hefta mótmæli þar.
Fyrstu hand-
tökurnar í
Hong Kong í
nafni um-
deildra laga
Lam Yik Fei/The New York Times
Tilkynnt var í Sádi-Arabíu í júní að pílagrímum utan landsins yrði ekki leyft
að fara að moskunni í Mekka, helgasta stað íslams. Hajj eða pílagríma-
ferðum var þar með aflýst að því er vera kann í fyrsta skipti í skráðri sögu.
Stríð, erfiðar aðstæður til ferðalaga og fyrri plágur hafa haft áhrif á hajj í
aldanna rás, en þetta var í fyrsta skipti frá því að pílagrímaferðirnar hófust
árið 632 að opinbert ferðabann hefur sett hinn helga sið í uppnám.
Marwa Rashad/Reuters
Hajj aflýst í fyrsta skipti á seinni tímum
Pílagrímar heimsækja moskuna miklu í Mekka og gæta þess að bera grímur og halda hæfilegri fjarlægð í næsta mann vegna kórónuveirunnar.
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2. 1. 2021 31
Vísindamenn við konunglega safnið í Ontario og McMaster-
háskóla fundu beinkrabbamein í steingervingi úr risaeðlu,
sem lifði fyrir um 76 milljónum ára. Risaeðlan var af hyrndri
tegund grænmetisæta, sem á latínu kallast centrosaurus
apertus. Þetta er fyrsta greiningin á illkynja krabbameini í
risaeðlu, að því er segir í grein, sem birtist í læknatímaritinu
Lancet Oncology.
Krabbamein finnst í
risaeðlubeini
Horft til ársins 2021
Fyrsta mannaða geimferð Indverja
Indverjar hyggjast senda áhöfn út í geiminn í desem-
ber 2021. Áætlunin nefnist Gaganyaan og byggir á
indverskri tækni. Þremur geimförum verður ásamt
vélmenni skotið á braut um jörðu í viku, að því er
kemur fram hjá geimsvísindastofnun Indlands.
Vitund um hinsegin fólk á námskrá í Skotlandi
Í maí á þessu ári eiga allir skólar í Skotlandi að hafa
bætt inn í námsefni sitt efni til að auka vitund um hin-
segin fólk og sögu þess. Skotar eru fyrstir til að stíga
þetta skref. Hjónaband samkynhneigðra var lögleitt í
Skotlandi árið 2014.
Sjálfsiglandi skip yfir Atlantshafið
Sjálfsiglandi rannsóknarskip, sem nefnist Mayflower,
var afhjúpað í september þegar 400 ár voru liðin frá
því að hinu upprunalega skipi Mayflower var siglt til
nýja heimsins. Í apríl verður haffærni skipsins könn-
uð. Það verður fyrsta vélmennaskipið til að sigla yfir
Atlantsála og er ætlunin að það fari nokkurn veginn
sömu leið og hinn samnefndi forveri þess.
Ríkisfyrirtækið China Aerospace and Technology Group
sendi fyrsta geimfarið sitt alfarið á eigin vegum til Mars í júlí.
Geimfarið nefnist Tianwen-1 og var með ökutæki, lending-
arfar og far til að setja á braut um Mars innan borðs. Búist er
við að lent verði á Mars til að taka sýni snemma á þessu ári.
Í september greindi kínverska geimvísindastofnunin frá
öðru afreki, henni tókst að lenda endurnýtanlegu geimfari í
fyrsta sinni með því að hagnýta tilraunatækni.
Kínverjar hefja leiðangur til Mars og lenda
fyrsta endurnýtanlega geimfarinu
Frans páfi lét í fyrsta sinni í ljós að hann
styddi sambúð fólks af sama kynni. Í
samtali fyrir heimildamyndina
„Francesco“, sem var frumsýnd í októ-
ber á kvikmyndahátíðinni í Róm, talaði
Frans um að samkynhneigt fólk ætti rétt
á að vera í fjölskyldu og lýsti samkyn-
hneigðum sem „börnum guðs“. Hann
er fyrsti páfinn, sem opinberar stuðning
við staðfesta sambúð.
Páfinn segist
styðja sambúð
fólks af sama kyni
Dario Calmese, sem tók myndir af leikaranum Violu Davis
fyrir forsíðu á júlí/ágúst-hefti Vanity Fair varð þar með fyrsti
svarti ljósmyndarinn til að taka forsíðumynd fyrir tímaritið í
sögu þess, að sögn ritstjóra blaðsins. Þessi ákvörðun
kom í kjölfarið á umdeildri forsíðumynd tímaritsins Vogue í
ágúst af hinni margverðlaunuðu fimleikastjörnu Simone Bi-
les. Myndina tók Annie Leibovitz, sem þekkt er fyrir að
mynda fræga fólkið. Gagnrýnendur sögðu að myndin
hefði ekki gefið góða mynd af húðlit hennar og létu að því
liggja að ráða hefði átt svartan ljósmyndara í stað Leibo-
witz.
Svartur ljósmyndari
tekur mynd á forsíðu
Vanity Fair
Þjóðverjar og Ísraelar héldu fyrsta sinni
sameiginlegar heræfingar á þýskri
grund í ágúst. Þóttu þessar æfingar bera
vitni flóknu sambandi ríkjanna tveggja,
sem deila sársaukafullri sögu. Æfingarn-
ar fóru fram á erfiðum tíma fyrir þýska
herinn, sem hefur átt í vandræðum með
að nútímavæðast og þurft að takast á við
áhyggjur yfir því að hægri öfgar hafi
smitast í raðir þýskra hermanna.
Æfingar á þýsk-
um og ísraelskum
orrustuþotum í
þýskri lofthelgi