Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 34

Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 FRÉTTIR AF INNLENDUM VETTVANGI Blaðamannafundir vegna kór- ónuveirufaraldursins urðu nán- ast daglegt brauð þegar mest lét. Þar voru Alma Möller land- læknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir alla jafna í for- svari ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og fengu þau viðurnefnið þríeykið. Morgunblaðið/Eggert Stöðugt streymi upplýsinga Ferðamönnum snarfækkaði á Íslandi vegna kórónuveirufaraldursins. Þar sem áður hafði verið urmull ferðamanna, hvort sem það var á Skólavörðuholti eða við Gullfoss og Geysi, var oft vart mann að sjá. Flug dróst að sama skapi saman og suma daga var ekkert flogið hvorki til landsins né frá því. Þetta hafði gríðarleg áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu og varð atvinnuleysi mikið í greininni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðamönnum snarfækkaði Þrír voru í bíl sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfjarðarhöfn 16. janúar. Drengirnir voru lengi í kafi. Einum þeirra tókst að komast upp úr af sjálfsdáðum og hinir tveir náðust með hjálp kafara. Þeir voru lengi á sjúkrahúsi en það þykir ganga kraftaverki næst að þeir skyldu bjargast. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bíll í höfnina Steinunn Guðný Einarsdóttir stendur á skafli fyrir utan heimili sitt við Ólafstún á Flateyri eftir að snjóflóð féllu þar og á Suðureyri með skömmu millibili 14. jan- úar. Snjórinn lagðist að bíl hennar og bíllinn hinum megin við garðinn kast- aðist brott. Í öðru flóðinu á Flateyri féll flóðið á hús. Unglingsstúlku var bjargað úr hús- inu og reyndist hún heil á húfi. Snjóflóðin náðu allt niður í höfnina á Flateyri og urðu bátar fyrir skemmdum. Mældist flóðið 265 þúsund tonn. Mikil mildi var að engan skyldi saka í flóð- unum, en þau minntu óþægilega á snjó- flóðin mannskæðu á Flateyri 1995 og á mikilvægi góðra snjóflóðavarna um allt land. Í kjölfar flóðanna kviknaði umræða um að peningar ætlaðir til ofanflóðavarna hefðu ekki ratað rétta leið. „Skattar og gjöld í ákveðnum tilgangi eiga að rata til síns heima,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Morgunblaðið/RAX Snjóflóð féllu á Flateyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.