Morgunblaðið - 02.01.2021, Side 35

Morgunblaðið - 02.01.2021, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2. 1. 2021 35 Um 300 manns fjölmenntu í sjósund á fyrsta degi ársins 2019, enda var veðrið stillt og gott. Sagði sund- kona í hópnum að sjórinn hefði verið tvær gráður og upplagður til að núllstilla sig fyrir nýtt ár. Hópur fólks stundar reglulega sjósund hér á landi. Góð aðstaða er í Nauthólsvík til að stunda sjósund, en áhugamanna um að baða sig við ysta haf er freistað víðar og má þar nefna Guðlaug á Langasandi á Akranesi. Telja margir að köld böð og sjósund efli heilsu og hreysti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmenntu í sjósund á nýju ári Ólafur Stefánsson, handboltakempa og fyrrverandi landsliðsmaður, hugðist stöðva för bifreiðar, sem ekið var ólöglega niður Laugaveg í sama mund og hann var með uppákomu undir yfirskriftinni Kakó og undrun. Ökumaðurinn lét þó ekki segjast og varð Ólafur að forða sér þegar hann ók bílnum áfram niður Laugaveginn. Morgunblaðið/Eggert Umferðin laut ekki stjórn Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson takast á í kappræðum í sjónvarpi fyrir forsetakosningarnar í lok júní. Guðni var endurkjörinn með 92,2% atkvæða. Guðmundur Franklín hlaut 7,8%. Kjörsókn var 66,9% og greiddi 168.821 kjósandi atkvæði. Kostnaður ríkisins vegna forsetakosninganna var tæpar 416 milljónir króna. Kostnaðurinn við kosning- arnar 2016 var um 340 milljónir króna. Var munurinn skýrður með því að framkvæmd kosn- inganna í fyrra hefði verið flóknari vegna kórónuveirufaraldursins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Guðni endurkjörinn forseti Mikil eftirvænting skapaðist í kringum lag Daða Freys Péturssonar, Think About Things, sem valið var til að keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Rotter- dam í vor. Þótti lagið sigurstranglegt en það fór fyrir lítið þegar Eurovision var aflýst. Lagið varð hins vegar mjög vinsælt víða um heim. Í október var ákveðið að Daði myndi verða fulltrúi Íslands á Eurovision vorið 2021 með nýtt lag. Hér sést Daði Freyr með Felix Bergs- syni, sem verið hefur fararstjóri íslenska hópsins í keppninni. Morgunblaðið/Eggert Daði Freyr fær annað tækifæri Hátt á annað þúsund manns mætti þegar íbúafundur var haldinn á vegum almanna- varna í íþróttahúsinu í Grindavík út af landrisi í ná- grenni bæjarins. „Við verð- um að vera tilbúin, við búum á Íslandi og þetta er eld- gosaland,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur, sem talaði á fundinum. Var rætt hvernig farið yrði að ef rýma þyrfti Grindavík í skyndi vegna að- steðjandi hættu. Jarðhræringar voru nokkrar á árinu á Reykja- nesskaga og 21. október reið yfir skjálfti, sem mæld- ist 5,6 stig á Richterkvarða og fannst alla leið til Ísa- fjarðar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinu viðtali í streymi við Wash- ington Post þegar skjálftinn varð og vöktu fumlaus við- brögð hennar athygli um all- an heim.Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íbúa- fundur í Grindavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.