Morgunblaðið - 02.01.2021, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021
Mikið hættuástand skapaðist og er mesta mildi að enginn skyldi látast þegar aurskriður féllu
á Seyðisfjörð um miðjan desember. Fjöldi húsa eyðilagðist í skriðunum og þurfti að rýma
bæinn. Með sumum húsanna hverfur mikil saga. Íbúar hafa smám saman fengið að snúa aft-
ur til síns heima, en verið getur að einhver hús þurfi að rýma fram á vor verði umhleypingar í
veðri. Ástæðan fyrir skriðunum var mikið úrhelli eftir að snögghlýnaði. Ráðherrar úr rík-
isstjórninni, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, héldu austur til að skoða
aðstæður og ræða við íbúa. Skriðurnar sýna að fara þarf betur ofan í skriðuvarnir á svæðinu
og gera endurbætur á þeim.
Morgunblaðið/Eggert
Aurskriður á Seyðisfirði
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, heilsar Niuvis Sago Suceta á leikskólanum Nóa-
borg þar sem Sólveig starfaði áður í janúar. Efling átti þá í harðri kjarabaráttu við Reykjavík-
urborg. Í lok árs var að mestu lokið mikilli samningalotu sem hófst fyrir tveimur árum. Á þeim
tíma voru gerðir vel á fjórða hundruð kjarasamningar sem ná til hátt í 170.000 launamanna.
Morgunblaðið/Eggert
Þráttað um kjör í faraldri
Fjölmennur fundur um kórónuveirumál var haldinn í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í maí
þar sem Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, fór yfir málin. Á fremsta bekk sátu Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra. ÍE kom af krafti inn í skimun og greiningu á smitum og útbreiðslu kórónuveirunnar
og átti stóran þátt í að tókst að ná stjórn á faraldrinum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
ÍE átti lykilþátt í að hemja veiruna
FRÉTTIR AF INNLENDUM VETTVANGI
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu
náði 1-1 jafntefli við sterkt lið Svía á
Laugardalsvelli og var það mikilvægur
áfangi í að tryggja farseðilinn á Evrópu-
meistaramótið í knattspyrnu, sem hald-
ið verður á Englandi 2022. Liðið er að
fara á EM í fjórða skiptið í röð.
Morgunblaðið/Eggert
Aftur á EM
Víðir Reynisson yfirlögreglu-
þjónn í þungum þönkum. Í hans
hlut kom að áminna fólk um að
gæta smitvarna gegn kór-
ónuveirunni í hvívetna á fjölda
blaðamannafunda og varð við-
kvæðið að segja „Hlýðið Víði“
þegar áminna þurfti fólk um að
fara með gát.
Í lok nóvember smitaðist Víðir
af kórónuveirunni og veiktist illa.
Í fyrstu var ekki búist við honum
aftur til starfa fyrr en eftir áramót,
en hann var mættur til leiks þeg-
ar tekið var á móti fyrstu bólu-
efnasendingunni 28. desember. Morgunblaðið/Eggert
„Hlýðið
Víði“