Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Mikið hættuástand skapaðist og er mesta mildi að enginn skyldi látast þegar aurskriður féllu á Seyðisfjörð um miðjan desember. Fjöldi húsa eyðilagðist í skriðunum og þurfti að rýma bæinn. Með sumum húsanna hverfur mikil saga. Íbúar hafa smám saman fengið að snúa aft- ur til síns heima, en verið getur að einhver hús þurfi að rýma fram á vor verði umhleypingar í veðri. Ástæðan fyrir skriðunum var mikið úrhelli eftir að snögghlýnaði. Ráðherrar úr rík- isstjórninni, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, héldu austur til að skoða aðstæður og ræða við íbúa. Skriðurnar sýna að fara þarf betur ofan í skriðuvarnir á svæðinu og gera endurbætur á þeim. Morgunblaðið/Eggert Aurskriður á Seyðisfirði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, heilsar Niuvis Sago Suceta á leikskólanum Nóa- borg þar sem Sólveig starfaði áður í janúar. Efling átti þá í harðri kjarabaráttu við Reykjavík- urborg. Í lok árs var að mestu lokið mikilli samningalotu sem hófst fyrir tveimur árum. Á þeim tíma voru gerðir vel á fjórða hundruð kjarasamningar sem ná til hátt í 170.000 launamanna. Morgunblaðið/Eggert Þráttað um kjör í faraldri Fjölmennur fundur um kórónuveirumál var haldinn í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í maí þar sem Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, fór yfir málin. Á fremsta bekk sátu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra. ÍE kom af krafti inn í skimun og greiningu á smitum og útbreiðslu kórónuveirunnar og átti stóran þátt í að tókst að ná stjórn á faraldrinum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÍE átti lykilþátt í að hemja veiruna FRÉTTIR AF INNLENDUM VETTVANGI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu náði 1-1 jafntefli við sterkt lið Svía á Laugardalsvelli og var það mikilvægur áfangi í að tryggja farseðilinn á Evrópu- meistaramótið í knattspyrnu, sem hald- ið verður á Englandi 2022. Liðið er að fara á EM í fjórða skiptið í röð. Morgunblaðið/Eggert Aftur á EM Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn í þungum þönkum. Í hans hlut kom að áminna fólk um að gæta smitvarna gegn kór- ónuveirunni í hvívetna á fjölda blaðamannafunda og varð við- kvæðið að segja „Hlýðið Víði“ þegar áminna þurfti fólk um að fara með gát. Í lok nóvember smitaðist Víðir af kórónuveirunni og veiktist illa. Í fyrstu var ekki búist við honum aftur til starfa fyrr en eftir áramót, en hann var mættur til leiks þeg- ar tekið var á móti fyrstu bólu- efnasendingunni 28. desember. Morgunblaðið/Eggert „Hlýðið Víði“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.