Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 37
Morgunblaðið/Kristján H.
Á sjúkrahús
Sjúklingur með kórónuveiruna
fluttur með sjúkrabíl í júní. Frá
því að fyrsta smitið greindist á
Íslandi 28. febrúar höfðu 5.745
smit greinst 30. janúar, 5.578
manns lokið einangrun og
45.839 lokið sóttkví. 29 manns
létust af völdum veirunnar á
árinu og lágu flestir þeirra á
Landakoti. Af þeim sem létust
voru 24 yfir sjötugu.
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2. 1. 2021 37
Valnefnd valdi alþjóðlegu auglýsingastofuna M&C Saatchi til að gera kynningarátak undir
merkinu „Ísland saman í sókn“ og varð úr hin svokallaða öskurherferð þar sem stillt var upp
hátölurum á víðavangi og gat fólk víða um heim rekið upp óp sem heyrðist í íslenskri náttúru.
Herferðin vakti athygli, en gagnrýnt var að íslenskt fyrirtæki skyldi ekki valið auk þess sem
hið erlenda fyrirtæki væri undir smásjá vegna þess að fjármál þess þættu vafasöm.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öskrað í náttúrunni
Álstyttur Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara voru fjarlægðar ofan af Arnarhvoli þar
sem fjármálaráðuneytið er til húsa í október. Stytturnar voru höggnar á árunum 2015-2017
og fyrst settar upp í Dresden, en fóru upp á Arnarhvol vorið 2019. „Þeir eru komnir aftur heim
til mömmu í bili en þess er ekki langt að bíða að þeir fari aftur á stjá, enda ferðalangar í eðli
sínu,“ sagði Steinunn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álkarlar fjarlægðir
Mikil aðsókn var að sýningu Hrafnhildar Arnardóttur, sem kallar sig Shoplifter, í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsi þegar hún var opnuð í janúar. Á sýningunni var sett upp verk
Hrafnhildar frá Feneyjatvíæringnum árið 2019. Að ganga inn í verkið, sem nefnist
Chromo Sapiens, var eins og að koma inn í litríkan undraheim.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Litrík undraveröld
Sara Björk Gunnarsdóttir var í lok árs valin íþróttamaður ársins. Hún var fyrirliði og lykilleik-
maður landsliðsins, sem tryggði sér farseðilinn á Evrópumeistaramótið í knattspyrnu kvenna
árið 2022. Þá vann hún sigur í Meistaradeild Evrópu með franska liðinu Lyon og skoraði eitt
marka liðsins í 3-1 sigri á Wolfsburg. Fyrr á árinu hafði hún orðið Þýskalandsmeistari með
Wolfsburg. Sýndi Sara Björk að hún er í hópi fremstu leikmanna Evrópu, ef ekki heims.
AFP
Ár afreka hjá Söru Björk
Hildur Guðnadóttir tónskáld sópaði til sín
verðlaunum fyrir tónlistina í þáttunum
Tsjernóbíl og myndinni Jókerinn. Hápunkt-
urinn var þegar hún hlaut Óskarsverðlaunin
9. febrúar í Hollywood fyrir þátt sinn í
Jókernum.
AFP
Hlaut Óskarinn