Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 38

Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI Wuhan, janúar. Seint í janúar stöðvuðu kínversk stjórnvöld samgöngur með opinberum farartækjum út úr Wuhan þar sem talið er að nýja kórónu- veiran hafi átt upptök sín. Þá hafði kórónuveiran þegar breiðst út til ann- arra landa víða um heim. Með samgöngutakmörkununum var veigamikilli miðstöð fyrir iðnað og viðskipti með 11 milljón íbúum í raun lokað. Með hinni fyrirvaralausu lokun var gengið lengra en í fyrri tilmælum stjórn- valda um að forðast ferðalög til og frá Wuhan. Hún var tilkynnt rétt fyrir áramót í Kína þegar margir eru á faraldsfæti. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrir alþjóðlegir sérfræðingar um heilbrigðismál sögðu viðbrögðin við hæfi. Kínverskir forustumenn voru hins vegar gagnrýndir bæði heima fyr- ir og erlendis fyrir að reyna að leyna umfangi faraldursins. Noel Celis/Agence France-Presse Getty Images Kínverjar skella í lás í Wuhan Hannah Mckay/Reuters Krafa um breytingar eftir sprengingu Beirút, ágúst. Minnst 190 manns létu lífið og þúsundir særðust í tveimur sprengingum við höfnina í Beirút, höfuð- borg Líbanons, 4. ágúst. Seinni sprengingin varð nokkrum sekúndum á eftir þeirri fyrri og myndaðist mikill reykur og brak þeyttist víða. Svo mikil höggbylgja myndaðist að fólk flaug um koll, bílum hvolfdi og heilu hverfin létu á sjá. Yfir- völd greindu síðar frá því að sprengingin hefði orðið í þús- undum tonna af ammóníumnítrati, sem geymt var við höfn- ina. Margir Líbanar eru þeirrar hyggju að sprengingin sé til marks um spillingu og vanrækslu leiðtoga landsins. Eftir sprenginguna komu mótmælendur daglega saman til að láta í sér heyra. Til átaka kom við öryggissveitir, sem voru eins og endurómur af mótmælum ársins á undan gegn stjórnvöldum. Hassan Diaband forsætisráðherra og stjórn hans sögðu af sé vegna reiðinnar út af sprengingunni. Andrew Testa/The New York Times Bretar ganga formlega úr ESB London, janúar. Á miðnætti í Brussel og klukkan 11 að kvöldi í London 31. janúar gengu Bretar formlega úr Evrópusambandinu eftir 47 ára aðild og rúmlega þriggja ára óvissu eftir að úrsögn var samþykkt í þjóðaratkvæði. Mynd af klukku, sem taldi niður, var varpað á heimili forsætisráð- herra við Downing-stræti 10. Stuðningsmenn útgöngu fögnuðu með fána á lofti á Þingtorgi á meðan andstæðingar mótmæltu orðnum hlut. Boris Johnson forsætisráðherra, sem var áber- andi stuðningsmaður útgöngu, kvaðst vongóður um betri tíð í þjóðarávarpi. Leiðtogar í Evrópu sögðu að útganga Breta myndi krefjast umfangsmikillar aðlögunar innan ESB. Kuala Lumpur, Malasíu, apríl. Hinn helgi mánuður ramadan hófst seint í apríl, mitt í örygg- isráðstöfunum vegna kórónuveirunnar þar sem ferðalög voru takmörkuð og nándarreglur settar. Stjórnvöld bönnuðu sameiginlegar bænastundir í múslimaríkjum eða settu fjöldatak- mörk þannig að fólk varð að halda upp á ramadan, þegar fasta á yfir daginn og rjúfa föstuna á kvöldin með vinum og vandamönnum, með því að færa sér netið í nyt. Flestum helgustu stöðum íslams eins og moskunum í Mekka og Medínu í Sádi-Arabíu og á svæðinu við Al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem var lokað fyrir tilbiðjendum. Alexandra Radu/The New York Times Sýndar-ramadan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.