Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI Wuhan, janúar. Seint í janúar stöðvuðu kínversk stjórnvöld samgöngur með opinberum farartækjum út úr Wuhan þar sem talið er að nýja kórónu- veiran hafi átt upptök sín. Þá hafði kórónuveiran þegar breiðst út til ann- arra landa víða um heim. Með samgöngutakmörkununum var veigamikilli miðstöð fyrir iðnað og viðskipti með 11 milljón íbúum í raun lokað. Með hinni fyrirvaralausu lokun var gengið lengra en í fyrri tilmælum stjórn- valda um að forðast ferðalög til og frá Wuhan. Hún var tilkynnt rétt fyrir áramót í Kína þegar margir eru á faraldsfæti. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrir alþjóðlegir sérfræðingar um heilbrigðismál sögðu viðbrögðin við hæfi. Kínverskir forustumenn voru hins vegar gagnrýndir bæði heima fyr- ir og erlendis fyrir að reyna að leyna umfangi faraldursins. Noel Celis/Agence France-Presse Getty Images Kínverjar skella í lás í Wuhan Hannah Mckay/Reuters Krafa um breytingar eftir sprengingu Beirút, ágúst. Minnst 190 manns létu lífið og þúsundir særðust í tveimur sprengingum við höfnina í Beirút, höfuð- borg Líbanons, 4. ágúst. Seinni sprengingin varð nokkrum sekúndum á eftir þeirri fyrri og myndaðist mikill reykur og brak þeyttist víða. Svo mikil höggbylgja myndaðist að fólk flaug um koll, bílum hvolfdi og heilu hverfin létu á sjá. Yfir- völd greindu síðar frá því að sprengingin hefði orðið í þús- undum tonna af ammóníumnítrati, sem geymt var við höfn- ina. Margir Líbanar eru þeirrar hyggju að sprengingin sé til marks um spillingu og vanrækslu leiðtoga landsins. Eftir sprenginguna komu mótmælendur daglega saman til að láta í sér heyra. Til átaka kom við öryggissveitir, sem voru eins og endurómur af mótmælum ársins á undan gegn stjórnvöldum. Hassan Diaband forsætisráðherra og stjórn hans sögðu af sé vegna reiðinnar út af sprengingunni. Andrew Testa/The New York Times Bretar ganga formlega úr ESB London, janúar. Á miðnætti í Brussel og klukkan 11 að kvöldi í London 31. janúar gengu Bretar formlega úr Evrópusambandinu eftir 47 ára aðild og rúmlega þriggja ára óvissu eftir að úrsögn var samþykkt í þjóðaratkvæði. Mynd af klukku, sem taldi niður, var varpað á heimili forsætisráð- herra við Downing-stræti 10. Stuðningsmenn útgöngu fögnuðu með fána á lofti á Þingtorgi á meðan andstæðingar mótmæltu orðnum hlut. Boris Johnson forsætisráðherra, sem var áber- andi stuðningsmaður útgöngu, kvaðst vongóður um betri tíð í þjóðarávarpi. Leiðtogar í Evrópu sögðu að útganga Breta myndi krefjast umfangsmikillar aðlögunar innan ESB. Kuala Lumpur, Malasíu, apríl. Hinn helgi mánuður ramadan hófst seint í apríl, mitt í örygg- isráðstöfunum vegna kórónuveirunnar þar sem ferðalög voru takmörkuð og nándarreglur settar. Stjórnvöld bönnuðu sameiginlegar bænastundir í múslimaríkjum eða settu fjöldatak- mörk þannig að fólk varð að halda upp á ramadan, þegar fasta á yfir daginn og rjúfa föstuna á kvöldin með vinum og vandamönnum, með því að færa sér netið í nyt. Flestum helgustu stöðum íslams eins og moskunum í Mekka og Medínu í Sádi-Arabíu og á svæðinu við Al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem var lokað fyrir tilbiðjendum. Alexandra Radu/The New York Times Sýndar-ramadan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.