Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 39

Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2. 1. 2021 39 París, júní. Fjöldamótmæli til að krefjast umbóta í kjölfar andláts George Floyds í Banda- ríkjunum urðu tilefni til aðgerða í mörgum borgum Evrópu. Í júní héldu þúsundir mótmæl- enda út á götur til að sýna samstöðu og vekja athygli á rasisma og ofbeldi lögreglu heima fyrir. París og London voru meðal borga þar sem fólk hélt á borðum sem á var letrað „Við erum öll George Floyd“ og „Svört líf skipta máli“. Styttur nýlenduherra og þrælasala voru skemmdar eða felldar. Embættismenn tóku kröfum um að tekið yrði á sögulegri mismunun og kerfisbundnum rasisma að mestu fálega. Geoffroy Van Der Hasselt/Agence France-Presse Getty Images Mótmæli tilefni samstöðu í Evrópu New York, júní. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði 15. júní að lögin um borgaraleg réttindi frá 1964 næðu einnig til verkamanna úr röðum samkyn- hneigðra og transfólks. Þetta var langþráður sigur í áratuga jafnréttisbaráttu hin- segin fólks. Áður en dómurinn féll var löglegt í rúmlega helmingi ríkja Bandaríkj- anna að segja fólki upp störfum vegna kynhneigðar þess eða kynáttunar. Dómurinn þótti sögulegur og markaði ósigur fyrir stjórn Donalds Trumps, sem hafði hvatt Hæstarétt til að dæma á hinn veginn. Brendan Mcdermid/Reuters Sigur hinsegin fólks Ilvy Njiokiktjien/The New York Tiimes Túlipönum kastað á glæ Aalsmeer, Hollandi, apríl. Hollenskir túlipanaræktendur neyddust í apríl til að henda 400 milljón blómum, þar á meðal 140 milljón túlipanastilkum, þegar blómasala hrundi út af kór- ónuveirufaraldrinum. Hánnatími hollenskra ræktenda er frá mars út maí vegna páska, mæðradagsins og alþjóðlega kvennadagsins og selja þeir blóm fyrir að meðaltali 30 milljónir dollara (3,8 milljarða króna) á dag. Þótt Hollendingar hefðu sett vægar nálægðartakmarkanir voru blómabúðir opnar. Engu að síður féll eftirspurn og blómabændur sem rækta fyrir er- lenda viðskiptavini sögðu að tapið hefði verið mikið. Anna Moneymaker/The New York Times Trump smitast af kórónuveirunni Washington, október. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í tísti 2. október að hann og Melania Trump forsetafrú hefðu reynst jákvæð þegar skimað var fyrir kórónuveir- unni. Trump var fluttur með þyrlu á Walter Reed-hersjúkrahúsið. Þar hélt hann áfram að vinna og eiga samtöl í síma, að sögn embættismanna í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir smitið fór forsetinn aftur að vinna á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu strax í sömu viku og hann smitaðist. Á sama tíma hélt fólk, sem komist hafði í snertingu við hann eða verið við viðburði í Hvíta húsinu, áfram að greinast með veiruna. Alyssa Schukar/The New York Times Lát George Floyds kveikja að mótmælum í Bandaríkjunum Minneapolis, Minnesota, maí. Mörg hundruð þúsund manns tóku þátt í mótmæl- um um öll Bandaríkin eftir að George Floyd, sem var svartur, lést í höndum lögreglu, til að lýsa yfir reiði vegna rasisma og ofbeldis lögreglu. Á myndskeiðum, sem dreift var á félagsmiðlum af handtöku Floyds, mátti sjá hvernig lögregluþjónn hélt honum niðri með því að þrýsta hné á háls hans í margar mín- útur þar til hann virtist missa meðvitund á meðan aðrir lögregluþjónar fylgdust með. Lögregluþjónunum fjórum, sem voru á staðnum, var að endingu vikið úr starfi. Þeir voru ákærðir fyrir manndráp. Ofbeldi fylgdi mótmælunum í mörgum ríkjum. Þau hafa leitt til ýmissa umbóta, en lögregluembætti hafa einnig gripið til varna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.