Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Luis Antonio Rojas/The New York Times Konur mótmæla ofbeldi Mexíkóborg, mars. Tugir þúsunda kvenna mótmæltu í Mexíkó á alþjóðlegum degi kvenna til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi. Mótmælin fóru í upphafi friðsamlega fram, en síðan kom til einhverra átaka milli mótmælenda og lögreglu. Daginn eftir fóru þúsundir kvenna um land allt í verkfall, mættu ekki til vinnu, sáust ekki opinberlega og keyptu ekkert til að dagur- inn yrði án kvenna. Talið er að morðum á konum og stúlkum vegna kyns þeirra hafi fjölgað um 137% í Mexíkó síðan 2015. Bogura, Bangladess, júlí. Á monsúntímabilinu í Suður-Asíu í lok júlí gerði slíkar rigningar að fjórð- ungur Bangladess fór undir vatn. Tugir manna létu líf- ið í flóðum og milljónir misstu heimili sín, heimilum var sópað burt og matvæli eyðilögðust. Monsúnrigning- arnar, sem venjulega standa frá júní fram í september, eru nauðsynlegar fyrir landbúnað á undirlendi í Ind- landi og nágrannaríkjunum. Undanfarin ár hafa þær hins vegar verið hamslausari og tíðari en áður og valdið því að ár hafa flætt yfir bakka sína, sem hefur haft sérstaklega slæm áhrif þar sem land liggur lágt yfir sjávarmáli. Það á við í Bangladess þar sem búa yf- ir 165 milljónir manna. Loftslagsbreytingar hafa valdið því að oftar gerir slíkt úrhelli en áður og búast vísinda- menn við að öfgakennd flóð af þessum toga muni verða tíðari. Mohammad Ponir Hossain/Reuters Monsúnrigningar valda eyðileggingu í Bangladess Dmitry Kostyukov/The New York Times Óseldu víni breytt í handhreinsi Hunawihr, Frakklandi, júlí. Markaðurinn hrundi hjá þúsundum franskra víngerðarmanna vegna kórónuveirufaraldursins og tolla stjórnar Trumps og ákváðu þeir því að senda um- framframleiðslu í eimingarverksmiðjur. Þar var hún eimuð og breytt í handhreinsi með styrkj- um frá franska ríkinu og ESB. Í júlí voru sex milljónir lítra sóttar á tankbílum bara til Alsace- héraðs. Víngerðarmenn fengu minna en einn dollara (um 125 krónur) í bætur á lítra. París, júní. Ítalía var fyrsta landið til að grípa til aðgerða um allt land út af kórónuveirufaraldrinum 9. mars. Þegar komið var fram að 18. mars höfðu fleiri smitast og látist af völdum veirunnar í Evrópu en í Kína. Og 19. mars höfðu fleiri látist á Ítalíu einni en í Kína. Brátt hafði verið gripið til aðgerða til að hefta ferðir fólks af mismikilli hörku í öðrum löndum Evrópu, þar á meðal Spáni, Frakklandi og Bretlandi til að halda veirunni í skefjum. Eftir því sem staðfestum tilfellum fjölgaði í álfunni beindust sjónir að því til hvaða aðgerða væri verið að grípa í löndum hennar til að draga úr efnahagsáfallinu vegna veirunnar. Andrea Mantovani/The New York Times Evrópa í lás út af veirunni FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.