Morgunblaðið - 02.01.2021, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2. 1. 2021 41
Khadija Farah/The New York Times
Skordýraplágur valda usla
Laisamis, Keníu, febrúar. Sómalía varð í febrúar fyrsta landið í Austur-Afríku til að lýsa yfir
neyðarástandi vegna faraldra mörg hundruð milljóna skordýra úr eyðimörkinni sem höfðu
sett allt á annan endann á svæðinu. Skordýrin mynduðu risastór ský sem gleyptu heilu
bæina og steyptu matarbirgðum fyrir tugi milljóna manna í hættu. Landbúnaður í Keníu varð
sérstaklega illa úti í faröldrunum, sem voru þeir mestu í landinu í 70 ár. Vísindamenn sögðu
að skordýraplágurnar væru verri en venjulega vegna þátta sem tengjast loftslagsbreyting-
um, þar á meðal hlýnun Indlandshafs, sem veldur óvenjumiklum rigningum og skapar kjör-
aðstæður fyrir skordýrin til að tímgast og breiða úr sér.
Bishkek, Kirgistan, október. Hópar mótmælenda komu saman í Bishkek, höfuðborg Kirg-
istan, til að mótmæla úrslitum þingkosninganna 4. október og sögðu að brögð hefðu verið í
tafli. Stjórnarandstöðuhópar lögðu þingið undir sig og frelsuðu stjórnmálaleiðtoga sem
höfðu verið fangelsaðir. Þetta leiddi til átaka við lögreglu og lét að minnsta kosti einn maður
lífið og mörg hundruð særðust. Kosningastjórn landsins hafði úthlutað fulltrúum á bandi
Sooronbais Jeenbekovs forseta meirihluta þingsæta, en ákvað þegar þrýstingurinn jókst að
ógilda úrslit kosninganna. Stjórnarkreppan harðnaði þegar Kubatbek Boronov forsætisráð-
herra sagði af sér þegar mótmæli héldu áfram. Kirgistan heyrði áður undir Sovétríkin. Þar
hafa tveir forsetar hrökklast frá á fimmtán árum vegna mótmæla almennings.
Vyacheslav Oseledko/Agence France-Presse Getty Images
Glundroði í Kirgistan
Lam Yik Fei/The New York Times
Gegn öryggis-
áformum Kína
í Hong Kong
Hong Kong, maí. Mótmæli sem settu Hong
Kong úr skorðum 2019 hófust aftur 24. maí
þegar þúsundir manna söfnuðust saman í
þeim hverfum borgarinnar þar sem mest er
um að vera. Lögregla skaut táragasi og
gúmmíkúlum og notaði vatnsdælur á mót-
mælendur. Ráðist var gegn þeim víða um
borgina og voru að minnsta kosti 180 mót-
mælendur teknir höndum. Þeir höfðu að
engu fyrirmæli stjórnvalda um nándar-
takmarkanir í viðleitni sinni til að berjast
gegn áformum stjórnvalda í Peking um að
herða tökin í Hong Kong með lögum um
þjóðaröryggi. Margir íbúar Hong Kong ótt-
uðust að með þeim yrði frelsi þeirra skert.
Irene Barlian/The New York Times
Látin vinna er skólum var lokað
Djakarta, Indónesíu, september. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna, varaði við því í september að 24 milljónir barna gætu flosnað upp úr skóla
vegna kórunuveirunnar. Hundruð milljóna drengja og stúlkna í þróunarríkjunum eru hvorki
með aðgang að neti né menntun og mörg þeirra eru neydd til vinnu, sem iðulega er ólögleg
og hættuleg. Í Indónesíu má sjá börn allt niður í átta ára gömul mála sig silfurlit og stilla sér
upp eins og myndastyttur á götum úti til að betla peninga. Þegar skólum var lokað rauk
barnaþrælkun upp á Indlandi þar sem stjórnvöld höfðu þegar verið að reyna að taka á vand-
anum. Annar hátt settur embættismaður hjá Unicef sagði að framfarir í læsi barna, félags-
legum hreyfanleika og heilsu myndu þurrkast út.
Atul Loke fyrir The New York Times
Múgur ræðst gegn múslimum
Nýju-Delí, febrúar. Að minnsta kosti 53 manns létu lífið og rúmlega 200 særðust í átökum
hindúa og múslima í Nýju-Delí á Indlandi seint í febrúar. Átökin hófust nokkrum tímum eftir
að Kapil Mishra, stjórnmálamaður úr þjóðernisflokki hindúa, sem fer með völd í landinu, hét
því að dreifa úr mótmælendum sem voru andvígir nýjum lögum um ríkisborgaraétt sem
undanskildu múslima. Dagana eftir óeirðirnar beindu yfirvöld rannsókn að leiðtogum músl-
ima þótt flestir þeirra sem létust og særðust væru múslimar og skemmdir á eignum hefðu
beinst gegn múslimum. Lögreglan var gagnrýnd fyrir að hún skyldi ekki kæra Mishra. Sömu-
leiðis var hún sökuð um að hafa tekið þátt í ofbeldi gegn múslimum.