Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 50

Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Á síðasta umgangi í tískuheiminum glefsaði kórónuveiran í hælana á tískunni á meðan for- kólfar hennar fóru borg úr borg og settu upp tískusýningar. Í New York héldu kínverskir hönnuðir sig heima og misstu af því að koma fatalínu sinni á framfæri; þegar tískuvikan hófst í Mílanó hafði einn látist af völdum veir- unnar. Í lok þeirrar viku hafði Armani ákveðið að halda sýningu án áhorfenda. Veislum var aflýst í París, grímum var útdeilt og dyraverð- ir stóðu teinréttir með stórar fötur af hand- hreinsi. Síðan, rétt eftir að allir höfðu hraðað sér heim, hófst faraldurinn. Þetta tískutímabil er allt breytt. Sýningarn- ar verða flestar stafrænar. Sum stór nöfn ætla að bíða og sjá. Aðrir fara sínar leiðir og fylgja eigin áætlun. Loft er lævi blandið. En tískan er ekki búin að vera. Hún er einfaldlega á tíma- mótum, tekst á við stórar spurningar um göm- ul kerfi sem árum saman virtust óhagganleg. Til að grennslast fyrir um hvað það gæti þýtt kallaði The New York Times saman fjóra einstaklinga sem eru í hringiðunni miðri: Tory Burch frá samnefndu merki, Virgil Abloh frá Off-White og karladeild Louis Vuitton, Gwyn- eth Paltrow frá Goop og Antoine Arnault frá LVMH (stærsta munaðarvörufyrirtæki heims). Samtalið hefur verið yfirfarið og stytt. Spurning: Ég verð að spyrja: hver er til- gangurinn með því að halda áfram tískusýn- ingum miðað við hvað margir eru fjarverandi? Virgil: Nýlega héldum við sýningu í Sjanghæ þar sem við fengum að láni frá kvik- myndinni og leikhúsinu til að senda jákvæð skilaboð. Í stað hefðbundinnar sýningar með pöllum, sem getur verið mjög alvarlegt þar sem föt eru hengd á fyrirsætur sem ganga eft- ir sýningarpöllunum alvörugefnar á svip, gerði ég sýninguna næstum að þakkargjörðar- hátíðargöngu. Fyrirsæturnar voru fengnar af götunni og voru bara að ganga eftir götunni eins og þær væru að tala við vini sína, sem vakti tilfinningu sem við fáum almennt ekki að upplifa um þessar mundir. Að baki notagildi fatanna hefur hönnunarstofan mín metnað til að gera heiminn að betri stað. Tory: Það er undarlegt, en áður en faraldurinn skall á hafði ég ákveðið að vera ekki með sýningar þetta tímabil. Við vorum að opna verslun í Mercer-stræti og mér fannst að það gæti orðið verulega áhugavert að hverfa aftur til þess tíma þegar við byrj- uðum með þetta fyrirtæki með uppákomu í verslun sem stóð opin allan daginn og allir litu inn. Ég hef mikið verið að hugsa um hvar ég hef verið og einnig um vöruna – einfald- leika, gæði og síðan að sýna hana með per- sónulegri hætti. Antoine: Fyrir minni merki er skynsamlegt að sleppa einu eða tveimur tímabilum. Það er mjög dýrt og þegar maður áttar sig á kostn- aðinum fylgir því ákveðinn léttir að gera það ekki. Fyrir merki sem hafa efni á því að setja upp sýningar er frábært að láta þennan skap- andi heim troða upp lifandi á sviði. Og það er ekki bara persónuleg ákvörðun. Það er heilt hagkerfi í kringum þessar sýningar. Það ætti ekki að vanmeta það. Gwyneth: Þegar við byrjuðum með G Label hjá Goop fann ég að aðgengi að kerfinu í tísku- heiminum var frekar erfitt – það væri mögu- lega orðið dálítið úr sér gengið varðandi dag- skrána. Og hrynjandi þess hvernig götufatn- aður er kynntur með því að bjóða hann með litlum fyrirvara í völdum verslunum, kaupa núna, klæðast núna, þannig að það skapast spenna og uppsöfnuð eftirspurn eftir fatalínu, kveikti í mér. Við erum orðin ofurdjarftæk í faraldrinum. Við höfum skorið niður peninga til markaðssetningar inn að beini og höfum getað haft áhrif. Þegar fyrirtæki er undir smá þrýstingi neyðist maður til að nálgast þennan skapandi anda. Það er jákvæða hliðin á fé- lagsmiðlum sem hafa ekki margar jákvæðar hliðar. Spurning: Heldurðu að þetta marki tímamót í tísku? Antoine: Margt verður ákveðið eftir næstu tvær tískusýningalotur. Sýningar eru örugg- lega ekki lífsnauðsynlegar. Hins vegar þarf maður stundum að sýna hvað maður er í raun að skapa. Tory: Ég held að öll fyrirtæki séu ólík hvert öðru. Mikið af dagskránni helgaðist af heild- sölu og 85% hjá okkur fara beint til neytenda. Virgil: Við erum að sjá vatnaskil þar sem næsta kynslóð tekur í raun sinn sess. Við þekkjum nöfn Karls Lagerfelds, Margielu, Yves Saint Laurents – hvernig þeir gerðu bylt- ingu í greininni með því að skipta úr klæð- skerasaumi yfir í föt tilbúin til notkunar. Mín kynslóð hefur tekið götufatnað inn í greinina og nú erum við að sjá áhrifin af því á munaðar- markaðinn. Ég held að nú sé augnablikið þar sem við getum endurskilgreint hvað tíska þýð- ir. Gwyneth: Ég á von á að það verði skil á milli vörumerkja sem eru með mikla peninga á bak við sig og nota tískusýningarnar til að búa til ótrúleg markaðsfæri og leikhús og lítilla vöru- merkja eins og míns, sem mun áfram leggja Í september, mörgum mánuðum eftir að kórónuveirufaraldurinn slaufaði tískuvikunni í New York og mörgum borgum Evrópu, ræddi Vanessa Friedman, yfirmaður tískufrétta hjá New York Times, við fjóra frammámenn í tískuheiminum í sama mund og greinin var að laga sig að því að hið viðtekna er ekki eins og áður var. SAMTALIÐ Réttsælis frá efri mynd til vinstri: Vanessa Friedman ræddi um framtíð tískunnar í kjölfar kórónuveirunnar við Gwyneth Paltrow, Tory Burch, Antoine Arnault og Virgil Abloh. Tískupallarnir kunna að vera tómir, en tískan hefur ekki sung- ið sitt síðasta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.