Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2. 1. 2021 51
áherslu á að búa til tengsl við vöruna með því
að nota andann í menningunni. Og ég held að
það sé gott. Það neyðir öll vörumerki, stór og
smá, til að verða skapandi í því hvernig eigi að
ná til viðskiptavinarins.
Spurning: Og hvað með það sem þau búa til?
Er það satt að nú fari æfingabuxur með völdin
í heiminum?
Tory: Augljóslega er fólk farið að klæða sig
með látlausari hætti, en það sem mér finnst at-
hyglisvert er að fólk kaupir þvert á kategóríur.
Ég veit ekki hvert það er að fara, en það er að
kaupa sér hluti. Hvort sem það er að klæða sig
fyrir Instagram, fámenn samkvæmi eða eitt-
hvað annað, það lítur á tísku með hætti sem
hjálpar því að sleppa.
Antoine: Ég get staðfest það. Í heimi þar
sem þú getur ekki farið jafnmikið út, veitinga-
staðir eru að mestu lokaðir og næturklúbbar
eru lokaðir og það eru engir viðburðir, þarf
fólk samt að finna fyrir gleðinni af því að
kaupa sér eitthvað sem það elskar eða hefur
langað í lengi. Formlega hliðin á sölu hjá okk-
ur er enn mjög viðamikil.
Gwyneth: Við vorum að kynna nýja kjóla og
vorum mjög á nálum vegna tímasetningar-
innar, en það kom mér á óvart hvað okkur
gekk vel. Það hefur verið áhugavert að sjá
hvernig fólk fór úr þægilegum klæðnaði og
vörum til að stunda líkamsrækt heima yfir í
eldhúsvörur og eitthvað fyrir heimilið og nú
aftur yfir í tískuvörur.
Spurning: Er enn hægt að tala um strauma?
Virgil: Út af félagsmiðlum myndi ég segja að
það væru miklir straumar.
Gwyneth: Ég er með 16 ára stúlku á heim-
ilinu. Svo, já, það eru enn miklir straumar. Ég
hneigist þó til þess að kaupa klassískar flíkur,
lausar við strauma augnabliksins, vegna þess
að ég hef í fortíðinni, að mér finnst, átt nokkur
vafasöm augnablik.
Tory: Á það ekki við um okkur öll! Ég elska
líka hugmyndina um hluti sem eru eilífir. Og
ég held að fólk sé líka að horfa til þess – hluta
sem það getur fjárfest í. Ég hverf aftur til þess
að fólk vilji eitthvað sérstakt og stend við það.
Spurning: Hvað þýðir það þegar horft er til
vandans vegna offramboðs á dóti?
Tory: Eitt af því sem fólk talar ekki um er of-
framleiðsla. Við erum farin að vera mjög var-
kár í þeim efnum – og okkur fer fram. Þegar
ég hugsa um sjálfbærni held ég að við verðum
að ganga að því sem gefnu að hún er í algerum
forgangi. Þetta er mikið þrekvirki sem við
þurfum að vinna sem grein. En við verðum að
gera það. Viðskiptavinurinn veit nákvæmlega
fyrir hvað vörumerki standa – sérstaklega
yngri viðskiptavinir. Þeir láta sig miklu varða
hvað vörumerkin eru að gera til að gera heim-
inn að betri stað.
Virgil: Þegar síðustu línu LV var hleypt af
stokkunum kynnti ég þá hugmynd að fella all-
ar árstíðirnar í eitt. Ég held að það sé mikil-
vægt að losna við þá hugmynd að bara af því að
það er frá síðustu árstíð hafi það verið gengis-
fellt.
Tory: Konur hugsa öðruvísi um hvernig þær
kaupa. Ég vil ekki að þær hugsi: „Ég vil fara í
eitthvað og ekki fara í það aftur.“ Ég held að
það sé ekki í anda nútímans. Þannig að þegar
kemur að árstíðunum erum við einnig farin að
líta málið öðrum augum. Þetta snýst meira um
afhendingu og að klæðast fötum þegar þú vilt
klæðast þeim. Fyrir tíu árum skipti fólk vor-
fataskápnum út fyrir haustfataskápinn. Það er
úrelt.
Antoine: En við þurfum líka að skilja veru-
leika markaðarins. Ég er ekki viss um að við
eigum að ákveða að það sé bara ein árstíð fyrir
öll vörumerkin. Það myndi valda mikilli breyt-
ingu á greininni.
Spurning: Svo virðist vissulega sem neyt-
endur spyrji merki eins og ykkar í auknum
mæli um þetta sem og hinnar sérlega brýnu
spurningar augnabliksins: hreyfinguna í þágu
félagslegs réttlætis. Þessi hópur er mjög hvít-
ur, sem endurspeglar galla og raunveruleika
greinarinnar. LVMH var að kynna nýjan
hönnuð Fendi-kvenfata, Kim Jones, sem er
ótrúlega hæfileikaríkur, en enn einn hvítur
karl. Antoine, hugleidduð þið fjölbreytileika
þegar þessi ákvörðun var tekin?
Antoine: Ef ég á að vera heiðarlegur þá
gerðum við það ekki í sambandi við þessa
ráðningu. Við ákveðum þessa hluti með mikl-
um fyrirvara. Spurningin um fjölbreytileika,
spurningin um hlutdeild, hefur verið í fyrir-
rúmi í okkar forgangsröð, en að taka skyndi-
ákvarðanir, að skipa nýjan, svartan hönnuð,
leysir ekkert. Við birtum upplýsingar um
skiptingu starfsfólks hjá okkur í Bandaríkj-
unum út frá lýðfræði og þegar horft er á niður-
stöðurnar eru þær satt að segja nokkuð góðar
þegar litið er á samsetningu ólíkra kynþátta. Í
Frakklandi má ekki gera þetta. Hins vegar er
mikið verk óunnið. Í stjórninni hjá okkur situr
enginn sem ekki er hvítur. Það mun, vona ég
mjög einlæglega, breytast í náinni framtíð.
Virgil: Tíska er okkar starf, en hún varpar
einnig frá sér ímynd sem sést þegar ekið er
niður Houston-stræti eða á flugvöllinn og aug-
lýsingar blasa við. Við höfum getuna til að
koma á breytingum. Það þarf að tækla þetta
úr, segjum, tólf ólíkum áttum – menntun skipt-
ir máli, en einnig hvernig við beinum kastar-
anum að gildismati og því hver leggur af mörk-
um.
Antoine: Eitt af því fáa jákvæða sem komið
hefur út úr þessum faraldri er að við erum far-
in að vinna meira með samfélögum á staðnum.
Áður komum við með alla frá París þegar við
settum upp sýningu í Los Angeles – 60 eða 70
fyrirsætur, hárgreiðslufólk, förðunarfólk, alla.
Og þegar maður opnaði tímarit voru mynd-
irnar alltaf eftir sömu þrjá ljósmyndarana,
hárgreiðslan var eins og förðunin. Við höfum
ákveðið hjá flestum vörumerkjunum að héðan
í frá þegar á að halda viðburði eða fara í
myndatökur verði hæfileikafólk á staðnum
notað. Þannig munum við losna út úr þessari
litlu mafíu að vera alltaf að vinna með sama
fólkinu. Ég held að því muni ljúka með þessum
faraldri.
Virgil: Þungamiðjan er nú orðin jaðarinn. Og
ég myndi segja að jaðarinn væri nú framtíðin –
sköpunargleðina er að finna á óhefðbundnum
stöðum. Afríka getur verið hin nýja Berlín eða
hin nýja París. Þar munum við sjá ávinninginn
í greininni.
Á vegum The New York Times Licensing Group.
Þunga-
miðjan er
nú orðin
jaðarinn. Og ég
myndi segja að
jaðarinn væri nú
framtíðin –
sköpunargleðina er
að finna á óhefð-
bundnum stöðum.
Afríka getur verið
hin nýja Berlín eða
hin nýja París. Þar
munum við sjá
ávinninginn í
greininni.
’’
Frá The New York Times