Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 56

Morgunblaðið - 02.01.2021, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 Jafnvel ég, sem veiti nánast engu athygli, get séð að þetta ár hefur verið martröð. Þegar ég var að velta fyrir mér stöðu mála í heiminum rakst ég á tvær gamlar ljós- myndir eftir mig, 20 sinnum 24 tommu Pol- aroid-myndir frá 2005. Fyrirsætan á báðum myndum er Mazzy, blár weimaraner eða silfurhundur, sem að- stoðarmaður minn, Marlo Kovach, átti. Ég hef aldrei hitt hund, sem kunni jafn vel við að láta mynda sig og Mazzy, og ég vann oft með henni. Hún var háð björtu ljósi, þessari flóðbylgju lýsingar af geislunum, sem um- kringdu hana á tökustað. Fyrsta myndin, „Splitting Image“, er eins og fyrirboði, mynd af dökkum hundi með glóð í augum í drungalegu rými þar sem hann horfir yfir litla útskorna útgáfu af sjálfum sér. Annar hundurinn, aftengdur sjálfum sér, horfir út í fjarskann fyrir aftan okkur á meðan hinn horfir beint á áhorf- andann. Annar er vökull, hinn áhyggju- fullur, skilinn frá líkamanum. Í hinni myndinni, „Augu“, er þetta af- tengda augnaráð tekið og fjölfaldað. Yfir- bragðið er ráðvillt, jafnvel villt. Myndin virðist vera einlit, en við nánari athugun má sá að hún er í lit. Augu Mazzy eru í sjálflýs- andi og skuggalegum súraldingrænum lit. Þau eru myrk og vekja ugg í endalausum sveig aðskilnaðar, sveig hluta sem eru ekki jafn svart-hvítir og þeir virðast vera. Mér hafa alltaf fundist þessar tvær myndir eins og uggvekjandi fyrirboðar, en það er ekki fyrr en nú, í samhengi ársins 2020, að ég er að byrja að skilja þær til fulls. ©2020 The New York Times Company og Willi- am Wegman. Á vegum The New York Times Licensing Group. Eyes William Wegman, Eyes, 2005, 20 x 24 color Polaroid, courtesy Sperone Westwater, New York Fyrir ljósmyndaranum William Wegman var 2020 árið sem allur okkar viðvarandi kvíði braust kraumandi upp á yfirborðið. WILLIAM WEGMAN er ljósmyndari og listamaður. Mér hafa alltaf fundist þessar tvær myndir eins og uggvekjandi fyrirboðar, en það er ekki fyrr en nú, í samhengi árs- ins 2020, að ég er að byrja að skilja þær til fulls. SÝN LISTAMANNS Á ÁRIÐ ’’ Splitting Image William Wegman, Splitting Image, 2005, 20 x 24 svart-hvítt Polaroid, með leyfi Sperone Westwater, New York. 2020 með augum hunda Tim Mantoani

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.