Morgunblaðið - 02.01.2021, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2. 1. 2021 61
Ryan Pfluger/The New York Times
Susan Sarandon
er leikari, sem unnið hefur til
Óskarsverðlauna, og aðgerðasinni.
Maður brýtur reglurnar þegar þær eru ekki réttar. Undir ákveðnum kring-
umstæðum þarf maður algerlega, samkvæmt skilgreiningu, að brjóta
reglurnar — einnig, til þess að hrista upp í viðvarandi ástandi. Maður
breytir reglunum þegar þær eru rangar og óréttlátar. Ef maður brýtur
reglurnar þegar maður finnur fyrir óréttlæti er það ekki rangt. Það er full-
komlega rétt. Einmitt núna er ég nokkuð bjartsýn fyrir hönd þeirra sem
hafa lagst gegn ástandinu eins og það er. Þetta eru þungir tímar og fólk-
ið á götunni er að tala um þessa tvo pólitísku flokka, sem í raun séu ekki
að vinna fyrir fólkið. Maður sér hvernig þetta vellur fram og að mögulega
verði reglur brotnar og það fyllir mig raunverulegri bjartsýni.
Tami Chappell/Reuters
George Lopez
er grínisti og leikari
Hvenær er það þess virði að brjóta reglurnar? Ég skal segja þér. Þú veist að
það er kominn tími til að brjóta reglurnar þegar þú ert svangur eða þyrstur og
átt enga von um að finna mat eða drykk. Þú brýtur reglurnar þegar þú ert á göt-
unni með fjölskyldu þinni og hefur ekkert húsaskjól. Margir missa nú húsnæði
sitt, en fara samt á fætur á hverjum degi með það að markmiði að sjá fyrir fjöl-
skyldum sínum á hverjum degi. Ég er að tala um nauðþurftir til að komast af,
sem er ástæða þess að margir brjóta reglurnar. Mörgum fjölskyldum verður
brátt vísað úr húsnæðinu, sem þær búa í, og munu ekki með neinu móti geta
borgað fyrir nýja íbúð eða gistingu. Munu þær brjóta reglurnar? Já, og þær
gætu haldið eins og ég að það versta við þetta væri að þessu hefði mátt afstýra
með almennilegum leiðtogum. Örvæntingarfullt fólk brýtur reglurnar.
Hvenær er ekki í lagi að brjóta reglurnar? Þegar þú þarft að veita forystu með
góðu fordæmi í lífinu. Á slíkum tímum ferð þú ekki grímulaus inn í bygginga-
vöruverslunina. Þú ert ekki náunginn sem fer inn í stórverslunina til að rífast við
manninn við dyrnar, sem vinnur baki brotnu, vegna þess að þú vilt ekki vera
með grímu. Við erum svo upptekin af því í þessu landi að benda á það sem er
ólíkt með okkur að það mun leiða til þess að reglur verða brotnar út af sársauk-
anum og pirringnum. Við myndum ekki þurfa að brjóta reglur ef við kæmum
öðruvísi fram við fólk.
Ég hef alltaf þurft að brjóta reglurnar
vegna þess að ég hef þurft að kljást við
Hollywood allt mitt líf. Ég ætla ekki að
leyfa þeim að setja mig á bás. Það hefur
verið klifað á eftirfarandi við mig: „Ef þú
brýtur reglurnar bjóða þeir þér ekki neitt.
Þú verður að spila leikinn eftir reglun-
um.“ Það er engin leið að átta sig á
leiknum. Mér var líka sagt að ef ég væri
of mikið í gríni yrði mér ekki leyft að
leika alvarleg hlutverk. Mér var líka sagt
að ef ég væri í of mörgum alvarlegum
verkum fengi ég ekki framar hlutverk í
grínmyndum. Í grunninn er það þannig í
Hollywood og í lífinu að reglurnar eru
settar til að vernda þá sem eru í valda-
stöðum. Reglurnar vernda óbreytt
ástand. Þessa dagana snýst lífið allt um
að brjóta reglur og á ákveðinn hátt gerir
það þetta að fallegum tímum. Nú eru
reikningsskil í Bandaríkjunum. Meira að
segja framkvæmdastjórar kvikmyndavera
eru farnir að hafa efasemdir um sjálfa
sig. Þeir eru farnir að brjóta sínar eigin
reglur og hleypa fólki af rómansk-
amerískum uppruna og svörtu fólki í eig-
in raðir. Það var tími til kominn. Jesse Dittmar/The New York Times
John Leguizamo
er leikari, leikskáld og grínisti og gerði á árinu kvikmyndina
„Critical Thinking“, frumraun sína sem leikstjóri
Það er á hreinu að það er auðveldara
að brjóta reglurnar þegar manni hefur
verið gefið gott fordæmi um reglubrot.
Ég fékk fordæmið með því að fylgjast
með föður mínum og móður — þau
spiluðu eftir reglunum, brutu þær líka
þegar það var nauðsynlegt. Faðir minn
(Denzel Washington) barðist til að láta
að sér kveða og vekja athygli á öfl-
ugum sögum. Hann fór með mig á
tökustað þar sem voru aðrir reglubrjót-
ar á borð við Spike Lee. Hann er önnur
ótemja sem gerði eins og honum bauð
um leið og hann valdefldi aðra. Ég man
eftir að hafa verið á tökustað þegar ver-
ið var að gera „Malcolm X“ þegar ég
var ég var barn og í lokin hafði Spike
mig með. Það er atriði þar sem hópur
barna stendur og segir, „Ég er Malcolm
X“. Það var stórt augnablik fyrir mig
vegna þess að sá maður sætti sig ekki
við reglur og hér var næsta kynslóð
mætt og sagði nafnið hans.
John David Washington
gefur að líta í myndunum „BlacKkKlansman“ og „Tenet“.
Mario Anzuoni/Reuters
Það býr vandræðageml-
ingur í okkur öllum. Ég trúi
því að regla, sem engan
meiðir, sé regla, sem eigi
að virða. Síðan eru aðrar
reglur, sem ekki ber að
taka jafn alvarlega. Það er
í lagi að brjóta reglu ef
maður segir við sjálfan
sig: „Þetta er bara regla af
því að einhver segir að
svo sé.“ Ef önnur mann-
eskja verður ekki fyrir
raunverulegu tjóni er í lagi
að brjóta þannig reglu.
©2020 The New York Times Company og C.L. Gaber. Á vegum The New York Times Licensing Group.
Mario Anzuoni/Reuters
Scott
Eastwood
hefur komið fram í
myndunum
„Pacific Rim
Uprising“ og
„The Outpost“