Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 62

Morgunblaðið - 02.01.2021, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 2.1. 2021 „Engin höf, ekkert líf.“ Þar sem ég ber nafnið Cousteau er þessi boðskapur nánast ritaður inn í erfðamengi mitt. Og ég hef reynt að deila honum með heiminum í öll þau ár sem ég ef unnið sem talsmaður umhverfisins. Því miður ber alvarlegt ástand hafanna á okkar tímum því vitni að þessi boðskapur hafi ekki náð í gegn til flestra. Þegar við horfum yfir árið 2020 – eitt erf- iðasta ár sem muna má í félagslegum og vís- indalegum skilningi – og leitum leiða til að komast fram á við er lykilatriði að við skiljum einfalda staðreynd: Ef höfin eru ekki heilbrigð verður framtíðin ekki heilbrigð. Mörg okkar hafa reynslu af galdri og fegurð hafsins. En minni skilningur er á tengingu þess við daglegt líf okkar – hvernig það tryggir súrefnið sem við öndum að okkur og upp- skeruna sem við borðum. Ég fékk að takast á við þá áskorun – og njóta þeirra forréttinda – að búa samfellt í 31 dag í vistarverum neðansjávar. Þar fékk ég einstaka sýn á innbyggt gildi hafanna og það lykilhlutverk sem það leikur í að halda okkur á lífi. Sannleikurinn er sá, svo að við umorðum Arthur C. Clarke, að nær væri að kalla plán- etuna okkar haf en jörð. Án vatnsins væri jörð- in bara einn af milljörðum líflausra grjóthnull- unga sem fljóta um í bleksvörtu tómi geimsins. Hvernig getum við breytt sýn okkar á hafið og hlutverk þess á reikistjörnunni? Við getum byrjað á að hlusta á lexíur ársins 2020. Kór- ónuveiran hefur valdið miklum þjáningum og harmi og hefur einnig varpað ljósi á einhverjar af þeim ósýnilegu undirstöðum sem daglegt líf okkar hvílir á, frá óréttlæti á grundvelli kyn- þáttar til gríðarlegs misræmis auðs sem hvílir eins og ok á samfélögum okkar. Á meðan þessi raunveruleiki hefur alltaf blasað við sumum, þurfti landskjálftann, sem faraldurinn olli, til að sum okkar rönkuðu við sér. Faraldurinn hefur einnig minnt okkur á feg- urð náttúrunnar. Þegar kórónuveiran breidd- ist út um hnöttinn í vor og varð til þess að hver þjóðin á fætur annarri greip til harðra tak- markana náði veröldin eitt augnablik vopnum sínum. Gruggug síki Feneyja urðu tær. Meng- unarskýið yfir hæðum Hollywood hvarf. Bílar hurfu af götum og við það dró verulega úr út- blæstri koldíoxíðs, þótt tímabundið væri. Þessi þróun var hvetjandi og gaf til kynna að hægt væri að gera gagngerar breytingar og það væri von um grænni framtíð eftir allt saman. En eftir því sem faraldurinn hefur haldið áfram hefur hann einnig orðið til þess að notk- un á einnota plasti hefur rokið upp. Innkaupa- pokar og latex-hanskar fylla ruslaföturnar hjá okkur. Andlitsgrímur, sem hefur verið hent, fljóta ofan í niðurföllin á götum okkar og berist í ár og gætu á endanum valdið skaða í sjónum. Hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki er plast, sem hefur verið hent í ruslið, að kæfa líftóruna úr vistkerfinu. Umhverfismengun og faraldurinn eiga ugg- vekjandi þátt sameiginlegan: Gangverk og ferli þeirra er að mestu leyti ósýnilegt berum augum: Við sjáum ekki litlu, menguðu örplast- agnirnar sem við kunnum að leggja okkur til munns þegar við borðum fisk í dag rétt eins og við sjáum ekki örlitla dropana með kórónu- veirunni þegar þeir fara á milli manna. Sú staðreynd getur gert að verkum að þessar ógnir verða sérlega yfirþyrmandi. En við erum ekki ein í þessari baráttu. Ekk- ert okkar er ónæmt frá náttúrunnar hendi fyr- ir þessari veiru eða fyrir áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Og við getum knúið fram raunverulegar breytingar ef við snúum bökum saman. Hversdagslegar athafnir geta, þótt þær virðist smávægilegar, hjálpað til í baráttunni við mengunina og veiruna. Með því að nota til dæmis grímu, sem hægt er að þvo, er hægt að verja bæði heilsu nágrannans og tryggja að minna plast fari í sjóinn. Til þess að vernda ár og vötn frekar ættum við að forðast að kaupa neysluvörur sem pakkað er inn í plast. Með því myndum við líka koma því til leiðar að eftir- spurn eftir slíkum vörum minnkaði. Við lifum í kerfi sem er eins og lokuð hring- braut. Við getum ekki hent hlutum „brott“. Plastið sem við setjum í ruslið lendir oft í sjávardýrum áður en það finnur sér leið aftur í okkur. Eins og Jacques-Yves Cousteau, afi minn, trúi ég því að við verndum það sem við elskum og elskum það sem við skiljum. Við höfum get- una til að ráða við megnið af vandanum vegna kórónuveirunnar og loftslagsins, en þurfum bara að tileinka okkur lexíur vísindanna, þar á meðal þann erfiða sannleik að hefjumst við of seint handa bíða okkar hörmungar. Við verð- um að læra að það að vera á bandi náttúrunnar er að vera á bandi mannkyns. Aldrei hefur verið jafn mikil þörf á von. En við getum ekki bara beðið eftir að hún birtist, við verðum að skapa hana. Eitt af því sem ég er að gera til að vinna að framtíð með meiri von – og leggja mitt af mörkum til að finna lausnir á þeim knýjandi vandamálum sem við okkur blasa – er stofnun Proteus, sem ætlað er að verða fullkomnasta neðansjávarrannsóknarstöð og -vistarvera í heimi. Ráðgert er að ríða net slíkra stöðva og verður fyrsta Proteus-vistarveran um 20 metra undir sjávarmáli undan eyjunni Curaçao í Karíbahafinu. Hún á að verða eins og alþjóðleg geimstöð til að stunda hafrann- sóknir. Þar munu vísindamenn og rannsak- endur alls staðar að úr heiminum geta búið neðansjávar svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir. Þeir munu eiga þess kost að afhjúpa fleiri leyndarmál hafsins. Aðeins um 5% af höfum heimsins hafa verið könnuð enn sem komið er. Það er brýn þörf og nú kjörið tækifæri til að öðlast betri skilning á því með hvaða hætti höf- in hafa áhrif á loftslagsbreytingar og hvað þau geta kennt okkur um hreina orku og matar- sjálfbærni. Síðan er vitaskuld hinn gríðalegi fjölbreyti- leiki lífs í hafinu. Hvaða framfarir gætu orðið í læknisfræði þegar nýjar tegundir verða á vegi okkar? Fyrsta Proteus-stöðin, sem stefnt er að því að klára 2023, mun búa yfir myndveri til að gera myndskeið svo milljónir manna um allan heim geti orðið vitni að undrum lífsins undir yfirborði sjávar. Fyrir tilstilli Proteusar munu fleiri skilja kraftinn í okkar einfalda boðskap: Engin höf, ekkert líf. Með hverjum degi sem við finnum ekki lausnir við loftslagsvánni færumst við einum degi nær því að glata annarri dýrategund vegna hremminganna út af hlýnun jarðar. Loftslagsbreytingar munu ekki hægja á sér til að við getum komið forgangsröðinni í lag og elt þær uppi. Þó býr í mér von. Rannsóknarstöð eins og Proteus er nauðsynleg til að vernda höf og vötn – og tryggja okkur framtíð: Ég trúi því að í vistkerfi hafanna sé að finna náttúruleg efni sem gætu hjálpað til við að hemja þennan far- aldur eða þann næsta. Í rás sögunnar hefur mannkyn sameinast og deilt hugmyndum þegar miklar hörmungar hafa dunið yfir, komið með djarfar lausnir og fundið nýjar leiðir til að lifa af. Nú þarf að grípa til sambærilegra aðgerða. Þegar við horfum til 2021 og lengra fram á við þurfum við loks að taka skrefin sem þarf til að vernda höfin, treysta á vísindi og kraftinn í útsjónar- semi mannsins. Líf okkar veltur á því. ©2020 The New York Times Company og Fabien Cousteau. Á vegum The New York Times Licensing Group. Maður eys upp olíu, sem lekið hefur úr skipinu MV Wakashio í ágúst 2020. Skipið strandaði seint í júlí undan suðausturströnd Máritíus. Jean Aurelio Prudence/Agence France-Presse, via L’Express Maurice/AFP via Getty Images Andlitsgrímur, sem hafði verið hent, fundust á Lantau-eyju í Hong Kong vorið 2020. Anthony Wallace/Agence France-Presse Getty Images Höfin okkar, okkar framtíð Útbreiðsla kórunuveirunnar árið 2020 hafði í för með sér að verulega dró úr útblæstri koltvísýrings – samkvæmt einni rannsókn dróst hann saman um 1,5 milljarða tonna á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma 2019 og er það mesti samdráttur á hálfu ári frá því skráningar hófust. FABIEN COUSTEAU er rannsóknarkafari og umhverfisverndarsinni og stofn- andi Fabien Cousteau-hafmenntunarmiðstöðvarinnar. Í rás sögunnar hefur mannkyn samein- ast og deilt hugmyndum þegar miklar hörmungar hafa dunið yfir, komið með djarfar lausnir og fundið nýjar leiðir til að lifa af. Nú þarf að grípa til sambærilegra aðgerða. TÍMAMÓT: TIL AÐ RÁÐA VIÐ KÓRÓNUVEIRU OG LOFTSLAGSVÁ ÞARF AÐ BYRJA SMÁTT OG HUGSA STÓRT ’’

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.