Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Síða 2
Er ekki gott að fá að opna aftur? Það er yndislegt og þvílíkur léttir. Það hef- ur verið lokað hér í sex mánuði í heildina. Hvernig munuð þið hátta málum? Við munum fara eftir reglunum í einu og öllu. Við ætlum að hafa þetta ótrúlega skemmtilegt og lifandi og svo bara lærum við eitthvað á hverjum degi og breytum og bætum ef þörf verður á. Sturtur verða lokaðar en við erum að skipuleggja tækjasalinn eftir svæðum þar sem fólk getur æft í smærri hópum undir leiðsögn þjálfara. Svo verðum við auðvitað með tuttugu manna hópatíma og námskeið eru að fara af stað. Þjóðin þarf á styrktarþjálfun að halda! Er þjóðin orðin rýr og slöpp eftir Covid? Já, fólki veitir ekkert af að fara að safna vöðvum. Það er allt- af hægt að safna vöðvum þó það gangi verr að safna pen- ingum. Covid hefur auðvitað komið illa við okkur og alla sem eru í rekstri, þó maður skilji aðstæðurnar. Þetta hefur reynt vel á, ég viðurkenni það. Við hjónin erum bæði í þessu og höfum reynt að nota tímann til að dytta að stöðinni. Er ekki starfsfólkið ánægt að koma aftur til vinnu? Jú, það eru allir í svo góðu skapi. Og eins með viðskiptavin- ina, það eru allir svo spenntir og glaðir. Við erum tilbúin í slaginn! Það er bara gleði fram undan og vöðvar? Já, það er markmið ársins. Það er bjart fram undan. Og svo lærum við eitthvað af þessu og verðum betri manneskjur á eftir. Morgunblaðið/Eggert LINDA HILMARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Tilbúin í slaginn! Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2021 Jæja. Þá er komið að því. Janúarátakið hafið, enn á ný. Mig dreymir um aðvera þessi staðfasta týpa sem borðar alltaf hollt allan ársins hring, hreyf-ir sig alltaf fimm sinnum í viku og segir alltaf nei við konfekti og Prins Pólói sem liggur á víð og dreif um vinnustaðinn. En ég er ekki hún. Því er nú andskotans ver og miður. Af þeim sökum neyðist ég til að endurskoða líferni mitt í upphafi hvers árs. Horfast í augu við töluna á vigtinni sem hefur safnað ryki síðan í nóvember. Því stundum er bara svo gott að loka augunum fyrir því sem er óþægilegt. En það þýðir ekkert að fljóta sofandi að feigðarósi. Nú er tíminn til að bretta upp ermar og skálmar og gera eitthvað í málunum! Líklega er ég ekki ein um það. Ýmsir misgáfulegir heilsukúrar hafa verið reyndir í gegnum árin. Keto hentaði alls ekki. Eina sem sat eftir eftir þann kúr var of hátt kól- esteról. Fasta hefur verið reynd. Það getur tekið á þegar hungrið sverfur að kvölds og morgna. Síðan prófaði ég í haust að borða 800 kalóríur á dag. Það var hundleið- inlegt en virkaði ágætlega og vigtin fór niður, þar til nóvember og des- ember mættu með sínar freistingar. Þá endaði það frekar í 2.800 kalóríu dögum. En alla vega, enn á ný þarf að taka heilsuna föstum tökum. Sykur og rjómi er nefnilega ekkert hollur í miklu óhófi. Því var brugðið á það ráð að skrá sig í hópinn Greenfit Clean jan- úar. Sem þýðir þrjár vikur hreint fæði. Út með mjólkurvörur, út með sykur, út með allt korn, út með kaffi. Eftir stendur kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir (í hófi). Liðin er vika og ég er enn á lífi. En ég hef „svindlað“ smá. Ég meina, hvernig dettur nokkrum lif- andi manni í hug að hægt sé að lifa daginn af án kaffis!? Ég reyndi, ég sver það. Fyrsta daginn sko. Þegar líða tók á daginn byrjaði hausverkurinn að segja til sín. Þegar ég kom heim hringdi í ég föður minn, lækninn, og kvartaði sáran yfir hausverknum. Hann fussaði og sveiaði og sagðist ekki hafa heyrt aðra eins vitleysu; kaffi væri bara alveg hollt í hófi og ég ætti barasta að drífa mig inn í eldhús og skella í mig einum bolla. Og hana nú! Ég hlýddi auðvitað pabba; en ekki hvað. Fékk mér einn rótsterkan og fann hvernig hausverkurinn fjaraði út og allt varð bjartara. Þannig hef ég lifað af fyrstu vikuna, með því að drekka kaffið mitt að læknisráði! Kaffi að læknisráði bjargar janúar Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Hann fussaði og sveiaðiog sagðist ekki hafaheyrt aðra eins vitleysu;kaffi væri bara alveg hollt í hófi og ég ætti barasta að drífa mig inn í eldhús og skella í mig einum bolla. Lilja Nótt Þórarinsdóttir Já, allsherjarheilsuátak. 2020 fór í alls konar rugl þannig að nú er átak fram eftir ári. SPURNING DAGSINS Ertu í janúar- átaki? Michal Przybysz Já, í lok síðasta árs hætti ég að reykja og nú í janúar byrjaði ég í heilsufæði og líkamsrækt. Ástrós Hjálmtýsdóttir Nei. Ég reyni alltaf að vera í átaki. Axel Ómarsson Nei. Ég er ekki í janúarátaki. Ég pæli ekkert í því. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Líkamsræktarstöðvar fengu að opna á miðvikudaginn með takmörkunum. Linda Hilmarsdóttir er eigandi Hress Heilsuræktar í Hafnarfirði. STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.