Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2021
Næsti mánudagur, 18. janúar, munvera leiðinlegasti dagur ársins hérá norðurhveli jarðar. Gott ef það
er ekki bara vísindalega sannað að enginn
dagur á árinu geti verið verri. Kannski ekki
hjá öllum. Sumir hafa það bara gott og eru
léttir en samanlögð leiðindi annarra hafa
fært þessum degi þennan merkilega titil.
Hann er kallaður Blue Monday, mánudag-
urinn blái.
Fyrir sextán árum sendi bresk ferða-
skrifstofa frá sér fréttatilkynningu með
þessari niðurstöðu. Maður að nafni Cliff
Arnall, kennari við háskólann í Cardiff,
skrifaði undir hana og þar var því haldið
fram að þetta væru niðurstöður helstu sér-
fræðinga skólans. Háskólinn í Cardiff sendi
seinna frá sér yfirlýsingu og hafnaði þessu
algjörlega, sagði að Arnall væri fyrrverandi
kennari og tengdist skólanum ekki neitt.
En þetta varð til þess að ýmsir vís-
indamenn fóru að safna saman gögnum og
tilgátum og komust að þeirri niðurstöðu að
þetta væri sennilega hárrétt. Það eru ýms-
ar leiðir til að reikna þetta út og breyt-
urnar mismunandi en niðurstaðan er víst
ekki fjarri lagi.
Þetta er sem sagt þriðji mánudagurinn á
nýju ári. Dagsetningin er engin tilviljun því
hún er fundin út með flóknum útreikn-
ingum. Þetta er tíminn þar sem við skuld-
um mest, veðrið er verst, myrkrið allt-
umlykjandi og langt til jóla. Umferðin er
verri, allt tekur lengri tíma og þegar þarna
er komið eru flestir búnir að klúðra ára-
mótaheitinu sínu. Þriðja mánudaginn á
árinu rennur það upp fyrir flestum að þetta
er ekki árið sem þeir ná því að verða besta
útgáfan af sjálfum sér.
Þessi dagur (fyrir ykkur sem takið
sunnudagsblaðið alvarlega) er á morgun.
Og það er margt sem segir að hann hafi
mögulega aldrei verið verri. Það ætti eng-
inn að verða hissa þó að heldur fleiri meld-
uðu sig veika en á venjulegum mánudegi.
Bandaríkjamenn hafa reyndar ekki fund-
ið fyrir þessu. Þriðji mánudagur í janúar er
dagur Martins Luther King og almennur
frídagur. Við erum hins vegar ekki með
einn einasta frídag fyrr en í apríl þegar
skírdagur rennur upp eftir þriggja mánaða
frídagaleysi.
Það er eitthvað heldur óspennandi við
það að fara í vinnu í myrkri og koma heim í
sama myrkrinu. Þegar við bætum svo við
tæpu ári af Covid-þrengingum er ekki galið
að halda því fram að 18. janúar gæti talist
vera versti dagur aldarinnar.
En það þarf ekki að vera þannig. Við get-
um komist í gegnum þennan dag ef við
bara notum ímyndunaraflið og gerum okkar
besta til að gera
hann heldur bæri-
legri. Hjón sem ég
þekki voru orðin svo
þreytt í október, í
miðri annarri eða
þriðju bylgjunni, að
þau ákváðu bara að
halda jól. Skreyttu
heimilið, fóru í spari-
fötin, elduðu jólamat-
inn og skiptust á
gjöfum.
Þeim fannst þetta meiri háttar og hafa
talað um að þau langi til að gera þetta á
hverju ári. Af hverju ekki halda jólin tvisv-
ar á ári? Er eitthvað sem bannar það?
Svo er rétt að hafa það í huga að Arnell
þessi, höfundur kenningarinnar um versta
dag ársins, hefur árum saman barist við að
losa daginn við þennan leiðindastimpil og
sagt að í raun sé þetta dagurinn sem ætti
að hvetja fólk til að gera breytingar á lífinu
og takast á við nýjar áskoranir. Það virðist
hins vegar ekki alveg hafa komist til skila.
Og svo getum við glaðst yfir því að það
eru ekki nema 158 dagar þar til (samkvæmt
sömu kenningum) skemmtilegasti dagur
ársins rennur upp. Það mun vera 25. júní.
Góðar stundir.
’Hjón sem ég þekki voruorðin svo þreytt í októ-ber, í miðri annarri eðaþriðju bylgjunni, að þau
ákváðu bara að halda jól.
Skreyttu heimilið, fóru í
sparifötin, elduðu jólamat-
inn og skiptust á gjöfum.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Mánudagurinn blái
Margir hafa séð sig knúna tilað fylkja með lýðræðinueftir að mótmælendur,
ekki allir vel til fara, réðust inn í þing-
húsið á Capitolhæðinni í Washington.
Forsetar, forsætisráðherrar og ut-
anríkisráðherrar um heim allan voru
fyrstir til að láta frá sér heyra enda
allir farnir að nýta sér samskipta-
máta Dónalds Trumps og segja hug
sinn á Twitter. Netfyrirtækið hleypti
öllum slíkum skilaboðum í gegn en lét
þess getið að í framtíðinni yrðu
stjórnendur þar vandfýsnari á hvað
mætti segja á Twitter og hvað ekki.
Svipað var að heyra frá Facebook, og
til að sýna að alvara væri á ferðinni
var lokað fyrir Dónald.
Inntakið í yfirlýsingum valdafólks
hins vestræna heims var að ráðist
hefði verið að vöggu lýðræðisins;
myndlíkingin eflaust valin vegna þess
að í vöggu er eitt-
hvað nýfætt og þar
er að finna nokkuð
sem er viðkvæmt.
Það síðara á svo
sannarlega við um
lýðræðið. Það er
viðkvæmt og ekki
sama hvernig með er farið. Það er til
dæmis eitt að tala um lýðræðið, ann-
að að virða það.
Og varðandi fyrra atriðið, um fæð-
inguna, sem margir vísa nú til að hafi
átt sér stað í Bandaríkjum Norður-
Ameríku, þá má til sanns vegar færa
að margt sem við kennum við lýðræði
er þaðan runnið þótt mikil einföldun
sé að rekja alla þræði þess þangað.
Mögnuðustu ræður um inntak lýð-
ræðis, og einnig suma þætti þess í
verki, má finna í sögu Grikkja hinna
fornu og staðnæmist ég þá við ræður
Periklesar sem sagnfræðingurinn
Þúkýdides færði okkur. Þar bar hann
saman kosti frjáls samfélags og hins
sem laut valdboði að ofan. Þetta var
fyrir tæpum tvö þúsund og fimm
hundruð árum.
En aftur að bandarísku vöggunni
sem er ekki nema rúmlega tvö hundr-
uð ára. Í Bandaríkjum Norður-
Ameríku var vissulega barist fyrir
frelsi.
Í fyrsta lagi gegn nýlenduvaldi.
Gömlu evrópsku nýlenduveldin
höfðu slegið eign sinni á þennan
heimshluta eins og flesta aðra. Nú
vildu menn hins vegar frelsi frá slíkri
áþján; vildu ráða sínum heimkynn-
um og því sem þau hefðu upp á að
bjóða í landsins gæðum. Frum-
byggjar álfunnar kysu sennilega ná-
kvæmara orðlag.
Annar frelsisþráður var baráttan
gegn kynþáttamisrétti. Virkjaður var
samtakamáttur til afnáms þræla-
halds og ekki nóg með það, búin var
til stjórnarskrá sem múraði inn
mannréttindi betur en tekist hafði í
öðrum ríkjum undir lok átjándu ald-
arinnar þegar stjórnarskrá Banda-
ríkjanna var smíðuð. Í henni sagði að
frelsi sérhvers manns skyldi virt og
mannhelgi í heiðri höfð.
Óhætt er því að segja að þótt vagga
lýðræðisins eigi sér lengri sögu en til
Bandaríkja Norður-Ameríku þá var
framlag þaðan til lýðræðisins ekki lít-
ið.
En lýðræðið er ekki bara í stjórn-
arskrám og lögum, sögubókum og
heimspekiritum eða háfleygum ræð-
um, hvað þá orðsendingum á Twitter.
Spurt er um veruleikann frá degi til
dags í lífi þjóðanna. Hvernig þær
komi fram hver við aðra – og einnig
að sjálfsögðu innbyrðis. Er mann-
helgin og frelsið virt, er nýlendu-
stefnan, sem hin ungu Bandaríki risu
gegn, fyrir bí?
Gæti verið að við
skoðun á veru-
leikanum kæm-
umst við að þeirri
niðurstöðu að ný-
lendustefna sé alls
ekki liðin tíð, þvert
á móti lifi hún góðu
lífi í samtímanum og það sem meira
er, að henni sé gefið líf í vöggu á Capi-
tolhæðinni, í skrifstofunum sem ráð-
ist var inn í á dögunum, valdastéttum
heimsins til skelfingar og hryllings?
Staðreyndin er sú að heimurinn er
í sívaxandi mæli að hverfa frá lýðræð-
inu og gefa sig auðræðinu á vald. Það
hefur fyrir löngu gerst í Bandaríkj-
unum, vöggu kapítalismans.
Og ég leyfi mér að segja að rísi al-
menningur í heiminum ekki upp gegn
valdi auðs; gegn hernaðarofbeldi,
auðlindastuldi nýlendustefnunnar,
kynþáttakúgun og efnalegu misrétti,
þá munum við sjá meira af því sem
við sáum gerast í höfuðborg Banda-
ríkjanna á dögunum. Það ætti að vera
heiminum öllum víti til varnaðar.
Þegar engir valkostir eru aðrir í
meintri vöggu lýðræðisins en fulltrú-
ar auðs og hernaðarofbeldis, og þegar
fólk eygir enga framtíð aðra en for-
ræði sömu afla, þá er þeirri hættu
boðið heim að í glundroða óánægju
taki fasisminn völdin.
Það er kominn tími til að vakna og
kveða auðræðið niður. Láta það víkja
fyrir þeirri tegund réttlætis sem að-
eins raunverulegt lýðræði getur
tryggt.
Það er hægt, en verður ekki gert
sofandi.
AFP
Hvað er í vöggunni?
’Inntakið í yfirlýs-ingum valdafólkshins vestræna heimsvar að ráðist hefði verið
að vöggu lýðræðisins.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
Góð þjónusta í tæpa öld
10%afslátturfyrir 67 ára
og eldri