Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.01.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.1. 2021 Þ að er ekki víst að margir hafi alvar- legar áhyggjur af útþenslu hins opin- bera. En sennilega ættu þeir að hafa þær. Sé horft um öxl virðist hún næsta stjórnlaus og undarlega óháð því hvernig þeir eru merktir sem sitja í stjórn landsins. Viðurkenna má þó stóru undan- tekninguna, stjórn Jóhönnu og Steingríms, sem var sýnu verst. Og annað hvort væri þegar fyrsta hreina vinstristjórnin á Íslandi átti í hlut. Almenningur á litla von Það hefur löngum sést meiri munur í sveitarstjórnum. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn fór með stjórn höfuð- borgarinnar gætti hann þess að fara aldrei í topp þess sem lög leyfðu, hvort sem um var að ræða útsvar, fast- eignagjöld eða aðstöðugjöld svo það helsta sé nefnt. Hann gekk líka varlega fram í hinum sérstöku gjöld- um sem sveitarstjórnir mega að öðru leyti leggja á. En samt var ekki safnað skuldum.Vinstri flokkarnir komust að og höfðu allt annan hátt á. Þeir keyrðu allt í topp í undrafáum áföngum. Og létu það ekki duga. Þeir drógu jafnt og þétt úr þjónustu og úr þekktum þjónustuvilja starfsmanna sinna. Fólk fann fyrir því í stóru og smáu. Þannig skutust áður nokkrir bílar á milli gatna strax eftir jól og söfnuðu jólatrjám borg- arbúa, sem þeir komu fyrir við lóðarmörk. Þetta var ekki mikið fyrirtæki en létti undir og dró úr mengun því færri bílar voru í slíkum snúningum. En einkum sýndi þetta með öðru skilning á því hvert væri megin- hlutverk sveitarfélaga: þjónustuhlutverkið. Eftir nokkurra ára veru öðruvísi þenkjandi manna í sveitarstjórn eða borgarstjórn er ekki auðvelt að skipta um gír, þótt þeir taki við á ný sem vilja styrkja fjárhagsstöðu íbúa sinna með hófsemd í skattheimtu og svo sveitarfélagsins í leiðinni með því að ganga var- lega fram í eyðslu af öllu tagi. Þar sem fyrrnefndir ráða fjölgar starfsfólki ótt þótt þess sjái ekki stað í öflugri þjónustu. Jafnvel borgarfulltrúum var fjölgað um rúm 50%, sem var þó óþarft með öllu. Eina sem hafðist upp úr því krafsi til viðbótar auknum kostnaði var að fæstir borgarbúa þekkja nú nokkurn borgarfulltrúa með nafni. Viðreisir Dag En þetta hefur fátt að gera með vinstri og hægri. Það sést glöggt á flísinni Viðreisn, sem klauf sig úr Sjálf- stæðisflokknum vegna þess að hollusta hennar við ESB í bland við minnimáttarkennd er ofar allri ann- arri hollustu. Hún hljóp strax til fylgilags við eyðslu- klóna sem aldrei nokkra ábyrgð ber, skattheimtu- manninn í stóli borgarstjóra og skrifaði undir allar útgjaldahækkanir hans frá degi til dags, studdi slapp- leika hans í þjónustuhlutverki við borgarbúa. Og gekk loks í óguðlegt hjónaband við hann um að stífla alla umferð í borginni með þeirri afsökun að þá mætti tryggja að í framtíðinni myndu tæplega 4% borgarbúa ferðast með strætó, eins og tæplega 4% borgarbúa gera nú. Borgarstjórinn myndi áfram ferðast um í li- músínu embættisins. Hvað erindi átti Viðreisn í þann leiðangur? Engin reisn var yfir þeim félagsskap. Óheilindabragur á þögn fyrir kosningar Viðreisn hafði ekki sagt frá þeim áformum sínum fyrir kosningar í Reykjavík, sem opinberuðust eftir þær. Og hún mun ekki segja frá núverandi áformum held- ur, sem eru að komast í hreinu vinstristjórn númer tvö eftir næstu kosningar. En hún er ekki ein um að láta kjósendur kaupa kött í sekk við kjörborðið. Frægasta dæmið var og er Steingrímur J. sem svo seint sem hann mátti, daginn fyrir kjördag, lofaði, án nokkurra fyrirvara, að hann og flokkur hans myndu aldrei samþykkja inngöngu Íslands í ESB. Daginn eftir kom í ljós að hann var fyrir nokkru bú- inn að samþykkja einmitt það enda var það fyrsta og síðasta krafa Samfylkingar í þeim ógeðfellda kaup- skap öllum. Eftir þau svik og hverja tilraunina af annarri til að koma aftan að þjóðinni í Icesave og gera þar með til- raun til að skaða hana varanlega, var fylgið farið að losna. Einarðlega fólkið í þingflokknum hrökk burt hvað af öðru og fékk kaldar kveðjur. Eftir aðeins hálft kjörtímabil hafði þessi stjórn hald- ið þannig á sínum málum að þingmeirihlutinn, sem hún lagði upp með, var horfinn. Hún ákvað þó að hanga, ónýt og illa þokkuð, út kjörtímabilið. Hvernig gat hún það? Hún fékk skjól í nokkrum örflokkum sem skynjuðu að kosningar á því augnabliki myndu gera út af við þingferilinn. Það gilti reyndar einnig um drjúgan hluta stjórnarliðsins. Það leiddi af stjórn- málalegu reglunni um framboð og eftirspurn: Það gat svo sem farið í framboð, en eftirspurnin var engin. Því varð þrautalending allra sem deildu þessari dauflegu sýn að ýta hinu óhjákvæmilega á undan sér og fram- lengja launapakkann um tvö ár. Það reyndist ekki vera neitt nýtt í „nýju stjórnmálunum“ þar. Eftir því sem dauðateygjur lengdust óx fyrirlitningin á flokk- unum tveimur með hverri viku. Tapa á samstarfi við Sjálfstæðisflokk Stjórnmálafræðingar höfðu lengi hjalað um það, eins og vísindi væru, að vinstri flokkar töpuðu jafnan á því að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Og í þeirri há- vísindalegu kenningu töldust allir flokkar aðrir en Sjálfstæðisflokkur vera vinstriflokkar. Eftir bankafall höfðu hinir raunverulegu vinstri flokkar staðið vikum saman fyrir árásum á Alþingi Ís- lendinga. Munaði minnstu að atlagan tækist. Lands- þekktur lögmaður úr þeim selskap harmaði nýlega að svo fór! Þar sem byltingartilraunir hafa verið reyndar á síðari tímum hefur það jafnan verið sagt brýnasta verkefnið í slagnum að leggja undir sig útvarpsstöð. Hér mátti sleppa þeim þætti. Útvarpið varð strax með og útvarpaði öllu gagnrýnislaust dögum saman, hrak- yrðum sem öðru, sem sjálfkjörnir leiðtogar bylting- arinnar létu út úr sér. Eftir fall banka, hér sem annars staðar, voru menn úfnir, sárir og reiðir. Aðeins hér tókst þó að spila á þær tilfinningar svo að næstum færi enn verr en þó fór. Og þótt sá áróður þeirra sem síst skyldu og eðlileg reiði og kergi ummyndaðist í skaðlegan meirihluta í stjórn um hríð, sáu landsmenn ljósið furðufljótt. Bat- anum seinkaði þó mjög því að hugur „leiðtoganna“ beindist að öðru, hefndaraðgerðum, bolabrögðum, árásum á stjórnarskrá og að koma Íslandi undir ESB. Eða kannski mætti fremur segja að það birti nægj- anlega til að myrkrið gat ekki falið sig lengur. Og þótt kjarnalausir flokkar hafi gerst doríur fyrir sökkvandi skip á þingi var ekki mjög lengi hægt að forðast fund með kjósendum. Og í þeim kosningum komu í ljós hin raunverulegu vísindi, að ekkert var jafn hættulegt fyrir vinstri flokka og sambúð þeirra við sjálfa sig. Hvernig sem Ríkisútvarpið hafði reynt og hamast voru kjósendur komnir með nóg. Þeir hafa ekki í ann- an tíma veitt stjórnarliðum í landinu aðra eins refs- ingu fyrir skemmdarstarfsemi og þá. Og þeir létu það ekki nægja, heldur börðu Samfylkingu aftur og enn betur í næstu kosningum á eftir. Fékk hún þá loka- einkunn kjósenda „fyrir þátttöku í fyrstu hreinu vinstristjórninni“. Stjórnmálafræðingar hafa enn ekki treyst sér til að horfast í augu við sínar gömlu þreyttu kenningar. En það fór þó varla fram hjá þeim að þeg- ar VG eygði loks von um ráðherrasæti á ný, þá kaus það að hafa háseta úr Sjálfstæðisflokki fjölmennasta um borð hjá sér. Eftir að Jóhönnustjórnin haltraði að verðleikum yfir á ruslahaug sögunnar tók ný ríkisstjórn við völdum. Óvæntur liðsauki Sjálfstæðisflokksins við Steingrím og Jóhönnu í Icesave, sem aldrei fæst minnsta skýr- Maður heldur síðbúið boð ’Viðreisn hafði ekki sagt frá þeim áformumsínum fyrir kosningar í Reykjavík, sem opinberuðust eftir þær. Og hún mun ekkisegja frá núverandi áformum heldur, sem eru að komast í hreinu vinstristjórn númer tvö eftir næstu kosningar. Reykjavíkurbréf15.01.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.